Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Starfshópur ráðuneyta um eldsneyt- isverð mun skila af sér lokaskýrslu eftir um það bil tvær vikur. Þetta seg- ir Huginn Freyr Þorsteinsson, að- stoðarmaður Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra, en Huginn fer fyrir hópnum. Steingrímur hefur þegar farið með minnisblað fyrir ríkisstjórn sem var unnið upp úr drögum að skýrslu starfshópsins. Gerði hann ríkisstjórn- inni grein fyrir hvernig vinnu hópsins hefur verið háttað og á hvaða lausnir hann bendir. Aðspurður vill Huginn ekki upplýsa hverjar niðurstöðurnar eru þar sem starfi nefndarinnar er ekki enn lokið. Ekki náðist í Stein- grím í gær. Ákváðu að gera lokaskýrslu Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, gagnrýndi starfshópinn í Morg- unblaðinu á þriðjudag og sagði að hann hefði átt að skila niðurstöðu fyr- ir einum og hálfum mánuði, en enn hefði ekkert heyrst. Huginn segir þetta í raun hvorki rétt né rangt hjá Runólfi. Hópurinn hafi átt að skila samantekt á vinnu sinni til fjármála- ráðherra í maí og það hafi hann gert. Ekki hafi verið mælt fyrir um neina opinbera lokaskýrslu frá hópnum í skipunarbréfi hans, en samt hafi ver- ið ákveðið að gera slíka skýrslu. Full þörf hafi verið á að taka málið til heildstæðrar skoðunar. „Það verður þá viðameiri skýrsla sem tekur heildstætt á þróun elds- neytisverðs í heiminum, leggur mat á hvað er að gerast og hvað er líklegt að gerist og ber saman eldsneytisverð á milli landa. Líka hvernig álagningin er hjá hinu opinbera og hvað menn hafa gert í öðrum löndum til að mæta vandanum sem hækkandi bensín- og olíuverð orsakar,“ segir Huginn Freyr. Fulltrúar sex ráðuneyta Hann segir það mat flestra að elds- neytisverð haldi áfram að hækka. Í skýrslunni sé leitað svara við því hvernig megi bregðast við því til langs tíma við skipulagningu sam- göngukerfisins og svo hinu, hvernig megi milda áhrifin af hækkuninni til skamms tíma. „Hátt bensínverð er komið til að vera,“ segir hann. Hópinn skipa, auk Hugins, Stefán Einarsson frá umhverfisráðuneytinu, Þorsteinn Rúnar Hermannsson frá innanríkisráðuneyti, Margrét Sæ- mundardóttir frá efnahags- og við- skiptaráðuneyti, Erla Sigríður Geirs- dóttir frá iðnaðarráðuneyti og svo Sigurður Snævarr hagfræðingur, sem er jafnframt efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Sigurður var feng- inn inn í starf hópsins nokkru eftir að hann var skipaður, þar sem talin var þörf á því að fá meiri hagfræðiþekk- ingu inn í hópinn vegna þess hvaða mynd vinnan var að taka á sig. Í hópnum sitja því fulltrúar sex ráðu- neyta, en þegar Steingrímur J. Sig- fússon tilkynnti um nefndina í febrúar hafði hann aðeins fjögur ráðuneyti í huga. Tryggvi Þór Herberts- son alþingismaður hefur lagt fram frumvarp um lægri álögur á elds- neyti, sem myndi leiða til 28 króna lækkunar á lítra- verði bensíns og um 20 króna lækkunar á opin- berum álögum á lítrann. Bensínskýrsla birt eftir hálfan mánuð  Fjármálaráðherra hefur kynnt minnisblað í ríkisstjórninni Morgunblaðið/Frikki Fyll’ann af 95? Nefndin skoðar hvort vega má á móti hækkandi eldsneytis- verði í bráð og svo hvernig miða má samgöngukerfið við það til langs tíma. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta var tæpt hálft kíló af sígar- ettustubbum sem við tíndum og vor- um einungis á annarri gangstétt- inni,“ segir Birgir Sveinbergsson sem tók sig til ásamt sjö ára barna- barni sínu, Eik Baldursdóttur, og tíndi vindlingastubba í Vesturbæ Reykjavíkur áleiðis að miðborginni.. Birgir segir hugmyndina hafa kviknað eftir umræðu sem hann heyrði í danska ríkissjónvarpinu um sígarettustubba á strætum Kaup- mannahafnar. „Þeir segja aukningu á sígarettustubbum á götum Kaup- mannahafnar nema fjórum millj- ónum á dag, svo mér datt í hug að athuga hvað væri mikið um þá hér,“ segir Birgir og bætir við að hann hafi jafnframt viljað vekja fólk til umhugsunar og stuðla um leið að bættu umhverfi. „Það er hroðalegur sóðaskapur að sjá þetta úti um allt,“ segir Birgir og bætir því við að það taki stubbana um fjögur ár að brotna niður í nátt- úrunni. Birgir segir miðbæ Reykjavíkur heldur druslulegan og vísar m.a. til tyggjóklessna á gangstéttum sem og veggjakrots sem sé áberandi á hús- veggjum. „Það mætti þrífa betur. Ég sit hér á Ingólfstorgi og hér fjúka sígarettustubbar og pappír um allt. Það er alveg klárt að hér mætti ganga betur um.“ Hann segist ætla að halda pok- anum góða, sem inniheldur afrakst- ur dagsins, þar til skilagjald fæst á sígarettustubbum. „Ef sett er skila- gjald á stubbana, þá verða engir stubbar á götunni,“ segir Birgir og mælir með skilagjaldi sem nemur tuttugu krónum á pakka. „Við vær- um orðin rík eftir daginn ef svo væri,“ segir hann. Hálft kíló af vind- lingastubbum af gangstéttinni  Hvetur til að sett verði á skilagjald Morgunblaðið/Sigurgeir S. Framtakssöm Birgir og barnabarn hans, Eik, hafa fengið nóg af sóða- skapnum á götum borgarinnar og tóku því málin í sínar hendur í gær. Andri Karl andri@mbl.is „Eins og spáin er núna held ég að það verði áframhaldandi norðaust- anátt og það verði ekkert lát á því,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands. Í færslu á vefsvæði hans kemur einnig fram að hryggur yfir Grænlandi sé líkleg- ur til að viðhalda norðlægri átt í há- loftunum eitthvað áfram. Einna kaldast er veður á Norð- austurlandi og samkvæmt lang- tímaspá á norska veðurvefnum yr.no eiga íbúar þar ekki von á góðu. Þeg- ar litið er til Norður-Múlasýslu verð- ur hiti ágætur í dag og á morgun en um helgina kólnar og í næstu viku fer hiti varla upp fyrir tvær gráður. Steininn tekur úr fimmtudaginn 30. júní en þann dag er spáð snjókomu allan sólarhringinn, hiti fer ekki upp fyrir frostmark og á hádegi verður tveggja gráða frost. Setja verður þó nokkra fyrir- vara við langtímaspár sem þessar og þó svo að Trausti hafi séð ámóta töl- ur segir hann að lítið geti verið að marka spár svo langt fram í tímann. Veðurfarið hefur mikil áhrif á daglegt líf á svæðinu. Bjarnveig Skaftfeld hjá ferðaþjónustu bænda á Ytra-Álandi í Þistilfirði, milli Þórs- hafnar og Raufarhafnar, segist ekki mikið verða vör við ferðamenn. Hún tekur þó fram að mikið sé bókað í næsta mánuði og júní sé oft daufur. „En þetta er eitt af því sem menn verða að sætta sig við og geta ekki breytt.“ Útlit fyrir áframhaldandi kuldatíð á Norðausturlandi  Spáð frosti og snjókomu undir lok júnímánaðar Kalt Frost og snjókoma er í spá- kortum fyrir næstu viku á NA-landi. Morgunblaðið/Kristján Álögur á jarðefnaeldsneyti eru ýmislegar. Á hvern lítra er í fyrsta lagi lagt kolefnisgjald, sem er 3,80 krónur á bensín en 4,35 krónur á dísil. Einnig er lagt 23,86 króna vörugjald á hvern bensínlítra og þar að auki er annað sérstakt vörugjald, sem kallast einfald- lega bensíngjald, en það nemur 38,55 krónum á lítrann af blý- lausu bensíni. Bensín sem not- að er á flugvélar er hins vegar undanþegið þessum vörugjöld- um. Þá er lagður á 25% virðis- aukaskattur ofan á þetta allt saman og nemur hlutur ríkisins þá um helmingi bensín- verðsins. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra hefur sagt að ef þessi gjöld verði lækkuð þurfi að finna aðrar tekjur á móti annars staðar. Fern gjöld á bensínið HELMINGUR TIL RÍKISINS Huginn Freyr Þorsteinsson SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.