Morgunblaðið - 19.08.2011, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Kveðja frá Héraðs-
sambandinu Skarphéðni
Sú sorgarfrétt barst í síðustu
viku að Unnur Stefánsdóttir
væri fallin frá. Unnur tók frá
barnsaldri þátt í störfum Hér-
aðssambandsins Skarphéðins og
hélt mikilli tryggð við HSK alla
tíð. Slíkt er ekki sjálfgefið þar
sem hún flutti ung að heiman og
út fyrir sambandssvæðið. Í því
sambandi skiptu vegalengdir
ekki máli og hún var alltaf boðin
og búin að leggja sambandinu
lið.
Unnur var mikil keppnis-
manneskja og stundaði íþróttir
og heilsurækt alla tíð. Hún náði
afburðaárangri og er ein mesta
afrekskona HSK í sprett- og
millivegalengdahlaupum frá
upphafi. Hún setti tugi héraðs-
meta og á í dag átta HSK met í
sprett- og millivegalengdahlaup-
um í kvennaflokki.
Unnur tók þátt í héraðsmót-
um um áratugaskeið og var í bik-
arliði HSK um árabil. Þá keppti
hún á landsmótum fyrir HSK og
vann til fjölda verðlauna. Minn-
isstæður er sigur hennar í 400
metra hlaupi á landsmótinu í
Mosfellsbæ árið 1990, en þá var
hún orðin 39 ára gömul.
Unnur var einnig kröftug fé-
lagsmálakona og lét víða til sín
taka í því sambandi. Hún var
m.a. í landsmótsnefnd HSK sem
sá um framkvæmd landsmóts
UMFÍ á Laugarvatni árið 1994
og í svokölluðum 65 hóp sem
minntist landsmótsins fræga á
Laugarvatni 1965. Þá átti hún
sæti í stjórn ÍSÍ um skeið sem
fulltrúi HSK. Hún stóð sig frá-
bærlega í þessum störfum, eins
og á keppnisvellinum, enda
metnaðurinn sá sami að standa
sig vel og láta gott af sér leiða.
Sá er þetta ritar, fyrir hönd
sambandsins, átti því láni að
fagna að kynnast Unni, en við
vorum samherjar í bikarliði
HSK og síðar í stjórn ÍSÍ. Það
var eftirtektarvert hvað hún var
alltaf jákvæð og hvetjandi. Stutt
var í brosið, hláturinn og lífsgleð-
ina. Þetta allt gerði hana að eft-
irminnilegri og skemmtilegri
konu sem við söknum svo mjög.
Að leiðarlokum þakkar Hér-
aðssambandið Skarphéðinn fyrir
hennar mikilsverða framlag til
íþrótta- og æskulýðsmála í hér-
aði og áratuga samfylgd og vin-
áttu. Við sendum Hákoni, börn-
um og fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur.
F.h. Héraðssambandsins
Skarphéðins,
Engilbert Olgeirsson,
framkvæmdastjóri.
Nú hefur hún Unnur okkar
skokkað yfir á annað tilverusvið
og skilið eftir sig stórt skarð í
bekkjarsystrahópnum. Við
kynntumst Unni haustið 1971
þegar við hófum nám í Fóstru-
skóla Sumargjafar eins og skól-
inn hét þá. Skipt var í bekki eftir
stafrófsröð og var okkar bekkur,
b-bekkurinn, seinni hluti staf-
rófsins. Strax í upphafi skólans
komu forystuhæfileikar, metn-
aður og framtakssemi Unnar í
ljós. Á öðrum degi var hún komin
með ábyrgð á kladdanum og eftir
viku hafði hún stofnað kaupfélag
til fjáröflunar fyrir nemenda-
félagið sem hún var í forystu fyr-
ir. Í kaupfélaginu fengust auðvit-
að bara hollustusamlokur,
gulrætur og súrmjólk. Sumar af
námsmeyjunum laumuðust út á
Skalla í matarhléinu! Hollustan
var strax í fyrirrúmi hjá Unni og
okkur grunar að pólitískur áhugi
hennar hafi einnig þá þegar
beinst í ákveðna átt. Þá ályktun
drögum við af græna nestisbox-
inu hennar.
Okkur bekkjasystrum duldist
ekki að í Unni bjó engin meðal-
mennska. Hún var metnaðar-
gjörn og skipulögð í sínu námi og
kastaði aldrei til höndum í
nokkru verkefni hvorki smáu né
stóru. Hún vissi hvert hún
stefndi og hafði framtíðarsýn
sem líklega verður að teljast
óvanalegt fyrir svo unga konu.
Aldrei heyrðist styggðaryrði frá
okkur bekkjarsystrum vegna
kladdans. Unnur hafði óskorað
traust okkar allra og við virtum
samviskusemi hennar og ná-
kvæmni. Ef einhver nennti
ómögulega að sitja í leiðinlegu
átthagafræðitímunum þá sætti
hann sig við skróp í kladdann.
Svo einfalt var það.
Eftir útskrift fórum við hver í
sína áttina eins og gengur en
héldum þó flestar áfram hópinn,
hittumst á bekkjarkvöldum
nokkrum sinnum á ári og höldum
partí á vorin. Það eru ekki mörg
bekkjarkvöld eða partí sem Unni
hefur vantað í. Alltaf var jafn
gaman að hitta hana. Ævinlega
fitt og flott, fallega klædd, glöð
og kát en hófstillt í allri fram-
göngu. Margt er skrafað á
bekkjarkvöldum og þá sér í lagi
um leikskólamál. Unnur naut sín
í slíkum umræðum enda með
brennandi áhuga á öllu er sneri
að leikskólastarfi og átti auðvelt
með að koma skoðunum sínum á
framfæri. Eitt var það sem ein-
kenndi Unni en það var að hún
hafði einnig einlægan áhuga á
því sem varðaði allar skólasyst-
urnar og gilti þá einu hvort um
var að ræða einkalíf okkar eða
starf. Þannig var Unnur.
Eftir að Unnur greindist með
krabbamein þá sendi hún okkur
bekkjarsystrunum annað slagið
tölvupóst með fréttum af sér og
sínum. Í þeim póstum var aldrei
uppgjafartónn heldur bjartsýni
og horft fram á veginn. 1. júní sl.
héldum við vorpartíið. Þar
mættu þau hjónin Unnur og Há-
kon og skemmtu sér með okkur
fram á nótt. Unnur lék á als oddi
og síst af öllu leiddum við hug-
ann að því að þetta væri síðasta
partíið þar sem við nytum sam-
vista við okkar kæru bekkjar-
systur. Nú er skarð fyrir skildi
en minning um einstaka konu lif-
ir með okkur áfram. Við vottum
Hákoni og börnum þeirra Unnar
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd bekkjasystra
Fósturskóla Íslands 1974,
Ragnheiður Halldórsdóttir.
Þá hefur hún Unnur Stefáns-
dóttir, skólasystir mín, vinkona
og samstarfsmaður til margra
ára, tapað í baráttunni við
krabbameinið.
Hún Unnur var mikill bar-
áttu- og keppnismaður og það
átti ekki við hana að tapa. Fram
til hins síðasta leit hún svo á að
að sjálfsögðu myndi hún sigra í
þessari baráttu eins og öðrum.
Við Unnur vorum skólasystur
í fyrsta framhaldsnámi í stjórn-
un sem haldið var fyrir leikskóla-
kennara. Það var hópur valkyrja
sem lærðu ekki síður hverjar af
öðrum en kennurunum. Nú er
enn eitt skarð höggið í þennan
hóp.
Síðar unnum við Unnur sam-
an í Kópavogi þar sem hún var
leikskólastjóri.
Hún Unnur var hugmyndarík
og ólíkt mörgum kom hún hug-
myndum sínum í framkvæmd.
Hún var fylgin sér, ósérhlífin og
kraftmikil kona. Hún leit ætíð
svo á að henni væru allir vegir
færir, stundum þyrfti bara að
hrinda nokkrum steinum úr vegi.
Þetta viðhorf innprentaði hún
börnunum sínum, svo og sam-
starfsfólki. Hún bar mikið traust
til undirmanna sinna, fól þeim
metnaðarfull verkefni og stuðl-
aði að samvinnu þeirra.
Unnur bar ómælda virðingu
fyrir leikskólastarfi og var
óþreytandi við að kynna starfið
og mikilvægi þess. Hún var upp-
hafsmaður og hugmyndafræð-
ingur heilsustefnunnar í leik-
skólum, sem nú er unnið eftir
víða.
Hún Unnur kom víða við á
sinni alltof stuttu starfsævi og
allsstaðar skildi hún eftir sig
framfaraspor.
Megi minning hennar lifa og
hugsjónir hennar halda áfram að
þróast, leikskólastarfi á Íslandi
til frama og gæfu.
Ég færi eiginmanni hennar,
börnum og barnabarni innilegar
samúðarkveðjur mínar og starfs-
manna á leikskóladeild Mennta-
sviðs Kópavogs.
Sesselja Hauksdóttir.
Við fráfall Unnar Stefánsdótt-
ur erum við enn á ný minntar á
hve hratt flýgur stund. Unnur er
sú þriðja sem kveður af 53 náms-
meyjum sem komu saman á
haustdögum 1969 til að nema við
Húsmæðraskóla Suðurlands að
Laugarvatni. Veturinn leið við
nám og störf undir handleiðslu
góðra kennara sem meðal ann-
ars leiddu námsmeyjar í allan
sannleika um matargerð, út-
saum og hreingerningar. Ekki
má gleyma söngnum og félagslíf-
inu sem var með miklum blóma.
Í þessum hópi var gott að hafa
Unni . Hún var samviskusöm,
skipulögð og traust og naut virð-
ingar innan skólans. Það kom
okkur því ekki á óvart að hún
skyldi veturinn á eftir vera valin
til að starfa sem aðstoðarmaður
kennara við skólann. Þá þegar
hafði Unnur tileinkað sér þann
heilbrigða lífsstíl sem einkenndi
hana alla tíð og hún síðar breiddi
út meðal annars með frum-
kvöðlastarfi sínu við mótun
heilsustefnu fyrir leikskóla hér á
landi. Við skólasysturnar höfum
fylgst með velgengni Unnar og
verið stoltar af því að hún skyldi
vera ein úr okkar hópi.
Á fimm ára fresti höfum við
skólasysturnar komið saman og
rifjað upp gamlar minningar.
Fyrir rúmu ári komum við sam-
an að Laugarvatni og fögnuðum
40 ára útskriftarafmæli. Okkur
öllum sem þar voru er minni-
stætt þegar Unnur stóð upp og
sagði frá veikindum sínum, hve
vel hún lýsti því sem hún hafði
gengið í gegnum og bjartsýni
hennar á bata. Við trúðum því
líka að hún myndi sigra þennan
vágest með elju sinni og dugnaði.
Við kveðjum okkar kæru
skólasystur með hlýju og þakk-
læti fyrir allar ánægjulegar sam-
verustundir á Húsmæðraskólan-
um að Laugarvatni veturinn
1969-1970.
Aðstandendum sendum við
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Fyrir hönd skólasystra
frá Laugarvatni,
Erna Hanna Guðjónsdóttir.
Unnur Stefánsdóttir var fal-
leg kona, bæði að innan sem ut-
an. Fegurð hennar var öllum
ljós, frítt andlit, fíngerð og stælt
kona. Hennar innri maður var
sömu gerðar. Jákvæð viðhorf,
heiðarleiki, heilindi og einlægt
viðmót. Mannkostir í hvívetna.
Það var Unnur. Nú er þessi góða
kona, þessi blómarós, horfin af
sviðinu, alltof snemma, öllum
harmdauði.
Það verður ekki sagt um hana
Unni Stefánsdóttur að hún hafi
farið með látum og hávaða sína
ævigöngu. Kurteisi, látleysi og
falleg framkoma var hennar stíll,
hennar eðli. Þar með er ekki sagt
að Unnur hafi verið skaplaus
dula. Öðru nær. Það sýndi sig í
íþróttaafrekum hennar, störfum
hennar við leikskóla og félags-
málastússi, hvort heldur í stjórn-
málum eða á vettvangi
íþróttanna. Með stillingu sinni,
ákveðni og málflutningi öllum
ávann hún sér traust, skilning og
ábyrgð. Og hún tók ekki þátt í fé-
lagsmálum nema vegna þess að
hún var holdgervingur sam-
kenndar, velvildar og ástúðar á
samborgurum sínum. Hún vildi
koma góðu til leiðar.
Áður en samstarf okkar innan
ÍSÍ hófst var hún löngu þekkt
sem afrekskona í íþróttum, eink-
um sem langhlaupari í frjálsum
íþróttum. Þannig var einnig
hennar lífshlaup þar sem úthald,
þrautseigja og yfirvegun skiptu
máli. Það var hennar raunveru-
lega langhlaup. Engin gönuhlaup,
engir óþarfa sprettir, ekkert hik,
heldur var haldið áfram jafnt og
þétt með það fyrir augum að
koma fyrst í mark. Þannig þekkt-
um við Unni meðan hún var sam-
starfsmaður okkar hjá ÍSÍ. Hún
var kjörin í varastjórn ÍSÍ 1990
og í framkvæmdastjórn ÍSÍ 1994
þar sem hún sat til ársins 2002. Á
þessum tíma leiddi Unnur starf
ÍSÍ á vettvangi kvennaíþrótta og
var meðal annars formaður Um-
bótanefndar ÍSÍ í kvennaíþrótt-
um. ÍSÍ hlaut jafnréttisviður-
kenningu Jafnréttisráðs 1993
fyrir eflingu kvennaíþrótta. Unn-
ur var fremst meðal jafningja í
þeirri vinnu. Hún sat einnig í
fjölda nefnda er tengdust afreks-
starfi og hafði sérstakan áhuga á
eflingu barnaíþrótta. Það kom því
ekki á óvart að hún skyldi beita
sér fyrir stofnun heilsuleikskóla
þar sem áhersla var lögð á hreyf-
ingu leikskólabarna samhliða leik
og starfi.
Fyrir öll þau góðu störf og
þátttöku í íþróttalífi landsmanna
viljum við undirritaðir þakka
Unni Stefánsdóttur. Við sendum
Hákoni og börnum þeirra hjóna
og fjölskyldunni allri einlægar
samúðarkveðjur.
Ellert B. Schram,
Stefán Snær Konráðsson.
Unnur á hlaupabrautinni,
spengileg afrekskona, keppnis-
andinn leynir sér ekki, svo
hraustleg og glæsileg. Hollustan
alltaf í fyrirrúmi og ekki hægt að
ímynda sér annað en að hún héldi
heilsu um langan aldur. En lífið er
ekki alltaf sanngjarnt og nú kveð-
ur hún alltof snemma. Unnur
Stefánsdóttir var mikil hugsjóna-
manneskja og frumkvöðull. Með
ævistafi sínu náði hún meiri ár-
angri en margur og hafði jákvæð
áhrif á samtíð sína. Merk nýjung
eru heilsuleikskólarnir hennar og
heilsustefnan sem hún þróaði.
Fjölmörg leikskólabörn njóta
þessa starfs hennar nú og upp-
vaxandi kynslóð hefur fengið þar
ómetanlegt veganesti út í lífið.
Unnur settist þrisvar á Alþingi
sem varaþingmaður, árin 1987,
1988 og 1996. Hugðarefni hennar
lýsa sér vel í þingmálum hennar –
velferð barna, menntun og um-
bætur margskonar. Ein tillaga
hennar sem full ástæða er að
huga að, er að koma á öðrum
þjóðsöng við hlið þjóðsöngsins
okkar, sem auðveldara væri fyrir
alla að syngja. Áhugi Unnar á
heilsueflingu kom snemma í ljós.
Á árum áður breytti hún t.d. gam-
alli fundamenningu með því að
bjóða upp á hollustufæði, ávexti
og grænmeti í stað hefðbundins
sætabrauðs. Karlarnir fussuðu
þegar þessi siður Unnar bitnaði á
þeim, en hún lét það ekki á sig fá
og hló að þeim og gaf ekkert eftir.
Þetta var fyrir tæpum þremur
áratugum, en nú er hollustan
sjálfsagt mál og ótrúlegt að átak
þyrfti til að breyta þessu.
Leiðir okkar Unnar lágu sam-
an í pólitísku starfi. Við unnum
náið saman með öflugum konum í
rúman áratug í stjórn LFK,
lengstum undir formennsku Unn-
ar. Hún leiddi starfið af festu og
dug eins og önnur verk sem hún
vann á lífsleiðinni. Jafnréttismál-
in voru stóru baráttumálin á þess-
um árum – samþykktir um
kvennakvóta og þrotlaus hvatn-
ing til kvenna um að láta til sín
taka í stjórnmálum. Unnur var
öflug í þeirri baráttu. Ógleyman-
legar eru funda- og námskeiðs-
ferðir um landið þar sem konum
voru kennd fundarsköp og fram-
koma og síðan brunað í bæinn, oft
að næturlagi um langan veg.
Unnur var stór í sniðum, greið-
vikin, glaðbeitt og forkur dugleg.
Mikið áhugamál Unnar var að
koma á manneldis- og neyslu-
stefnu hér á landi að hætti Norð-
manna. Varð það eitt af stefnu-
málum LFK. Að áeggjan Unnar
var fyrsta þingmál mitt sem vara-
þingmanns, í byrjun árs 1987, um
opinbera manneldis- og neyslu-
stefnu. Síðar var slík stefna sam-
þykkt á Alþingi að tillögu þáver-
andi ríkisstjórnar. Naut
heilbrigðisráðuneytið krafta
Unnar í því verkefni, sem skipti
sköpum um hversu vel tókst til.
Þótt leiðir okkar skildu í pólitík-
inni héldust vináttubönd okkar
alla tíð.
Stóra gæfusporið í lífi Unnar
var er hún flutti á Kársnesbraut-
ina í leiguherbergið hjá Hákoni.
Reyndar var það gæfa þeirra
beggja og upphafið að löngu og
hamingjuríku hjónabandi. Börnin
þeirra þrjú, þau Finnur, Grímur
og Harpa Dís, bera foreldrum
sínum gott vitni. Við Einar Örn
vottum Hákoni og fjölskyldunni
allri samúð okkar. Missir þeirra
er mikill.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir.
Fallin er frá langt fyrir aldur
fram kær vinkona, Unnur Stef-
ánsdóttir. Unni kynntist ég í
Framsóknarflokknum, en hún
gegndi margvíslegum trúnaðar-
störfum fyrir hann. Leiðir okkar
lágu fyrst saman í Landssam-
bandi framsóknarkvenna(LFK)
þar sem við unnum samhentar að
jafnréttismálum. Síðar tók við
farsælt samstarf í kjördæminu og
víðar á vettvangi framsóknar-
fólks.
Unnur var glæsilegur og fram-
sýnn foringi. Hún var m.a. for-
maður í Freyju, félagi framsókn-
arkvenna í Kópavogi, einu
öflugasta kvenfélaginu okkar.
Einnig var hún formaður LFK
1985-1993. Unnur var ötull jafn-
réttissinni. Á hennar tíð tókst að
lyfta grettistaki í þeim málum. Í
sögu LFK, sem gefin var út fyrir
stuttu, lýsir Unnur því hvernig
LFK, undir forystu hennar, vann
af festu við að auka áhrif kvenna.
Haldin voru námskeið m.a. í
ræðumennsku, sjónvarpsfram-
komu og fundarstjórn. Konur
voru hvattar til að fara á mæl-
endaskrá á fundum og taka sæti
ofarlega á framboðslistum. Karl-
arnir voru upplýstir um af hverju
réttast væri að konur væru sýni-
legar og færu líka með völd. Á
brattann var að sækja. Eitt lítið
dæmi í bókinni lýsir tíðarandan-
um, baráttunni og réttlætiskennd
Unnar, en þar lýsir hún því þegar
hún sótti á um, í framkvæmda-
stjórn flokksins, að konur yrðu
fundarstjórar til jafns við karla á
miðstjórnarfundum og flokks-
þingum. Þar segir Unnur: „Það
vita það sjálfsagt fáir hvað þetta
þótti í raun fáránlegt. Bæði var
það að þeir sættu sig ekki við þau
nöfn sem ég stakk upp á, fannst
þær ekki vanar og í raun fannst
þeim þetta ekki passa. Það tók
marga fundi og símtöl að koma
þessu í gegn. Eftir nokkur ár
þótti þetta eðlilegt.“
Þarna er Unni rétt lýst. Hún
barðist alla leið fyrir konurnar í
þessu sem öðru. Unnur lét einnig
til sín taka í lýðheilsumálum. það
var fyrir hennar frumkvæði sem
Alþingi samþykkti manneldis- og
neyslustefnu fyrir íslensku þjóð-
ina 1989. Í henni var áhersla á að
auka kolvetnisneyslu, minnka
sykurneyslu og gera reglulega út-
tekt á fæðuvenjum Íslendinga.
Áhugi Unnar á heilsu kom
einnig fram í leikskólastörfum
hennar en hún var skólastjóri
fyrsta heilsuleikskólans á Íslandi,
Urðarhóls, og var heilsustefna
hans unnin að frumkvæði hennar.
Unnur var þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eiga samhenta fjölskyldu.
Hákon stóð þétt við hlið hennar í
öllu. Hún var afar stolt af strák-
unum sínum og dótturinni. Er
minnisstætt þegar þær mæðgur,
geislandi glaðar, mættu saman á
jólafund Freyju fyrir tveimur ár-
um og Harpa Dís las upp úr nýút-
gefinni bók sinni Galdrasteinn-
inn. Þá var Unnur stolt.
Ég vil þakka Unni fyrir mik-
ilvægan stuðning í stjórnmálum
og árangursríka samvinnu. Áhrif
verka Unnar ná langt út fyrir rað-
ir eins flokks. Jafnréttisstarf
hennar hafði jákvæð áhrif með al-
mennum hætti. Konur í öllum
flokkum, sem til Unnar starfa
þekkja, munu minnast hennar
með þakklæti.
Ég þakka Unni og Hákoni fyrir
hlýhug og góðar minningar í
gegnum tíðina. Hákoni, Finni,
Grími, Hörpu Dís og öðrum ást-
vinum Unnar votta ég mína
dýpstu samúð vegna fráfalls
hennar. Megi Guð blessa minn-
ingu Unnar.
Siv Friðleifsdóttir.
Unnur Stefánsdóttir leikskóla-
kennari var fagmaður fram í fing-
urgóma. Hún var hugsjónamann-
eskja og frumkvöðull og hrinti
hugmyndum sínum hiklaust í
framkvæmd. Hún þorði að fara
ótroðnar slóðir og náði að hrífa
fólk með sér. Einna þekktust er
hún fyrir mótun heilsustefnu fyr-
ir leikskóla sem hún þróaði og
breiddi út víða um land og var ein-
arður talsmaður fyrir. Í fyrstu
þóttu þær hugmyndir nokkuð rót-
tækar og umdeildar, en í dag er
heilsuefling meðal leikskólabarna
eðlilegur og sjálfsagður þáttur í
leikskólastarfi. Þökk sé Unni fyr-
ir það.
Kynni undirritaðra af Unni
voru á vettvangi stéttarfélags-
mála, sem hún sjálf tók þátt í um
tíma er hún sat í stjórn fyrir leik-
skólakennara. Hún var ein af
þessum góðu, traustu röddum
sem alltaf lét heyra í sér með
reglulegu millibili, kom í heim-
sókn á skrifstofuna eða hringdi til
að spjalla. Hún viðraði nýjar hug-
myndir, hrósaði því sem henni
fannst vel gert og gagnrýndi það
sem betur mætti fara. Þetta gerði
hún af einlægni og hispursleysi,
vildi deila skoðunum sínum og
hugmyndum og hafa áhrif. Um
leið var þetta okkur ómetanleg
tenging við grasrótina og daglega
lífið í leikskólanum. Þökk sé henni
fyrir það. Fjölskyldu Unnar send-
um við hugheilar samúðarkveðj-
ur.
Björg Bjarnadóttitr varafor-
maður Kennarasambands Ís-
lands og Ingibjörg Kristleifs-
dóttir formaður Félags
stjórnenda leikskóla.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Fyrir hönd félagsmanna í Fé-
lagi leikskólakennara viljum við
senda aðstandendum Unnar inni-
legustu samúðarkveðjur. Við
biðjum Guð að styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Fjóla Þorvaldsdóttir
varaformaður.
Unnur
Stefánsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Unni Stefánsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.