Morgunblaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 29
ferð var ekki farin. Hún fór ein í
aðra ferð. Að leiðarlokum er
hugur minn fullur þakklætis fyr-
ir samstarf okkar og vináttu.
Ég votta börnum Rögnu og
öðrum aðstandendum mína inni-
legustu samúð.
Soffía Stefánsdóttir.
Sporlétt var hún og rösk til
allra verka. Yndisleg móðir og
amma. Veitul og gjafmild. Það
var því mikið áfall þegar Ragna
greindist með ólæknandi
krabbamein upp úr síðustu ára-
mótum.
Hún tókst á við þennan vágest
af æðruleysi og stillingu, þakkaði
fyrir hvern dag sem hún fékk að
lifa og njóta.
Milli okkar var góð vinátta og
ég þakka að leiðarlokum ljúfar
samverustundir.
Ástvinum hennar votta ég
innilega samúð mína og bið þeim
allrar blessunar.
Hún hvíli í friði.
Einar Magnússon.
Góð vinkona, Ragna Ólafs-
dóttir, er látin í blóma lífsins.
Hún tókst á við veikindin af ótrú-
legu æðruleysi, umvafin ást og
umhyggju barna, fjölskyldu og
vina og kvaddi þetta líf á sól-
björtum sumardegi. Vinátta okk-
ar hófst fyrir um aldarfjórðungi í
Kaupmannahöfn þegar þau
Ragna, Ögmundur og Óli dvöldu
þar um tveggja ára skeið. Áður
hafði ég lítillega kynnst þeim,
einkum Ögmundi sem hafði tekið
að sér að færa heldur óburðuga
texta mína á læsilegt mál. Ragna
sótti nám í danska kennarahá-
skólanum, Ögmundur stundaði
fræðistörf og Óli hóf barnaskóla-
göngu sína þar. Það var mjög
gefandi að eiga samneyti við þau
og áttum við margar góðar
stundir hjá mér í Hellerup og á
Eyrarsundsgarði þar sem þau
bjuggu. Þau hrifust mjög af
dönsku samfélagi og menningar-
lífi og átti Kaupmannahöfn alltaf
stóran sess í hugum þeirra. Þau
voru bæði full af margs konar
fróðleik og deildu óspart með
samferðafólki sínu. Naut ég ríku-
lega af því.
Það var oft glatt á hjalla þegar
Ögmundur sagði sögur og Ragna
bætti um betur með einstakri
kímni sinni og dillandi hlátri. Og
ekki varð sagnagleðin minni þeg-
ar Rósa Björk Þorbjarnardóttir
og séra Árni Pálsson bættust í
hópinn, en þau dvöldu einnig um
tíma í Kaupmannahöfn. Á þess-
um tíma bundust sterk vináttu-
bönd. Enn á ný naut ég þess að
upplifa erlenda menningu í sam-
neyti við Rögnu og Ögmund þeg-
ar þau heimsóttu mig á Signu-
bakka í París í desember 2004.
Hápunktur þeirrar heimsóknar
var ferð okkar til Bayeux að
skoða samnefndan refil sem
fjallar í myndasöguformi um orr-
ustuna við Hastings árið 1066 og
heimsókn til Francoais-Xavier
Dillmann og fjölskyldu í Versöl-
um. Það var mikil nautn að njóta
samvista þeirra þann stutta tíma
sem þau dvöldu hjá mér.
Heimili Rögnu og Ögmundar
á Tómasarhaganum stóð mér
alltaf opið og gat ég ætíð rekið
inn nefið án þess að gera boð á
undan mér. Fyrir allmörgum ár-
um skapaðist sú hefð að ég liti
inn að kvöldi Þorláksmessu.
Húsið angaði af nýsoðnu tví-
reyktu sauðahangikjöti úr
Skagafirði og Helga búin að
skreyta jólatréð. Dreypt var á
jólaglöggi eða púrtvíni og ljúf-
fengar Sörur bráðnuðu í munni.
Spjallað var um heima og geima
og óskað gleðilegrar jólahátíðar.
Heimsóknir á Tómasarhagann
verða ekki fleiri. Góðir vinir eru
gengnir á vit feðra sinna. Veik-
indi og fráfall Ögmundar og
Grétu systur Rögnu mörkuðu
mjög djúp spor og á sama tíma
gegndi hún krefjandi og ábyrgð-
armiklu skólastjórastarfi. Nú er
Ragna sjálf öll. Tryggra vina er
sárt saknað en eftir lifa góðar
minningar um gefandi og
ánægjulegar samverustundir.
Sterkur persónuleiki, elskuleg-
heit, mikil útgeislun, glaðværð
og dillandi hlátur Rögnu munu
lifa í minningunni um ókomna
tíð.Mikill er missir Helgu og Óla
sem sjá nú líka á bak móður
sinni. Við Þorbjörg systir mín
vottum þeim og fjölskyldunni
dýpstu samúð okkar.
Guðný Helgadóttir.
Þau hjón Ragna og Ögmundur
Helgason litu bæði dagsins ljós
árið 1944 og göntuðust stundum
með það að hún væri fædd í kon-
ungsríkinu Íslandi en hann í lýð-
veldinu. Nú eru þau bæði, langt
fyrir aldur fram, horfin yfir móð-
una, þangað sem okkur er öllum
fyrirhuguð leið. Þá er efni til að
rifja upp ljóð eftir Hannes Pét-
ursson:
Þráfaldlega heyrðust
hurðir dimmunnar
marra hátt
þegar hugfólgnir vinir
bárust fyrr en varði
burt úr glaðaljósi samvistanna.
Söknuður
situr okkur í brjósti
alla daga
en einnig sá grunur
að vináttuna hefðum við ef til vill
vanrækt, og þess vegna
fyrirgert því að njóta
náðargjafar til fullnustu.
Þannig er því farið. Ragna
Ólafsdóttir var glæsileg kona,
dökk á brún og brá, hávaxin,
grönn og geislaði af lífi, glaðvær
og hló dillandi hlátri á gleði-
stundum. Hún var einstaklega
hlý og gefandi kona, viðræðugóð
og skemmtileg. Ég minnist ótal
stunda á heimili þeirra hjóna, yf-
ir kaffibolla í eldhúsi, við fræða-
sýsl með Ögmundi í bókaher-
berginu, yfir gullinni veig á glasi
í stofu. Þau voru einstaklega
góðir gestgjafar og heimili
þeirra í senn fallegt og hlýlegt.
En þessar stundir hefðu mátt
vera fleiri, eins og Hannes minn-
ir á í ofangreindu ljóði. Góðra
vina fundi er aldrei ofaukið.
Lengst af starfsævinnar vann
Ragna í Melaskóla, kennari, að-
stoðarskólastjóri og loks skóla-
stjóri unz hún lét af störfum fyr-
ir aldurs sakir til þess að njóta
samvista við fjölskyldu sína og
sinna áhugamálum sínum. Hún
var vakin og sofin í vinnunni,
samvizkusöm með afbrigðum og
átti ekki til það kæruleysi að
skilja eftir úrlausnarefni á borði
sínu til morguns. Vinnudagur
hennar var því oft ærið langur.
Sár harmur var að henni og
fjölskyldunni kveðinn þegar Ög-
mundur veiktist af krabbameini
sem dró hann til dauða og sama
ár lézt systir hennar sem var
henni nákomin. Þá raun bar hún
með reisn. Börnin hennar studdu
þétt við bakið á henni og barna-
börnin voru augasteinar hennar.
Þau hafa mikils misst að sjá eftir
afa sínum og ömmu á örfáum ár-
um. Ég sendi þeim og öðrum ást-
vinum samúðarkveðju með ljóði
Hannesar Péturssonar, Einbá-
tungur:
Nú blánar við sjónarrönd
fyrir svefneyjunum.
Hann leggur
árar í kjöl
og hafstraumurinn vaggar
og vaggar hægt og rótt
bátnum þangað
í beina stefnu.
Sölvi Sveinsson.
Hún Ragna okkar er horfin á
braut. Mikið er lífið hverfult og
stundum ótrúlega óréttlátt, en
sumu fáum við víst ekki breytt.
Haustið 2008 settumst við á
skólabekk, fyrsti hópurinn í
Leiðsögunámi í Endurmenntun
Háskóla Íslands. Við vorum á
öllum aldri, en flest fullorðið fólk
sem átti sameiginlegan áhuga á
Íslandi, náttúru þess, sögu og
menningu. Við horfðum forvitin
hvert á annað, samveran átti eft-
ir að vara í einn og hálfan vetur.
En við urðum öll góðir vinir og
náðum ótrúlega vel saman.
Ragna okkar var hjartað í hópn-
um, gáfuð, vel máli farin, lifand
og falleg innan sem utan.
Við Ragna urðum vinkonur.
Báðar höfðum við misst maka
okkar nýlega og vorum að feta
okkur áfram í lífinu, njóta augna-
bliksins, fræðast og eflast. Það
var margt brallað. Hópurinn fór
saman í nokkrar námsferðir og
einnig ferðir sem við skipulögð-
um sjálf, m.a í Skagafjörð, þaðan
sem Ögmundur, maður Rögnu,
var ættaður. Unun var að hlusta
á Rögnu fræða okkur um sveit-
ina hans. Einnig var farin náms-
ferð hringinn í kringum landið.
Ragna sagði þá frá ættingjum
sínum á Jökuldal á sinn einstaka
hátt.
Við útskrifuðumst svo 12.
febrúar 2010, ákveðin í að halda
tengslum upp frá því. Síðast hitt-
umst við á árshátíð okkar í des-
ember, svo ákveðin í að hittast
öll aftur að ári. En það mun aldr-
ei verða eins og var, það vantar
drottninguna í hópinn, hana
Rögnu okkar. Stolt hennar og
auðlegð, eins og hún orðaði svo
fallega í jólabréfi sínu um síðustu
jól, var að vera móðir og amma.
Hún hlakkaði til að verða dag-
móðir yngsta ömmubarnsins,
hans Ögmundar litla. En það á
ekki eftir að rætast.
Fyrir hönd okkar samnem-
anda í leiðsögunámi EHÍ, vil ég
þakka fyrir einstök kynni og all-
ar okkar dásamlegu samveru-
stundir. Innilegar samúðar-
kveðjur sendum við fjölskyldu
Rögnu, sem hefur misst svo mik-
ið.
Úlfheiður Kaðlín
Ingvarsdóttir.
Við Ragna kynntumst í
Menntaskólanum á Akureyri.
Með henni var gott að vera,
hlæja og skemmta sér, njóta
áhyggjuleysis unglingsáranna.
Hún var glöð, dugleg, raunsæ og
fylgin sér.
Við ræddum oft framtíðina og
vorum sammála um að við ætl-
uðum sko ekki að verða kenn-
arar, fara að binda okkur og
vinna fyrir köllunum okkar á
meðan þeir væru að mennta sig.
Svo fór þó sem fór. Ragna var
kennari og síðar skólastjóri.
Þegar við hittumst var allt
eins og gerst hefði í gær. Við
tókum upp þráðinn frá því síðast.
Nú á sumarmánuðum heimsótti
ég hana nokkrum sinnum eftir
að hún var orðin mikið veik. Við
áttum saman dýrmætar stundir,
ræddum um lífið og tilveruna,
líklega á dálítið alvarlegri nótum
en áður. Vinátta hennar var var
mér mikils virði. Milli okkar var
trúnaður sem aldrei brást.
„Það er gott að eiga vin, glaðan vin til
að hlæja með, skemmtilegan vin sem
getur gert allt mögulegt, vin til að
óska með, vin til að verða stór með.
Góðan vin sem segir: Mér þykir vænt
um þig. Og þykir það í raun og veru.“
(B. Onsell.)
Við William sendum börnum
Rögnu og barnabörnum samúð-
arkveðjur. Þeirra er missirinn
mestur.
„Barn sem á ömmu eða afa hefur
mildari sýn á tilveruna og veit að lífið
hefur fleira að færa en það sem sést,
meira en bara það að eignast og fá,
vinna og tapa. Það veit að til er ást
sem gerir engar kröfur.“ (L. Wyse.)
Anna N. Möller.
Ragna vinkona mín flaug á
sólargeisla burt frá okkur. Hún
lést 10. ágúst á fallegum sólar-
degi. Daginn áður sátum við úti í
sólarblíðu og vorum meðal ann-
ars að ráðgera heimsókn til sam-
eiginlegrar vinkonu okkar. Við
ákváðum að ég myndi hringja í
hana daginn eftir til að athuga
líðan hennar þá. Ég var einmitt
að teygja mig eftir símanum
þegar hann hringdi og það var
Óli sonur hennar að tilkynna mér
lát hennar. Það var reisn yfir
brottför Rögnu eina og henni var
líkt. Hún fékk að fara áður en
sjúkdómurinn gerði hana ör-
magna.
Við Ragna kynntumst í Kenn-
araskólanum þar sem við sóttum
eins árs nám 1967-68 til kennslu-
réttinda. Tilviljun réð því að eftir
námið hófum við báðar störf við
Melaskóla og störfuðum þar
saman í átta ár en þá breytti ég
um stefnu. Ragna hélt áfram og
endaði starfsferil sinn sem skóla-
stjóri. Ég naut þeirrar ánægju
að kenna Helgu, dóttur Rögnu
og Ögmundar, í fimm ár. Óla,
syni þeirra kynntist ég við fæð-
ingu og það var mikil upphefð að
í fyrsta sinn sem hann gisti einn
utan heimilis var það á heimili
mínu. Á þessum átta árum sem
við Ragna störfuðum báðar við
Melaskóla þróaðist vinátta sem
aldrei bar skugga á og áttum við
margar ómetanlegar stundir
saman. Eiginmenn okkar voru
þátttakendur í þeirri vináttu og
þegar Gunnlaugur, eiginmaður
minn, lést úr krabbameini árið
1992 voru Ragna og Ögmundur
mér stoð og stytta. Ögmundur
lést úr sama sjúkdómi árið 2006
og þá var duftgarðurinn í Foss-
vogi fullskipaður. Við Ragna
ákváðum þá að setja duftkerið
hans niður hjá Gunnlaugi þar
sem ég átti rými. Þeir félagar
hvíldu því saman í nokkur ár þar
til nýr duftgarður var tilbúinn.
Ragna missti einnig yngri systur
sína, Margréti, úr krabbameini
sama ár og Ögmundur lést. Þeg-
ar hún greindist sjálf með
krabbamein bjó hún yfir raun-
særri reynslu. Þá ræddum við
mikið um lífið og dauðann og
þótt við leystum ekki lífsgátuna
gerði það okkur báðum gott.
Ragna leit yfir farinn veg og var
sátt við lífshlaup sitt og hverju
hún hefði áorkað. Hún var mikil
baráttukona, rauðsokka og í einu
orði sagt jafnréttissinni. Eftir lát
Ögmundar lét hún af störfum
sem skólastjóri og hóf nám sem
leiðsögumaður. Þar stóð hún vel
að vígi enda mikill göngugarpur
og fjallageit.
Ragna var ekki hrædd við að
deyja en hún var ekki tilbúin til
að kveðja strax. Hún átti eftir að
gera svo margt – ekki síst að
njóta samskipta við börn og
barnabörn. Það var bæði lær-
dómsríkt og gefandi að hlusta á
Rögnu gera upp líf sitt. Er ekki
einmitt tilgangur lífsins að geta
litið um öxl að leiðarlokum og
sagt eins og sálfræðingurinn Er-
ik Erikson lýsti farsælu lífi?:
Ég hef ekki lifað lífinu til einskis. Líf
mitt hefur haft nægilega merkingu fyr-
ir mig og eðlilegan tilgang.
(Erik Erikson. 1950. Childhood and So-
ciety.)
Fjölskyldu Rögnu votta ég
mína dýpstu samúð.
Erla Kristjánsdóttir.
Ragna hóf störf sem kennari í
Melaskóla árið 1968 og vann sem
slíkur nánast óslitið til ársins
1986 en varð þá aðstoðarskóla-
stjóri skólans og „hægri hönd“
Inga Kristinssonar sem þá var
skólastjóri. Árið 1994 lét Ingi af
störfum og Ragna tók við sem
skólastjóri Melaskóla. Ragna
vann störf sín í skólanum af mik-
illi eljusemi, vandvirkni og hug-
sjón. Skipti þá engu hvert hlut-
verk hennar var hjá okkur í
tímans rás. Henni þótti afar
vænt um skólann og alla þá sem
við hann unnu. Ragna hafði góða
kímnigáfu sem hún hefði mátt
nota enn frekar en hún gerði í
starfi sínu.
Hún reyndist nemendum sín-
um vel og var góður kennari.
Ákveðin en mjög áhugasöm um
„nýja strauma“ og hugmyndir
um bætt skólastarf. Áhugi þessi
kom fljótt í ljós þegar hún varð
aðstoðarskólastjóri og reyndist
Inga, skólastjóra, afar vel í þeim
efnum sem öðrum. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á ýmsu sem
betur mátti fara í daglegu starfi
skólans og var „fastagestur“ á
árganga- og samstarfsfundum
kennara þar sem hún kynnti sín-
ar hugmyndir en var um leið
tilbúin að hlusta á það sem aðrir
höfðu fram að færa og nýtti sér
góðar hugmyndir sem fram
komu.
Þau árin sem Ragna var
skólastjóri við Melaskóla þ.e.
1994-2007 voru miklir „umbrota-
tímar“ í grunnskólum borgarinn-
ar. Ekki síst í kringum aldamót-
in síðustu. Ber þar helst að nefna
að skólar borgarinnar urðu „ein-
setnir“ borgaryfirvöld tóku þá
ákvörðun að gefa öllum nemend-
um grunnskólanna kost á því að
geta keypt sér heitan mat í há-
deginu. Kennarar voru almennt
hlynntir einsetningunni en gátu
– í fyrstu – alls ekki sætt sig við
að talsvert rými Melaskóla yrði
breytt í eldhús og mataraðstöðu.
Segja má þá „hafi gefið á bátinn“
hjá henni og þetta reyndust
henni erfiðir tímar en með
ákveðni og dugnað að vopni tókst
henni að fá kennara í lið með sér
með þeim góðu eiginleikum sem
hafði til að bera og áður hafa
verið nefndir. Nú þykir heitur
hádegismatur fyrir nemendur
sjálfsagður hlutur.
Segja má að Ragna hafi rutt
brautina fyrir þann er línur þess-
ar ritar því hann var í æfinga-
kennslu hjá henni um miðjan sjö-
unda áratuginn og varð síðar
aðstoðarskólastjóri þegar Ragna
tók við stjórn skólans, undirrit-
aður tók við því starfi 2007. Þó
ólík værum tel ég að það hafi
hjálpað til að gera samstarf okk-
ar gott og lærdómsríkt fyrir okk-
ur bæði en það reyndi örugglega
meira á hana en mig. Ég er afar
þakklátur fyrir allt það sem hún
kenndi mér og hefur reynst mér
gott veganesti í störfum mínum
fyrir Melaskóla.
Starfsfólk skólans fylgdist
með erfiðum veikindum Rögnu
og hugur þess var og er hjá fjöl-
skyldu hennar og nánustu vinum
og ættingjum. Við vottum þeim
öllum okkar dýpstu samúð.
Elsku Ragna, við þökkum þér
fyrir samfylgdina og ánægju-
stundirnar sem við fengum að
njóta með þér.
Fyrir hönd starfsfólks Mela-
skóla,
Björn Pétursson.
Mig langar með örfáum línum
að kveðja kæra samstarfskonu
til margra ára, Rögnu Ólafsdótt-
ur kennara og skólastjóra í
Melaskóla. Ragna var glæsileg
og hæfileikarík kona sem öðlað-
ist vinsældir og trúnað í hverju
því starfi sem hún tók sér fyrir
hendur.
Ég kynntist Rögnu fyrst fyrir
um þrjátíu árum þegar ég valdist
í trúnaðarmannaráð Kennara-
félags Reykjavíkur, þá reynslu-
lítill kennari í fjölmennum skóla.
Ragna var þá nýkjörin formaður
Kennarafélags Reykjavíkur. Af
lipurð og léttleika stýrði hún
trúnaðarmannafundum á tíma-
mótum þegar sameining kenn-
arafélaganna tveggja var nýaf-
staðin og jafna þurfti kaup og
kjör barnaskóla- og gagnfræða-
skólakennara. Starf trúnaðar-
mannsins reyndist áhugavert
undir stjórn Rögnu og ekki síst
fyrir áhrif frá henni tók ég síðar
að mér frekari trúnaðarstörf fyr-
ir Kennarafélag Reykjavíkur.
Ragna var aðstoðarskólastjóri
við Melaskóla og yfirmaður minn
þann tíma sem ég kenndi við
skólann. Hún, ásamt Inga skóla-
stjóra, reyndist mér frábær yf-
irmaður. Ragna leiddi vinnu okk-
ar kennara í gegnum mörg
áhugaverð verkefni sem sneru að
fjölbreyttara skólastarfi. Öll
samskipti hennar við kennara og
starfsfólk voru á jafningjagrund-
velli. Við Ragna tókum við starfi
skólastjóra í Reykjavík á svip-
uðum tíma og þar með hófst
ánægjulegasti samstarfstími
okkar. Hún var virk í félagsstarfi
skólastjóra í Reykjavík og vald-
ist oft í félagsmálanefnd. Þá leit-
aði hún til mín um að taka þátt í
skemmtiatriðum á árshátíðum
skólastjóra eða námstefnum.
Þrátt fyrir að efast um hæfni
mína sagði ég alltaf umhugsun-
arlaust já þegar Ragna bað mig
einhvers enda kunni enginn bet-
ur að hrósa og gleðjast en
Ragna.
Í ferðalögum okkar skóla-
stjóra í Reykjavík innanlands og
utan reyndist Ragna góður og
skemmtilegur félagi. Minnis-
stæðust er mér ferð okkar í hópi
skólastjóra til Kaupmannahafnar
vorið 2007, árið sem Ragna lét af
starfi skólastjóra. Þarna gafst
góður tími til að spjalla og á
þessum fornu Íslendingaslóðum
þekkti hún sig vel og kunni
skemmtilegar sögur af náms-
mönnum fyrr og síðar, nokkrum
sem tengdust okkur báðum. Þeir
verða margir, félagar og nem-
endur Rögnu, sem við fráfall
hennar munu sakna sárt vinar og
lærimeistara sem skilaði löngu
og farsælu starfi, í þágu æsku
þessa lands.
Helgi Árnason.
Það var hljótt á göngum Mela-
skóla í síðustu viku, nemendur
og kennarar voru enn í sumar-
leyfi en við sem vorum mætt til
starfa gengum hljóðlega um.
Fáninn var dreginn í hálfa stöng
og án þess að tala mikið saman,
sem annars er venja á kaffistof-
unni leitaði hugurinn með hlýju
og virðingu til okkar kæru
Rögnu Ólafsdóttur fyrrverandi
skólastjóra Melaskóla sem nú er
látin.
Náið samstarf okkar Rögnu
hófst fyrir tólf árum þegar und-
irrituð var ráðin skrifstofustjóri
við Melaskóla. Þetta var nýtt
starf við skólann sem krafðist
náins sambands allra stjórnenda
skólans og reyndist Ragna mér
alla tíð mjög vel. Hún var góður
og traustur stjórnandi sem var
gott að leita til. Hún var kröfu-
hörð á sjálfa sig, hafði mikinn
metnað gagnvart skólastarfinu
og lagði mikla áherslu á að hafa
börnin í fyrirrúmi. Hennar boð-
skapur var: Ef börnin væru ekki
hér værum við starfsfólkið ekki
hér heldur, það er vegna
barnanna sem við erum starfandi
við Melaskóla.
Vönduð vinnubrögð voru ein-
kenni Rögnu. Hún stjórnaði
skólanum af festu og einlægni og
tókst að halda utan um stofn-
unina eins og um eina stóra fjöl-
skyldu væri að ræða.
Hún gaf sér góðan tíma við
mannaráðningar, var mannglögg
og lagði sig fram um að ráða gott
fólk til starfa sem féll inn í þann
hóp sem fyrir var í skólanum. Þá
fylgdist hún vel með öllu starfi
skólans, bæði í skólastofum og
úti í frímínútum og gaf sér oft
tíma til að hlaupa niður í kjallara
á matmálstímum nemenda.
Henni var einnig mjög annt um
starfsfólk skólans og gerði allt til
þess að því liði sem best enda
naut Ragna virðingar og vænt-
umþykju okkar allra.
Stundum gat Ragna verið
nokkuð afskiptasöm ef henni lík-
aði ekki hvernig að málum var
staðið og lét það óspart í ljós.Tók
þá málið í sínar hendur, fól það
öðrum eða leysti það sjálf.
Ragna var jafnan glöð og
hress í viðmóti og hafði góð áhrif
á þá sem í kringum hana voru.
Hún var rökföst og glögg kona
sem var fljót að koma auga á
kosti eða galla á því viðfangsefni
sem var til meðferðar og lá þá
ekkert á sínum skoðunum.
Hún bjó yfir þeim sérkenni-
legu hæfileikum að geta skrifað
nafnið sitt með bæði vinstri og
hægri hendi. Skipti þá ekki máli
hvorum megin setið var við hlið
hennar, hún notaði bara þá
höndina sem nær var til að und-
SJÁ SÍÐU 30
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011