Morgunblaðið - 31.08.2011, Síða 15

Morgunblaðið - 31.08.2011, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fram hafa komið nýjar upplýsingar um að her- sveitir Muammars Gaddafis í Líbíu hafi framið fjöldamorð síðustu dagana áður en uppreisnar- menn náðu höfuðborginni Trípólí á sitt vald. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna kvaðst í gær hafa miklar áhyggjur af fréttum um „fjöldaaftökur án dóms og laga“ og sagði að svo virtist sem „hersveitir Gaddafis hefðu framið flest manndrápin síðustu dagana áður en þær misstu yfirráð yfir Trípólí“. Leiðtogi hersveita upp- reisnarmanna í Líbíu hafði sagt að hersveitir Gaddafis hefðu myrt yfir 150 fanga áður en þær flúðu frá höfuðborginni. Lík um 50 manna hafa einnig fundist í hlöðu sem notuð var sem fangelsi nálægt bækistöðvum úrvalssveita sem voru undir stjórn eins sona Gaddafis, Khamis. Spurður hvort hersveitir uppreisnarmann- anna hefðu einnig framið slík grimmdarverk sagði talsmaður stofnunarinnar að hún hefði fengið eina eða tvær óstaðfestar fréttir um að uppreisnar- menn hefðu tekið stríðsfanga af lífi. Fjórar fjöldagrafir Mohammed al-Alagi, dómsmálaráðherra þjóðarráðs uppreisnarmannanna, segir að fjórar fjöldagrafir hafi fundist í Líbíu, að meðtöldum lík- unum sem fundust við bækistöðvar hersveita Khamis í Trípólí. Um 50 lík hafa fundist í hlöðunni og talið er að margir þeirra, sem teknir voru af lífi, hafi verið hermenn en neitað að berjast fyrir Muammar Gaddafi. Verið er að leita að fleiri líkum í grennd við hlöðuna. Fréttamaður breska ríkisútvarpsins í Trípólí hefur eftir sjónarvotti, sem slapp úr hlöðunni, að 150-160 manns hefðu verið skotin til bana í hlöð- unni eða í grennd við hana. Khamis hafi sjálfur stjórnað manndrápunum. Fulltrúar mannrétt- indasamtakanna Human Rights Watch eru á staðnum að afla upplýsinga um málið. Notuðu fólk sem lifandi skildi Fulltrúar bandarísku mannréttinda- samtakanna „Lækna í þágu mannrétt- inda“ hafa safnað upplýsingum um meinta stríðsglæpi hersveita Gaddafis í borginni Misrata áður en uppreisnar- menn náðu henni á sitt vald í byrjun júní- mánaðar eftir tveggja mánaða umsátur. Fulltrúarnir ræddu við tugi borgarbúa og söfnuðu viðamiklum upplýsingum um meinta stríðsglæpi, m.a. aftökur án dóms og laga, gísla- tökur, nauðganir og barsmíðar, auk þess sem hersveitirnar hafi geymt vopn í moskum, skólum og sölutorgum í von um að ekki yrðu gerðar loft- árásir á vopnin. Hersveitirnar eru einnig sagðar hafa notað fólk sem lifandi skildi. „Fjórir sjónarvottar sögðu að hermenn Gaddafis hefðu handtekið 107 óbreytta borgarbúa og notað þá sem skildi, til að verja hergögn fyrir loftárásum NATO sunnan við Misrata,“ segir í skýrslu mannréttindasamtak- anna. „Einn faðir sagði fulltrúum samtakanna frá því að hermenn hefðu neytt tvö ung börn hans til að sitja á skriðdreka, hótað fjölskyldu hans og sagt: Þið verðið hérna og ef NATO gerir árás á okkur deyið þið líka.“ Samtökin segjast einnig hafa fengið afrit af skjölum sem sýni að Gaddafi hafi skipað her- mönnum sínum að svelta íbúa Misrata. Hermenn hafi rænt matarbirgðum og komið í veg fyrir að íbúarnir fengju matvælaaðstoð. Fréttaveitan AP hefur eftir Richard Sollom, aðalhöfundi skýrslunnar, að hersveitir Gaddafis hafi beitt nauðgunum sem „vopni í stríðinu“. Ekki sé þó vitað hversu mörgum konum og stúlkum hafi verið nauðgað. „Einn sjónarvottanna sagði að hermenn Gaddafis hefðu gert barnaskóla að fangelsi þar sem þeir munu hafa nauðgað konum og stúlkum, þær yngstu voru 14 ára,“ segir í skýrslunni. Á meðal stúlknanna sem var nauðgað voru þrjár systur – 15, 17 og 18 ára gamlar. Hermt er að faðir þeirra hafi síðan myrt stúlkurnar vegna þess að hann hafi litið á nauðganirnar sem smán fyrir fjölskylduna. Óttast er að fleiri slík morð hafi verið framin á stúlkum sem var nauðgað, að sögn mannréttindasamtakanna. Sakaðir um fjöldamorð og önnur grimmdarverk  Hermenn Gaddafis sakaðir um fjöldaaftökur, nauðganir og fleiri stríðsglæpi Reuters Ættjarðarást Uppreisnarmenn syngja þjóðsöng Líbíu á Græna torginu í Trípólí. Þjóðarráð upp- reisnarmannanna hefur gefið hermönnum Gaddafis frest til laugardagsins kemur til að gefast upp. Múslímar um allan heim gerðu sér glaðan dag í gær í tilefni af Eid al- Fitr-hátíðinni sem markar lok ram- adan, föstumánaðar þeirra. Í ram- adan neita múslímar sér um mat, drykk og kynlíf frá sólarupprás til sólarlags. Eid al-Fitr er þriggja daga hátíð en eiginleg hátíðahöld eru þó yfir- leitt aðeins fyrsta daginn. Hátíðin hefst með bæn en síðan er slegið upp veislu. Hátíðin líkist nokkuð jólum kristinna manna, börnin eru þá í nýjum fötum og fólkið skiptist á gjöfum. Stúlka tekur hér þátt í hátíðar- höldunum á Tahrir-torgi í Kaíró þar sem fjöldamótmælin gegn Hosni Mubarak, fyrrverandi ein- ræðisherra Egyptalands, fóru fram fyrr á árinu. Líf og fjör á Eid-hátíð Reuters Breski rithöf- undurinn Hunter Davies segist hafa safnað yfir 250 bréfum, sem John Lennon hafi skrifað vinum og vandamönnum, og ætlar að birta þau í bók sem kemur út á næsta ári. Davies segir þetta í fyrsta skipti sem Yoko Ono, ekkja Lenn- ons, heimili að einkabréf hans séu birt. Rithöfundurinn segir að í bréfum Lennons séu engar „krassandi upp- ljóstranir“ en þau varpi ljósi á líf hans, persónuleika hans og kímni- gáfu. Ætlar að birta bréf Johns Lennons John Lennon Yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Antonio Gut- erres, sagði í gær að hjálparstofn- anir þyrftu að auka neyðaraðstoð- ina í Sómalíu til að draga úr straumi flóttamanna til grannríkj- anna. „Við hjálpum yfir 800.000 sómölskum flóttamönnum í löndum í grennd við Sómalíu en við viljum ekki að landið tæmist,“ sagði Gut- eress. Um 12,4 milljónir manna þurfa á aðstoð að halda vegna lang- varandi þurrka í Austur-Afríku- löndum og ástandið er verst í Sóm- alíu. Neyðaraðstoðin í Sómalíu verði aukin Bresk rannsókn, sem náði til 114.000 manns, bendir til þess að súkkulaðiát geti dregið úr hætt- unni á hjarta- sjúkdómum og heilablóðfalli um þriðjung. Rann- sóknarmennirnir vara þó við því að of mikið súkkulaðiát geti stuðlað að öðrum sjúkdómum, svo sem sykur- sýki, að sögn fréttavefjar BBC. Þeir sem borða súkkulaði eru hvattir til að borða lítið í einu reglulega, en forðast að „borða yfir sig“. Súkkulaði getur verið hollt í hófi Getur verið gott fyrir hjartað. Melbourne í Ástralíu er sú borg í heiminum sem best er að búa í, samkvæmt árlegum lista Economist Intelligence Unit. Vancouver í Kan- ada hafði verið efst á listanum frá árinu 2002 en er nú í þriðja sæti á eftir Melbourne og Vín. Borgirnar Harare, Port Moresby og Dhaka eru hins vegar neðstar á listanum. Borgirnar eru metnar út frá ýms- um þáttum, svo sem glæpatíðni og frammistöðu þeirra í heilbrigðis-, menningar-, mennta- og umhverfis- málum. Melbourne sögð besta borgin Þjóðarráð uppreisnarmannanna í Líbíu mót- mælti í gær þeirri ákvörðun alsírskra stjórn- valda að heimila eiginkonu Muammars Gadd- afis og þremur börnum þeirra að flýja til Alsírs. Þjóðarráðið krafðist þess að eiginkonan, Safiya, dóttirin Aisha og synirnir Mohammed og Hannibal yrðu framseld þegar í stað til Líbíu. Stjórnin í Alsír neitaði því og sagðist hafa leyft fólkinu að koma þangað „af mannúðarástæðum eingöngu“. Stjórnin í Alsír hefur ekki viður- kennt þjóðarráðið sem einu lög- mætu ríkisstjórn Líbíu og segist vera hlutlaus, en uppreisnarmennirnir saka hana um styðja enn Muammar Gaddafi. Ekki var vitað í gær hvar Gaddafi er niðurkominn. Líbíska þjóðarráðið krefst framsals EIGINKONA OG BÖRN GADDAFIS Í ALSÍR Meintur málaliði Gaddafis handtekinn. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.