Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 19

Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 19
Mormónar nýta leitar- vélarnar út í ystu æsar Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mormónakirkjan hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á trúboð og hún virðist hafa verið fljót að átta sig á mikilvægi leitarvélanna á netinu til að koma boðskap sínum á fram- færi. Enda telja margir að leitar- vélarnar séu öflugasta markaðssetningartæki samtímans. Þegar orðið „kirkja“ er gúglað er heimasíða mormónakirkjunnar á Íslandi í fimmta sæti á niðurstöðulista Google. Svipaða sögu er að segja um ensku orðin „church“ og „Old Testament“; vef- síður mormónakirkjunnar í Banda- ríkjunum eru ofarlega á listum Google. Jafnvel þegar orð á borð við „friend“ eru gúgluð koma vef- síður bandarísku mormónakirkj- unnar einna fyrst í leitirnar. The Washington Post hefur eftir ímyndarfræðingum og fræðimönn- um, sem rannsaka hvernig fólk notar leitarvélarnar, að þeim þyki mikið til þess koma hvernig mor- mónakirkjan noti netið til að koma boðskap sínum á framfæri. Heima- síða kirkjunnar, lds.org, fái fleiri heimsóknir en vefsíður annarra bandarískra trúfélaga. Samt eru mormónar aðeins um 1,7% fullorð- inna íbúa Bandaríkjanna. Í heim- inum öllum eru rúmar tólf millj- ónir manna í söfnuðum mormóna, þar af um helmingurinn í Banda- ríkjunum og rúmlega 200 á Ís- landi. Bandaríska mormónakirkjan hefur beitt ýmsum aðferðum til að sjá til þess að leitarvélarnar vísi sem oftast á vefsíður mormóna og lagt mikla áherslu á að fræða með- limi kirkjunnar um mátt leitarvél- anna. Þeir eru meðal annars hvatt- ir til að smella sem oftast á tengla til að koma þeim ofar á niðurstöðulista leitarvélanna. Vilja hafa áhrif á ímyndina The Washington Post hefur eftir talsmönnum mormónakirkjunnar að fyrir henni vaki einkum að hafa áhrif á ímynd hennar í Bandaríkj- unum. Blaðið bendir á að sam- kvæmt viðhorfskönnunum hafa margir Bandaríkjamenn illan bifur á mormónakirkjunni og margir þeirra efast um að mormónar séu í raun kristnir. Mormónar líta á hinn bóginn svo á að aðrir trúar- hópar, sem kenna sig við Krist, hafi villst af leið. Mormónakirkjan, eða Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heil- ögu, lítur á sig sem hliðstæðu frumkirkjunnar sem Kristur stofn- aði. Hún gefur sig því út fyrir að vera eina kristna kirkjan sem hafi valdsumboð frá Kristi, að því er fram kemur á vefsíðu íslensku mormónakirkjunnar sem hægt er finna með því að nota leitarvél- arnar.  Þykja bráð- snjallir í að notfæra sér mátt netsins Gúgl Leitarvélarnar eru eitt mikil- vægasta trúboðstæki samtímans. FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti og leiðtogar Evrópu- ríkja kröfðust þess í gær að Bashar al-Assad, forseti Sýr- lands, segði af sér vegna árása öryggissveita sem hafa kostað yfir 2.000 manns lífið frá miðjum mars þegar mót- mæli hófust gegn alræðisstjórn Baath-flokksins. Obama tilkynnti einnig að hann hefði gripið til frekari refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Sýrlandi, fryst allar eignir þeirra í Bandaríkjunum og bannað fjárfestingar og útflutning til Sýrlands. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau hvöttu Assad til að láta af embætti forseta. „Við hvetjum hann til að víkja og sætta sig við þá staðreynd að sýrlenska þjóðin hefur algerlega hafnað honum og afsögn hans þjónar best hagsmunum Sýrlands og einingu þjóðarinnar.“ Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Navi Pillay, sagði í gær að árásir öryggissveitanna kynnu að vera glæpir gegn mannkyninu. Hann hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að vísa málinu til Alþjóðasaka- máladómstólsins í Haag. Í nýrri 22 síðna skýrslu þrettán sérfræðinga, sem rann- saka blóðsúthellingarnar, kemur m.a. fram að liðhlaupar úr sýrlenska hernum segjast hafa fengið fyrirmæli um að skjóta á óbreytta borgara. Herinn hafi m.a. beitt leyni- skyttum á húsþökum og flugvélum í árásunum. Krefjast afsagnar Assads  Mannréttindafulltrúi SÞ vill saksókn vegna meintra glæpa gegn mannkyni Segja eitt, gera annað » Assad Sýrlandsforseti sagði framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær að árásir ör- yggissveitanna hefðu verið stöðvaðar. Daginn áður urðu þær a.m.k. 10 manns að bana. » Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðamenn Sýrlands segja eitt, en gera annað. Kínverski gælufuglinn Xiao Nuo hefur fyrst og fremst áhuga á myndavélum. Eigandi hans segir að um leið og fuglinn sjái myndavél standist hann ekki mátið og fljúgi að henni til að skoða hana. Xiao Nuo staðfesti þetta þegar fjölmiðlamenn ræddu við eigandann því fuglinn byrjaði strax að gogga í græjur ljósmyndarans. Reuters Forvitinn gælufugl með auga fyrir góðum græjum Myndavélar efstar í goggunarröðinni Margir hafa talið að svarti dauði, einn skæðasti heimsfaraldur sögunnar, hafi breiðst út með rottum en rann- sókn breska fornleifafræð- ingsins Barney Sloane bendir til þess að þær hafi verið hafðar fyrir rangri sök. Sloane rannsakaði útbreiðslu svarta dauða sem geisaði í Lund- únum á árunum 1348-1349 og komst m.a. að þeirri niðurstöðu að farsóttin hefði breiðst svo hratt út að ómögulegt væri að rottur hefðu breitt hana út, að sögn dagblaðsins The Guardian. Rottur breiddu ekki út svarta dauða BRETLAND Á Gotlandi, sænskri eyju í Eystrasalti, er til sölu hús með þremur svefn- herbergjum – og beinagrind frá miðöldum í kjall- aranum. Húsið var reist árið 1750 á grunni miðaldakirkju og beinagrindin sést í gegnum gler í kjallaranum. Ásett verð á öllu sam- an er um 74 milljónir ísl. króna. Til sölu er hús með miðaldabeinagrind Beinagrindin í kjallaranum. SVÍÞJÓÐ Fjögurra metra langur hákarl réðst í gær á 16 ára pilt sem var á sundi nálægt Zheltukhina-eyju í Kyrra- hafi, undan strönd Rússlands, og særði hann alvarlega. Daginn áður missti 25 ára maður framhandlegg- ina þegar hann bjargaði eiginkonu sinni frá árás hákarls. Sérfræð- ingar telja að sami hákarlinn hafi gert árásirnar og segja þær mjög sjaldgæfar á þessum slóðum. „Mannætuhákarl“ ræðst á tvo menn RÚSSLAND Að minnsta kosti sjö Ísraelar biðu bana og 25 særðust í árásum á rútu og bíla í suðurhluta Ísraels, að sögn þarlendra fjölmiðla í gær. Nokkrum klukkustundum síðar biðu sex manns bana í loftárás Ísraelshers á bæinn Rafah á Gaza- svæðinu. Árásirnar í Ísrael hófust þegar byssumenn skutu á rútu nálægt landamærunum að Egyptalandi. Seinna var ráðist á tvo bíla á eyði- merkurvegi að bænum Eilat við Rauðahaf. Hermenn skutu síðar sjö palenstínska árásarmenn til bana, að sögn fjölmiðla í Ísrael. Embættismenn í Ísrael sögðu að árásarmennirnir væru frá Gaza- svæðinu og hefðu komið til Ísraels í gegnum Sinaí-eyðimörkina í Egyptalandi. Nokkrum klukkstundum síðar gerði Ísraelsher loftárásir á Rafah og sjónarvottar sögðu að sex menn hefðu fallið, þeirra á meðal Kamal al-Nayrab, leiðtogi herskárrar hreyfingar á Gaza. Mannskæð- ar árásir í Ísrael og á Gaza Benedikt XVI páfi kom til Madrídar á Spáni í gær til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af heimsdegi æskunnar. Allt að milljón ungra píla- gríma hvaðanæva úr heiminum hef- ur safnast saman í Madríd til að taka þátt í hátíðinni sem lýkur á sunnu- daginn kemur þegar páfi syngur messu í borginni. Hátíðin hófst á þriðjudagskvöld með útimessu að viðstöddum 800 biskupum, erkibisk- upum og kardinálum. Í fyrrakvöld kom til átaka milli lögreglumanna og mótmælenda sem telja að heimsókn páfa og hátíðar- höldin séu of dýr fyrir spænska skattgreiðendur á tímum efnahags- þrenginga og niðurskurðar. Skipu- leggjendur hátíðarinnar segja hins vegar að pílagrímarnir greiði kostn- aðinn að mestu og komi með um 100 milljónir evra, sem svarar 16,4 millj- örðum króna, inn í spænska hagkerf- ið. Spænska stjórnin hefur ekki vilj- að segja neitt um kostnað spænska ríkisins. Reuters Páfaheimsókn Jóhann Karl Spánarkonungur kyssir hring Benedikts páfa við komu trúarleiðtogans til Barajas-flugvallar í Madríd í gær. Deilt um kostnað af kaþólskri hátíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.