Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 6 3 5 4 1 8 9 3 4 9 6 8 5 4 3 1 6 7 4 8 3 7 9 1 6 5 7 8 5 2 2 1 6 7 9 8 2 5 1 7 3 3 5 6 9 7 1 8 1 2 3 5 8 6 4 1 9 5 1 9 5 4 7 7 6 4 7 8 1 9 3 7 3 5 4 2 3 2 5 8 9 1 4 6 7 9 1 6 5 7 4 2 3 8 8 4 7 3 6 2 9 5 1 6 7 4 1 2 3 8 9 5 5 9 1 7 4 8 6 2 3 2 8 3 6 5 9 1 7 4 4 3 9 2 8 7 5 1 6 1 5 8 9 3 6 7 4 2 7 6 2 4 1 5 3 8 9 5 1 7 9 2 3 6 8 4 8 6 4 5 7 1 3 9 2 3 9 2 6 8 4 1 7 5 2 8 9 7 3 6 5 4 1 1 5 6 8 4 2 9 3 7 7 4 3 1 9 5 2 6 8 6 7 1 3 5 8 4 2 9 4 3 8 2 1 9 7 5 6 9 2 5 4 6 7 8 1 3 3 5 4 9 7 2 8 1 6 2 8 6 1 5 4 3 7 9 9 7 1 6 8 3 5 2 4 5 1 9 8 4 7 6 3 2 7 3 2 5 6 1 4 9 8 4 6 8 3 2 9 1 5 7 1 2 7 4 3 6 9 8 5 8 4 3 7 9 5 2 6 1 6 9 5 2 1 8 7 4 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 20. júní, 171. dag- ur ársins 2011 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð- ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Loksins, loksins er komið sumar áÍslandi! Vorið, ef vor skyldi kalla, var skelfilega kalt og leiðinlegt og viðurkennast verður að Víkverji var farinn að óttast um sumarið. Sem betur fer rættust ekki þær martraðir. Landinn getur nú gengið um í stuttbuxum og sumarkjólum án þess að gæsahúðuð beinin skjálfi eins og kastaníettur. x x x Við því má búast að grill og tjald-vagnar, sem hafa lítið gert ann- að en að safna ryki það sem af er ári, verði nú dregin út úr geymslum og bílskúrum og notuð – ef ekki ofnotuð – á næstu vikum. Við getum nefnilega ekki treyst á að góða veðrið haldist. Kaldlyndum og óáreiðanlegum ör- lagadísum gæti dottið í hug að vekja veika von í hjörtum okkar um langt og sólríkt sumar til þess eins að kippa fótunum undan þeim með hagléli og slyddu í júnílok. Örlagadísir eru með undarlegt skopskyn. x x x Víkverji er ekki með þessu aðreyna að draga úr gleðinni, sem langflestir upplifa núna. Þvert á móti hvetur hann alla til að hoppa í sund, grilla kjöt og fisk og ferðast um land- ið eins og enginn væri morgundag- urinn. Sól og sumarylur er því miður ekki nokkuð sem við Íslendingar get- um treyst á með nokkurri vissu. Því verðum við að grípa gæsina þegar hún gefst – og umbera gæsahúðina þegar hún gefst ekki. x x x Reyndar eru þeir til sem kunna illavið sig í hita og sólskini og taka því ekki þátt í fögnuði meirihlutans yfir sumarkomunni. Þetta fólk kann betur við sig í síðfrökkum en stutt- buxum og er helst ekki með sólgler- augu á nefinu nema innandyra. x x x Þetta sama fólk á alla samúð Vík-verja, en það getur huggað sig við að sumur á Íslandi eru eftir allt stutt og eins óáreiðanleg og áður- nefndar örlagadísir. Ef heppnin er með þeim mun sólin hörfa á ný og þau geta dansað í regninu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 veglynd, 8 súld, 9 málmur, 10 ask, 11 víðan, 13 galdrakerlinga, 15 sorg- mædd, 18 safna saman, 21 stormur, 22 gleðjist yfir, 23 peningum, 24 valdagræðgi. Lóðrétt | 2 bárum, 3 eyddur, 4 höndin, 5 kaldur, 6 guðir, 7 þrjóska, 12 óhljóð, 14 slöngu, 15 sjó, 16 ekki eins gamalt, 17 rist, 18 fugl, 19 mikill sigur, 20 sárt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 nepja, 4 segja, 7 grófa, 8 opinn, 9 lap, 11 iðan, 13 saur, 14 okans, 15 holt, 17 skel, 20 man, 22 niðja, 23 ýlfur, 24 agnar, 25 trimm. Lóðrétt: 1 negri, 2 prófa, 3 aðal, 4 skop, 5 geiga, 6 annar, 10 ap- ana, 12 not, 13 sss, 15 henta, 16 liðin, 18 kefli, 19 lærum, 20 maur, 21 nýtt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Bragð Deschappelles. Norður ♠Á10 ♥G2 ♦DG1092 ♣DG63 Vestur Austur ♠K75 ♠D986 ♥KD109 ♥853 ♦75 ♦ÁK63 ♣9872 ♣105 Suður ♠G432 ♥Á764 ♦84 ♣ÁK4 Suður spilar 2G. Sú varnartækni að ryðja leið inn á hönd makkers með því að fórna stöku háspili er kennd við við franskan skákmann og vistspilara sem var uppi á 19. öld, Alexandre Deschappelles að nafni. Fyrir brids- heiminn hefði komið sér betur ef nafnið hefði verið styttra og þjálla í munni, en eigi má sköpum renna og tæknin heitir sem sagt „Deschappel- les Coup“ á ensku. Hér er það austur sem beitir bragðinu, í vörn gegn 2G. Vestur hefur leikinn með ♥K og ♥D, sem suður gefur. Sagnhafi tekur þriðja hjartað og spilar tígli. Austur á slag- inn og spilar auðvitað spaðadrottn- ingu! Það er sama hvort sagnhafi drepur eða dúkkar, spaðakóngur vesturs fríast og verður innkoma til að taka á fjórða hjartað. 20. júní 1627 Ræningjar frá Alsír komu á skipi til Grindavíkur. Þar með hófst Tyrkjaránið sem stóð til 19. júlí. 20. júní 1750 Gengið var á tind Heklu í fyrsta sinn, svo vitað sé. Það gerðu Bjarni Pálsson og Egg- ert Ólafsson. Talið hafði verið að þar væru dyr vítis og ill- fygli á flökti yfir gígnum. 20. júní 1904 Bifreiðaöld hófst. Ditlev Thomsen kaupmaður kom til Reykjavíkur með gufuskipinu Kong Tryggve og hafði með- ferðis bifreið af tegundinni Cudel. Hún var reynd á götum bæjarins daginn eftir en þetta var „gamall skrjóður sem gerði hér litla lukku,“ sagði í Árbókum Reykjavíkur. 20. júní 1914 Fjörutíu lifandi síli féllu úr lofti á Miðbælisbökkum undir Eyjafjöllum, um einn kíló- metra frá sjó. Tuttugu síli fundust á öðrum stað og voru þau 15 sentimetra löng. 20. júní 1980 Ítalski tenórsöngvarinn Lu- ciano Pavarotti söng í Laug- ardalshöllinni í Reykjavík á vegum Listahátíðar. Viðtökur voru frábærar og fagn- aðarlátum ætlaði aldrei að linna. „Einstök stund upplif- unar og ef til vill einstæð á heilli mannsævi,“ sagði gagn- rýnandi Morgunblaðsins. 20. júní 1998 Hvalasafnið á Húsavík var formlega opnað. Fyrsta árið voru gestirnir um sex þúsund. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Það haustaði snemma, segja þeir fyrir norðan, en Ingimar Eydal, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Akur- eyri, hefur óbilandi trú á veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík, sem segir að það fari að hlýna upp úr deginum í dag, 20. júní, sem jafnframt er afmæl- isdagur Ingimars. Hann rifjar upp að í sólar- ferðum í gamla daga hafi fólk alltaf þóst vera jafn hissa þegar það vaknaði á morgnana í sól og hita. Sama sé uppi á teningnum fyrir norðan um þessar mundir, veðrið sé eins dag eftir dag. „Það er alltaf sex stiga hiti og þoka niður í miðjar hlíðar,“ segir hann. „Þokan má alveg fara að lyfta sér aðeins, því ekki hefur sést til fjalla síðan í apríl. Það væri líka gaman að sjá þessa sól sem við heyrum af fyrir sunnan.“ Fyrir utan breytingar á veðrinu gerir Ingimar ekki ráð fyrir mikl- um breytingum í tilefni 45 ára afmælisins nema þegar til lengri tíma sé litið. Hann haldi áfram að klífa fjöll og syngja með Karlakórnum Geysi. „Það er gott áhugamál til framtíðar, því þar er ég með yngri mönnum.“ Ingimar bætir við að fjölskyldan hafi annars reynt að borða sig saman til hita í bústað um helgina og tengdafólkinu verði hóað saman í dag. „Þannig fáum við fleiri veislur.“ steinthor@mbl.is Ingimar Eydal aðstoðarslökkviliðsstjóri 45 ára Sumarið og sólin á leiðinni Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Reykjavík. Logi Rafn Buchholz fædd- ist 18. apríl sl. Hann vó 3.570 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Hildur Arna Håkansson og Andri Buch- holz. Flóðogfjara 20. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.23 0,6 9.26 3,4 15.27 0,7 21.47 3,6 2.55 24.04 Ísafjörður 5.27 0,4 11.16 1,8 17.23 0,6 23.34 2,0 1.35 25.35 Siglufjörður 1.22 1,3 7.42 0,1 13.59 1,1 19.41 0,4 1.18 25.18 Djúpivogur 0.26 0,6 6.15 2,0 12.29 0,5 18.48 2,1 2.10 23.49 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hjónabönd og alvarleg sambönd hafa mátt ganga í gegnum ýmsar þolraunir að undanförnu. Töfrar þínir magnast ef þú þorir að sýna bjánaskap og gáska. (20. apríl - 20. maí)  Naut Í miðjum klíðum við áskorun ertu nú þegar sigurvegari. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Oft var þörf en nú er nauðsyn á að þú gerir eitthvað fyrir sjálfa/n þig til að lyfta þér upp andlega sem líkamlega. Forð- astu að dragast inn í deilur annarra. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú getur ekki skipt út fortíðinni. Ef þú hefur ekki tekið eftir því, þá ert þú jafn hæf/ur og allir aðrir. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það skiptir sköpum að hafa yfirsýn og leggja áherslu á þau atriði, sem skipta máli, en leyfa hinum að fljóta hjá. Reyndu að vera jákvæð/ur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Fólk vekur tilfinningar, án þess að átta sig á því með hvaða orðum, setningum eða tóntegund það er. Láttu útlit ekki blekkja þig, því ekki er allt sem sýnist. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Farðu varlega í fjármálum í dag og ekki láta plata þig út í einhverja tilrauna- starfsemi. Minntu sjálfa/n þig á afrek þín. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Sýndu börnunum og öðrum þolinmæði þótt þolinmæðin sé ekki sterk- asta hlið þín. Dagurinn í dag er góður til þess að sannfæra vini um hvaðeina sem þér er mikilvægt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert hætt/ur að fara í hringi. Tímabundnar áhyggjur gætu gert vart við sig tengdar vinnunni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú þráir að finna afl fossins, kaldan gust norðlægra vinda eða raka regnskógarins. Innsæi þitt mun leysa vand- ann skjótar en úthugsuð aðferð. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Yfirleitt er það svo að gæska þín og gjafmildi falla í góðan jarðveg. Gleymdirðu nokkuð að hrósa þér í morg- unn? (19. feb. - 20. mars) Fiskar Rómantíkin ræður ríkjum þessa dagana og þú ert í sjöunda himni því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér. Stjörnuspá 1. c4 g6 2. Rc3 Bg7 3. g3 Rf6 4. Bg2 0-0 5. Rf3 d6 6. d4 Rbd7 7. 0-0 e5 8. dxe5 dxe5 9. Dc2 c6 10. Hd1 He8 11. e3 Dc7 12. b3 Rc5 13. e4 Bg4 14. h3 Bxf3 15. Bxf3 Re6 16. Bg2 h5 17. Be3 Kh7 18. Hd3 Bh6 19. Bxh6 Kxh6 20. Had1 Kg7 21. b4 Had8 22. Hxd8 Hxd8 23. Hxd8 Dxd8 24. Dd1 Rd4 25. c5 h4 26. Kh2 Rh5 27. g4 Rf4 28. Bf1 Df6 29. Kg1 Rfe6 30. Kg2 Rg5 31. Be2 Staðan kom upp á Meistaramóti Fjóns sem lauk fyrir skömmu í Óð- insvéum í Danmörku. Íslenski stór- meistarinn Henrik Danielsen (2.545) hafði svart gegn Carsten Bank Friis (2.321). 31. … Rxh3! 32. Kxh3 Dxf2 og hvítur gafst upp enda fátt til varna, sem dæmi er hann óverjandi mát eftir 33. Dd3 Re6. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.