Morgunblaðið - 19.08.2011, Side 18

Morgunblaðið - 19.08.2011, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011 Meniga Setur upp fjárhagsáætlun. ● Viðskiptavinum Arion banka býðst nú aðgangur að Meniga-heimilis- bókhaldi í gegnum netbanka Arion banka. Meniga er vefur, sérhannaður til að aðstoða notendur við að stjórna heimilisfjármálunum, setja sér mark- mið og nýta peningana sína sem best. Markmiðið er að gera heimilisbók- haldið einfalt. Þannig flokkar Meniga sjálfkrafa allar færslur af reikningum og kreditkortum og sýnir niðurstöður á myndrænan hátt. Notendur geta borið útgjöld sín í hverjum út- gjaldaflokki saman við útgjöld ann- arra. Samanburðurinn auðveldar not- endum að sjá hvar þeir standa í samanburði við aðra. Meniga setur sjálfkrafa upp fjár- hagsáætlun sem byggir á raun- útgjöldum hvers og eins síðasta árið. Meniga aðstoðar þannig notendur við að setja sér raunhæf markmið og fylgja áætlunum sínum eftir. Aðgangur að heimilisbókhaldinu er viðskiptavinum bankans að kostnað- arlausu. Meniga-bókhaldið kom- ið í netbanka Arion FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Óhætt er að segja að kvörtun Hags- munasamtaka heimilanna til Um- boðsmanns Alþingis hafi vakið at- hygli innan fjármálageirans, þótt fólk þar hafi verið tregt til að tjá sig opinberlega um hana. Kvörtunin snýr að því hvernig verðbætur á verðtryggð lán hafa verið reiknuð í gegnum tíðina. Heimildarmenn Morgunblaðsins segja að ein hugsanleg afleiðing þessa geti verið að eigendur verð- tryggðra eigna, bankar og lífeyris- sjóðir þar á meðal, gætu lent í því að þurfa að afskrifa stóran hluta þess- ara eigna og myndi það ganga hættulega nærri efnahagsreikningi þeirra. Rétt er þó að taka fram að þetta er aðeins ein möguleg niðurstaða af nokkrum. Óvissan sé umtalsverð, ekki síst vegna þess að margir innan bankakerfisins segjast ekki skilja al- mennilega hvað það er sem bank- arnir eiga að hafa gert vitlaust og hvernig þeir hefðu þá átt að haga sínum málum annars. Hvað verður um höfuðstólinn? Aðferðin, sem í flestum tilfellum hefur verið beitt við útreikning á verðbótum, styðst við reglur Seðla- bankans og felst í því að verðbætur leggist á höfuðstól láns, en Hags- munasamtökin benda á að í lögum sé kveðið á um að verðbætur eigi að leggjast á greiðslur. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær breytir það engu varðandi heildarfjárhæð sem lántaki greiðir yfir allan tíma verðtryggðs láns hvort verðbætur leggist á greiðslur eða höfuðstól. Endanleg niðurstaða er sú sama. Það á hins vegar ekki endilega við þegar litið er á stöðu lánsins þegar 20 ár eru liðin frá töku 40 ára láns, svo dæmi sé tekið. Ef dómstólar komast að því að ólöglegt sé að reikna verðbætur á höfuðstól láns þá er ekki ólíklegt að höfuðstóllinn, sem ekki hefur elt verðbólgu, sé í raun orðinn mjög lítill á núvirði. Því geti verið mjög auðvelt fyrir lántaka að greiða upp gamalt verðtryggt lán ef komist er að því að óheimilt hafi ver- ið að reikna verðbætur á höfuðstól. Einn heimildarmaður Morgun- blaðsins úr bankakerfinu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, segir að í raun séu þrjár mögulegar niðurstöð- ur í málinu – að því gefnu að Hags- munasamtökin hafi rétt fyrir sér. Fyrsti möguleikinn er sá að allar verðbæturnar leggist á greiðslur lántaka en ekki á höfuðstólinn. Þá eykst mánaðarleg greiðslubyrði mjög mikið og lánið verður í raun að óverðtryggðu láni. Verðtryggingin í þessu dæmi verður því að engu. Annar möguleikinn er sá að lán- taki fái lánað hjá lánveitanda fyrir mánaðarlegum verðbótum og að það lán leggist við höfuðstól upphaflega lánsins. Með þessu móti væri hægt að breyta verðtryggingu höfuðstóls í verðtryggingu greiðslna án þess að það hafi áhrif á stöðu mála eins og hún er í dag. Hundruð milljarða í húfi Þriðji möguleikinn og sá hættu- legasti er að dómstólar komist að því að í fyrsta lagi sé óheimilt að leggja verðbætur á höfuðstól og í öðru lagi að viðbótarlánin, sem minnst var á hér fyrir ofan, séu ólögleg. Það myndi þýða að höfuðstólar verð- tryggðra eigna í fjármálakerfinu séu mun lægri en talið hefur verið og að ekki sé hægt að krefjast þess að lán- taki greiði mismuninn. Afleiðingarnar fyrir fjármálakerf- ið gætu orðið miklar og alvarlegar, að sögn heimildarmanna Morgun- blaðsins. „Ef svo fer að dómstólar dæma verðtryggingu höfuðstóls ólöglega er hugsanlegt að færa þurfi niður verðtryggðar eignir í bókhaldi fyr- irtækja og stofnana. Eðlilegt væri að miða við uppgreiðsluvirði eignanna, þ.e. nafnvirði höfuðstóls á hverjum tíma að viðbættu uppgreiðsluálagi nema unnt sé að sýna fram á að sjóð- streymi sé tryggt til lengri tíma. Í tilviki eldri verðtryggðra lána getur verið um umtalsverða lækkun á bók- færðu virði þessara eigna,“ segir Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Íslenskum endurskoðendum. Lífeyrissjóðirnir eiga ríflega 535 milljarða króna í verðtryggðum íbúðabréfum. Íbúðalán bankakerfis- ins nema alls ríflega 260 milljörðum króna og eru þau nær öll verð- tryggð. Rétt er að ítreka að þessi niður- staða, þ.e. miklar afskriftir verð- tryggðra eigna, er aðeins ein hugs- anleg niðurstaða af mörgum. Verði hún hins vegar að veruleika er ís- lenskt fjármálakerfi í raun að sjá fram á endurtekningu á gengis- lánaklúðrinu, þar sem komist var að því að margra ára gömul útlánahefð hafði allan tímann verið ólögleg. Af- leiðingin var tap fyrir fjármálakerfið upp á tugi ef ekki hundruð milljarða króna, en það mál myndi hverfa í skuggann af verðtryggingarklúðr- inu, ef um klúður er að ræða. Ekki eru allir sammála um að um nokkurt klúður sé að ræða. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, sagði í skriflegu svari til Morgunblaðsins að í sínum huga væri málið svo vit- laust að hún teldi ekki taka því að velta sér upp úr því hvaða áhrif það hefði á bókfærðar eignir lífeyrissjóð- anna. Þegar haft var samband við Seðla- bankann vegna málsins fengust þau svör að bankinn væri að vinna að svari til Umboðsmanns Alþingis og þar til þeirri vinnu væri lokið vildi Seðlabankinn ekki tjá sig um málið. Gætu þurft að afskrifa milljarða Morgunblaðið/Ómar Verðtryggingin Nær öll fasteignalán á Íslandi eru verðtryggð og eru hagsmunir í málinu því miklir.  Ein hugsanleg afleiðing af kæru Hagsmunasamtaka heimilanna er að afskrifa þurfi mikið af verðtryggðum eignum banka og lífeyrissjóða  Niðurstaðan ræðst af afstöðu dómstóla til málsins Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Evrópskar hlutabréfavísitölur hrundu í gær og eins og í síðustu viku voru það hlutabréf stórra banka sem leiddu hlaupið fram af bjarg- brúninni. Rétt eins og í síðustu viku, þegar hlutabréf sveifluðust gríðarlega í verði, eru það áhyggjur af efnahags- bata í heiminum og af skuldavanda ríkja evrusvæðisins sem valda þess- um flótta fjármagns úr hlutabréfum í öruggari eignir. Það sem virðist hafa verið kveikj- an að lækkuninni í þetta sinn var frétt í Wall Street Journal um að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka betur bandarísk útibú evrópskra banka. Hafa stjórnvöld áhyggjur af því að skuldavandi Evrópuríkja smiti bandaríska bankakerfið í gegn- um þessi útibú. Þá kom í gær út ný hagvaxtarspá Morgan Stanley fyrir evrusvæðið þar sem spáð er minni hagvexti í ár og á næsta ári en gert hafði verið ráð fyrir í eldri spám. Lækkun á lánshæfismati banda- ríska ríkisins í síðustu viku virðist engin áhrif ætla að hafa á ávöxtunar- kröfu á bandarísk ríkisskuldabréf, en hún fór undir tvö prósent í gær á tíu ára skuldabréf. Þá hélt gullverð áfram að hækka og var gullúnsan komin í 1.820 dali í gær. Breska FTSE-vísitalan lækkaði um 4,49 prósent, þýska DAX-vísital- an um 5,82 prósent og franska CAC- vísitalan um 5,48 prósent. Í áðurnefndum hlutabréfavísitöl- um voru stórir bankar efst á blaði yf- ir fyrirtæki sem lækkuðu í gær. Í Bretlandi lækkaði Barclays-banki um 11,47 prósent og Royal Bank of Scotland um 11,3 prósent. Í Þýska- landi lækkaði Commerzbank um 10,4 prósent og í Frakklandi lækkaði Societé Generale um ein 12,34 pró- sent. Um klukkan 18:00 í gær höfðu bandarískar vísitölur lækkað tölu- vert, þótt ekki væri lækkunin þá eins mikil og í Evrópu. Slæmar fréttir af atvinnuleysi í Bandaríkjunum höfðu sitt að segja þar, sem og fréttir af því að framleiðsla í bandarískum verk- smiðjum hefði dregist saman. Í Bandaríkjunum hafði Bank of America lækkað um ein 6,4 prósent þegar þetta var ritað. Rússíbaninn leggur af stað í nýja ferð Reuters Stressaður Bandarískur hlutabréfamiðlari nagar neglurnar á meðan hann fylgist með þróun hlutabréfaverðs, en miklar lækkanir urðu í gær.  Hrun varð á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í gær ● Tap Reita fasteignafélags nam 1.803 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarhagnaður Reita fasteignafélags fyrir fjármagnsliði fyrstu 6 mánuði ársins 2011 nam 2.751 milljónum króna. Verðbólga og gengislækkun ís- lensku krónunnar skýrir tap á tímabilinu, að því er fram kemur í tilkynningu. Í lok júní var eigið fé félagsins rúmlega 18,3 milljarðar króna af tæplega 94,6 ma.kr. heildareignum. Rekstrartekjur á fyrri helmingi ársins námu 3.735 millj- ónum króna samanborið við 3.747 milljónir króna fyrir sama tímabil árið 2010. Gengi og verðbólga skýra tap Reita ● GAM Management (GAMMA) hefur gert samning um að verða samstarfs- aðili PIMCO, eins stærsta sjóðastýr- ingarfyrirtækis heims, á Íslandi. Í tilkynningu kemur fram að GAMMA muni sjá um markaðs- setningu á sjóðum PIMCO hér á landi til fagfjárfesta. Þá mun GAMMA skipuleggja árlega ráðstefnu hér- lendis fyrir íslenska fjárfesta þar sem fulltrúar PIMCO munu fara yfir grein- ingar á þróun og horfum í alþjóð- legum efnahagsmálum. GAMMA mun einnig miðla efni frá PIMCO um efna- hagsmál til fjárfesta á Íslandi. Semur við PIMCO STUTTAR FRÉTTIR                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-.. +/0-1. ++2-31 3+-45+ 35-41/ +0-/3/ +13-.4 +-1/3/ +/3-0, +.,-+4 ++,-4, +/0-43 ++2-2/ 3+-4.2 3+-5+ +0-// +1,-54 +-1/0+ +/,-30 +.,-.2 3+/-4.11 ++1-3 +//-,/ ++2-43 33-534 3+-503 +0-4,3 +1,-14 +-14+1 +/,-/+ +.1-++ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.