Morgunblaðið - 21.07.2011, Side 30

Morgunblaðið - 21.07.2011, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 Óhætt er að segja að Björgvin Hall- dórsson sé einn af ástsælustu söngvurum Íslands fyrr og síðar. Björgvin, sem varð sextugur fyrr á þessu ári, hefur komið víða við á löngum ferli, en ferillinn spannar nú hátt í 45 ár. Hann hóf ferilinn með hljómsveitinni Bendix, og eftir að hann var valinn poppstjarna árs- ins árið 1969 í frægri kosningu í Laugardalshöll var stjarna fædd. Síðan þá hefur hann sungið með mörgum af vinsælustu hljóm- sveitum landsins og fengist við hin- ar ýmsu tónlistarstefnur, s.s. rokk, popp og gospel, en sumir segja að Björgvin hafi komið gospel- tónlistinni á kortið hér á landi. Þá er Björgvin einn af frumkvöðlum kántrítónlistar á Íslandi, en kántrí- ið hefur fylgt honum allt frá því að Brimkló var stofnuð árið 1972. Brimkló spilaði kántrí-rokktónlist að fyrirmynd Eagles, sem stofnuð var árinu áður. Björgvin heldur sér í kántríinu á nýjustu plötu sinni sem ber nafnið Leiðin heim. Þetta er önnur plata Björgvins og Hjartagosanna, en áð- ur hefur komið frá þeim félögum platan Sígrænir söngvar árið 2009. Leiðin heim inniheldur 12 lög sem numin eru úr fjársjóði bandarískrar alþýðutónlistar. Auk Björgvins syngja á plötunni þau Jóhanna Guðrún og Krummi, sonur Björg- vins. Björgvin tileinkar Rúnari Júlíussyni plötuna, en þeir ætluðu alltaf að slá saman í eina plötu, en Rúnar féll frá áður en því var kom- ið í verk. Söngvarinn Björgvin Halldórsson skín alltaf í gegn, en spurningin er hvort rödd hans passi nógu vel við kántríið. Á köflum fannst mér eins og hann væri að reyna of mikið og það kemur ekki alltaf nógu vel út. Sem dæmi um þetta má nefna lok titillags plötunnar þegar hann reyn- ir að fara upp í falsettuna líkt og Roy Orbison gerði hér forðum, en útkoman er langt frá því að vera sú sama. Björgvin skilar samt alltaf sínu og ég held að aðdáendur kapp- ans verði ánægðir með þessa plötu. Textarnir eru góðir, en tvö lög á plötunni eru sungin með upphaf- legum textum á frummálinu. Þá flytur Björgvin lag eftir kúreka norðursins, Hallbjörn Hjartarson, en það er lagið Sannur vinur, og gerir hann því góð skil. Aðalfréttin á þessum diski er inn- koma Jóhönnu Guðrúnar, sem gjör- samlega dáleiddi mig með stórkost- legri frammistöðu, en hún syngur lagið Brosið ásamt Björgvini. Radd- ir þeirra harmónera feikilega vel saman og að mínu mati ættu þau að íhuga alvarlega frekara samstarf. Jóhanna stimplar sig æ meira inn sem ein af okkar allra bestu söngv- urum, en Björgvin tilheyrir nú þeg- ar þeim hópi og hefur alltaf gert. Krummi kemur líka vel út, en hann syngur með honum karli föð- ur sínum lagið We belong together og endurtaka þeir því leikinn frá því þeir sungu You belong to me. Eiga þeir því bara eftir að syngja Lenny Kravitz-slagarann I belong to you til að fullkomna þrennuna. Þetta er skemmtileg plata sem enginn aðdáandi Björgvins verður vonsvikinn með. Innkoma gesta- söngvaranna er afar skemmtileg og sannar að það skiptir ekki máli með hverjum Björgvin syngur – útkom- an er alltaf góð. Kóngurinn vinnur með gosum Björgvin og Hjartagosarnir - Leiðin heim bbbmn Björgvin og Hjartagosarnir. Söngur: Björgvin Halldórsson, Jóhanna Guðrún og Krummi Björgvins. Upptökustjórn: Björgvin Halldórsson og Hafþór Karls- son. Útgefandi: Sena 2011. RÓBERT B. RÓBERTSSON TÓNLIST Bó Leiðin heim er önnur plata Björgvins og Hjartagosanna. Charlotte Church, velska barna- stjarnan með englaröddina, virðist mega muna sinn fífil fegri ef marka má fréttir af henni af vefsíðu breska slúðurtímaritsins Now. Á rúmu ári er Charlotte blessunin búin að bæta á sig einum sex kílóum og ferillinn gengur brösuglega. Þá er hún nú einstæð móðir eftir að hafa skilið við ruðningsmanninum Gavin Henson. Til að bæta gráu ofan á svart náðist síðan mynd af Charlotte, ásamt nýja kærastanum, með nærbuxurnar á hælunum utandyra í góðgerðarsam- kvæmi til styrktar barnaspítala. Það þótti ekki alveg nógu smart þó Char- lotte segist bara hafa verið að pissa. Er nú ýjað að því að Charlotte eigi við áfengisvandamál að stríða en hún hótar því hins vegar að lögsækja Now birti tímaritið myndirnar. Church var bara að pissa Enska söngkonan Adele syngur af innlifun á plötu sinni 21 um sína eigin ástarsorg. Adele segir í breska slúð- urtímaritinu Now að hún kenni sjálfri sér um að hafa glatað sambandinu við hina einu, sönnu ást lífs síns. Sam- bandið hafi verið einstaklega gott en hún hafi eyðilagt það með afbrýðis- semi og verið of þurfandi við kærast- ann fyrrverandi. „Okkur er samt ætl- að að vera saman en við hittumst bara á vitlausum tíma. Kannski náum við aftur saman í framtíðinni,“ segir söngkonan í samtali við tímaritið og bætir við að það megi heyra hana gráta í lok eins lagsins á plötunni. Eyðilagði sambandið Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borg- arfirði eystra fer fram í sjöunda skiptið í sumar og hefst hún í dag. Magni Ásgeirsson eða Magni í Á móti sól er fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystra og er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er ekki tónlistarhátíð þannig séð, þetta eru tónleikar. En þetta er bara búið að vinda upp á sig í gegn- um tíðina og nú er komin svona „off- venue“ dagskrá, á slæmri íslensku.“ Í kvöld er öllum þeim sem kunna eitthvað á gítarinn og geta sungið velkomið að hertaka sviðið en á morgun, föstudag, koma fram strák- arnir í Valdimar en þeir hafa verið að gera garðinn frægan undanfarið. Einnig troða upp hljómsveitirnar Mýri og 1860. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Magna voru hann og bróðir hans að kasta hugmyndum fram og tilbaka um hátíðina. „Við erum hérna í þungum þönkum að spekúlera,“ sagði Magni. „En það er búið að henda upp sviði og allt að gerast. Það er gífurleg stemning í bænum, allir að mála hús og snyrta bæinn“. Á laugardaginn er stóri dagurinn. Aðaltónleikar Bræðslunnar fara fram í gamalli síldarbræðslu og margir veglegir tónlistarmenn ætla sér þar að halda góðri stemningu gangandi en þeir eru Óskars- verðlaunahafinn Glen Hansard, Jón- as Sigurðsson og Ritvélar framtíð- arinnar, Hjálmar, Vax og Svavar Knútur. Hátæknivætt tjaldstæði Bræðslan verður í beinni útsend- ingu á Rás 2 og geta þeir sem ekki mæta á hátíðina hlustað á tónleikana í útvarpinu. „Það eru margir sem skella sér í fjörðinn en ekki allir komast á tónleikana,“ segir Kári Sturluson, annar skipuleggjandi. „Þetta er auðvitað gömul síld- arbræðsla og það heyrist því alveg fínt úr henni og yfir fjörðinn. Hinir geta því verið með þannig séð,“ en aðeins 800 miðar eru í forsölu. Þó eru um 100 miðar sem seldir verða í dyrunum á tónleikunum. „Það hafa verið pælingar um að vera með þetta stærra, hafa stóra tónleika á föstu- deginum líka, færa tónleikana undir beran himin en þetta virkar svona. Við ætlum því ekkert að breyta þessu,“ segir Kári aðspurður hvort hugmyndir um að stækka hátíðina hafi verið í spilunum. Magni sagði Austfirðingana skipulagða. Hátíðin Eistnaflug væri fyrir þungarokkið, Lunga fyrir unga fólkið og svo Bræðslan, sem á að vera fjölskylduhátíð. „Við viljum hafa fjölskyldufólkið. Það er mjög góð aðstaða hér á tjaldsvæðinu, sal- erni, sturtur og rafmagn. Gestir okkar eru yfirleitt með börn og okk- ur finnst það mjög notalegt. Enda erum við líka að halda þetta heima hjá okkur, hérna í bænum,“ sagði Magni. „Það eru komin smá fiðrildi í mann fyrir þessu“. Ættarmót með tónlistarívafi  Tónlistarhátíðin Bræðslan hefst í dag  Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard spilar í ár  Aðaltónleikarnir á laugardag  Magni með fiðrildi í maganum Ljósmynd/Aldís Fjóla B. Ásgeirsdóttir Kraftur Hljómsveitin 200.000 Naglbítar með Vilhelm Anton Jónsson í farabroddi spiluðu í fyrra við góðar undirtektir. Glen Hansard stígur á svið á Bræðslunni í ár en margir frægir einstaklingar hafa komið þar fram síðustu árin. Má þar helst nefna listamenn á borð við Damien Rice, Belle & Sebastian, Emiliönu Torrini, Fan- farlo, Lay Low, Þursaflokkinn, Pál Óskar og Moniku, Eivör Pálsdóttur og fleiri. Hansard er vel þekktur írskur tónlistarmaður sem hefur unnið sér frægð meðal annars fyrir leik sinn í söngvamyndinni Once sem kom út árið 2006. Hansard samdi tónlist fyrir myndina og fékk óskarsverðlaun fyrir besta lagið árið 2007. Hann hefur einnig verið meðlimur í hljómsveitum á borð við The Commitment og Swell Season. Stórstjarna á Bræðslunni ÓSKARSVERÐLAUNAHAFI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.