Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 12
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þórdís Kjartansdóttir hóf lax- veiðiferilinn glæsilega í Vatnsdalsá í vikunni, þegar hún veiddi 100 cm langan maríulax í hinum fræga stór- laxastað Hnausastreng. Samkvæmt viðmiðunarkvarðanum er um tutt- ugu punda lax að ræða. „Ég var nýbúinn að sýna henni hvernig ætti að kasta með tvíhend- unni, þegar hún skellti flugunni að miðgrjótunum í bakkanum á móti og þar tók þessi líka stóri drjóli,“ segir Arnar Hjaltested leiðsögumaður sem var Þórdísi til aðstoðar en við- ureignin við laxinn tók að sögn hans tæpan hálftíma. Arnar segir að eiginmaður Þórdís- ar hafi verið nýfarinn ásamt félaga sínum að kasta í Hólakvörn. „Það var svipur á köllunum þegar þeir komu aftur og Þórdís var þá rétt bú- in að landa tuttugu pundara!“ segir hann. „Mokveiðist“ í Selá Eftir að hlýnaði aftur í Vopnafirði hefur verið góð veiði í Selá, að sögn Orra Vigfússonar. „Það er aftur far- ið að mokveiðast,“ sagði hann í gær, en veiðin í Selá hefur verið góð í sumar og álíka og í fyrra, en þá veiddust 2.065 laxar á stangirnar sjö. Nú hefur verið landað hátt í 1.700 fiskum. Mikið hefur verið um væna tveggja ára laxa í ánni og smá- laxar í bland. „Smálaxagöngurnar hafa þó ekki verið neitt í líkingu við það eins og við hefðum viljað sjá þær, en þessi niðursveifla í smálax- inum hér helst í hendur við það sem við erum að sjá á Írlandi, í Skotlandi og í Noregi, og meira að segja í Rússlandi. Eina landið þar sem er mokveiði á Norður-Atlantshafslaxi er Kanada, en þar hafa menn verið að veiða betur í sumar en í nokkra áratugi,“ segir Orri. Veiði framar vonum „Veiðin í Elliðaánum hefur verið framar vonum í sumar, hún hefur gengið mjög vel,“ segir Þorsteinn Húnbogason, umsjónarmaður ánna. Í fyrra veiddust 1.164 laxar í Elliða- ánum en um miðjan dag í gær höfðu veiðst 1.120. Síðasti formlegi veiðidagurinn í ánum er í dag en árnefnd veiðir síðan á laugardag; veiðitölur gætu því endað mjög nálægt því sem veiddist í fyrra. „Það er haugur af laxi í ánni og flestir veiðimenn fara héðan ánægðir. Hér er einhver besta meðalveiði á stöng á landinu,“ segir Þor- steinn. „Og þar tók þessi líka stóri drjóli“ Ljósmynd/Arnar Hjaltested Glæsileg byrjun Þórdís Kjartansdóttir með 100 cm maríulaxinn, sem hún veiddi í Hnausastreng í Vatnsdalsá.  Veiddi 20 punda maríulax  Mjög góð veiði í Elliðaánum 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur síðustu daga setið fund ut- anríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Helsinki. Í lok fundar undirrituðu ráðherrarnir samkomulag um að sendifulltrúar ríkjanna geti starfað og haft aðsetur í sendiráðum og fastanefndum hinna ríkjanna erlendis. Samkomulagið gerir ríkjunum kleift að vera með við- veru víðar en nú er og eykur þar með sveigjanleika í rekstri. Fundur Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á fundi í Helsinki. Samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja MFM, matarfíknarmiðstöðin, stend- ur fyrir opnu húsi og kynningu á starfsemi sinni í nýjum húsakynn- inum í Síðumúla 6 í dag milli kl. 20 og 21.30. MFM býður þeim sem glíma við stjórnleysi í áti og þyngd aðstoð. Miðstöðin hefur starfað í fimm ár. Starf MFM miðar að því að fjar- lægja fíkn/áráttuvalda hjá þeim sem sýna einkenni matarfíknar, að byggja fólk upp andlega, aðstoða það við aðlögun að heilbrigðu mat- aræði og bjóða því einstaklingsmið- aðan stuðning. Matar- og sykurfíkn Þuríður Björg Wiium Árnadóttir veiddi á dögunum stærsta lax sumarsins til þessa í Hofsá í Vopnafirði. Var það hængur, 102 cm langur og 51 cm að ummáli, sem Þuríður fékk í veiðistaðn- um Rauðalæk á Black & blue míkrókeilu með öngli númer 18. Samkvæmt viðmiðunarkvarða Veiðimálastofnunar ætti laxinn að vera rúmlega 21 pund, en við- staddir sögðu hann hafa verið mun þyngri; svo þykkur lax hlyti að vera nær 23 til 24 pundum. Þuríður er vön veiðikona og starfaði í sumar í veiðihúsinu við Hofsá. Hún fékk stundum að skjótast niður að á, þegar það var glufa. „Ég veiddi líka einn 89 cm – það er skemmtilegra að tak- ast á við þessa stóru,“ segir Þórdís. Þokkaleg veiði hefur ver- ið í Hofsá síðustu vikur, en nú hafa um 700 laxar veiðst þar. Veiddi 102 cm hæng SÁ STÆRSTI Í HOFSÁ Birgir Guðmundsson, dósent í fjöl- miðlafræði við hug- og félags- vísindasvið Háskólans á Akureyri og deildarformaður félagsvísinda- deildar, flytur í dag fyrirlestur um íslensk dagblöð fyrir og eftir hrun- ið undir yfirskriftinni „Fleiri fréttir og færri auglýsingar – Íslensk dag- blöð eftir hrun.“ Bankahrunið haustið 2008 hafði víðtæk áhrif m.a. á auglýs- ingamarkaðinn sem dagblöðin, sér- staklega fríblöðin, reiða sig á. Hver þessi áhrif voru er að hluta til svar- að í innihaldsgreiningu sem unnin var í sumar af Birgi og nemanda við skólann, Kristínu Hebu Gísla- dóttur, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn fer fram kl. 12 í dag í Sólborg v/Norðurslóð, Há- skólanum á Akureyri. Fleiri fréttir og færri auglýsingar Morgunblaðið/Golli Dagblöð Hrunið hafði áhrif á auglýsinga- markaðinn og þar með dagblöð. Ríkisstjórnin hefur samþykkt, að tillögu Svandísar Svav- arsdóttur umhverfisráðherra, að hefja vinnu við hættu- mat fyrir eldgos á Íslandi. Áætlað er að vinnan taki 15-20 ár en fyrsti áfanginn er verkefni til þriggja ára. Margt bendir til að tímabil aukinnar eldvirkni sé haf- ið, segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu, sem kallar á margskonar viðbúnað af hálfu stjórnvalda. Hættumatið verður unnið samkvæmt hættumats- ramma alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna en góður árangur hefur náðst í hættumati vegna ofanflóða með þessari aðferðafræði. Vinna að hættumati fyrir eldgos Svandís Svavarsdóttir Þessa dagana eru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar að taka inn nýja meðlimi og eru margar sveitir með kynningarfundi fyrir væntanlega félaga í þessari viku. Undanfarin ár hefur þeim sem hefja þjálfun hjá björgunarsveitum fjölgað mikið, sérstaklega hjá sveit- um á höfuðborgarsvæðinu og í stærri bæjum. Þeim sem áhuga hafa á að taka þátt er bent á að hafa samband við björgunarsveitina í sínu heimahér- aði. Nýliðastarf hafið „Staðan er sú að við höfum sent beiðni til mennta- málaráðuneytisins og til stjórnar skólans um að fara að leita einhverra sáttaleiða og jafnvel að fá utanaðkomandi sáttaaðila inn í deiluna. Við viljum náttúrlega fá námið í gang sem fyrst,“ segir Krist- mundur Helgi Guðmundsson, fulltrúi nemenda Kvikmyndaskóla Íslands. „Við vitum ekki hver samskiptin hafa verið milli stjórnar skólans og ráðuneytisins þannig að við sendum ítrekun til að reyna að koma hreyfingu á hlutina,“ segir Kristmundur. Eru að kanna réttarstöðu sína í erfiðu máli „Við gáfumst eiginlega upp eftir viku af símtöl- um og bréfaskiptum við Hrannar Björn Arn- arsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, en Jó- hanna hefur ekki viljað tjá sig um þetta mál,“ segir Kristmundur. Segir hann að nemendur vinni að því að kanna rétt- arstöðu sína með hjálp lög- fræðinga. Þeir séu að skoða málið en engin endanleg svör séu komin í þeim efnum. Rík- isendurskoðun vinni nú að út- tekt á skólanum sem að sögn Kristmundar geti í besta falli tekið þrjár vikur en í versta falli 3-4 mánuði. Sú vinna hófst síðasta föstudag. „Núverandi menntamálaráð- herra þarf að semja við skólann um starfsemina og það verður ekki gert nema eftir einhverjum ákveðnum forsendum og það væri ekki vitlaust að samningsaðilar byrjuðu á þeirri vinnu sem fyrst,“ segir Kristmundur. Hann segir sorglegt ef ný- nemar þurfi að hætta við nám í skólanum þar sem skólastarfið byggist mikið á samstarfi á milli deilda og árganga. Námið muni skerðast verulega án nýrra nemenda. Vilja kynna eðli og mikilvægi námsins „Við viljum fara að sjá að fólk tali saman. For- gangurinn er að finna alvöru lausnir,“ segir Krist- mundur. „Við erum ekki fólk sem finnst gaman að vera öðru fólki til ama og viljum bara gleðja fólk.“ Þessa daga vinna nemendur að efni sem þeir von- ast til að verði sýnt opinberlega en þeir hafa gert samning við RÚV um sýningu mynda í haust. „Við viljum fá að sýna hvað við getum og fyrir hvað þetta nám stendur. Það hefur vantað rosa- lega í umræðuna. Við höfum lent í því að verið sé að líkja þessu námi við menntaskólanám því það er á menntaskólastigi en námið er allt annars eðl- is,“ segir Kristmundur. mep@mbl.is Nemendur leita leiða til sátta Kristmundur Helgi Tveir sendifulltrúar Rauða kross Ís- lands, Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir hjúkr- unarfræðingar, munu halda til Íraks á morgun til starfa með Alþjóða Rauða krossinum. Áslaug mun dvelja í landinu í níu mánuði og verður starf hennar fólg- ið í heimsóknum í fangelsi, sjúkra- hús og á geðsjúkrahús í Bagdad þar sem unnið er að því að bæta aðbúnað vistmanna. Magna Björk mun starfa í þrjá mánuði í borginni Najaf. Hún mun sjá um þjálfun lækna, hjúkr- unarfræðinga og sjúkraflutninga- manna. Þær hafa báðar reynslu af sendistörfum fyrir Rauða krossinn. Tveir sendifulltrúar Rauða krossins til starfa í Írak STUTT Þuríður Björg Wiium Árnadóttir með laxinn stóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.