Morgunblaðið - 21.07.2011, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 21.07.2011, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 Yfirvinnubanni flugmanna var af- lýst með undirritun nýs kjara- samnings milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair. Nýi samningurinn var kynntur fé- lagsmönnum í gær og stendur at- kvæðagreiðsla nú yfir. Jón Einarsson, formaður samn- inganefndar FÍA við Icelandair, telur félagsmenn almennt vera sátta með nýja samninginn og kveðst hann fremur vongóður um að samningurinn verði sam- þykktur í atkvæðagreiðslu. Að sögn Jóns var ákveðnum atriðum breytt sem ósætti ríkti um á með- al félagsmanna. Hann segir nýja samninginn fela í sér bætt starfs- öryggi meðal yngri flugmanna en það var ein helsta krafa þeirra. Er þetta annar kjarasamningurinn sem undirritaður er á milli full- trúa flugmanna og Icelandair, en fyrri samningurinn var felldur með einungis þremur greiddum atkvæðum. Atkvæðagreiðslu fé- lagsmanna lýkur klukkan tíu næstkomandi miðvikudag. khj@mbl.is Kosið um kjara- samning Kosning Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning stendur nú yfir.  Aukið atvinnu- öryggi flugmanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert af fíkniefnum, m.a. nokkra tugi kannabisplantna, tæplega 100 gr. af amfetamíni og rúmlega 200 gr. af hassi, í níu hús- leitum í Hafnarfirði fyrir helgi. Lögreglan tók einnig í sína vörslu fjölmarga muni sem stolið var í inn- brotum á höfuðborgarsvæðinu. Þýf- ið er úr a.m.k. níu innbrotum, bæði í heimahús og fyrirtæki. Unnið er að því að koma hinum stolnum munum aftur í réttar hend- ur. Fimm voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innbrotunum. Fundu fíkni- efni og þýfi „Niðurstaða fundarins var sú að lögð verði áhersla á að nú þegar verði hafin vinna við heildar- skipulag varnar- mannvirkja á Markarfljótsaur- um,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra. Hann boðaði til fundar í gær vegna deilunnar um farveg Markarfljóts við Fljótshlíð og Merkurbæi undir Eyjafjöllum. „Síð- an sameinast allir aðilar um að finna fjármagn til að hægt verði að byggja og styrkja varnarkerfi Markarfljóts til framtíðar, sem þjóni hagsmunum bæði landeigenda og allra íbúa á svæðinu,“ segir Ísólfur. Hann segir málið að miklu leyti velta á pen- ingum en reynt verði að vinna það eins hratt og framast er kostur. Sá hængur var reyndar á að fulltrúa Vegagerðarinnar vantaði á fundinn. Þar kynnti Anna Runólfsdóttir, verkfræðingur og bóndi á Fljótsdal, hugmynd um garða sem láta fljótið renna sem næst miðjum aurunum og bakkavörn sunnan megin svo að sem minnst gróið land fari undir fljótið við allar venjulegar kringumstæður. „Menn skoða tillöguna af mikilli athygli,“ segir Ísólfur. Nokkur sátt sé um hana en „menn gera sér líka grein fyrir því að þetta kostar tals- vert mikið,“ segir hann. Bændur í Fljótshlíð breyttu ný- verið farvegi árinnar við Þórólfsfell, svo hún flæddi yfir land Stóru- Merkur III sunnan megin árinnar og sauðfé varð innlyksa á milli ála. Þurfti bóndinn þar að bægja vatninu aftur í fyrri farveg af þeim völdum. Markarfljót fari í miðju farvegsins  Sátt á fundi í gær Ísólfur Gylfi Pálmason Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is „Þetta var mjög ánægjulegt. Það kom mér bara á óvart að fá upphringingu frá þeim í borginni, að bjóða mér í veiði,“ sagði Jónína Jóhannesdóttir eftir að hafa krækt í maríulaxinn sinn í Elliðaánum í gær. „Ég ákvað að skella mér í þetta og hugsaði með mér að ég skyldi nú bara hafa gaman af þessu,“ segir Jónína, sem ekki hefur lagt stund á stangveiði áður. Hún starfar á skammtímavistun fyrir fötluð börn í Álfalandi 6 í Reykjavík og völdu borgaryfirvöld hana úr hópi starfsmanna borgarinnar að þessu sinni, til að hljóta veiði í Elliðaánum að gjöf fyrir vel unnin störf, sem eins konar hvunndagshetja. Svið og stofnanir borgarinnar voru beðin um að tilnefna starfsmenn sem væru vel að þessu komnir og var hún svo valin úr þeim hópi. „Ég hef unnið hjá borginni í næstum því 35 ár. Þessi starfsemi flutti í Álfaland árið 1987 og ég hef verið þar síðan.“ Jónína segir starfið skemmtilegt og gefandi auk þess sem samstarfsfólk hennar sé skemmtilegt, allt haldist þetta í hendur og geri Álfa- landið að góðum vinnustað. Hún gerir hins vegar lítið úr því að hún sé einhver hvunndagshetja. Jónína reyndist sannarlega engin fiskifæla í gær, enda var hún búin að landa fyrsta laxinum sínum um það bil kortéri eftir að hóf veiðarnar. Fyrst var farið að fossinum og rennt þar í nokkrar mínútur en síðan ákveðið að hvíla hylinn, sem hafði verið undir álagi fyrr um daginn. Þá var haldið að Breiðunni, þar sem laxinn gleypti opinmynntur við maðkinum. Laxinn reyndist fimm pund. „Ég fann alveg fyrir þessu,“ segir Jónína spurð út í viðureignina. „En það kom mér svolítið á óvart að þetta var ekki erfiðara en þetta. Ég fékk reyndar dá- litla hjálp í byrjun,“ segir hún, hógværðin uppmáluð og þakkar leiðsögumanninum fyrir vel unnin störf. Hvunndagshetja landaði maríulaxinum á kortéri  Jónína Jóhannesdóttir, starfsmaður á skammtímavist- un fyrir fötluð börn, hlaut laxveiði að gjöf frá borginni Morgunblaðið/Ómar Veiðikló Jónína var sæl með maríulaxinn en gekk þó ekki svo langt að bíta af honum veiðiuggann, eins og hjátrúin mælir fyrir um að skuli gert. Laxinn tók maðk á Breiðunni á fimmta tímanum í gær og vó fimm pund. Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Póstsendum Útsalan á fullu Enn meira úrval Næg bílastæði Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 60-80% afsláttur af öllum vörum Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALA ENN MEIRI AFSLÁTTUR ALLT AÐ 60% Sjá sýnisho rn á www.l axdal.i s Bonito ehf. | Praxis | Faxafen 10 | 108 Reykjavík sími 568 2878 | www.praxis.is Opið: mán. - fös. kl. 11:00-18:00 Lokað á laugardögum Úrval af fatnaði fyrir útileguna og útivistina færðu hjá okkur. Kíkið á praxis.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.