Morgunblaðið - 31.08.2011, Síða 10
Ljósmynd/Jón Ingi
Berjatími Edda Björg hreinsar bláber í eldhúsinu heima hjá sér í gær.
„Mínar uppáhaldssultur eru hefð-
bundnar sólberja- og rifsberja-
sultur. Ég geri þær á hverju ári,“
segir Edda Björg Jónsdóttir, kenn-
ari á Selfossi.
„Ég er með rifsberja- og
sólberjarunna út í garði. Svo er ég
með hlíðaramal sem er allur í
bláum berjum og ég er að prófa
mig áfram með að nota þau líka.
Þetta eru eins og stór bláber og
vel æt. Ég er alveg hissa á að það
skuli ekki vera meira talað um að
nota þessi ber,“ segir Edda Björg.
Hún lausfrystir aðallega berin af
hlíðaramalnum og borðar með
niðurskornum ferskum ávöxtum.
Edda Björg er búin að sulta allt
í ár og var að hreinsa bláber þegar
blaðamaður hringdi í hana í gær,
nýkomin úr berjamó í Grafningi.
„Ég sulta lítið úr bláberjum og
krækiberjum. Þau lausfrysti ég og
nota með ferskum ávöxtum og svo
finnst mér gott að setja ber í syk-
urlegi út á hreint skyr og jógúrt.“
Edda Björg gerir vitaskuld líka
rabarbarasultu og hún segir að
galdurinn sé að sjóða hana lengi.
„Ég læt hana malla alveg upp í
sex tíma, þá verður hún dökk og
fín.“
Uppáhaldssulta Eddu Bjargar Jónsdóttur
Býr til hefð-
bundnar
berjasultur
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Þetta eru bæði handbækurfyrir foringjana, semskýra út markmið og leið-ir, og bækur fyrir skátana
sjálfa. Við köllum þetta nýja sýn en
gömul gildi,“ segir Ólafur Proppé,
formaður fræðsluráðs skátanna og
skáti til 60 ára. „Í raun erum við að
fara aðeins til baka. Það er ekki
verið að snúa öllu við sem áður hef-
ur heitið skátastarf en það er verið
að segja það upphátt að skátahreyf-
ingin sé uppeldishreyfing og að það
hefur ýmislegt í 100 ára sögu skát-
anna, ekki bara hér á Íslandi heldur
um allan heim, þróast og breyst,“
segir hann og nefnir t.d. að á Ís-
landi hafi flokkakerfið, sem sé ein
höfuðstoð uppeldiskerfis skáta-
hreyfingarinnar, riðlast.
„Hugmyndafræðin gengur út á
það að litlir hópar jafningja sem við
köllum skátaflokka, sem eru 6-8
einstaklingar saman, eru í raun að
læra saman, upplifa hluti saman og
kanna ný svið í víðasta skilningi
þess orðs. Þeir eru að gerast ein-
hvers konar könnuðir fyrir lífið,
ekki bara úti í náttúrunni heldur
alls staðar. Markmið skátahreyfing-
arinnar ganga út á að gefa ein-
staklingum tækifæri til að vera
sjálfstæðir, virkir og ábyrgir ein-
staklingar í samfélaginu.“
Mikið verk
Að sögn Ólafs hefur undirbún-
ingurinn að breytingunni staðið yfir
í um 15 ár. „Í gegnum árin og ára-
tugina hefur starfið verið endur-
skoðað jafnt og þétt og ný markmið
sett eins og gengur og gerist en
þetta nær 15 ár aftur í tímann og er
hluti af endurskoðun hjá alþjóða-
hreyfingu skátanna. Það sem við er-
um að gera hér núna er að þýða og
staðfæra bækur sem koma frá al-
þjóðaskrifstofunni, og það er verið
að gera þetta út um allan heim.“
Það er mikil vinna fólgin í þýð-
ingu og staðfærslu bókanna og eru
ritstjórarnir yfir verkinu tveir: Ólaf-
ur og Benjamín Axel Árnason.
„Þetta er mikið verk og hafa um
100 manns komið að þessu hér á Ís-
landi, sjálfboðaliðar af öllu mögu-
legu tagi, bæði reyndir skátar en
einnig fagfólk af ýmsum sviðum.“
Fordómar í garð skáta
2.500-3.000 börn og unglingar
eru í 30 skátafélögum víðsvegar um
Skátar eru ekki ein-
ungis að hnýta hnúta
Endurskoðun á starfsgrunni skáta var kynnt hjá skátafélögum um allt land í síð-
ustu viku. Ástæðan fyrir breytingunni er útkoma nýrra bóka sem eiga að færa
nýja sýn á skátastarfið. Undirbúningurinn að útgáfu bókanna nær um 15 ár aft-
ur í tímann og að sögn Ólafs Proppé, formanns fræðsluráðs hjá Bandalagi ís-
lenskra skáta og annars ritstjóra bókanna, er um að ræða nýja sýn en gömul gildi.
Morgunblaðið/Golli
Skátahöfðingi Ólafur Proppé hefur verið í skátunum í sextíu ár.
Margir eru eflaust búnir að fara í
berjamó í ár og tína allt af runnunum
í garðinum. En fyrir þá sem eiga eftir
að sýna þessa sjálfsbjargarviðleitni
eða að vinna úr því sem þeir tíndu er
vefsíðan Simnet.is/uppskriftir/
sulta.htm góður hugmyndabanki.
Þarna hefur einhver snillingur sett
inn fullt af uppskriftum að sultum
og mauki úr alls konar hráefni. Þarna
má meðal annars finna uppskriftir
að bláberjasultu með döðlum, klem-
entínumarmelaði, rabarbara-sítrónu-
sultu og reyniberjahlaupi. Allt mjög
girnilegt og gott.
Það er viðeigandi að enda þennan
berjadálk á vísu Björns Franzsonar:
Kónguló, kónguló,
bentu mér á berjamó.
Fyrir bláa berjaþúfu
skal ég gefa þér gull í skó,
húfu græna, skarlatsskikkju,
skúf úr silki’ og dillidó.
Vefsíðan www.simnet.is/uppskriftir/sulta.htm
Morgunblaðið/Eyþór
Bláberjadöðlusulta Sultur eru gómsætar með kexi sem kjöti.
Mauk- og sultuuppskriftir
Stóru leikhúsin í höfuðborginni, Þjóð-
leikhúsið og Borgarleikhúsið, kynntu
bæði nýtt leikár fyrir stuttu. Margt
spennandi verður í boði á báðum
stöðum í vetur. Því er um að gera að
kynna sér framboðið og fjárfesta
jafnvel í áskriftarkorti ef þér finnst
úrvalið gott og höfða til þín. Kortin
eru í sölu núna í báðum leikhúsunum
og eru hagstæðari leið en að kaupa
einn og einn miða yfir veturinn.
Það er líka um að gera að njóta
þeirra miklu hæfileika sem þessi tvö
leikhús bjóða upp á og ekki er leik-
ritavalið í vetur af verri endanum.
Endilega …
… fáið ykkur
áskriftarkort
Morgunblaðið/Kristinn
Barnasýning Ballið á Bessastöðum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
300 g af bláberjum og 100 g af sykri blandað saman og sett í eldfast
form.
100 g af smjöri brædd og hrært saman við 200 g kókosmjöl, 75 g hrá-
sykur, 1 tsk. lyftiduft og 1 egg. Þessu er dreift yfir kökuna og bakað í ofni
við 175° í u.þ.b. 20 mínútur.
Borin fram með þeyttum rjóma eða sýrðum.
Bláber í kókos
UPPSKRIFT AÐ EFTIRRÉTTI FRÁ EDDU BJÖRGU
Um síðustu helgi fór fram vinnu-stofa í súlufimi. Sænski dans-
arinn og danshöfundurinn Serena
Mon De Vienne kom til landsins og
kenndi íslenskum súlufimiiðkendum
ýmislegt nýtt í listinni. Færir kennar-
ar á Íslandi kenndu einnig á viðburð-
inum en meginmarkmiðið með
vinnustofunni var að deila ólíkri
reynslu og skapa nýjungar í þessari
íþrótt og listgrein.
„Serena hafði samband við mig
því hún var að koma til Íslands og
spurði hvort við vildum ekki vera
með vinnustofu yfir helgina,“ segir
Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir súlu-
fimikennari um viðburðinn.
„Námskeiðið var í tvo daga. Það
mættu um þrjátíu í heild, fimmtán
hvorn dag, en við vorum bara með
tíu súlur. Serena er mjög fær dans-
ari, kennir hjá stærsta stúdíóinu í
Svíþjóð og við lærðum mikið af
henni.
Hún er mjög fær í að setja saman
alls konar dans með súlum og skapa
flæði í dansinum. Hún var aðallega
að kynna það fyrir okkur, setja sam-
an flókin danspor og kenna okkur
leikhús- og sirkusmynstur.
Þetta heppnaðist mjög vel og það
var gaman að sjá hvað það eru marg-
ar stelpur orðnar færar hér á landi,“
segir Guðrún Lára. ingveldur@mbl.is
Dans
Morgunblaðið/Eggert
Súlufimi Frá vinstri; Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir súlufimikennari í
World Class, Serena Mon De Vienne og Sólrún Fönn Þórðardóttir sem plan-
aði viðburðinn með Guðrúnu, en hún kennir í Ice-Pole.
Súlufimi sækir á