Morgunblaðið - 19.08.2011, Page 31
grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.
(Hallgrímur Pétursson)
Já, fallvaltleiki tilverunnar er
mikill – þrátt fyrir einlæga von
um annað. Huggun á þessari
stundu finnst þó í þeirri stað-
reynd að hafa fengið tækifæri að
þekkja jafn frábæran einstakling
og góða konu og Unnur var og átt
hana að sem frænku og félaga.
Unnur kom mér nefnilega fyrir
sjónir sem mikil fyrirmynd og það
var hún svo sannarlega. Unnur
var vissulega „blómstur frítt“ og
„rós væn“ og ber ævistarf hennar
fagurt vitni því til staðfestingar.
Því er eftirsjáin mikil eftir Unni.
Ég vil votta Hákoni, Finni,
Grími og Hörpu Dís innilega sam-
úð mína eftir þetta sviplega fráfall
og vona með guðshjálp að þau
finni styrk til að takast á við þenn-
an mikla missi.
Heiðar Lind Hansson.
Unnur föðursystir mín er fallin
frá. Margs er að minnast þegar
svo kraftmikil kona fellur frá í
blóma lífsins. Líf hennar ein-
kenndist af elju og dugnaði og
fylgdi hún hugðarefnum sínum
vel eftir. Það voru margir sem
nutu krafta hennar á breiðum
starfs- og áhugasviðsferli. Stolt
fylgdist ég með Unni taka þátt í
frjálsum íþróttum fram eftir öll-
um aldri þar sem margir sigrar
unnust, oftar en ekki var hún mun
eldri en hinir þátttakendurnir í
viðkomandi greinum. Unnur var
dugleg við að uppfræða kynslóðir.
Hún sagði mér sögur af leikjum
þeirra systkina og barnanna í
hverfinu frá æskuárunum og
gæddi þær lífi svo upplifunin varð
sterk þeim sem á hlýddi. Einnig
sagði Unnur mér skemmtilegar
sögur af tilurð nokkurra trjáa
sem prýða skógarreit á æskuslóð-
um okkar beggja og hún, Hákon
og fjölskylda hafa hlúð að og búið
sér athvarf í.
Ég minnist orlofsdaga sem
farnir voru á Kársnesbrautina í
æsku. Þá sóttum við heim marga
fróðleiksstaði á höfuðborgar-
svæðinu sem ég hafði ekki áður
komið á. Það var gott að dvelja
hjá þeim Hákoni á Kársnesbraut-
inni í tvö sumur í kringum tvítugt
þegar ég var að hefja leikskóla-
kennsluferil minn. Oft hafa leik-
skólamál verið í umræðunni þeg-
ar við höfum hist og upplifði ég
sterkt hvað Unnur var vel að sér í
þeim málum. Hún uppgötvaði
nýjar leiðir og var óhrædd við að
prófa þær og bæta. Einnig var
hún dugleg að kynna stefnu og
fræði Heilsuleikskólanna og auka
þannig breidd leikskólastarfs á
Íslandi. Hennar mun verða sárt
saknað á þeim vettvangi eins og
svo mörgum öðrum.
Elsku Hákon, Finnur, Grímur,
Harpa Dís, Rósa, Halla og Ísa-
dóra. Megi guð styrkja ykkur í
sorginni. Minning um kjarnorku-
mikla framkvæmdakonu mun lifa
í hjörtum okkar.
Kristín Þóra.
Það er erfitt að þurfa að kveðja
Unni okkar, sem svo víða hefur
lagt hönd á plóg og komið góðu til
leiðar fyrir samfélagið.
Unnur sinnti líka fjölskyldunni
vel, hún var stoð og stytta Unnar
Guðmundsdóttur móðursystur
sinnar sem varð níræð 30. júlí sl.
Það var eitt síðasta verk Unnar
að skipuleggja veglega afmælis-
veislu hennar, sem haldin var í
Þingborg í Flóa.
Í allmörg ár höfum við nokkur
systkinabörn séð um að sinna
Unni Guðmundsdóttur bæði þeg-
ar hún var heima og nú eftir að
hún fór inn á Grund. Unnur kall-
aði okkur reglulega saman til að
gleðjast saman yfir veitingum og
til að ræða málefni Unnar frænku
og sá um að skipuleggja heim-
sóknir þannig að tryggt væri að
hún fengi heimsókn um hverja
helgi. Unnur sá um að fataskáp-
urinn hennar og annað væri í lagi
og var dugleg að taka hana heim
til sín eða í sumarbústaðinn, á af-
mælum og stórhátíðum eða við
önnur tilefni.
Við viljum þakka Unni fyrir
þessa góðu umönnun Unnar
frænku og nú reynum við að fylla
skarðið þó aldrei verði það alveg
eins. Það er óhætt að fullyrða að
þetta fyrirkomulag hefur verið
mjög mikils virði fyrir hana og
hefur í leiðinni aukið samskipti
okkar frændsystkinanna og
styrkt okkar fjölskyldubönd.
Við sendum dýpstu samúðar-
kveðjur til Hákonar, Finns,
Gríms og Hörpu Dísar og allrar
fjölskyldunnar frá Vorsabæ.
Ragnheiður og Jónína Stef-
ánsdætur, Guðmundur,
Svavar, Ingibjörg og Ragn-
heiður Sigmundsbörn.
Fallinn er frá góður félagi, mig
langar til að minnast í örfáum
orðum frænku minnar, nágranna
og góðs liðsfélaga. Unnur Stef-
ánsdóttir var fyrirmynd á marga
vegu. Hún kom mér alltaf fyrir
sjónir sem lífsglöð manneskja og
alltaf var stutt í brosið. Hún hætti
aldrei að berjast og brosa þrátt
fyrir að hún hafði greinst með
þann sjúkdóm sem varð henni að
falli að lokum. Það var ein minn-
ing, af mörgum, sem kom strax í
huga mér þegar ég fékk þær
fréttir að Unnur væri fallin frá.
Landsmót ungmennafélaga Ís-
lands í Keflavík 1984, ég var þá 16
ára að keppa í 1.500 m hlaupi á
mínu fyrsta landsmóti en Unnur
hafði margra móta reynslu. Við
vorum að hita upp saman fyrir
hlaupið og ég var eitthvað stress-
uð yfir þessu en ég gleymi aldrei
hvatningarorðum Unnar en hún
sagði við mig: „Við förum alltaf út
á brautina til að gera okkar besta
og um leið að hafa gaman af því.“
Þessi orð hafa fylgt mér áfram til
framtíðar og verið mitt veganesti
í því sem ég hef tekið mér fyrir
hendur. Unnur var mikil keppn-
ismanneskja og stundaði heilsu-
rækt alla tíð, hún var meðvituð
um að hreyfing og hollt mataræði
skipi miklu máli. Því fyrr sem
byrjað væri á að vera meðvitaður
um hollustu því betra. Það kom
því ekki á óvart að Unnur myndi
verða brautryðjandi í stefnu um
heilsuleikskóla á Íslandi. Hún var
trygg sínu gamla ungmennafélagi
Samhygð og HSK og var félagi í
því þrátt fyrir að hafa flutt af
svæðinu frekar ung. En hún kom
og keppti fyrir sitt félag og var
trygg því, það er því ekki ofsögum
sagt að hún var góður félagi.
Það er svo margt sem kemur
upp í huga mér þegar ég byrja að
skrifa og hægt væri að telja upp
svo margt sem Unnur afrekaði í
lífinu en sumt er gott að eiga fyrir
sig.
Við, fjölskyldan í Vorsabæj-
arhjáleigu, vottum fjölskyldu
Unnar okkar dýpstu samúð, sér-
staklega Hákoni, Hörpu Dís,
Grími, Finni, tengdadætrum og
barnabarni. Við vitum að nú eru
erfiðir tímar hjá ykkur öllum en
munið: minningin lifir áfram og í
hana höldum við öll.
Anný Ingimarsdóttir.
Með þakklæti kveðjum við
Unni Stefánsdóttur, þakklæti fyr-
ir að hafa átt hana að vini. Hún er
látin langt um aldur fram, erfið
barátta við óvæginn sjúkdóm tap-
aðist. Unnur giftist ung æskuvini
mínum, Hákoni Sigurgrímssyni.
Þrátt fyrir mikinn aldursmun
ríkti mikið jafnræði og hamingja í
sambandi þeirra, og gagnkvæm-
ur stuðningur.
Unnur var mörgum kostum
gædd, eins og sjá má af hennar
glæsilega ferli. Hún var kappsöm,
ekki bara í íþróttum, heldur einn-
ig í þeim fjölmörgu verkum sem
henni var trúað fyrir og hún vann
að af hugsjón og eldmóði, en þó
með hógværð. Þessir eiginleikar
voru þeim Unni og Hákoni sam-
eiginlegir, og var líklega ástæðan
fyrir hve þau voru samrýmd í öllu.
Ekki var verra að þau voru með
svipaðan bakgrun, fædd og upp
alin sitt á hvoru fyrirmyndar óðal-
inu í Flóanum, Vorsabæ og Holti.
Barnalánið jók lífshamingjuna á
heimilinu við Kársnesbraut.
Tengslin við átthagana voru
sterk. Að því kom að þau reistu
sér hús á unaðsreit í landi Vorsa-
bæjar, æskuheimilis Unnar. Þar
upplifði öll fjölskyldan margar
glaðar stundir í fögru og friðsælu
umhverfi. Mikið gleðiefni var
okkur að hafa fengið að taka þátt í
því ævintýri. Öll árin höfum við
hitt Unni og Hákon, stundum í
sveitinni og stundum í bænum.
Það hafa verið gefandi stundir
þar sem margt var rætt og margs
minnst.
Unnur barðist við veikindin í
þrjú ár af sama æðruleysi og
dugnaði og við hvert annað verk-
efni sem hún tók sér fyrir hendur.
Baráttan var erfið, líka fyrir ykk-
ur kæru Hákon, Harpa Dís, Finn-
ur og Grímur. Fallegar minning-
ar um Unni veiti ykkur styrk í
þungbærri sorg. Við sendum ykk-
ur og öðrum ættingjum innilegar
samúðarkveðjur.
Hróbjartur og Karin.
Eftir því sem við fáum að lifa
lengur verður erfiðara að kveðja.
Kveðja þá sem við kynntumst ung
og hafa fylgt okkur síðan í gegn-
um árin í starfi og leik. Nú er
komið að kveðjustund okkar með
Unni Stefánsdóttur. Við kynnt-
umst fyrst þegar hún var ung
stúlka, vel innan við tvítugt, sem
sótti dansleiki í Félagslundi með
Hljómsveit Steina spil frá Sel-
fossi. Hún hafði þá þegar vakið
athygli sem upprennandi íþrótta-
kona og virkur þátttakandi í fé-
lagsstarfi. Þau kynni héldu áfram
þegar Unnur leiddi Landssam-
band framsóknarkvenna til áhrifa
innan Framsóknarflokksins, þá
sjálf ung að árum. Hún lagði þar
grunn að farsælu starfi innan
stjórnmálaflokksins sem hún
studdi alla tíð með óeigingjörnu
sjálfboðaliðastarfi hvort sem var
á landsvísu eða í bæjarmálum í
Kópavogi. Þá unnum við saman
innan íþróttahreyfingarinnar.
Það var mikilvægt að eiga
Unni að í forystu Íþrótta- og ól-
ympíusambands Íslands þegar
við unnum að því að stofna sér-
samband dansíþrótta. Hún skildi
að iðkun dansíþróttar er ungu
fólki farsæl þjálfun til félagslegr-
ar þátttöku á lífsleiðinni en ekki
síst góður grunnur í þjálfun ann-
arra íþrótta eins og fimleika. Síð-
asta verkefnið sem við unnum
saman var við forval og uppstill-
ingu á lista til bæjarstjórnar í
Kópavogi fyrir síðustu kosningar.
Það var gott að vinna með Unni
að slíku starfi því hún var ávallt
tilbúin að taka að sér verkefni,
hversu erfið sem þau kynnu að
vera, og sinnti þeim af kostgæfni.
Um tíma vorum við nágrannar
Unnar og Hákonar á Kársnesinu
og áttum með þeim góðar sam-
verustundir. Drengirnir hennar
gengu í sama skóla og okkar og
fylgdumst við með þeim þegar
þeir unnu frumraunir sínar á
listasviðinu. Svo eftir að yngsta
barnið þeirra fæddist fylgdumst
við með Hörpu Dís vaxa og dafna.
Við sáum hana taka þátt í keppni í
samkvæmisdönsum og syngja
með Kársneskórnum við ótal
tækifæri, og svo ekki síst þegar
hún gaf út fyrstu bókina sína.
Þegar við stóðum frammi fyr-
ir útför yngsta drengsins okkar
fyrir nær tuttugu árum gerðum
við okkur takmarkaða grein fyr-
ir því stóra verkefni sem fólst í
erfidrykkju að athöfn lokinni. Þá
tók Unnur óbeðin til hendinni og
sýndi að á slíkri stundu kunni
hún til verka. Sú aðstoð var okk-
ur ómetanleg. Síðasta samveru-
stundin sem við áttum með Unni
var á sólríkum degi á friðsælli og
fagurri ströndinni meðfram
Kópavoginum. Unnur var al-
vörugefin en ræðin og fljótlega
fór hún að brosa og hlæja eins og
henni var svo tamt. Þegar við
skyldum höfðum við á orði að
hittast fljótt aftur. Því náðum við
ekki að sinni.
Við viljum þakka fyrir allar
samverustundirnar með Unni,
samstarfið og samhygð sem hún
sýndi á liðnum árum. Við send-
um okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu hennar, sona
hennar og dóttur, en ekki síst til
eiginmanns hennar, Hákonar
Sigurgrímssonar.
Birna Bjarnadóttir og
Haukur Ingibergsson.
Kveðja frá Landssambandi
framsóknarkvenna
Í dag kveðjum við eina mestu
baráttu- og hugsjónakonu sem
Landssamband framsóknar-
kvenna hefur haft í sínum röð-
um. Unnur Stefánsdóttir var
stofnfélagi Landssambands
framsóknarkvenna (LFK) 1981,
varaformaður á árunum 1983-
1985 og formaður 1985-1993. Á
formannsárum sínum sat hún
einnig í framkvæmdastjórn
Framsóknarflokksins fyrir hönd
LFK. Unnur gegndi einnig ýms-
um öðrum trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn þ. á m. var hún kjörin
varagjaldkeri flokksins. Á for-
mannsárum sínum lagði Unnur
mikla áherslu á að koma konum í
efstu sæti á framboðslista Fram-
sóknar, ásamt því að hennar
áherslumál voru tengd heilsu og
velferð almennings. Á þeim tíma
sem Unnur var varaformaður
hjá Sigrúnu Stefánsdóttur þá-
verandi formanni lögðu þær
mikla vinnu í að fylgja eftir
„Húsavíkursamþykkt“ LFK,
þar sem krafist var að konur
sætu til helmings á við karla í
stjórnum, fulltrúaráðum og kjör-
dæmasamböndum. Þessi tillaga
þótti mjög róttæk og fylgdu þær
henni eftir með því að búa konur
undir að taka við þessum emb-
ættum. Þær höfðu samband við
konur í ýmsum landshlutum og
fengu þær til að bjóða konum í
heimahús til að ræða málin.
Þessir fundir voru óformlegir og
stundum mátti ekki ræða um
pólitík sem varð þó aðalumræðu-
efnið. Á landsþingi LFK 1985
var Unnur kjörin formaður.
Ályktað var að konur ættu að
vera í öðru af tveim efstu sætum
á framboðslistum í komandi
sveitarstjórnar og alþingiskosn-
ingum. Í framhaldi af þessari
kröfu var LFK með námskeið
um allt land þar sem stjórnar-
konur og aðrar konur í þeirra
röðum kenndu konum fundar-
sköp, framkomu og annað sem
þótti nauðsynlegt til að undirbúa
þær fyrir alvöru framboð. Þegar
á reyndi var einungis ein kona í
öðru sæti á lista í þingkosningum
en margar í þriðja sæti og neðar
á listum. Þá ályktaði stjórn LFK
mjög hart í garð flokksins, sem
er mörgum eftirminninlegt. Þær
hótuðu að ganga úr flokknum og
sameinast Kvennalistanum eða
stofna nýtt stjórnmálaafl. Þetta
þótti innsta kjarna flokksins
frekar mikil frekja, en þessi
krafa hafði áhrif á framtíðina
eins og flestir vita. Hér er aðeins
minnst á helstu atburði sem
Unnur stóð fyrir. Listinn er
ótæmandi frá hennar tíma í
starfi LFK. Við þökkum fyrir að
hafa haft slíka baráttukonu í for-
svari LFK. Konu sem hafði kjark
til að ryðja brautina fyrir þær
konur sem komu á eftir. Erfitt er
að missa Unni úr starfinu, hún
var ávallt til staðar fyrir þær sem
tóku við keflinu úr hennar hendi
og hlaut hún nú í vor jafnréttis-
viðurkenningu Framsóknar-
flokksins fyrir störf sín.Við send-
um fjölskyldu Unnar okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
megi guð gefa ykkur styrk.
F.h. Landssambands fram-
sóknarkvenna.
Þórey Anna Matthíasdóttir.
Kveðja frá Íþrótta-
og Ólympíusambandi Íslands
Það er með söknuði sem
íþróttahreyfingin á Íslandi kveð-
ur Unni Stefánsdóttur.
Vissulega hafði legið fyrir um
nokkurt skeið hvert stefndi, þar
sem aðdáunarvert hugrekki í bar-
áttu við illvígan sjúkdóm endur-
speglaði mikinn persónuleika
Unnar. Hún var íþróttafólki góð
fyrirmynd, glæsileg kona með af-
reksferil jafnt á vettvangi íþrótta
sem daglegra starfa.
Unnur Stefánsdóttir starfaði
lengi og dyggilega í þágu íþrótta-
hreyfingarinnar á Íslandi í kjölfar
afreksferils í frjálsíþróttum. Sat
hún í aðal- og varastjórn Íþrótta-
sambands Íslands, og síðar í
stjórn hinna sameinuðu samtaka
Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands frá árinu 1990-2002. Var
hún ávallt virk í sínum störfum,
ekki síst á sviði jafnréttismála og
aukinnar þátttöku kvenna í
íþróttastarfi. Má sannarlega
segja að hún hafi verið í hópi
brautryðjenda þess málaflokks
innan íþróttahreyfingarinnar.
Hlaut Unnur verðskuldaðar við-
urkenningar fyrir störf sín á þeim
vettvangi. Á Íþróttaþingi ÍSÍ árið
2009 hlaut Unnur Heiðurskross
Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands.
Sannfæring Unnar um sam-
félagslegt mikilvægi heilbrigðs
íþróttastarfs var mikil, og sýndi
hún það vel í verki í sínu daglega
starfi á vettvangi barna- og upp-
eldismála með frumkvæði og hug-
myndum um tengingu íþróttaiðk-
unar barna í leikskólum við
heilbrigði og hollt uppeldi.
Fyrir hönd starfsfólks og
stjórnarmanna í framkvæmda-
stjórn Íþrótta- og Ólympíusam-
bands Íslands votta ég aðstand-
endum Unnar Stefánsdóttur
okkar dýpstu samúð.
Ólafur E. Rafnsson,
forseti ÍSÍ
Það var mikið áfall að frétta af
ótímabæru andláti Unnar Stef-
ánsdóttur í byrjun mánaðarins.
Lífsstíll Unnar og þokki báru
þess ævinlega vott að hún hafði
notið góðs af heilbrigðu uppeldi
og líferni og hún sem var ávallt já-
kvæð og ljúf í fasi, var á margan
hátt tákngervingur heilbrigðs líf-
ernis og virtist eiga fyrir höndum
langan og farsælan feril á lífs-
brautinni.
Íþróttir en þó einkanlega
frjálsíþróttir voru Unni hjartans
mál. Afrek Unnar á afrekaskrá
spanna allt frá árinu 1967 til árs-
ins 2008, eða í rúma fjóra áratugi.
Ferill hennar í íþróttum var samt
lengri og segja má að hún hafi
stundað íþróttir allt sitt líf og
sinnt þeim bæði utan og innan
vallar. Hún var einnig öðrum góð
fyrirmynd og brautryðjandi á
mörgum sviðum. Hún á ekki að-
eins langan keppnisferil að baki,
heldur var hún mikill brautryðj-
andi á sviði íþrótta. Hún var í
fyrsta fullskipaða kvennalands-
liðinu sem tók þátt í fyrstu Kalott-
keppninni árið 1972. Hún lét ekki
þar við sitja heldur kom aftur inn
í landsliðið níu árum síðar og þá
komin á fertugsaldurinn og kom
þá til leiks að nýju sterkari en
nokkru sinni fyrr eftir barneignir.
Hennar besti árangur er frá því
tímabili lífsskeiðsins sem flestar
konur voru löngu hættar íþrótt-
um. Hún keppti einnig á fyrsta
Norðurlandameistaramótinu
innanhúss sem fram fór í Laug-
ardalshöll síðla vetrar 2008. Hún
stóð sig ávallt vel og lagði sig alla
fram í keppni og var öðrum góð
fyrirmynd að því leyti einnig. Til
að sýna hversu mikið hún naut
þess að keppa og taka þátt
íþróttum keppti hún á fjölda
móta og í öðrum greinum en
þeim sem hún var fremst í eins
og fimmtarþraut, kúluvarpi og
hástökki svo aðeins fátt sé nefnt.
Unnur var fyrsta konan sem
kjörin var í aðalstjórn Frjáls-
íþróttasambandsins árið 1983,
en lét af því embætti eftir að hún
var kjörin í framkvæmastjórn
ÍSÍ. Auk þess starfaði hún mikið
í nefndum og sinnti öðrum fé-
lagsmálum fyrir hreyfinguna.
Unnur hlaut gullmerki FRÍ árið
1997 fyrir framlag sitt til íþrótt-
arinnar.
Afrekum og framlagi Unnar
Stefánsdóttur eru ekki gerð
sanngjörn skil með þessum fáu
orðum, en við þökkum fyrir
hennar mikilsverða framlag til
íþróttarinnar. Fjölskyldu Unnar
eru færðar innilegustu samúðar-
kveðjur frá Frjálsíþróttasam-
andi Íslands vegna fráfalls henn-
ar.
Fyrir hönd FRÍ,
Jónas Egilsson,
framkvæmdastjóri.
Kveðja frá Ungmennafélagi
Íslands
Unnur Stefánsdóttir gerðist
félagi í Ungmennafélaginu Sam-
hygð ung að árum undir hand-
leiðslu föður síns, ungmenna-
félagsleiðtogans Stefáns
Jasonarsonar í Vorsabæ. Hún
varð snemma ein af bestu frjáls-
íþróttakonum landsins og keppti
jafnan fyrir Samhygð og HSK
þótt hún ætti lengstum heima á
höfuðborgarsvæðinu. Hún var
orðin þrítug tveggja barna móðir
árið 1981 en hóf þá markvissar
æfingar á ný og var valin í úr-
valslið UMFÍ sem keppti gegn
Dönum í Árósum um sumarið.
Unnur stóð sig frábærlega og
hlaut nafnbótina „hlaupadrottn-
ing UMFÍ“ í Skinfaxa. Frammi-
staða hennar á landsmótum
UMFÍ er mörgum minnisstæð
en hápunkturinn var sigur henn-
ar í 400 metra hlaupi í Mos-
fellsbæ 1990. Þá var Unnur 39
ára gömul en flestir keppinautar
hennar helmingi yngri. Unnur
var íþróttakonum landsins frá-
bær fyrirmynd og sýndi það og
sannaði að aldur er engin hindr-
un ef áhuginn er fyrir hendi.
Unnur átti fjölbreyttan feril
innan ungmennafélagshreyfing-
arinnar. Meðal annars sýndi hún
þjóðdansa á Landsmótinu á
Laugarvatni 1965 og 30 árum
síðar var hún í mótsnefnd
Landsmótsins á Laugarvatni
1994. Mikið mæddi á nefndinni
því halli varð á mótinu en með
samstilltu átaki tókst að ljúka
skuldaskilum innan árs sem var
afreksverk. Seinna tók Unnur
þátt í öðrum keppnisgreinum á
landsmótum, svo sem pönnu-
kökubakstri og var stöðugt tilbú-
in að leggja sitt af mörkum ung-
mennafélagshreyfingunni til
framdráttar.
Þá er ótalin sú hvatning sem
Unnur veitti með frammistöðu
sinni í íþróttum og heilbrigðum
lífsstíl sem hún innleiddi á leik-
skólum sem hún stjórnaði. Já-
kvæðni hennar og glaðlyndi
hafði sitt að segja og hennar
verður minnst sem einnar af
þeim konum sem hafa betrandi
áhrif á mannlífið í kringum sig.
Það er gott að minnast Unnar
Stefánsdóttur og stjórn UMFÍ
vill að leiðarlokum þakka hennar
jákvæða framlag til ungmenna-
félagshreyfingarinnar.
Eiginmanni hennar og börn-
um vottum við innilega samúð.
Helga G. Guðjónsdóttir
formaður UMFÍ.
HINSTA KVEÐJA
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Með djúpri virðingu og
þökk kveð ég kæra sam-
ferðakonu, Unni Stefáns-
dóttur.
Eiginmanni, börnum,
tengdabörnum, ömmu-
stelpunni svo og öðrum
syrgjendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Unn-
ar Stefánsdóttur.
Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
SJÁ SÍÐU 32
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011