Morgunblaðið - 31.08.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 31.08.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011 Það er daglegt brauð að ríkis-stjórnin komi af fjöllum. En það er tilbreyting að hún komi af Gríms- stöðum á Fjöllum og ekki í hóp held- ur tvístruð í allar áttir.    Nú væri gott að fákattasmalann til að hotta villuráf- andi aftur í rétt hólf.    Ríkisstjórnin hrökknæstum af hjörunum þegar óvænt fjárfestingartækifæri barst upp í hendur hennar.    Þó þarf ekkert að virkja, stífla eðagrafa.    Frá Kína kom maður á snærumlipurs næstum því lakkrísfram- leiðanda og bauðst til að kaupa jörð á margföldu því verði sem nokkrum manni hafði dottið í hug að setja upp.    Hann ætlar að útbúa golfvöll fyriráhugamenn um höggleik í háskaveðrum í Hummer-golfbílum, sem mun vera ört vaxandi grein. Þá þarf stað þar sem enginn getur vitað hvaðan á hann stendur veðrið.    Svo vildi hann fjárfesta fyrir svosem 20 milljarða til viðbótar, til að nefna einhverja tölu, í lúxushótel- um á svæðinu. Frábært.    Hefði hann komið fyrr hefði hannbyggt Hörpuna á hálendinu, en glerumgjörð hennar er einmitt kín- verskt verk og um leið og það er nefnt sjá allir í hendi sér hve Gríms- staðir á Fjöllum eru upplagðir fyrir tónlistarhöll:    Óendanleg bílastæði, magnað út-sýni, yfirfljótandi ofaníburður, einstakur hljómburður og allt í fína frá Kína. Huang fjárfestir frá Kína. Steingrímur af Fjöllum STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 rigning Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 15 skýjað Kirkjubæjarkl. 14 skýjað Vestmannaeyjar 11 súld Nuuk 8 léttskýjað Þórshöfn 8 þoka Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 skúrir Stokkhólmur 16 skýjað Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 15 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 15 skýjað London 17 skýjað París 21 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 16 léttskýjað Berlín 15 skýjað Vín 21 skýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 23 alskýjað Montreal 20 skýjað New York 25 heiðskírt Chicago 23 alskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:07 20:50 ÍSAFJÖRÐUR 6:04 21:03 SIGLUFJÖRÐUR 5:47 20:46 DJÚPIVOGUR 5:35 20:22 Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Verði sjávarútvegsfrumvarp ríkis- stjórnarinnar óbreytt að lögum mun það leiða til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í áliti bæjarráðs Vestmanna- eyjabæjar á frumvarpinu. Þar er lagt til að frumvarpið verði í heild sinni dregið til baka. Fulltrúar bæjarráðs hafa uppi stór orð um frumvarpið í áliti sínu sem sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd Alþingis fékk afhent í gær. Þar er mögulegum áhrifum frumvarpsins líkt við áhrifin sem eldgosið 1973 og Tyrkjaránið 1627 höfðu á samfélag Eyjamanna. Segjast benda á staðreyndir „Við höfum verið sökuð um hræðsluáróður og það er ef til vill rétt en staðreyndin er sú að við er- um einfaldlega logandi hrædd,“ seg- ir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Hann segir að bæjaryfirvöld hafi lagt í mikla vinnu við að reikna út áhrif frum- varpsins á sveitarfélagið. Þrátt fyrir það hafi álitinu verið mætt með skætingi og persónulegum árásum. Hann segir bæjaryfirvöld tilbúin að rökræða kosti og galla frumvarps- ins og biður um málefnalega gagn- rýni á álitið. „Við erum líka sökuð um hags- munagæslu fyrir hönd útgerða en menn gleyma því að hagsmunir íbúa í sveitarfélögunum hanga með hags- munum útgerða. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að verjast þessum árásum og við telj- um að það sé best gert með því að benda á staðreyndir í málinu. Og við erum til í að fara yfir það með þeim sem harðast beita sér en þau verða þá að hafa vilja til að ræða við okk- ur,“ segir Elliði. Frumvarpið gerir ráð fyrir skerð- ingu aflaheimilda í Eyjum um níu þúsund þorskígildistonn á næstu fimmtán árum eða um 15 prósent. Í áliti bæjarráðsins kemur m.a. fram að við núverandi tæknistig þurfi um 50 sjómenn til að veiða um níu þús- und þorskígildistonn. Í landi þurfi um 45 störf til að vinna aflann til útflutnings. Því muni um 95 missa vinnuna við veiðar og vinnslu verði frumvarpið að lögum. Í Eyjum sé ekki um mörg önnur störf að ræða og því komi fátt annað til greina en að flytja burt. Sé tekið til- lit til afleiddra starfa er í álitinu gert ráð fyrir að um 200 störf tapist í heild. Það jafngildi um 10 prósent- um starfa í Vestmannaeyjum. 4,1 milljarðs verðmætatap Skerðing um níu þúsund þorsk- ígildistonn samsvarar um 4,1 millj- arði króna í verðmætum. Bæjarráð fullyrðir að slík skerðing muni bitna harkalega á bæjarsjóði. Þannig muni tapaðar tekjur til útsvars nema um 1,1 milljarði króna. Útsvarsprósentan í Vestmanna- eyjum sé 14,48 prósent og í sam- ræmi við það muni samfélagið verða af rúmlega 163 milljónum í beinum útsvarstekjum. Til samanburðar er nefnt í álitinu að kostnaður við rekstur félagsþjónustu Vest- mannaeyja árið 2011 sé áætlaður 148 milljónir króna. Segja aukið miðstýringarvald ráðherra leiða til spillingar Verði sjávarútvegsfrumvarpið að lögum er það mat bæjarráðs að sam- keppnisstaða íslensks sjávarútvegs verði lakari og minni hagsæld verði innanlands. Frumvarpið geri jafn- framt ráð fyrir stórauknu miðstýr- ingarvaldi ráðherra sem að mati bæjarráðs muni leiða til spillingar og ójafnræðis. Frumvarpið færi fiskveiðistjórnun mörg ár aftur í tímann þegar ólympískar veiðar og offjárfesting réðu för fremur en hóf- söm nýting og hagkvæmni. Eyjamenn logandi hræddir við áhrif frumvarpsins Eyjar Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar fer hörðum orðum um sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar í áliti sínu. Neikvæð áhrif » Bæjarráð Vestmannaeyja- bæjar samþykkti mótatkvæða- laust álit um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um endurskoðun fiskveiðistjórnunar. » Í álitinu er fullyrt að lög- festing frumvarpsins leiði til fólksflótta frá Vestmanna- eyjum. » Bæjarráð segir að um 200 störf muni tapast verði frum- varpið að lögum.  Hagsmunir út- gerða og íbúa sagðir órjúfanlegir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.