Morgunblaðið - 31.08.2011, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
✝ Erlingur Her-bertsson (Rein-
hold Kummer)
blikksmíðameistari
var fæddur í Leip-
zig í Þýskalandi 18.
júní 1937. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 24. ágúst 2011.
Foreldrar hans
voru Herbert Ernst
Kummer blikk-
smiður, f. 1910, d. í seinni heims-
styrjöldinni 1944, og Kristín
Þóra Kristmundsdóttir Kummer
húsmóðir, f. 1912, d. 1940, frá
Rauðsdal á Barðaströnd. Systk-
ini Reinholds eru Kristmundur
Herbert, f. 1933, Gunnar Paul, f.
1934, og Kristjana Gísela, f.
1935.
Reinhold kvæntist 25.12. 1958
eftirlifandi eiginkonu sinni
Sonju Valdemarsdóttur, f. 28.
ágúst 1938. Foreldrar hennar
voru Egill Valdemar Egilsson
vélsmiður frá Lambavatni á
Rauðasandi, f. 1902, d. 1968, og
k.h. Guðríður Þorsteinsdóttir
frá Háholti í Gnúpverjahr., f.
1897, d. 1968. Fósturforeldrar
Reinholds voru Helena A. Kum-
mer hárgreiðslum., f. 1901, d.
1987, og Oddgeir Hjartarson
verslunarm., f. 1900, d. 1993.
Börn Reinholds og Sonju eru 1)
Kristín, f. 14.7. 1956, hennar
maki var Björn Oddsson, f. 1954,
þau slitu samvistum. Börn
Rebekka Dagný, f. 1998, dóttir
Ágústs er Una Þóra, f. 1980. 5)
Sonja, f. 3.2. 1964, hennar maki
var Bóas Eðvaldsson, þau slitu
samvistum; börn þeirra a) Hólm-
fríður, f. 1985, maki Kristján Ó.
Ásvaldss., f. 1986, b) Birgitta, f.
1989, maki Markús Eyþórss., f.
1986, barn þeirra Katrín Emma,
f. 2011, c) Mercedes, f. 2001.
Reinhold var í Leipzig til 3ja
ára aldurs. Móðir hans lést úr
lungnabólgu aðeins 28 ára og
faðir hans var í sjóhernum og
var skipið skotið niður árið
1944. Fóru systkinin á milli ætt-
ingja þar til móðursystir hans á
Íslandi fékk Ludwig til að hjálpa
sér með að sækja börnin og
koma þeim heim. Þá var Rein-
hold 8 ára gamall og ferðuðust
systkinin með Rauða krossinum
í rúma tvo mánuði og sigldu með
gamla Lagarfossi til Íslands
21.1. 1946. Hann ólst upp hjá
föðursystur sinni Helenu og
Oddgeiri að Hólmgarði 33.
Hann stundaði fimleika hjá Ár-
manni og lenti þar í sýning-
arhóp. Hann nam blikksmíði við
Iðnskólann í Reykjavík og vann
í Glófaxa og Blikksmiðjunni
Vogi í Kópavogi. Hann stofnaði
Blikksmiðjuna Blikk sf. að Lind-
argötu 30 upp úr 1960 og rak
hana til ársins 2004.
Reinhold verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, 30.
ágúst 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
þeirra eru a) Ketill
Valdemar, f. 1975,
maki Birna S. Sig-
urðard., f. 1983,
barn Ketils er
Sandra Björk, f.
1995, b) Þorkell
Hróar, f. 1977,
maki Berglind Þor-
bergsd., f. 1975,
börn þeirra eru
Aþena Ýr, f. 1992,
Venus Sara, f. 2004,
Atlas Þór, f. 2007, c) Oddur, f.
1979, maki Anna Heiða Gunn-
laugsd., f. 1977, börn þeirra eru
Lúkas Ægir, f. 2002, Björn
Benedikt, f. 2002, Kría Dís, f.
2007, d) Erlingur Reinhold, f.
1981, maki Signý Sigurðard., f.
1980, e) Agla Gauja, f. 1988,
hennar dóttir Efemía Britt Víf-
ilsd., f. 2008. 2) Valgerður, f. 4.2.
1958, gift Magnúsi S. Ár-
mannss., f. 1956, börn þeirra a)
Ármann, f. 1981, b) Bergþóra, f.
1983, maki Mikael Arnars., f.
1985. 3) Ragnar, f. 4.2. 1960,
kvæntur Þóru Björk Sig-
urþórsd., f. 1962, börn þeirra a)
Sigurþór, f. 1980, maki Ása
Hrund Ottósd., f. 1980, b) Sonja
Björk, f. 1984, c) Símon Pétur, f.
1993, sonur Ragnars úr fyrra
sambandi var Reinhold Páll, f.
1978, d. 1984. 4) Guðríður
Dagný, f. 15.9. 1962, gift Ágústi
J. Guðmundss., f. 1956, börn
þeirra a) Georg Walter, f. 1988,
b) Sveinn Kristófer, f. 1990, c)
Elsku faðir okkar er látinn, það
er svo ótrúlegt að hugsa til þess að
hann sé farinn frá okkur og komi
ekki aftur. Við viljum óska þér
góðrar ferðar og þökkum þér fyrir
allar góðu, yndislegu stundirnar
sem við áttum með þér. Pabbi
byrjaði ungur að ferðast, aðeins 8
ára gamall fór hann frá Leipzig í
Þýskalandi til Íslands ásamt
þremur systkinum sínum, Her-
bert, Palla og Gíselu, þá voru þau
búin að missa foreldra sína og ást-
kæru ömmu (Oma eins og pabbi
kallaði hana).
Elsku pabbi, mikið getur tilver-
an verið furðuleg hér á jörðu. Þú
ólst okkur fimm systkinin upp
ásamt elsku mömmu á Lindó. Það
var alltaf fjör á þeim bæ og mikill
gestagangur og mikið um að
frændfólk utan af landi kom og
gisti í stofunni heima.
Þú starfaðir í þínu eigin fyrir-
tæki, Blikksmiðjunni Blikk uppi í
portinu heima, og mamma var
heimavinnandi húsmóðir fyrstu 7
árin ykkar. Þar sem mikið er um
manninn er oft glatt á hjalla og
sagðar voru skemmtilegar sögur
eða lesið upp úr blöðum. Við vor-
um alin upp við mikinn aga og
voru ákveðnar reglur á heimili
okkar, sem maður bar virðingu
fyrir, t.d. að vera með burstað hár,
og við stelpurnar áttum að hafa
fléttur í hárinu ef það var sítt og
fyrir háttatímann áttum við að
þvo okkur og bursta tennur. Borð-
siði kenndir þú okkur og að hjálpa
til á heimilinu. Þegar litið er til
baka til gömlu tímanna getur
maður ekki annað en brosað, þótt
maður væri ekki alltaf sammála
foreldrum sínum, hvað agann
varðar, en við systkinin fórum
frekar ung að heiman, en vel
undirbúin til að takast á við lífið.
Við erum öll mjög sjálfstæð, og
þökk sé ykkur mömmu, þið stóðuð
ykkur vel í að undirbúa okkur fyr-
ir lífið.
Við vorum ákaflega lánsöm að
hafa ömmu og afa heima hjá okk-
ur en þau bjuggu á neðri hæðinni
hjá okkur allt til dauðadags, og
einnig voru tvær systur ömmu
uppi í risi. Þau voru dugleg að
koma með okkur í ferðalög. Eitt
sinn saumuðu amma og mamma
risastórt tjald og var nóg svefn-
pláss fyrir okkur öll. Oft var farið í
helgarferðir inn í Þjórsárdal.
Pabba fannst gaman að fara í
berjamó og tína ber og voru farn-
ar margar ferðir með stórar fötur
og berjatínur sem hann hafði
smíðað og mamma saumaði poka
á þær. Og þegar heim var komið
eftir berjaferð tók við hreinsun,
sultu- og saftgerð. Þetta fannst
honum skemmtilegur tími. Pabba
fannst líka gaman að fara á veiðar,
eitt sinn veiddi hann sel og það
fannst okkur stórskemmtilegt.
Lífið var ekki alltaf auðvelt fyr-
ir foreldra okkar. Eini sonur
þeirra var mikið á spítala á yngri
árum vegna sjaldgæfs sjúkdóms á
fæti. Þá er gott að eiga góða að og
búa svo nálægt ættingjum sínum.
Pabbi var mjög handlaginn og
bjó til marga fallega hluti, s.s.
ljósakrónur, kertastjaka og
veggskraut úr járni. Við systkinin
höfum öll meira og minna erft
þessa handlagni frá honum. Hann
var laginn við að gera við bíla,
sparsla og sprauta. Og oft var
margt um manninn á verkstæðinu
þar sem ættingjar og vinir voru að
koma og spjalla um alla heima og
geima.
Þín börn,
Kristín, Valgerður og Ragnar.
Pabbi og mamma voru ákaflega
dugleg að ferðast um landið okkar
Ísland, enda einstaklega fallegt og
býður upp á svo margt til að
skoða. Maður gleymir ekki úti-
legunum með góðum ættingjum
og vinum. Þau létu sig hafa það að
fara út úr bænum næstum hverja
helgi, þótt við systkinin værum
bílveik. Pabbi fann fljótlega út að
best væri að aka bílnum að nóttu
til, þá þyrftum við ekki að stoppa
eins oft á leiðinni. Eftir því sem
árin liðu héldu pabbi og mamma
áfram að ferðast og fóru út fyrir
landsteinana, og hafa ferðast til
ótalmargra landa. Þau fóru marg-
ar ferðir til Þýskalands að heim-
sækja þýska frændfólkið sem
hann hélt alltaf sambandi við.
Þau fóru til Ameríku eitt sinn
og voru þar í nokkra mánuði.
Fyrrverandi nágranni pabba út-
vegaði honum vinnu í LA og not-
uðu þau hjónin tímann til að
ferðast um Ameríku.
Endalaust getum við talið upp
ferðirnar sem þau fóru. Og voru
þau dugleg að heimsækja okkur
börnin hvort sem við bjuggum úti
á landi eða í útlöndum í Kaup-
mannahöfn, Noregi, Jótlandi eða
Þýskalandi, og höfðu gaman af að
heimsækja okkur og njóta sam-
verunnar með okkur.
Nú þegar elsku pabbi er dáinn
hefur það orðið til þess að þjappa
fjölskyldunni enn meira saman.
Pabbi var búinn að berjast við
krabbameinið í þrjú ár. Hann var
staddur í Þýskalandi hjá yngstu
dóttur sinni þegar hann greindist
og valdi hann að fara í aðgerðina
þar. Það var á 70 ára afmælisdegi
mömmu sem hann fór í aðgerðina
í Hamborg. Þessi ferð átti að vera
afmælisferð mömmu þar sem þau
fóru á húsbílnum til Danmerkur
og Þýskalands og ætluðu að vera
hjá tveimur yngstu dætrum sín-
um og fjölskyldum þeirra en þessi
ferð breyttist í sjúkraferð. Hann
var ótrúlega fljótur að jafna sig og
gátu þau farið til baka mánuði
seinna. Annað kom ekki til greina
en að fara heim aftur á húsbílnum.
Hann var vanur að segja „þessi
bannsetti krabbi“. Og fleiri
sjúkraferðir og aðgerðir tóku við
hér heima.
Pabbi og mamma voru búin að
vera saman í 56 ár, en gift í 53 ár
og geri aðrir betur. Þau hafa verið
svo samrýnd og gert hreinlega allt
saman og varla getað litið hvort af
öðru í öll þessi ár. Pabbi var vanur
að segja að hann ætti svo góða
konu, og fannst hann vera svo
heppinn. Það er ekki hægt að
segja annað þar sem mamma
passaði upp á hann alveg til
dauðadags.
Elsku mamma, okkur þykir svo
ákaflega vænt um þig og viljum
gera allt fyrir þig, og núna þegar
pabbi er farinn í sitt ferðalag held-
ur lífið áfram hjá okkur. Þú ert
hetjukona, harkar missinn af þér
og segir að aldrei sé neitt að hjá
þér, en elskan við þekkjum þig svo
vel. Þú ert líka að berjast við
krabbamein, og ert í dag í lyfja-
meðferð, og svo segir þú að það sé
ekkert að hjá þér og brosir. Við
biðjum Guð að blessa þig í sorg
þinni. Þetta er mikill missir fyrir
þig.
Kveðja frá dætrum þínum,
Dagný og Sonja.
Elsku afi, með traustu handa-
bandi þú tókst í hendur okkar, svo
þéttingsfast að erfitt er að sleppa.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Með söknuði.
Þín barnabörn,
Sigurþór, Sonja Björk og
Símon Pétur Kummer
Ragnarsbörn
Þegar við fluttum frá Eyjum
vorið 1971 kynntumst við fljótlega
þeim mætu hjónum Reinhold og
Sonju. Heil fjörutíu ár eru liðin.
Hversu dýrmætt það er að eiga
góða vini í gegnum lífið. Minning-
arnar eru margar og allar góðar.
Reinhold átti fjórar mágkonur og
stofnuðum við ásamt mökum
þeirra ferðaklúbbinn „Tíu á
toppnum“. Hverja helgi yfir sum-
artímann voru Broncoarnir fylltir
vistum og brunað út úr bænum
með allan krakkaskarann. Hvað
okkar maður var stoltur þegar
hann leit yfir hópinn sinn, en þau
hjón höfðu vinninginn og áttu
fimm börn. Reinhold var mikill
fjölskyldumaður, Sonja og börnin
voru honum allt. Þetta var dásam-
legur tími sem aldrei gleymist og
er reglulega rifjaður upp á okkar
árlegu þorrablótum. Reinhold og
Sonja bjuggu lengst af á Lindar-
götunni og þegar farið var í bæinn
var oftast komið við hjá þeim, en
þau voru einstaklega gestrisin og
elskuleg enda gestkvæmt þar
mjög. Við kveðjum nú góðan vin,
en Reinhold er sá fjórði sem kveð-
ur úr vinahópnum.
Og góðvinum, meðan þeim endast ár,
þín ástúð fyrnast mun eigi
en fremst þínum kæru er sorgin sár
og saknaðar bitur tregi.
Hve þung eru sporin þeim í dag
á þínum síðasta vegi.
Svo farðu nú vel – og foldar skaut
þig faðmi með vori þýðu,
þar leggur minning sitt laufaskraut
hjá liljunum sorgar blíðu;
þér helg veitist ró, en huggun þeim,
sem hrifinn þú varst frá síðu.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Elsku Sonja. Við sendum þér
og fjölskyldu þinni okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
Guð að blessa ykkur.
Elín og Konráð.
Látinn er kær vinur eftir erfið
veikindi. Hann fæddist í Leipzig í
A-Þýzkalandi. Foreldar hans
höfðu kynnst í Reykjavík. Móðir
hans kom ung stúlka frá Vest-
fjörðum til að vinna fyrir sér og
hann kom frá Þýskalandi og vann
við að setja upp vélar í verksmiðju
hér í Reykjavík. Þau felldu hugi
saman og bjuggu í Leipzig.
Fyrstu átta æviárunum eyddi
Reinhold þar. Skömmu eftir
seinni heimsstyrjöldina létust
báðir foreldar hans og kom hann
þá til Íslands til föðursystur sinn-
ar, sem var gift Íslendingi og ólst
hann upp hjá henni og fjölskyldu
ásamt systkinum sínum.
Kynnin við Reinhold og eigin-
konu hans Sonju hófust á ung-
lingsárunum. Á þeim árum voru
þau komin með börn og oft var
farið í heimsókn til þeirra í frítíma
frá námi til þess að eiga glaða
stund og taka í spil. Heimili þeirra
Sonju og Reinholds stóð ætíð opið
og hefur gert æ síðan. Þau bjuggu
mestallan búskap sinn á Lindar-
götu, fyrst í félagi við foreldra
Sonju og er þeir féllu frá þá héldu
þau áfram búskap þar. Hin síðari
ár hafa þau búið í Grafarvoginum.
Reinhold var mjög hagur mað-
ur og lék flestallt í höndum hans.
Fyrst voru það margskonar nytja-
hlutir, sem hann smíðaði, eins og
stólar og borð úr smíðajárni, en
fór svo að búa til ýmsa skraut-
muni, sem nú prýða mörg heimili.
Þó að samskiptin væru ekki
mikil um miðbik ævinnar, þá var
alltaf samband og kveðjur um jól.
Þau komu í heimsókn í Reykholt
þar sem við hjónin bjuggum.
Þau hjón áttu húsbíl í mörg ár
sem var óspart notaður til ferða
bæði innan lands og utan. Margar
voru ferðirnar vestur, til Dan-
merkur og Þýzkalands, en tvær
dætur þeirra bjuggu þar, hvor í
sínu landinu og frændgarður í A-
Þýskalandi, sem reynt var að hafa
samvistir og samskipti við eftir
föngum.
Fyrir nokkrum árum bað ég
hann að hjálpa mér með húsið
mitt, en hann treysti sér ekki til
þess en fékk frænda sinn til að
hlaupa í skarðið og fórum við að
tala um ætterni og hann tjáði mér
að hann væri af Kjarnaætt og ég
rak upp stór augu því ég er ein-
mitt af henni líka og kannaði málið
og kom þá í ljós að við vorum
fimmmenningar, hann var afkom-
andi dótturinnar frá Kjarna sem
giftist vestur í Selárdal á 19. öld-
inni. Mikið var ég ánægð með
þetta.
Reinhold var mikið snyrti-
menni og reglusamur í öllu, sem
hann tók sér fyrir hendur. Þá vil
ég minnast á góðmennsku hans og
hlýtt viðmót sem allir mættu hjá
honum. Ævinlega þegar mig bar
að garði hjá þeim hjónum hef ég
mætt fallegu brosi og hlýju faðm-
lagi, sem virkilega yljar manni um
hjartaræturnar. Síðustu ár hafa
verið erfið vegna veikinda, en
þeim var tekið af æðruleysi og
vilja til að reyna að þrauka og
aldrei heyrðist hann kvarta.
Ég og synir mínir sendum inni-
legar samúðarkveðjur til Sonju,
Kristínar, Valgerðar, Ragnars,
Dagnýjar og Sonju yngri og allra
afkomenda, sem sjá nú af ástrík-
um eiginmanni, föður, afa og lang-
afa. Harmur ykkar er mikill.
Blessuð sé minning hans.
Sigríður Bjarnadóttir.
Erlingur Herbertsson
(Reinhold Kummer)
✝ RagnheiðurJóna Jónas-
dóttir fæddist á
Hvammeyri við
Tálknafjörð 25.
október 1930. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eir í
Reykjavík 26. ágúst
2011. Foreldrar
Ragnheiðar voru
hjónin Ólafía Krist-
ín Ólafsdóttir og
Jónas Steinhólm Jónsson.
Ragnheiður giftist Þorsteini
Sigurði Ólafssyni húsasmíða-
meistara hinn 14. maí 1960. Syn-
ir þeirra eru tveir: 1) Ólafur
Jónas, kvæntur Hönnu Dröfn
Gunnarsdóttur, búsettur í Kan-
ada. 2) Þorsteinn, kvæntur Guð-
rúnu Guðmundsdóttur, búsettur
í Danmörku. Börn
Ólafs og Hönnu
Drafnar eru Krisj-
án Jens, fæddur á
Íslandi, Heiðdís,
fædd í Danmörku,
Ragnheiður, fædd í
Frakklandi, og
Stella María, fædd í
Kanada. Börn Þor-
steins og Guðrúnar
eru Ingibjörg Ásta,
fædd á Íslandi, og
Þórunn, fædd í Danmörku.
Ragnheiður fór ung til
mennta og starfa í Reykjavík og
starfaði lengst af hjá Landssím-
anum, sem talsímavörður.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Árbæjarkirkju í dag, 31.
ágúst 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
Mörg látlaus ævin lífsglaum fjær,
sér leynir einatt, góð og fögur,
en Guði er hún allt eins kær,
þótt engar fari af henni sögur.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Ragnheiður Jóna Jónasdótt-
ir, alltaf kölluð Heiða, var frá
Höfðadal í Tálknafirði. Hún ólst
þar upp við ástríki foreldra
sinna Jónasar Jónssonar Stein-
hólm og Ólafíu Ólafsdóttur, sem
kölluð var Lóa, ásamt fóstur-
bróður sínum Karli Höfðdal.
Við Heiða vorum nánar og
góðar vinkonur alla tíð. Við vor-
um náskyldar, systkinabörn í
báðar ættir, og ólumst upp hvor
á sínum bænum í Tálknafirð-
inum.
Á þessum tíma voru smábýli
reist meðfram sjónum í Tálkna-
firði. Þar bjó fólk með kindur,
hænsni og kýr og lifði af því
sem landið og sjórinn gaf.
Höfðadalur var lítið býli og
naut litla fjölskyldan þar góðs
af nábýlinu við Hvammeyri sem
var ferjustaður þess tíma, áður
en bílvegur var lagður á milli
Patreksfjarðar og Tálknafjarð-
ar. Farið var yfir fjörðinn í
kaupstaðinn á skektu sem til
var á Hvammeyri. Sundlaug var
snemma byggð í Tálknafirði og
var róið yfir fjörð á sundnám-
skeið.
Heiða átti hestinn Glæsi sem
hún hafði miklar taugar til. Ég
minnist ljóshærðrar glaðlegrar
stúlku ríðandi á Glæsi milli bæj-
anna með tíkina Buddu í föru-
neyti.
Jónas og Lóa fluttu á Pat-
reksfjörð þegar Heiða var ung-
lingur. Síðar flutti hún til
Reykjavíkur og vann lengst af
hjá Símanum.
Hún giftist Þorsteini Ólafs-
syni frá Vopnafirði og eignuðust
þau tvo syni, þá Ólaf Jónas og
Þorstein. Þau bjuggu fyrst í
Fossvogi en þegar Árbæjar-
hverfið byggðist upp fluttu þau
þangað. Þar vorum við ná-
grannar í á þriðja áratug. Heiða
hafði fallega söngrödd og söng
lengi með kirkjukór Árbæjar-
kirkju. Hún var afskaplega
myndarleg og drífandi húsmóð-
ir eins og heimili þeirra Steina í
Hraunbænum bar vitni. Hún
lifði fyrir drengina sína og
studdi þá og hvatti í námi og
leik.
Þegar ellin færðist yfir
dvöldust þau Heiða og Steini
saman á Hjúkrunarheimilinu
Eir og nutu góðrar umönnunar.
Aðfaranótt 26. ágúst fékk Heiða
mín hvíld frá ellihrumleika og
sofnaði í sátt við Guð og menn.
Guð blessi minningu Ragn-
heiðar Jónasdóttur.
Halldóra Jónsdóttir.
Heiða frænka mín var vin-
kona og náfrænka Halldóru
ömmu minnar. Þær voru báðar
fæddar í Tálknafirði og ólust
þar upp. Þær fluttu til Reykja-
víkur og bjuggu lengi nálægt
hvor annarri. Ég hef þekkt
hana Heiðu frá því ég var lítil.
Ég man þegar ég fermdist, það
var stór og mikill dagur. Margir
gestir komu, meðal annars
komu þær frænkur mínar Erla
og Heiða. Ég var voða ánægð
að sjá þær því ég hafði ekki séð
þær lengi. Nú eru þær báðar
farnar. Þegar Heiða var komin
með alzheimersjúkdóminn og
komin upp á Eir heimsótti
amma hana oft. Þegar Heiða
átti 80 ára afmæli kom ég í
heimsókn þangað með ömmu
minni. Ég gaf henni heima-
prjónaðar tátiljur sem hún
skildi ekkert í hvað var og blóm
sem hjúkrunarkonan setti í vasa
fyrir hana. Hún starði og starði
á blómin og gat ekki hætt að
horfa á þau. Ég var svo ánægð
með hvað hún var glöð að fá
blómin.
Halldóra Sigríður.
Ragnheiður Jóna
Jónasdóttir