Morgunblaðið - 31.08.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Stuttar fréttir ...
● Væntingavísitala Gallup lækkaði í
ágúst, þriðja mánuðinn í röð.
Vísitalan lækkaði um 12 stig milli
mánaða og er nú 50,1 stig. Hefur vísi-
talan ekki verið lægri á þessu ári og hún
er nú 20 stigum lægri en í ágúst í fyrra.
Greining Íslandsbanka segir ljóst að
íslenskir neytendur eigi langt í land
með að vera bjartsýnir á horfur í efna-
hags- og atvinnumálum en vísitalan
mælir væntingar neytenda til efnahags-
og atvinnulífisins. Þegar vísitalan er
undir 100 stigum eru fleiri svartsýnir
en bjartsýnir.
Svartsýnin ríkjandi
● Gunnar Guðni
Tómasson, verk-
fræðingur og for-
seti verk-
fræðideildar
Háskólans í
Reykjavík, hefur
verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri HRV
Engineering ehf.,
sem er í eigu verkfræðistofanna
Mannvits og Verkís. Gunnar hefur áður
starfað hjá HRV og var um tíma stjórn-
arformaður félagsins.
Ráðinn framkvæmda-
stjóri HRV Engineering
● 1,2 milljarða króna hagnaður var af
rekstri Eimskipafélags Íslands fyrstu
sex mánuði ársins. Á öðrum ársfjórð-
ungi var hagnaðurinn 300 milljónir
króna.
Heildareignir félagsins í lok júní voru
47,8 milljarðar króna og var eiginfjár-
hlutfall 58,7%. Vaxtaberandi skuldir
voru 10,9 milljarðar króna.
Í tilkynningu frá Eimskipi kemur fram
að í júlí hafi nýju skipi verið bætt við
flota félagsins. Skipið Skógafoss muni
þjóna Ameríku- og Kanadasiglingum fé-
lagsins, ásamt Reykjafossi, og styrkja
þannig flutningakerfið á þessu mark-
aðssvæði.
300 milljóna hagnaður
á öðrum ársfjórðungi
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
skipað Valdimar Guðnason, löggiltan
endurskoðanda, sem sérstakan
matsmann á afkomu og efnahags-
stöðu Fons hf. á árunum fyrir gjald-
þrot fyrirtækisins.
Þrotabúið hefur, undir stjórn
skiptastjórans Óskars Sigurðssonar,
höfðað nokkur riftunarmál vegna
greiðslna frá Fons til Eignarhalds-
félagsins Fengs hf., Jóhannesar
Kristinssonar, Matthews Holding
S.A. og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
Deilt um gjaldfærni Fons
Vill skiptastjóri meina að félagið
hafi í raun verið ógjaldfært þegar
þessar greiðslur voru inntar af hendi
og því sé hægt að rifta þeim. Varn-
araðilar í málunum halda því gagn-
stæða fram og því var matsmaðurinn
fenginn til að leggja mat á raunaf-
komu og efnahagsstöðu Fons á þess-
um tíma. Mun hann skoða bókhald
og reikninga fyrirtækisins fyrir árin
2005 til 2008, að því er Óskar segir.
„Nauðsynlegt er að fá formlega úr
því skorið hver staða félagsins var,
því verjendur í riftunarmálunum
bera því við að það hafi verið gjald-
fært. Við teljum hins vegar að árs-
reikningar Fons sýni ekki rétta
stöðu fyrirtækisins. Þar voru til
dæmis færðar áætlaðar tekjur frá
dótturfélögum, sem svo síðar kom í
ljós að voru mun lægri.“
Deilur hafa staðið milli aðila í mál-
inu um hvaða mann ætti að fá til að
meta fjárhagsstöðu Fons, en sam-
komulag varð um að Valdimar yrði
skipaður.
Bækur Fons grandskoðaðar
Morgunblaðið/Sverrir
Fyrirtæki Fons var lengi að meginhluta í eigu fjárfestisins Pálma Haralds-
sonar, en átti einnig í nánum viðskiptatengslum við FL Group og Glitni.
Dómkvaddur matsmaður fenginn til að meta raunverulega afkomu og eigna-
stöðu Fons á árunum 2005-2008 Forsenda fyrir framhaldi á riftunarmálum
Riftanir
» Þrotabú Fons hefur höfð-
að fjöldamörg riftunarmál
gegn fyrrum eigendum,
stjórnarmönnum og félögum
þeirra vegna greiðslna sem
inntar voru af hendi fyrir
gjaldþrot fyrirtækisins árið
2009.
» Vill skiptastjóri meina að
félagið hafi ekki verið gjald-
fært þegar greiðslurnar fóru
fram, en verjendur mótmæla
því.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Í frétt á vefsíðu breska fjármálaeft-
irlitsins (FSA), þar sem greint er frá
því að þrír menn hafi samtals hlotið
19 ára fangelsisdóm fyrir svokölluð
kyndiklefasvik, er minnst á íslenska
Fjármálaeftirlitið sem aðila, sem
FSA segist hafa reitt sig á nána sam-
vinnu við og stuðning frá.
Svokallaðir kyndiklefar eru félög,
gjarnan í öðrum löndum, en með
fölsk bresk heimilisföng. Starfsmenn
þeirra hringja í fólk og bjóða því að
kaupa hlutabréf. Bréfin eru gjarnan
illseljanleg og of háu verði seld og í
sumum tilfellum eru hlutabréfin
hreinlega ekki til.
Þáttur Fjármálaeftirlitsins á Ís-
landi í rannsókn FSA, sem leiddi til
sakfellingar yfir Tomas Wilmot og
sonum hans Kevin og Christopher,
fólst í að leggja fram skriflega svo-
nefnda vitnayfirlýsingu í tengslum
við rannsóknina.
Í yfirlýsingu íslenska Fjármála-
eftirlitsins er meðal annars gerð
grein fyrir afgreiðslu þess á umsókn
bresks fyrirtækis í eigu Tomas Wil-
mot, um að fara með virkan eign-
arhlut í íslensku verðbréfafyrirtæki,
frá árinu 2003. Í tengslum við mat á
hæfi breska fyrirtækisins og Tom-
asar Wilmot til að fara með virkan
eignarhlut hafði Fjármálaeftirlitið á
Íslandi verið í sambandi við FSA.
Niðurstaðan varð sú að Fjármála-
eftirlitið á Íslandi hafnaði umsókn
breska fyrirtækisins um að fara með
virkan eignarhlut í íslenska verð-
bréfafyrirtækinu. Í kjölfarið sagði
Tomas Wilmot sig úr stjórn íslenska
verðbréfafyrirtækisins.
FME veitti FSA aðstoð við
rannsókn á kyndiklefasvikum
Reuters
Svik Mennirnir þrír voru fundnir sekir um að hafa rekið fjölda svokallaðra kyndiklefa og notað þá til að hafa af
breskum almenningi fé. Samtals eiga þeir að hafa svikið andvirði fimm milljarða króna út úr viðskiptavinum sínum.
Þrír Bretar sviku út fimm milljarða Einn var í stjórn íslensks fyrirtækis
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.
+./-01
++2-+3
3+-4.1
3+-54,
+0-.,
+,.-/3
+-1.+,
+.3-..
+2,-.+
++1-50
+.2-+4
++2-12
33-51.
3+-+//
+0-..3
+,.-4+
+-1./2
+.,-13
+21-30
++4-334/
++1-,1
+.2-21
++2-.
33-++3
3+-3+0
+0-4,1
+,4-,
+-1.44
+.,-42
+21-0,
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Meðalverð sem Eignasafn Seðla-
banka Íslands fær fyrir 73,03% hlut
sinn í tryggingafélaginu Sjóvá, ef all-
ur kaupréttur verður nýttur, jafn-
gildir því að heildarvirði Sjóvár sé
ríflega 10 milljarðar króna.
Þetta kemur fram í greinargerð
Seðlabankans um söluna á Sjóvá,
sem birt er á vef bankans. Seðla-
bankinn seldi Stefni 52,4% hlut í
Sjóvá og kaupandinn hefur jafn-
framt kauprétt á 20,63% hlut til við-
bótar.
Í greinargerðinni er svarað ýmissi
gagnrýni, sem komið hefur fram á
söluferlið. Segir Seðlabankinn m.a.
rangt að hagstæðasta tilboðinu í
Sjóvá hafi ekki verið tekið. „Þetta er
rangt í tvennum skilningi. Í fyrsta
lagi var hagstæðasta tilboði tekið í
upphafi þegar fyrri hópurinn vann
að málinu. Sá hópur sagði sig hins
vegar frá málinu og var þar með úr
sögunni í þeirri mynd sem hann var.
Hluti hópsins hélt áfram og kom með
tvö tilboð. Annað tilboðið var jafn-
hátt því tilboði sem tekið hafði verið
en sem dregið var til baka, samanber
það sem áður kom fram. Hitt tilboðið
í þessari annarri umferð fól í sér að
stærri hluti fyrirtækisins yrði seldur
strax. Það tilboð var metið hagstæð-
ara en hin tvö jafngildu tilboð,“ segir
í greinargerðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjóvá Í greinargerð Seðlabankans um söluna á tryggingafélaginu Sjóvá er svarað ýmissi gagnrýni, sem komið hef-
ur fram á söluferlið. Segir Seðlabankinn m.a. rangt að hagstæðasta tilboðinu í Sjóvá hafi ekki verið tekið.
Sjóvá verðlögð á
10 milljarða króna