Morgunblaðið - 19.08.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.08.2011, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 9. Á G Ú S T 2 0 1 1  Stofnað 1913  193. tölublað  99. árgangur  GILDIN Í SKÓLASTARFI OG FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ 40 SÍÐNA AUKABLAÐ UM SKÓLA OG NÁMSKEIÐ Frumkvöðlaleiðsögn, endurmenntun, markþjálfun, danskennsla, leiðtoganámskeið, listin samtvinnuð bóknámi o.m.fl.  Í vor veitti Alþingi einstaklingi ríkisborgararétt með lögum númer 71/2011, þrátt fyrir að hann hefði ekki sýnt fram á það með fullnægj- andi hætti hver hann væri. Viðkom- andi uppfyllti ekki það skilyrði laga um íslenskan ríkisborgararétt að hafa sýnt fram á uppruna sinn. Þetta kemur fram í svari Útlend- ingastofnunar við fyrirspurn Morg- unblaðsins um það hversu margir af þeim sem hlutu ríkisborgararétt uppfylltu ekki hvert og eitt skilyrði laganna þar um. Alþingi fjallar að- eins um mál þeirra sem ekki upp- fylla skilyrðin og ákveður hverjum sé engu að síður rétt að veita rík- isfang. Hópur hælisleitenda býr á hverjum tíma réttindalítill á Íslandi, vegna erfiðleika við að sanna upp- runa sinn. »17 Fékk ríkisfang þrátt fyrir óljósan uppruna Már ræddi við þingnefnd » Már Guðmundsson seðla- bankastjóri mætti á fund utan- ríkismálanefndar í gær, ásamt embættismönnum úr Seðla- bankanum. » Spurður um áhrif ástands- ins á evrusvæðinu á ávinning Íslendinga af upptöku evru mun hann hafa sagst vona að ástandið varaði ekki lengi. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Samþykkt var í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis í gær að stefna að opnum fundum um aðild- arferli og samningsmarkmið í land- búnaðarmálum, í viðræðunum við ESB. Hljóðar tillagan, sem borin var upp af Sigurði Inga Jóhannssyni, Framsóknarflokki, svo að haldnir skuli a.m.k. tveir fundir og verði Öss- ur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra boðaður á annan þeirra en Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, á hinn. Lilja Rafney Magnúsdóttir nefndarfor- maður lagði einnig til að kannað yrði hvort halda mætti fundina sameig- inlega með utanríkismálanefnd, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son hefði mælt fyrir svipaðri tillögu. Tillögu um fund frestað aftur Einnig var fundað í utanríkismála- nefnd í gær og afgreiðslu tillögunnar frestað öðru sinni, að sögn Sigmund- ar Davíðs, þar sem Árni Þór Sigurðs- son nefndarformaður lætur kanna hvernig slíkt samræmist þingsköp- um og hvenær er rétt að halda slíka fundi með tilliti til þess hvenær verður hreyfing á Evrópumálunum. Fulltrúar Bændasamtakanna mættu á fund sjávarútvegs- og land- búnaðarnefndar í gær og að sögn Sigurðar Inga kom fram hjá þeim að enginn vissi hvar undirbúningur samningaviðræðnanna um landbún- aðarmál væri staddur, hver ætti að móta samningsmarkmiðin eða hvort einhver væri að því. Þeir hefðu sent ráðherrum erindi og Jón Bjarnason svarað þeim erindum en ekkert heyrst frá utanríkisráðherra. Utan- ríkisráðuneytið hefði ekki boðað neinn fund í samningahópi um land- búnaðarmál síðan í febrúar. Vita ekki hvar mál standa  Stefna á opna fundi þingnefnda með Össuri Skarphéðinssyni og Jóni Bjarnasyni  Bændasamtök fá viðbrögð frá Jóni, ekki Össuri  Ekki fundað síðan í febrúar  Ef komist verð- ur að þeirri nið- urstöðu að ólög- legt hafi verið að reikna verðbætur á höfuðstól verð- tryggðra lána, eins og Hags- munasamtök heimilanna halda fram, gætu afleiðingarnar orðið al- varlegar fyrir banka og lífeyrissjóði. Ein hugsanleg afleiðing af slíkri niðurstöðu er að afskrifa þurfi stór- an hluta verðtryggðra eigna fyr- irtækja og stofnana, en lífeyrissjóð- irnir eiga um 550 milljarða króna í verðtryggðum eignum, svo dæmi sé tekið. Hér er þó aðeins um eina mögulega niðurstöðu af mörgum að ræða. »18 Eignir í hættu  Sú ró sem einkennt hefur erlenda hlutabréfamarkaði í vikunni virðist á enda runnin, því evrópskir hluta- bréfamarkaðir hrundu í gær. Frétt- ir af veikri stöðu evrópskra banka og viðvarandi áhyggjur af skulda- vanda evruríkja voru, eins og í síð- ustu viku, það sem olli flótta fjár- magns frá evrópskum hlutabréfum og til bandarískra ríkisskuldabréfa og gulls. Hlutabréf í evrópskum bönkum lækkuðu mjög mikið í gær og skipti það litlu máli hvort um var að ræða franska, þýska eða breska banka. Allir lækkuðu þeir umtalsvert. Gull heldur áfram sinni sigur- göngu, en um kvöldmatarleytið í gær hafði heimsmarkaðsverð á gulli náð 1.824 dölum á únsuna. Breska FTSE-vísitalan lækkaði um 4,5%, þýska DAX um 5,8% og franska CAC um 5,5%. »18 Evrópskir markaðir hrynja á nýjan leik Stressaður Verðbréfamiðlari í Frankfurt. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Mesta ógnin sem fylgir þessu er sú að til þess að geta farið út á sjó verðum við að hafa tvær þyrlur. Og þumalputtareglan er sú að ef þú ætlar að hafa tvær þyrlur starfhæfar þarftu að hafa fjórar,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar. Nota þurfti þyrlu frá Norðurflugi, sem ekki er björgunarþyrla, til að sækja slasaðan ferðamann í Kverkfjöll í gær. Georg segir að björgunin í gær hafi heppnast vel, þökk sé góðu samstarfi Gæslunnar og Norðurflugs, en ekki síst heppni. Slysið varð inni í miðju landi í rjómablíðu. Ef neyðarkallið hefði borist utan af hafi eða ef ísing og óveður hefði verið á svæðinu hefði þyrla Norð- urflugs ekki verið nothæf. Þetta sýnir að lítið má út af bera þegar staða Gæslunnar er svo þröng. „Með mjög nákvæmu skipulagi hefur tekist vel að halda okkur á floti þrátt fyrir þennan þrönga kost og þetta hefur blessast. En það er náttúrlega heppni líka,“ segir Georg. Nú var TF Gná föst við jörðu í reglubundinni skoðun þegar TF Líf bilaði óvænt. Sagan gæti endurtekið sig í janúar, þegar Líf fer í skoðun. „Eins og málin horfa núna bendir allt til þess að þá verði bara Gná til taks. Við höfum leitað ein- hverra lausna í allangan tíma en horfurnar eru ekki góðar.“ »2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Biluð Flugvirkjarnir Kristján B. Arnar og Reynir G. Brynjarsson gaumgæfa skemmdir á blöðum í túrbínum TF-Líf með hjálp örmyndavélar. Heppni að allt hafi blessast  Hefðu ekki getað sinnt útkalli á sjó eða í óveðri  Gæti endurtekið sig í janúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.