Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011
✝ Kristín Hin-riksdóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 25. janúar
1916. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 11. júlí
2011.
Móðir Kristínar
var Jóhanna Hall-
grímsdóttir, f.
1887. Faðir Krist-
ínar var Hinrik S.
Kristjánsson, f. 1889.
Systur Kristínar voru Guð-
rún Þorbjörg (Gígja) f. 1917,
Bjarney, f. 1919 og Valborg, f.
1927. Eftirlifandi systir Krist-
ínar er Helga, f. 1923.
1934 giftist Kristín Höskuldi
Geirfinnssyni f. 1898, þau
skildu. Barn þeirra: Ásgeir
Heiðar f. 1936. Maki 1 Hansína
Jónsdóttir. Börn þeirra: a)
Höskuldur Heiðar, f. 1957, eig-
inkona Hildur Thorarensen.
Hreinn Sigurðsson. Dóttir
þeirra Sigrún Hulda, c) Einar
Hrafn, f. 1975, eiginkona Sól-
veig Guðfinnsdóttir. Dætur
þeirra Sædís Ósk og Eyrún
Inga. Maki 2 Sigríður Valdi-
marsdóttir, f. 1948. 2) Andrés
Halldór, f. 1949. Eiginkona
Ásta Björg Björnsdóttir, f.
1955. Börn þeirra: a) Þórarinn
Örn, f. 1978, eiginkona Kristín
Dröfn Einarsdóttir, börn
þeirra Jóhanna Lilja, Einar
Andrés og Björn Helgi, b) Hall-
dór Haukur, f. 1983, maki Rak-
el Rut Nóadóttir, c) Andrés Ás-
geir, f. 1985, maki Tinna
Daníelsdóttir, dóttir þeirra
Anna Bryndís, d) Jóhanna
Kristín, f. 1990. 3) Halldóra, f.
1950, d. 1954.
Kristín vann í 40 ár í Klæða-
verslun Andrésar Andréssonar
og síðar Versluninni Andrés og
annaðist innkaup, afgreiðslu
og allan rekstur verslunar-
innar til jafns við Þórarin eig-
inmann sinn, og síðar allan
rekstur meðan henni entist
þróttur.
Útför Kristínar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 21. júlí
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Börn þeirra Mar-
grét Lilja, Íris,
Hanna og Oddur,
b) Halldóra Elín,
f. 1958, eig-
inmaður Jón
Steingrímsson.
Dætur þeirra
Hanna Björg og
Heiða, c) Emil, f.
1963. 1978 eign-
aðist Ásgeir
Kristínu. Maki 2
Gyrit Hagman, f. 1942. Sonur
hennar er Stefán Hagmann.
1949 giftist Kristín Þór-
arni K.N. Andréssyni kaup-
manni, f. 1911. Börn þeirra:
1) Jóhann Hinrik, f. 1947.
Eiginkona 1 Sigrún Hulda
Jónsdóttir. Börn þeirra: a)
Guðrún Halldóra, f. 1966,
eiginmaður Arnar Guð-
mundsson. Dætur þeirra
Hulda Björg og Arna Ýr, b)
Berglind, f. 1973, eiginmaður
Móðir mín elskuleg er látin í
hárri elli. Hún átti einstæða ævi
og farsæla og lifði miklar breyt-
ingar. Hún var af fátækum
bændum komin, foreldrar henn-
ar Jóhanna og Hinrik nýttu
tækifæri sem gáfust til að færa
sig um set og bæta hag sinn,
þessir flutningar voru á fardög-
um. Breyting á högum þeirra
varð þegar fjölskyldan flutti að
Bakkaseli 1927, faðir hennar var
þá orðinn veikur og var fluttur
af sveitungum sínum til Akur-
eyrar þar sem hann lést. Þá
tvístraðist fjölskyldan, yngsta
dóttirin gefin vandamönnum en
eldri systurnar fjórar fóru með
móður sinni eða voru hjá vanda-
fólki og fóru strax að vinna fyrir
sér. Mamma þeirra hélt aldrei
eigið heimili eftir þetta en var
ráðskona, vinnukona eða bjó hjá
öðrum alla ævi.
Kristín tengdamóðir mín var
hjá ættingjum sín ungdómsár
og vann ýmis störf eins og
gengur svo sem á Vífilstöðum,
Kleppi og Sjúkrahúsinu á Seyð-
isfirði. Kristín vann síðan í
Klæðaverslun Andrésar frá
1955 til 1995. Hún kunni að af-
greiða og var gaman að sjá til
hennar þegar rússnesku sjó-
mennirnir komu í búðina, hún
talaði við þá íslensku, þeir við
hana rússnesku og þau skildu
hvort annað alveg ágætlega og
kaupin voru gerð. Kristín hafði
tök á að ferðast um miðbik síð-
ustu aldar og sá þá góðan hluta
Evrópu en í hennar huga var
engin borg í Evrópu Reykjavík
fremri. Fjallasýn, hreinleiki,
gott loft og gott fólk.
Eftir að heilsu hrakaði var
hún til heimilis á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli, þar sýndi hún
okkur ævinlega, meðan hún gat,
stolt útsýnið yfir Viðeyjarsund
og hafði orð á því hve gangarnir
væru bjartir og góðir og allt svo
snyrtilegt. Það var ekki barlóm-
ur í Kristínu, hún tók á því sem
lífið færði henni með æðruleysi
og léttum húmor og af því meg-
um við sem eftir lifum læra.
Ég þakka móður minni elsk-
una og umhyggjuna og hvatn-
inguna. Við þökkum starfsfólki
Skjóls einstaka umhyggju öll
þessi ár. Blessuð sé minning
hennar.
Ásta Björg og Andrés.
Mig langar til að minnast
elskulegrar frænku minnar,
Kristínar Hinriksdóttur, sem ég
hef þekkt að öllu góðu um fjölda
ára bil, aldrei borið skugga á
þau kynni. Hún barðist við erf-
iðan sjúkdóm um margra ára
bil, því stríði er lokið.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Elsku frænka mín, ég gleymi
aldrei þinni góðvild. Það var ár-
ið 1949-1950 sem ég kom til
Reykjavíkur í fyrsta sinn. Var
ég í atvinnuleit. Ég var komin
nokkra mánuði á leið með frum-
burð minn. Ég fékk vinnu í
þvottahúsi, þar var gott að vera.
Ég leigði í bragga þar sem ekk-
ert salerni var. Kristín frænka
komst að hvernig ástatt var fyr-
ir mér og þau hjónin buðu mér
að koma til sín þó plássið væri
ekki mikið. Fékk góðan svefn-
stað inni hjá litlu strákunum
þeirra Jóhanni og Andrési. Þeg-
ar ég fæddi kom hún með blóm
og stóran Nóa-konfektkassa.
Svo leið að ég færi heim þá lán-
aði hún Þórarin, manninn sinn,
til að sækja mig.
Elsku frænka mín, það er svo
margs að minnast og frænd-
rækni þín einstök.
Þú hélst jólaskemmtun heima
hjá þér um jólin, þá var dansað
kringum jólatréð. Þú varst ein-
staklega lagin að láta öllum líða
vel. Ég leit alltaf á þig sem
drottningu, þú varst bæði falleg
og allir jafnir hjá þér. Þú varst
einstaklega góð við móður mína.
Það er stutt síðan ég kom með
Ástu frænku til þín. Þú minntir
okkur á engil, þú varst svo fal-
leg, slétt og afslöppuð. Mér
finnst svo gott að eiga þessa síð-
ustu minningu um þig frænka
mín.
Frændum mínum og eigin-
konum votta ég samúð mína.
Með virðingu og þakklæti
minnist ég Kristínar frænku.
Vertu Guði falin.
Þórunn Friðriksdóttir (Tóta)
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast,
það er lífsins saga
(Páll Árdal)
Við börnin hennar Gígju
kveðjum nú elstu systurina af
sex systra hópi. Nú er aðeins
ein þeirra á lífi, Helga, sem var
sú fjórða í röðinni.
Kristín var skemmtileg
blanda af heimskonu sem ferð-
aðist út um heim áður en það
var algengt og stóð í verslunar-
rekstri en leitaði jafnframt til
rótanna norður í Skagafirði,
sem hún ávallt hélt tryggð við,
arkandi um hlíðar og móa.
Kristín og Þórarinn áttu bíl
og minnumst við eftirminnilegra
ferða norður í land fyrir 50-60
árum. Á þeim tíma var ekki ein-
falt mál að keyra norður og
gekk þar ýmislegt á. Aldrei var
þó gefist upp og voru þetta
mikil ævintýri fyrir okkur
krakkana.
Það var seigla og dugnaður í
þessari kynslóð sem nú er óðum
að hverfa og átti Kristín gnótt
af hvorutveggja.
Það var kært með þeim
systrum, móður okkar og Krist-
ínu og hittumst við oft á góðra
vina fundi, áður en ellin lagði
þær að velli.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósði þitt skína
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók)
Samúðarkveðjur til Ásgeirs,
Jóhanns og Andrésar, tengda-
dætra og afkomenda hennar.
Hrafnhildur, Kolbrún og
Gunnar Hámundarbörn.
Hún Kristín frænka er dáin
og þá rifjast upp þær góðu
minningar sem henni eru
tengdar.
Sem barn voru jólaboðin í
stóra húsinu á Vesturbrúninni
ógleymanleg en þá bauð fjöl-
skyldan fullt af fólki heim til sín
og stærra jólatré í heimahúsi
hafði ég aldrei augum litið.
Þetta voru stundir sem voru
eitt af tilhlökkunarefnum
jólanna hjá litla guttanum mér.
Það fólk sem maður um-
gengst um ævina, óskylt eða
frændfólk, setur allt sín merki á
mann. Sumum merkjunum
gleymir maður bara því þau eru
ekki þess verð að halda upp á
en önnur geymir maður vel og
vandlega með sér alla tíð. Þeg-
ar ég hef hugsað til Kristínar
frænku undanfarin ár þá kalla
þær hugsanir fram þá stað-
reynd að þó lífið sé ekki alltaf
dans á rósum er engin ástæða
til að láta það stjórna lífi sínu
heldur þess meiri ástæða til að
taka stjórnina á lífi sínu í eigin
hendur. Þetta var viðhorf Krist-
ínar til lífsins og þannig minn-
ingar er alltaf gott að eiga í fór-
um sínum.
Fyrir nokkrum mánuðum
sagði móðir mín mér frá því að
þegar hún var ein á eigin veg-
um í Reykjavík langt gengin
með mig þá fékk hún inni hjá
Kristínu og Þórarni sem bjuggu
í risíbúð í Hlíðunum. Á þeim
tíma voru harðari skoðanir á
einstæðum mæðrum og þeirra
málefni oft á milli tanna fólks
og það jafnvel starfsmanna
sjúkrastofnana. Þegar ég síðan
var kominn í heiminn og við
mamma vorum á Landspítalan-
um þá sendi Kristín náttúrlega
stóran blómvönd til okkar án
nokkurrar kveðju og þar með
fóru getgáturnar meira að snú-
ast um að líklega væri pabbinn
á sjónum. Mitt fyrsta heimili
eftir Landspítalann var síðan
litla risíbúðin í Hlíðunum.
Takk fyrir mig, Kristín
frænka.
Sturla Þengilsson.
Þegar samferðafólk kveður
leita minningar á hugann.
Minningar mínar um Kristínu
Hinriksdóttur eru góðar og
kalla fram ánægju og þökk. Það
er mikils virði að hafa kynnst
fólki eins og henni og manni
hennar Þórarni Andréssyni.
Árið 1968 réðist ég til starfa
á skrifstofu hjá Klæðaverslun
Andrésar Andréssonar á
Laugavegi 3 í Reykjavík sem
var í eigu Þórarins og Krist-
ínar. Fyrirtækið var nokkuð
umfangsmikið. Rak saumastofu
og verslanir. Aldursbil starfs-
fólksins var mikið en það spillti
sannarlega ekki því góða and-
rúmslofti sem ríkti meðal þess.
Þegar ég hugsa til baka finnst
mér að vinnustaðurinn hafi
mest líkst góðu og samlyndu
heimili þar sem allir unnu að
sama marki, að vinna fyrirtæk-
inu vel og þjóna viðskiptavin-
unum sem best. Starfsfólkið var
ánægt og stjórnendurnir sóma-
fólk sem báru hag þess fyrir
brjósti. Enda tel ég að það and-
rúmsloft sem mér fannst ríkja
innan dyra á Laugavegi 3 og
síðar í Ármúla 5 náist aldrei á
vinnustað nema með góðum
stjórnendum.
Þegar tímar liðu minnkuðu
þau hjón Kristín og Þórarinn
við sig og ráku síðustu árin eina
verslun á Skólavörðustíg 22a.
Þar voru þau sjálf við afgreiðslu
flesta daga. Þórarinn lést árið
1989 en Kristín hélt áfram
rekstri verslunarinnar uns Ás-
geir sonur hennar tók við eftir
að heilsu hennar hrakaði.
Kristín var afar dugleg og
ákveðin kona. Hún var glað-
lynd, frjálsleg í fasi og ákaflega
skemmtileg heim að sækja. Ég
færði bókhaldið fyrir þau hjón
og svo Kristínu eftir lát Þór-
arins. Ég kom því nokkuð oft í
verslunina til þeirra vegna
þeirra starfa minna. Meðan
Þórarins naut við sá hann um
bókhaldsgögnin. Ég kynntist
Kristínu betur eftir að hún var
orðin ein um reksturinn og kom
oftar til hennar en áður og þá
oft milli sjö og átta að morgni
áður en hún þurfti að opna búð-
ina og ég að mæta í aðra vinnu.
Mér finnst sem við höfum
báðar notið þessara stunda.
Hún sagðist alltaf ánægð með
að þurfa ekki að drekka morg-
unkaffið ein og ég naut góðra
veitinga: Kaffis sem sannarlega
stóð fyrir sínu ásamt meðlæti,
en mest virði var mér þó að
njóta ánægjulegs spjalls við
Kristínu sem lék á als oddi
þessar morgunstundir. Hún
hafði eins og flestir af hennar
kynslóð lifað tímana tvenna,
mundi líf í gömlum torfbæ, en
hafði einnig ferðast talsvert og
séð hallir og heimsborgir. Hún
hafði svo sannarlega lifað lífinu
með opinn huga og kunni frá
mörgu að segja. Kristín hafði
einstaka hæfileika til að sjá það
spaugilega og skemmtilega í því
sem á dagana hafði drifið, jafn-
vel í þeim atvikum sem ein-
hverjum hefðu ekki þótt
skemmtileg. Hún var heims-
kona fram í fingurgóma og
sómdi sér vel hvar sem hún fór.
Síðustu árin dvaldi Kristín á
Skjóli. Þaðan bárust mér þau
ummæli um hana frá konu sem
þar vann að það væri hreinlega
þess virði að mæta í vinnuna
bara til að hitta Kristínu sem
alltaf væri glöð og brosandi og
bókstaflega lýsti upp daginn
með sínu elskulega viðmóti.
Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég sonum Kristínar og
fjölskyldum þeirra. Blessuð sé
minning hjónanna Kristínar
Hinriksdóttur og Þórarins
Andréssonar.
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir.
Kristín
Hinriksdóttir
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
ÁSA KRISTINSDÓTTIR,
Grenimel 43,
sem andaðist mánudaginn 11. júlí, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
28. ágúst kl. 15.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á styrktarfélagið Göngum saman
(gongumsaman.is eða sími Krabbameinsfélagsins, 540 1990).
Svavar Björnsson,
Ásta Svavarsdóttir, Tómas R. Einarsson,
Sigrún Svavarsdóttir,
Kristín Svavarsdóttir, Sæmundur Runólfsson,
Björn Þór Svavarsson, Sigrún Jóna Andradóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNNUR LILJA HERMANNSDÓTTIR,
síðast til heimilis í Hraunbæ 103,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli
mánudaginn 18. júlí.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 26. júlí kl. 13.00.
Heba Gunnrún Haraldsdóttir,
Una Guðlaug Haraldsdóttir, Örn Sigurðsson,
Haraldur Örn Arnarson,
Friðjón Arnarson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Sveinbjörn Sigurjónsson
bifreiðarstjóri
frá Torfastöðum í Fljótshlíð,
lést á Kirkjuhvoli sunnudaginn 17. júlí.
Ásta Ingibjörg Árnadóttir
Erna Marsibil Sveinbjarnardóttir, Jón Sverrir Garðarsson,
Sigurlín Sveinbjarnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR KRISTLEIFSSON,
Dalbraut 25,
áður Rofabæ 47,
Reykjavík
lést í faðmi fjölskyldu sinnar mánudaginn
18. júlí.
Erla Bótólfsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir Smith, Peter Smith,
Soffía Guðmundsdóttir
Birgir Guðmundsson,
Kristrún Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN PÉTURSSON
eðlisfræðingur,
Þinghólsbraut 27,
Kópavogi
sem lést sunnudaginn 17. júlí, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn
26. júlí klukkan 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á Rauða Kross Íslands í síma 570 4000.
Anna Stefánsdóttir,
Halldóra Jónsdóttir,
Halldóra Jónsdóttir, Einar Jónsson,
Dofri Jónsson, Kristrún Sigurðardóttir,
Dagbjört Jónsdóttir, Anders B. Jensen
og barnabörn.
✝
Elskulegi faðir okkar og afi,
KRISTINN Á. ÁRNASON
bifvélavirki,
lést á heimili sínu laugardaginn 2. júlí.
Útförin fór fram í kyrrþey mánudaginn
11. júlí.
Júlíus Kristinsson,
Kristján Kristinsson,
Egill Kristinsson
og barnabörn.