Morgunblaðið - 31.08.2011, Page 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ENN MEIRI m.mbl.is
- V I L T U V I T A M E I R A ?
Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og margt fleira
er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum.
Nú tekurðu vinsælasta vef landsins með þér hvert sem þú
ferð og ert alltaf með nýjustu fréttirnar í símanum.
Fáðu fréttirnar þegar þú vilt.
www.m.mbl.is
m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010.
NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011.
Sjálfstæðisflokkurinn mun halda
landsfund í nóvember. Megintil-
gangur þess fundar ætti að vera
svar við þeirri spurningu, hvaða
kosti flokkurinn bjóði upp á, til að
leiða þjóðina út úr núverandi efna-
hagslegum ógöngum.
Mikið púður hefur farið í það að
tala um dugleysi ríkisstjórnarinnar,
og ekki að ástæðulausu. Sjálfstæð-
isflokknum hefur hins vegar ekki
tekist að koma nógu vel til skila
stefnumálum flokksins og þeim úr-
ræðum sem flokkurinn myndi beita,
kæmist hann til valda.
Flokksmenn Sjálfstæðisflokksins
gera þá skýru kröfu til forystu
sinnar að til sé útfærð stefna
flokksins og lausnir á núverandi
efnahagsvanda. Í dag dugir ekki að
segja að þegar við komumst til
valda verður allt gott. Óljós loforð
og tvíræður texti duga ekki í
ástandi eins og núna ríkir og þjóðin
á heimtingu á því að stærsti flokkur
þjóðarinnar hafi skýra stefnu, sem
fólk skilur.
Gildi flokksins eru þarna, innan
hans vébanda er frábært fólk sem
hefur þekkingu og færni til að túlka
þessi gildi og marka leiðir út úr
vandanum. Allt sem þarf er að
fylkja liðinu og stíga fram.
Hrunið á Íslandi markar tímamót
fyrir Sjálfstæðisflokkinn eins og
marga aðra aðila. Margir kenna
Sjálfstæðisflokknum alfarið um og
þó það sé rangt þá var hann við
stjórnartaumana og ber sína
ábyrgð á ýmsu sem gerðist, hvort
sem það skipti sköpum í hruninu
eða ekki. Sjálfstæðisflokkurinn og
forusta hans þarf því að sýna fram
á að hann sé þess megnugur að
leiða þjóðina á erfiðum tímum og að
hann sé tilbúinn í þær breytingar
sem til þarf.
Málefnanefndir flokksins munu
skila af sér tillögum fyrir komandi
landsfund. Mikilvægt er að skila-
boðin verði skýr en ekki samsuða,
sem ætlað er að þóknast öllum.
Niðurstöður slíkrar vinnu á lands-
fundi þurfa að vera ótvíræðar og
ekki eitthvert moð sem allir geta
túlkað að eigin geðþótta eftirá.
Ásýnd íslenskra stjórnmálaflokka
í huga margra er að þeir séu orm-
agryfja sundurlyndis og hags-
munapots. Mörgum finnst sér mis-
boðið og telja það sem frá þessum
stofnunum kemur falsmynd. Það
létu þeir í ljós hátt og skýrt í síð-
ustu sveitarstjórnarkosningum sem
sýnir að kjósendur eru tilbúnir að
taka af skarið, hvort sem það hent-
ar flokkunum eða ekki. Er Sjálf-
stæðisflokkurinn raunverulega að
bæta við sig fylgi eða er mælanleg
fylgisaukning aðallega orðin til
vegna aumingjaskapar ríkisstjórn-
arinnar? Besta svarið við því er að
tryggja að almenningur viti hver
stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru,
hvað hann vill gera og hvernig á að
framkvæma það. Að hann sé tilbú-
inn til að tala við fólkið og hlusta á
það.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að
nota sína stærstu kosti, sem eru
sjálfstæðisstefnan og fólkið á bak
við hann. Stefna sem á sér sterkar
rætur í hjarta stórs hluta þjóðar-
innar og fólk sem er tilbúið að
flykkja sér á bak við hana svo
framarlega sem það treystir forystu
flokksins til að útfæra hana þannig
að hún verði þjóðinni til gæfu.
Þetta er verkefni okkar sjálf-
stæðisfólks; forystunnar, félaganna
og einstaklinga um land allt, að ná
saman um að rífa landið upp úr því
fari doða og aðgerðaleysis sem við
nú sitjum föst í.
Um hvað á þá landsfundur að
snúast:
Endurkjósa á núverandi forystu
og eyða ekki tíma í eitthvað ann-
að karp.
Endurskipuleggja starfið þannig
að samþykkt stefna fái skilvirk-
ari framgang og sterkara sam-
band sé milli forystu flokksins og
fólksins.
Gera á kröfu um almennar þing-
kosningar svo fljótt sem auðið
er.
Uppbygging atvinnulífs á Íslandi
fái algeran forgang hjá rík-
isstjórn og stjórnsýslu með
áherslu á atvinnuuppbyggingu
sem skilar virðisauka innanlands
og/eða sparar gjaldeyri.
Aukning hagvaxtar nái því marki
sem raunverulega skilar meiri
kaupmætti og minnkandi at-
vinnuleysi.
Hafna á ESB-aðild sem alger-
lega ótímabærri umræðu, hvað
sem síðar kann að verða.
Landsfundurinn þarf síðan að
forgangsraða verkefnum með
áherslu á þjóðþrifaverkefni eins
og notkun endurnýjanlegrar
orku fyrir samgöngutæki og
skipaflota en setja í salt mál sem
stuðla að sundrung í samfélaginu
eins og umbyltingu á kvótakerfi
og stjórnarskrármál.
Stefnumál Sjálfstæðisflokksins að
loknum landsfundi þurfa að vera al-
veg skýr. Formaðurinn og forystan
kynni hana vítt og breitt um landið
í samvinnu við félögin og fólkið.
Sjálfstæðisflokkurinn verði þannig
tilbúinn þegar kallið kemur með
skýrar lausnir sem þjóðin getur
sameinast um.
Sjálfstæðisflokkurinn –
skýrar línur
Eftir Jóhann Ísberg,
Jón Atla Kristjánsson og
Sigurð Þorsteinsson
» Sjálfstæðisflokkur-
inn verði þannig
tilbúinn þegar kallið
kemur með skýrar
lausnir sem þjóðin getur
sameinast um.
Jóhann Ísberg
Jóhann er útgefandi en Jón Atli og
Sigurður eru ráðgjafar. Allir eru þeir
sjálfstæðismenn úr Kópavogi.
Jón Atli Kristjánsson Sigurður Þorsteinsson
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Vöggusæng
ur
Vöggusett
Póstsendum
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500
www.flis.is • netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
Tólf borð í Gullsmára
Spilað var á 12 borðum í Gull-
smára mánudaginn 29. ágúst. Úrslit í
N/S:
Ólafur Oddsson – Jón Bjarnar 183
Ernst Backman – Hermann Guðmss. 181
Sigtryggur Ellertss. – Ari Þórðarson 180
Pétur Antonss. – Örn Einarsson 175
A/V
Ármann Láruss. – Guðlaugur Nielsen 231
Guðrún Hinriksd. – Haukur Hannesson 187
Aðalh. Torfad. – Ragnar Ásmundss. 186
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 185
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningur spilaður í Ásgarði, Stang-
arhyl 4, mánudaginn 29. ágúst. Spilað var á
10 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur
N-S:
Oliver Kristóferss. – Óli Gíslason 277
Bjarni Þórarinss. – Jón Lárusson 221
Sigurður Tómass. – Guðjón Eyjólfss. 219
Hlynur Antonsson – Auðunn Guðmss. 216
Árangur A-V:
Oddur Jónsson – Katarinus Jónsson 259
Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrss. 256
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 247
Siguróli Jóhannss. – Auðunn Helgas. 236
Eldri borgarar Hafnarfirði
Föstudaginn 26. ágúst var spilað á 10
borðum hjá FEBH með eftirfar- andi úrslit-
um í N/S:
Rafn Kristjánss. – Magnús Jónsson 202
Albert Þorsteinss. – Kristófer Magnúss. 200
Auðunn Guðmss. – Sigtryggur Sigurðss. 195
Ragnar Björnsson – Skarphéðinn Lýðss. 173
Jón Sigvaldason – Katarínus Jónsson 173
AV.
Jóhann Benediktss. – Erla Sigurjónsd. 210
Bjarnar Ingimars – Bragi Björnsson 197
Helgi Sigurðsson – Oddur Halldórss. 191
Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 184
Stígur Herlufsen – Sigurður Herlufsen 175
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Morgunblaðið birtir alla útgáfu-
daga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér
rétt til að hafna greinum, stytta
texta í samráði við höfunda og
ákveða hvort grein birtist í um-
ræðunni eða í bréfum til blaðs-
ins. Blaðið birtir ekki greinar,
sem eru skrifaðar fyrst og
fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja
eða samtaka eða til að kynna við-
burði, svo sem fundi og ráðstefn-
ur.
Móttaka aðsendra greina