Morgunblaðið - 19.08.2011, Síða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2011
Eftirtaldar kvikmyndir verða frum-
sýndar um helgina í bíóhúsum, skv.
miðasöluvefnum midi.is.
Conan the Barbarian
Villimaðurinn Conan snýr aftur en
austurríska vöðvatröllið Arnold
Schwarzenegger lék hann í upphafi
ferils síns, árið 1982. Í myndinni
segir af stríðsmanninum og barbar-
anum Conan sem hyggst hefna
morðs á föður sínum og íbúum
þorps síns. Á vegi hans verða ýmis
kvikindi og óárennileg illmenni .
Leikstjóri myndarinnar er Marcus
Nispel. Í aðalhlutverkum eru Jason
Momoa, Ron Perlman og Rose
McGowan.
Metacritic: 38/100
Variety: 50/100
I am Slave
Bíó Paradís frumsýnir í dag kvik-
myndina I Am Slave. Í myndinni
segir af hinni súdönsku Maliu sem
tekin er til fanga auk fjölda kvenna
þegar íslamskir stríðsmenn gera
árás á þorpið hennar. Hún er flutt
til höfuðborgar Súdans, Khartoum,
og seld arabískri fjölskyldu sem
beitir hana ofbeldi. Nokkrum árum
síðar er hún seld til Lundúna og lát-
in þræla þar. Malia gefur þó ekki
upp von í um að öðlast frelsið á ný.
Leikstjóri er Gabriel Range . Með
aðalhlutverk fara Wunmi Mosaku
og Isaach De Bankolé.
Andlit norðursins
Heimildarmynd um ljósmyndarann
Ragnar Axelsson, RAX, sem hefur
um aldarfjórðungsbil fangað menn
og náttúru á filmu á norðurslóðum,
heim sem er á hverfanda hveli af
völdum almennrar nútímavæðingar
og loftslagsbreytinga.
Bíófrumsýningar
Villimaður, þræll og RAX
Villimennska Barbarinn Conan snýr aftur og að þessu sinni er hann leikinn
af Jason Momoa. Conan er ekkert lamb að leika sér við.
Platan hefur hlotið nafnið Svik,
harmur og dauði og kemur út á
vegum Smekkleysu þann 1. sept-
ember næstkomandi. Um er að
ræða fyrstu eiginlegu hljóðvers-
plötu HAM frá því að Buffalo Virg-
in kom út árið 1989.
Til að fagna langþráðri bið munu
HAM-liðar blása til heljarinnar út-
gáfutónleika þann 8. september
næstkomandi. Tónleikarnir verða
haldnir á Nasa og sér hljómsveitin
Swords of Chaos um upphitun.
Á Menningarnótt gefst aðdáend-
um sveitarinnar tækifæri til að taka
forskot á sæluna og panta plötuna
áður en hún kemur í verslanir. Það
er hægt að gera í verslun Smekk-
leysu við Laugaveg þar sem hægt
verður að forpanta plötuna á sér-
stöku tilboðsverði og fá um leið
kóða til niðurhals. Einnig verður
þar hægt að tryggja sér miða á út-
gáfutónleikana á tilboðsverði.
Morgunblaðið/ÞÖK
Tvíeyki Óttarr Proppé og Sigurjón Kjartansson, meðlimir Ham.
Ný plata með HAM kem-
ur út 1. september
Rúmenski leikstjórinn Adrian Sitaru
verður viðstaddur Alþjóðlega kvik-
myndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár
og verður kynntur sem Upprennandi
meistari. Sitaru mun sitja fyrir svör-
um að loknum
sýningum á kvik-
myndum hans:
Best Intentions
frá þessu ári og
Hooked frá árinu
2007 en auk
þeirra verða
sýndar verðlauna-
stuttmyndir Sit-
aru: The Cage,
Lord og Waves.
Best Intentions hlaut nú í ágúst
tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni
í Locarno í Sviss, tvo Silfurhlébarða
fyrir bestu leikstjórn og besta leik-
ara.
Sjónarrönd: Rúmenía
Einn þeirra flokka mynda sem
RIFF býður upp á nefnist Sjón-
arrönd en markmiðið með honum er
að beina sjónum að kvikmyndum
ákveðinna landa og í ár er þeim beint
að Rúmeníu. Meðal þeirra rúmensku
kvikmynda sem sýndar verða eru
The Autobiography of Nicolae Ceau-
cescu eftir Andrei Ujica, Outbound
eftir Bogdan George Apetri Lo-
verboy eftir Catalin Mitulescu og
Crulic eftir Anca Damian en mynd-
irnar í þessum flokki eru frá því í
fyrra og þessu ári. Flestar þeirra
hafa verið valdar til sýninga á þekkt-
um kvikmyndahátíðum, m.a. í Can-
nes, Lundúnum, Locarno og New
York. Þar með er ekki allt rúmenskt
upp talið því forseti Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar í Transilvaníu,
Tudor Giurgiu, mun sitja í dómnefnd
hátíðarinnar fyrir verðlaunaflokkinn
Vitranir.
DJ Nico de Transilvania
Auk þessa býður RIFF upp á ljós-
myndasýninguna „Subjective Portra-
its“ en hana prýða ljósmyndir Alex
Galmeanu af þekktustu leikstjórum
og leikurum í Rúmeníu. Plötusnúð-
urinn DJ Nico de Transilvania mun
þeyta skífum í sérstakri teiti RIFF
en hann er rúmenskur, eins og les-
endur hafa sjálfsagt getið sér til.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík, RIFF, hefst 22. sept-
ember og lýkur 2. október. Áhuga-
sömum er bent á vef hátíðarinnar,
riff.is.
Verðlaunamynd Stilla úr kvikmyndinni Best Intentions eftir Sitaru.
Sjónum beint að Rúmeníu á RIFF
Leikstjórinn Adrian Sitaru kynntur sem Upprennandi meistari og situr fyrir svörum Forseti
kvikmyndahátíðarinnar í Transilvaníu í dómnefnd Ljósmyndasýning og rúmenskur skífuþeytir
Adrian Sitaru.
SÝND Í 2D OG 3D
MEÐ ÍSLENSKU TALI
OG ENSKU TALI Í 2D
BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK
STRUMPARNIR FARA Á KOSTUM!
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
“ÓMISSANDI EPÍSK
RÓMANTÍK!”
- HARPER’S BAZAAR
5%
ONE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
ONE DAY LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
COWBOYS AND ALIENS KL. 5.25 - 10.20 14
STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 - 8 L
STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L
RISE OF THE PLANETS OF THE APES KL. 8 - 10.20 12
FRIENDS WITH BENEFITS KL. 8 - 10.20 12 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 6 L
COWBOYS AND ALIENS KL. 8 - 10.15 14
CAPTAIN AMERICA 3D KL. 8 12
RISE OF THE PLANET OF THE APES KL. 6 - 10.15 12
CONAN THE BARBARIAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
ONE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
CAPTAIN AMERICA 3D KL. 8 - 10.35 12
STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 5.40 L
THE SMURFS 2D ENS. TAL KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
FRÁ LEIKSTJÓRA IRON MAN
CONAN THE BARBARIAN Sýnd kl. 8 - 10:20
THE CHANGE-UP Sýnd kl. 8 Forsýning
STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - 6
STRUMPARNIR ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - 6
BRIDESMAIDS Sýnd kl. 5 - 10
CAPTAIN AMERICA 3-D Sýnd kl. 7:30
COWBOYS & ALIENS Sýnd kl. 10:20
FRÁ LEIKSTJÓRA
WEDDING CRASHERS
OG HANDRITS-
HÖFUNDUM
THE HANGOVER
HEFURÐU EINHVERN-
TÍMA VILJAÐ VERA
EINHVER ANNAR?
HÖRKU SPENNUMYND
HANN ER FÆDDUR STRÍÐSMAÐUR
FORSÝNING
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
„BETRI EN THE HANGOVER”
cosmopolitan
„Svona á að gera þetta.“
- H.V.A. FBL
HHH
M.M.J. - KVIKMYNDIR.COM
Hvar í strumpanum
erum við ?
HINIR EINU SÖNNU STRUMPAR MÆTA
LOKSINS Á HVÍTA TJALDIÐ
OG FARA Á KOSTUM Í STÆRSTA
ÆVINTÝRI ÁRSINS
Sýnd í 2D og 3D
með íslensku tali