Morgunblaðið - 20.06.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.06.2011, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 ✝ Ólafur GaukurÞórhallsson tónlistarmaður fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1930. Hann lést á hvíta- sunnudag, 12. júní, 2011. Foreldrar hans voru Bergþóra Ein- arsdóttir, f. 27.4. 1908 í Garðhúsum í Grindavík, d. 1.10. 1989, og Þórhallur Þorgilsson, magister í rómönskum málum, f. 3.4. 1903 í Knarrarhöfn í Hvammssveit, Dalasýslu, d. 23.7. 1958. Systkini Ólafs Gauks eru Dóra Gígja, f. 27.7. 1933, Ólafía Guðlaug, f. 22.12. 1936, og Einar Garðar, f. 10.7. 1946. Ólafur Gaukur kvæntist 8. júní 1963 Svanhildi Jakobsdóttur f. 23.11. 1940. Börn þeirra eru Andri Gaukur skurðlæknir, f. 11.8. 1963, og Anna Mjöll söng- kona, f. 7.1. 1970, bæði búsett í Bandaríkjunum. Fyrri kona Ólafs var Inga Einarsdóttur, f. 27.5. 1930. Börn þeirra: Berg- þóra, f. 17.10. 1949, Ragnhildur, f. 14.1. 1951, Ingibjörg, f. 3.3. 1952, d. 17.4. 2008, Ingunn, f. 3.2. 1954, og Hlöðver Már, f. 31.5. 1959. Börn með Jórunni Marý Ingvarsdóttur, f. 19.11. 1934, d. 17.5. 1992: Aðalbjörg sjónvarpsþáttum og á hljóm- plötum sem seint munu gleym- ast. Ólafur Gaukur samdi tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir og má nefna að tónlist hans í ís- lensku kvikmyndinni Benjamín dúfu var útnefnd til verðlauna á Berlin Film Festival í Þýska- landi árið 1996. Heiðurs- verðlaun Íslensku tónlistarverð- launanna hlaut hann árið 2006. Árið 2008 var hann sæmdur hinni íslensku Fálkaorðu og sama ár var hann kjörinn heið- ursfélagi í Félagi tónskálda og textahöfunda. Árið 2009 sæmdu gítarleikarar hann Gullnöglinni. Auk tónlistarinnar fékkst Ólafur Gaukur við blaða- mennsku frá unga aldri og var blaðamaður og ritstjóri ýmissa blaða og tímarita um árabil. Snemma beygðist krókurinn, því að aðeins tíu ára gamall gaf hann út allra fyrsta tímaritið, sem hann gaf nafnið „Stjarnan“ og var þar bæði blaðamaður og ritstjóri, auk þess sem hann sá um dreifingu. Hann vann hjá dagblaðinu Tímanum um tveggja ára skeið og hjá Vikunni um tíma á ár- unum 1950-1960. En starfsferill hans í blaðamennskunni varð lengstur hjá VR-blaðinu, fé- lagsriti Verslunarmannafélags Reykjavíkur, þar sem hann starfaði sem aðstoðarritstjóri frá 1983 til 2002. Ólafur Gaukur stofnaði Gítarskóla Ólafs Gauks árið 1975 og rak til æviloka. Útför Ólafs Gauks verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 20. júní 2011, kl. 13. María, f. 12.3. 1953, og Inga Sigrún, f. 12.3. 1953. Ólafur Gaukur lauk stúdentsprófi frá MA 1949, prófi í tónsmíðum frá Dick Grove School of Music í Los Ang- eles 1984 og prófi í kvikmyndatónlist og tónsmíðum frá sama skóla 1988. Tónsmíða- og gítarnám hjá Sig- urði Briem, Jóni Ásgeirssyni, Helge Jacobsen og fl. Tónsmíð- anám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Ólafur Gaukur var fagmaður fram í fingurgóma og einn helsti brautryðjandi dæg- urtónlistar á Íslandi sem gít- arleikari, lagahöfundur, hljóm- sveitarstjóri, útsetjari, textahöfundur, plötuútgefandi og kennari. Aðeins fimmtán ára gamall stofnaði hann sitt fyrsta tríó og á menntaskólaárum sín- um hóf hann að leika með vin- sælustu danshljómsveitum landsins, m.a. KK-sextett, þó svo að djasstónlistin væri hon- um alla tíð kærust. Hann stýrði einnig eigin hljómsveitum og mun Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur vera þeirra þekkt- ust, en hljómsveitin kom fram í Skyndilega er öllu lokið, pabbi, og minningarnar fljúga í gegnum hugann. Það er skrýtið að hugsa til þess að nú eigum við ekki eftir að kynnast þér betur, en aðstæð- ur eru bara þannig stundum. Eft- ir sitja minningarbrot sem verða svo kær, minningarbrot úr æsku, frá heimsóknum þínum. Öll sam- skipti okkar greyptust í hugann og gjafir voru geymdar á góðum stað, sumar jafnvel enn þann dag í dag. Síðar voru það myndir og viðtöl í fjölmiðlum og auðvitað tónlistin þín sem hélt minningun- um við. Þú varst alltaf svo blíður og góður þegar við hittumst og frá þér skein væntumþykja. Minningarnar um þig eru fjár- sjóður sem geymist. Takk fyrir allt, pabbi minn. Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar og tónlistin þín ylja um ókomin ár. Aðalbjörg (Adda) og Inga. Við andlát Ólafs Gauks Þór- hallssonar er horfinn einstakur tónlistarmaður, sem naut mikilla vinsælda hjá þjóð sinni. Hann lést á Landspítalanum hinn 12. júní sl. eftir stutta legu. Gaukur var hæfileikamaður, frjór tónlistarmaður og lipurt ljóðskáld. Forsjárhyggjuna sótti hann til Garðskálaættar móður sinnar í Grindavík, en vísindaleg vinnubrögð til föður síns, eins besta vísindamanns í rómversk- um tungumálum hér á landi á sinni tíð. Tónlistin virtist síðan koma að Gauki úr öllum áttum. Hann hóf tónlistarferilinn á skóladansæfingum með æsku- félögunum Steinþóri Steingríms- syni og Árna Elfar. Á menntskólaárunum var hann farinn að leika svo stöðugt með hljómsveitum, að um há- skólanám var ekki að ræða um sinn. Hann lék lengst af með KK- sextettinum og skilaði þar drjúgu dagsverki sem útsetjari og texta- höfundur. Seinna starfrækti hann eigin hljómsveit, en þá bættust við tíðar sjónvarpsút- sendingar og alltaf samdi Gaukur mest af öllu efninu sjálfur. Með- fram tónlistinni stundaði Gaukur ýmis störf, s.s. blaðamennsku, ritstjórn tímarita og nefndastörf hjá FÍH og STEFi. Hljómplöturnar eru margar, sem hann undirbjó til upptöku fyrir konu sína, Svanhildi, og dóttur, Önnu Mjöll, auk fjölda annarra listamanna á afkasta- mikilli ævi. Hann sýndi alltaf góðan smekk og vönduð vinnu- brögð, enda hlaut hann líka fjölda viðurkenninga. Eðlilega sóttust margir eftir að læra á gítar hjá Gauki, sem svaraði með því að stofna Gítar- skóla Ólafs Gauks, sem hefur ver- ið vel setinn í áratugi. Með árunum gerði hann æ strangari kröfur til sjálfs sín og fór í áföngum til æðra tónlistar- náms í Bandaríkjunum og lauk þaðan bæði bachelor- og mast- ersgráðum í tónvísindum. Gaukur skilur eftir sig stórt skarð í ættingja-, starfssystkina- og vinahópunum, en á sama tíma verður eftir hann ómetanlegur fjársjóður hugverka, sem gleðja munu þjóðina um ókomna tíð. Undirritaður þakkar hjartans vini samleik fyrri ára og vináttu alla tíð. Við Vilborg þökkum Ólafi Gauki líka allar ánægjulegu sam- verustundirnar og vottum okkar kæru Svanhildi, börnum þeirra og öðrum niðjum dýpstu samúð. Hrafn Pálsson. Benjamín dúfa fór með himin- skautum á vængjum tónlistar Ólafs Gauks. „Upp, upp mín sál“ væru viðeigandi einkunnarorð þess sem sífellt braust til æðri mennta og vega í tónheimum – og væru nærtækt þema hamhleypu sem starfaði svo ötullega á vett- vangi upplifunargeirans, helsta vaxtarsprota nútímans. Síðustu tvær námstarnir Ólafs Gauks Þórhallssonar áttu sér stað í Los Angeles. Hann lauk kvikmyndatónlistarnámi á sex- tugsaldri og framhaldsnámi í djassgítarleik um sjötugt. Var þó vel skólaður fyrir. Ólafur Gaukur miðlaði þekkingu sinni til þús- unda nemenda og var að til hinsta dags. Afburða gáfum sínum og hæfni deildi hann örlátlega með þjóð sinni frá unglingsaldri, glæddi áhuga og hlúði að hæfi- leikum. Hann var frábær texta- smiður ekki síður en tónskáld, út- setjari, gítarmeistari og hljómsveitarstjóri. Eftir hann liggur mikið safn verka. Ólafur Gaukur gegndi trúnað- arstörfum, m.a. fyrir STEF, Fé- lag tónskálda og textahöfunda og Félag íslenskra hljómlistar- manna. Hlaut heiðursviðurkenn- ingu Íslensku tónlistarverð- launanna 2006, var gerður að heiðursfélaga Félags tónskálda og textahöfunda 2008 og hlaut fálkaorðuna sama ár. Er þá fátt eitt talið af slíkum bautasteinum. Minnisvarðarnir eru fyrst og fremst verkin sem eftir hann liggja. Ólafur Gaukur var stílisti fram í fingurgóma. Hann skóp afar sérstæðan hljóm sem varð ein- kennismerki hans; listilega útsett og glimrandi samspil rafgítars og altsaxófóns sem einkenndi t.a.m. Sextett Ólafs Gauks og Svanhild- ar alla tíð. Öll umgjörð, útlit og stílbrögð þáttanna „Hér gala Gaukar“ báru og stílistanum Ólafi Gauki einstaklega fagurt vitni. Það kom því ekki á óvart að Gaukurinn skyldi áttræður velja sólbjartan hvítasunnudag til hinstu farar. Á þeirri vegferð kunna Vegir að liggja til allra átta; hann getur stoltur horfst í augu við Bláu augun, vitjað Kútt- ers frá Sandi og heimsótt Benja- mín dúfu í hæstu hæðum. Upp, upp, Gaukurinn og dúfan! Á vit nýrra tíðnisviða. Farvel meistari. Tónlistin lifir. Þökk fyrir okkur. Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, Félags tón- skálda og textahöfunda. Ólafur Gaukur Þórhallsson Mér finnst svo erfitt þegar ég keyri í hlaðið á Þrastarstöðum að sjá ekki afa sitja í stólnum sínum í eldhúsinu. Að heyra hann ekki segja: „Jæja, eru skessurnar mínar komnar.“ Móttökurnar hans voru ekki af verri endanum, kossar og knús í bak og fyrir. Afi var alltaf glaður og húm- orinn vantaði aldrei, ekki einu sinni undir það síðasta. Ég gæti skrifað endalaust um elsku afa, hann var mér svo kær. Þegar ég hugsa um hvað við áttum saman finnst mér ég vera ríkasta manneskja í öllum heim- inum. Hann kenndi mér svo margt sem er alveg ómetanlegt. Ég var svo lánsöm að eyða æsku minni hjá þeim afa og ömmu og bjó þar ásamt móður minni í nokkur ár. Eftir það notaði ég alla frídaga til að komast í sveit- ina. Þar var best að vera. Við afi Þorvaldur Þórhallsson ✝ Þorvaldur Þór-hallsson fædd- ist í Hofsgerði á Höfðaströnd í Skagafirði 1. sept- ember 1926. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Sauð- árkróks 3. maí 2011. Útför Þorvaldar var gerð frá Hofs- óskirkju 14. maí 2011. byrjuðum snemma að bralla ýmislegt. Ég var ekki gömul þegar við vorum skilin ein eftir heima á meðan amma og mamma fóru að vinna. Þetta var yndislegur tími og með árunum fékk ég hann til að gera nán- ast hvað sem var. Til dæmis þurfti mjólk- urkexið mitt að vera brotið full- komlega til helminga og afi hætti aldrei að reyna þótt hann væri búinn með heilan pakka. Þetta er gott dæmi um það að hann lagði sig allan fram við að gera barna- börnunum sínum til hæfis. Ég var ekki nema sex ára þeg- ar hann kenndi mér að hjálpa kind við burð og náði ég lambinu lifandi og veit ég ekki hvort okkar var stoltara. Við áttum margar góðar stundir í fjárhúsunum og ef mér var kalt á höndunum leyfði afi mér alltaf að stinga köldum lófum inn á bringuna á sér og hlýnaði mér þá strax. Göngur og réttir voru honum mikilvægur tími. Ég gleymi aldr- ei þeim degi þegar ég varð lögleg- ur gangnamaður, afi hafði keypt nesti handa mér, svo keyrði hann mig út í Höfða þar sem við byrj- uðum göngurnar. Hann sagði: „Ég trúi ekki að litla telpan mín sé orðin svona stór“ og stoltið skein úr augum hans. Ár eftir ár kom afi á gangnadagsmorgun og náði í mig til að fara í göngur fyrir hann. Þetta var alltaf jafngaman, hvað þá þegar maður kom með hóp af kindum á undan sér niður í rétt og sá brosið á afa. Hann lét mann alltaf finna hvað hann var stoltur af manni og hlýjan var alltaf til staðar. Ég er svo lánsöm að bæði maðurinn minn og dóttir fengu að njóta hans. Bestu stundir dóttur minnar voru þegar afi spilaði við hana. Alltaf nennti hann að leika, svo þurfti hún oft að gá hvort hann væri með skegg og strauk litlu lófunum um andlit hans og skellihló ef svo var. Ef afi var ný- rakaður þá strauk hún honum um vangann og sagði „múk“. Maður- inn minn var honum afar kær og sá ég hvað hann var glaður að vita af ekta bónda á jörðinni sinni sem mun verða mömmu til halds og trausts í búskapnum. Hann kvaddi vitandi það að jörðin og búskapurinn væri í góðum hönd- um og færi áfram stækkandi. Elsku afi, ég elska þig svo mest. Ég vonaðist til að þessi kveðjustund kæmi aldrei en ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þú átt svo stóran stað í hjarta mínu, við pössum ömmu fyrir þig. Með söknuði og endalausri ást. Þín Valdís. Elsku Reynir. Takk er eitt- hvað svo fátæklegt þegar ég horfi til baka á það sem þú færðir mömmu og okkur hinum. En ég á ekkert annað orð til að lýsa því hve mikils virði það var. Ekkert annað orð til að lýsa þakklætinu fyrir alla playmo-kallana, barbí- dúkkurnar og fötin, bílana, hest- ana, geimskipin og kastalana sem þið færðuð börnunum. Ekk- ert annað orð til að þakka fyrir allar heimsóknirnar. Takk fyrir nærveruna, félagsskapinn og stuðninginn bæði á góðu stund- unum og þeim erfiðu. Við sem höfum reynt að styðja þig á þess- um síðustu erfiðu vikum reynum að hugga okkur við það að nú ertu laus undan þjáningunum. Deyr fé, deyja frændur, Reynir Arnar Eiríksson ✝ Reynir ArnarEiríksson versl- unarmaður fæddist í Reykjavík 8. nóv- ember 1945. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. júní 2011. Útför Reynis fór fram frá Seljakirkju 10. júní 2011. deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Reynir, minning þín og góð- ur orðstír lifir með okkur, takk. Linda, Stein- ar og Sandra. Elskulegur föðurbróðir minn er nú látinn. Hafði hann barist við krabbamein undanfarin ár og var það ekki fyrr en hann var bú- inn að koma sínum málum í höfn að hann leyfði sjúkdómnum að taka völdin. Mínar fyrstu minningar um Reyni voru í Bólstaðarhlíðinni hjá ömmu og afa þar sem Reynir bjó fram á fullorðinsár. Hann var ávallt elskulegur og góður við okkur bræðrabörnin en var svo sem ekkert að skipta sér of mikið af okkur. Þegar ég eltist fór ég að vinna með Reyni og bræðrum hans og unnum við saman með einum eða öðrum hætti í 30 ár. Reynir kenndi mér ýmislegt um ævina sem varðaði viðskipti og fór með mig á mína fyrstu leikfangasýningu í Nürnberg Þýskalandi. Við fórum saman til Nürnberg mörg ár saman eftir það. Þar kom Reynir mér svo sannanlega á óvart, maðurinn sem borðaði hvorki fisk né fram- andi rétti á Íslandi kynnti fyrir mér snigla, froskalappir og ým- islegt sem ég hefði aldrei látið mér detta í hug að setja inn fyrir mínar varir. Í þessum ferðum var hann kóngurinn og passaði upp á allt og alla enda stundum ekki vanþörf á. Reynir fór oft með okkur stór- fjölskyldunni í veiðitúra sem voru skemmtilegir í alla staði þar veiddi hann jafnan vel en fyrst og fremst áttum við góðar stundir í faðmi fallegrar náttúru, vina og vandamanna. Reynir var vinur vina sinna, orðheldinn og fljótur að taka málstað lítilmagnans ef þannig bar undir. Hann var vel greindur og bókhneigður en aldrei hefði hann orðið iðnaðar- maður hvað þá atvinnubílstjóri. Reyni varð aldrei barna auðið en þegar hann kynntist sinni ást- kæru eiginkonu Helenu eignaðist hann yndislega fjölskyldu. Tími Reynis og Helenu saman var alltof stuttur en góður á meðan hann varði. Nú er hann aftur kominn í faðm sinnar heittelsk- uðu og þeirra ástvina sem fóru á undan honum yfir móðuna miklu. Minningin um Reyni mun aldrei gleymast svo lengi sem ég lifi. Ég þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman í leik og í starfi. Jón Páll Grétarsson. Gógó móðursyst- ir mín er látin. Stóra systir henn- ar mömmu. Gógó sem átti allar þessar frænkur mínar og frænd- ur sem var svo gaman hitta, hvort í Sundstrætinu eða á Bíldudal. Gógó ólst upp í Kvíum í Jökul- fjörðum, þar sem þau voru 6 systkinin, amma og afi, en líka fleira heimilisfólk eins og langamma og langafi, Nonni frændi og Lína, Sigga og Bogi og Guðrún Jakobsdóttir ✝ Guðrún Re-bekka Jak- obsdóttir fæddist að Kvíum í Jökul- fjörðum 28. mars 1925. Hún lést 8. júní 2011. Útför Guðrúnar Jakobsdóttur fór fram frá Fossvogs- kirkju 16. júní 2011. svo fleiri á mismun- andi tímum. Senni- lega einangraðasti bærinn í hreppnum. Gógó flutti frá Kvíum til Bíldudals eftir að hún hafði kynnst manninum sínum honum Kristni og saman bjuggu þau sér heimili þar og eign- uðust 7 börn. Það var örugglega ekki alltaf auðvelt hjá henni frænku minni og heils- an ekki alltaf góð. En hún átti samt alltaf til bros og broslega at- hugasemd. Þegar ég var barn þá var alltaf spennandi að hjálpa til við að pakka jólapakkanum til Bíldudals, því þangað voru svo margir pakkar, því þau voru svo mörg fannst mér og jafn spenn- andi var að bíða eftir að mega opna pakkann þaðan. Svo var alltaf mikil tilhlökkun að ýmist að fá heimsókn frá Bíldudal eða að keyra yfir holóttu fjallvegina í Volkswagen-bjöllunni og seinna Mözdunni til að komast í helgar- kaffi á Bíldudal. Hjá Gógó var alltaf pláss, hvort sem það var í litla þrönga eldhúskróknum hennar eða í hjartanu. Hún og Kristinn tóku börnun- um mínum eins og sínum eigin. Þegar ég bjó í fyrra skiptið hérna í Danmörku kom hún með mömmu í heimsókn til mín og ég held að það hafi verið í fyrsta skipið sem hún fór utan, það var líka í fyrsta skiptið sem hún sat úti á grasflöt og las á afmælisdag- inn sinn. Það var dóttir mín sem var þarna búin að finna sér vara- ömmu, sem var hægt að fá til að gera enn meira en ömmuna. Það er skrítið að hugsa til þess að nú vantar þá elstu í systkinahópinn hennar mömmu, sem er annars svo náinn. Ég kveð mína kæru móður- systur með virðingu og hjartans þökk. Drífa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.