Morgunblaðið - 31.08.2011, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Elsku Stella. Þeg-
ar við setjumst niður til að skrifa
nokkur orð til þín kemur fyrst upp
í hugann hversu ósanngjarnt það
er að þú, ung stúlka í blóma lífsins,
skulir vera tekin frá okkur. Þú
sem áttir eftir að upplifa svo
margt.
Mér er það minnisstætt þegar
við drifum okkur í Hot yoga í vet-
ur hvað þú varst einbeitt og
ákveðin í að standa þig eins og þú
gerðir í allri þessari erfiðu bar-
áttu. Eftir tímana sátum við oft úti
í bíl og spjölluðum um lífið og til-
veruna. Oft barst tíska í tal t.d.
✝ Stella Víðis-dóttir fæddist á
Ísafirði 30. ágúst
1987. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri 18. ágúst
2011.
Útför Stellu fór
fram frá Akur-
eyrarkirkju 26.
ágúst 2011.
hvernig jólakjóllinn
ætti að líta út, þér
fannst svo gaman að
vera alltaf fín og vel
tilhöfð. Kaffihúsa-
ferðirnar okkar voru
ekki síðri, þar sem
við flettum tísku-
blöðum og drukkum
te.
Nokkrum dögum
áður en þú kvaddir
heimsótti ég þig á
sjúkrahúsið. Þú varst að taka þig
til því þú varst á leiðinni heim til
pabba þíns og mömmu í mat. Ég
var að dást að krullunum þínum
og þú sagðir mér að þetta væru
krabbakrullur. Það sýnir vel hvað
það var alltaf stutt í húmorinn hjá
þér.
Það sem huggar okkur á þess-
um erfiðu tímum er að að lokum
munum við öll hittast á ný.
Elsku Víðir, Jóna, Valdimar,
Jón Eggert og Halldóra. Missir
ykkar er mikill og megi Guð
styrkja ykkur öll í sorginni.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér.
Skrýtið stundum hvernig lífið er.
Eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Vigdís og Guðmundur.
Elsku Stella mín. Þegar við
vorum ungar spurðir þú mig hvort
ég héldi að ég myndi einhvern
daginn, þegar ég yrði gömul kona,
fletta Mogganum og sjá minning-
argrein um þig og hugsa með mér
að þessa konu kannaðist ég við
síðan úr grunnskóla. Þarna vorum
við að velta því fyrir okkur hvort
við myndum halda vinkonutengsl-
in um ókomin ár eða fjarlægjast
með tímanum. Ekki hvarflaði að
mér að aðeins 23 ára gömul myndi
ég að skrifa til þín minningargrein
og minnast alls þess sem við bröll-
uðum saman á okkar yngri árum,
rauðhærðu og masgjörnu vinkon-
urnar.
Það er svo sárt að þurfa að
kveðja þig svona unga. En stað-
reyndin er sú að lífið getur verið
sárt og ósanngjarnt. Á þessum
tímum hugsa ég til allra gömlu
góðu daganna á Ólafsfirði þegar
við vorum ungar. Minningarnar
um okkur saman fá mig til að
brosa og hlæja. Þessar minningar
mun enginn geta tekið frá mér og
munu þær ylja mér um hjartaræt-
ur um ókomna tíð. Alltaf mun ég
minnast þín, Stella mín, sem ein-
staks karakters. Ég mun sakna
þess svo að heyra skellihláturinn
þinn skemmtilega, enda var aldrei
langt í hann þegar við hittumst.
Takk fyrir að gera æskuárin
mín í Ólafsfirði skemmtilegri en
þau hefðu annars verið. Það voru
einstök forréttindi að fá að kynn-
ast þér og vera vinkona þín.
Guð geymi þig elsku Stella mín.
Ég hlakka til að hlæja með þér
þegar minn tími kemur.
Hugur minn er hjá foreldrum
þínum og systkinum sem sakna
þín svo mikið. Megi Guð styrkja
þau í sorginni.
Þín vinkona,
Margrét Anna
Guðmundsdóttir.
Ég kynntist Stellu ekki al-
mennilega fyrr en árið 2009, þeg-
ar við fyrst vorum báðar atvinnu-
lausar á Akureyri og svo þegar við
bjuggum báðar erlendis og eydd-
um ófáum klukkustundum í spjall
á netinu um allt og ekkert. Þessar
spjallstundir undu upp á sig og
fyrr en varði var ég komin í heim-
sókn til Cannes og síðar meir farin
að vinna fyrir Stellu og Nonna á
hótelinu.
Mig langar til að þakka Stellu
fyrir brot af því sem hún gaf mér.
Þakka henni fyrir að kenna mér
enn betur að hafa húmor fyrir
sjálfri mér, fyrir að kenna mér að
hafa ekki of miklar áhyggjur af
hlutunum heldur gera þá bara,
þakka henni fyrir allar stundirnar
sem við áttum í maí 2010 þegar
hún sat við tölvuna í móttökunni
og ég skúraði gólfið en þurfti að
hætta því af því við hlógum svo
mikið að ævintýrunum sem við
höfðum lent í kvöldið áður. Fyrir
að hafa alltaf áhuga á öllu sem ég
gerði og öllu sem ég sagði, þakka
henni fyrir að kenna mér að sam-
gleðjast innilega – það var svo
gott að segja Stellu gleðifréttir af
einhverju tagi, ánægjan fyrir
mína hönd var svo mikil og svo
einlæg. Ég vil þakka henni fyrir
besta dag ársins 2010, fyrir að
hafa hugsað um mig í Cannes –
farið í búð og keypt óvænt fyrir
mig mat þó svo að hún skildi ekki
alveg af hverju ég þyrfti að borða
svona mikið. Þakka henni fyrir að
vera ekki þessi væmna týpa en
tárast samt þegar ég jós yfir hana
væmnum aðdáunarorðunum.
Þakka henni fyrir öll gælunöfnin,
fyrir allar hláturstundirnar, þær
voru bestar. Þakka henni fyrir að
vera alveg eins og hún var og svo
ófeimin við það. Þakka henni fyrir
að þola ekki nefhljóðin mín við
matarborðið, þau minna mig núna
á hana. Fyrir þann margbrotna
persónuleika sem hún bjó yfir,
fyrir að kenna mér að vera sterk
með styrknum og baráttuhugan-
um sem hún sýndi. Fyrir að vera
sífellt að biðja mig að taka myndir
af sér þannig að í dag á ég ógrynni
af myndum af henni sem öllum
fylgja minningar.
Þegar ég var farin heim aftur
eftir dvölina með Stellu í Cannes
og fólk spurði mig hvernig hefði
verið svaraði ég alltaf – og geri
enn – að þetta hefði verið
skemmtilegasti mánuður sem ég
hef upplifað. Stella var orðin ein af
mínum bestu vinkonum. Eins ólík-
ar og við vorum smullum við og
áttum ómetanlega hreinskilið
samband. Ef henni fannst ég vera
nördaleg, þá sagði hún það við mig
og öfugt. Það var reyndar í uppá-
haldi hjá henni að kalla mig nörd.
Mér leið svo vel í kringum hana,
jafnvel eftir heimsóknir til hennar
á sjúkrahúsið kom ég labbandi út
með bros á vör og yfirþyrmandi
magn af hlýju í hjarta. Þannig
voru áhrif hennar.
Elsku hjartans litríka og
skemmtilega Stella mín, ég mun
segja sögur af þér um ókomna tíð,
nóg er nú til af þeim. Það var bara
ein þú og ég dáðist að þér og geri
enn. Ég er þakklát frá mínum
dýpstu hjartarótum fyrir þann
stórkostlega tíma sem við áttum
saman og þau dýrmætu vináttu-
bönd sem við áttum. Líf mitt varð
auðugra eftir að þú, Fríða mín,
rambaðir inn í það.
Ástarkveðja frá „eiginkonunni“,
Erlu þinni Karls.
Ég man þegar Halldóra sagði
mér að mamma hennar væri með
barn í maganum. Ég skildi það að-
eins á einn hátt, það var komin ný
dúkka í safn okkar vinkvenna!
Þegar Stella var orðin nógu gömul
varð það einmitt raunin, við drösl-
uðumst með hana í dúkkukerrum
og vögnum um Heiðarbrúnina,
ofsalega ánægðar með það að vera
með svona lítið barn úti að labba.
Stella var ákveðin ung kona og
því leið ekki á löngu þar til við urð-
um að hætta í dúkkuleiknum og
leyfa henni að gegna hlutverki
eldri systur dúkknanna í stað ung-
barnsins. Eins og við var að búast
hætti Stellu að þykja gaman að
láta ráðskast svona með sig og fór
hún að leika við krakka á sínum
aldri.
Í seinni tíð fylgdist ég með
ferðalögum Stellu um heiminn í
gegnum Halldóru og jafnframt í
gegnum bloggin hennar Stellu.
Þar mátti sjá hvað Stella var sjálf-
stæð og ákveðin, enda þarf þessa
eiginleika til þess að bjarga sér í
ókunnum löndum. Fregnir af
veikindum hennar voru sláandi og
fylgdist ég með baráttu hennar
við þennan erfiða sjúkdóm.
Ákveðni Stellu kom þar bersýni-
lega í ljós þar sem hún tókst á við
baráttuna af miklum krafti.
Það má með sanni segja að veg-
ir Guðs séu órannsakanlegir á
stundum sem þessum, þegar við
kveðjum unga konu í blóma lífs-
ins. Ég er þess þó fullviss að Stella
sé í góðum höndum og að henni
líði vel. Hún var sannkölluð hetja í
mínum augum.
Elsku Jóna, Víðir, Valdimar,
Nonni og Halldóra, megi Guð
veita ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Guð geymi þig elsku Stella.
Halla Katrín Kristjánsdóttir.
Fráfall ungrar, lífsglaðrar konu
eins og Stellu Víðisdóttur, langt
fyrir aldur fram, breytir lífi og við-
horfum allra sem til hennar
þekktu. Maður efast um grunninn
í gangverkinu. Stella kom inn í
okkar líf sem ein af stórum vina-
hópi elstu barnanna okkar, Söru
og Arnþórs. Eftir stúdentspróf
tóku þær stöllur Stella og Sara sig
saman og skipulögðu þriggja
mánaða ferð til Asíu. Þær söfnuðu
sér farareyri um sumarið og er
dró að hausti lögðu þær af stað í
mikla ævintýraferð: Indland,
Víet-Nam, Malasía og fleiri lönd
voru heimsótt. Stella sannfærði
okkur um að allt yrði í lagi með
þær tvær í þessari ferð. Stella var
mjög skipulögð og eins og Sara
ákveðin og fylgin sér. Ferðin varð
til þess að treysta enn betur vina-
böndin þeirra á milli. Tæpu ári
eftir heimkomuna bauð Stella
Söru að koma til sín til Frakk-
lands þar sem hún vann með bróð-
ur sínum í hótelrekstri. Eins og
við var að búast nutu þær sín vel
saman í Cannes: vinna, vinátta og
leikur.
Stella var heillandi og glæsileg,
ung stúlka, leiftrandi bros og dill-
andi hlátur, rautt flaksandi hár og
glampi í augunum, hugað var að
hverju smáatriði í útliti og fram-
komu. Það var yndislegt að vera í
kringum Stellu.
Við vottum foreldrum Stellu,
systkinum og öðrum aðstandend-
um hennar okkar dýpstu samúð.
Bjarni Gautason og
Þorbjörg Ásgeirsdóttir.
Við hittum Stellu fyrst á sólrík-
um sumardegi fyrir tveimur árum
þegar hún kom til okkar í fylgd
Jóns Eggerts bróður síns þar sem
við sátum úti í garði og nutum veð-
urblíðunnar. Tilefnið var væntan-
leg Frakklandsferð þeirra systk-
ina en þau höfðu samþykkt að fara
til Cannes og reka þar gistiheimili
fyrir okkur. Stella var frönsku-
mælandi, Jón Eggert velmennt-
aður og með góða þekkingu á veit-
ingarekstri og voru þau því í
sameiningu ágætlega undir starf-
ið búin. Það kom líka á daginn, því
að þau systkinin sáu um rekstur-
inn með miklum sóma og framtíð-
in blasti við þeim björt og fögur.
Við fyrstu kynni virtist Stella
frekar hæglát og varfærin í fram-
komu en um leið og hún brosti
kom í ljós þessi fallega, hlýja og
örlítið prakkaralega stelpa sem
átti eftir að sýna svo um munaði
hvílíkan styrk og mannkosti hún
hafði að geyma. Það reyndi líka
sannarlega á Stellu í glímunni við
sín erfiðu veikindi. Framhaldið
þarf ekki að fjölyrða um – það ná
heldur engin orð yfir sorgina og
eftirsjána sem fylgir því að missa
ungt fólk og fylgjast með því
hvernig einlægur og sterkur bar-
áttu- og lífsvilji þarf að lúta í
lægra haldi fyrir ofureflinu skelfi-
lega. Nú þegar við kveðjum Stellu
er stuttu sumri tekið að halla. Við
söknum birtunnar og hlýjunnar
og alls sem við ætluðum að gera
en komumst ekki til. Þannig
minnumst við líka Stellu þegar við
sjáum fyrir okkur fallega, hlýja
brosið hennar og framtíðina sem
hún fékk ekki að njóta. Ég vil fyrir
hönd okkar eigenda Kima þakka
fyrir ljúf en allt of stutt kynni.
Jóni Eggerti, fjölskyldu og að-
standendum öllum vottum við
okkar dýpstu samúð.
Steinunn Þorvaldsdóttir.
Stella Víðisdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
JÓN TRAUSTI KÁRASON
fyrrv. aðalbókari Pósts og síma,
Hlíðarhúsum 3,
lést miðvikudaginn 24. ágúst.
Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 1. september kl. 13.00.
Bjarghildur Stefánsdóttir,
Gylfi Jónsson, Þórunn Ásgeirsdóttir,
Birgir Jónsson, Dagrún Þórðardóttir,
Kári Jónsson, Hermína Hermannsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN B. EINARSSON
fyrrv. starfsmaður Flugleiða,
lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild
11E, mánudaginn 22. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 2. september kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á krabbameinsdeild 11E Landspítalanum.
Kristjana Þorgilsdóttir,
Aðalsteinn K. Aðalsteinsson, Indiana Sigurðardóttir,
Rósmary Aðalsteinsdóttir,
Guðrún K. Aðalsteinsdóttir, Haraldur R. Aðalbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA LILJA GÍSLADÓTTIR,
áður til heimilis á Sunnubraut 5,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi laugar-
daginn 27. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingibjörg Magnúsdóttir, Lárus Ól. Lárusson,
Kristín G. Magnúsdóttir, Eyjólfur Garðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVEINN ÁKI ÞÓRÐARSON
fv. rafmagnseftirlitsmaður,
Ársölum 1,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 16. ágúst.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum vinum og vandamönnum samúð og vinarhug.
Martha Sigurðardóttir,
Þórður Ben Sveinsson, Karólína Kristinsdóttir,
Anna Sveinsdóttir, Pétur Kristjánsson,
Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, Vignir Ólafsson,
afa- og langafabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORBERGUR FRIÐRIKSSON,
Aðalgötu 1,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu-
daginn 28. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Jón Páll Þorbergsson, Sigurbjörg Lárusdóttir,
Friðrik Þorbergsson,
Þórunn María Þorbergsdóttir,
Þorbergur Friðriksson, Hildur Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍSABET GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Hjallatúni,
Vík í Mýrdal,
lést á heimili sínu föstudaginn 26. ágúst.
Útförin fer fram frá Stórólfshvolskirkju Hvols-
velli laugardaginn 3. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasjóð Hjallatúns í
Vík í Mýrdal.
Jón Ellert Stefánsson,
Ólafur Björn Jónsson, Lilja Harðardóttir,
Kristjana Karen Jónsdóttir, Kjartan Már Benediktsson,
Ragnhildur Birna Jónsdóttir,Böðvar Bjarnason,
Sveinn Ásgeir Jónsson, Elísabet Valdimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, fóstursonur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR MARKÚSSON
fyrrv. framkvæmdastjóri,
Sléttuvegi 17,
Reykjavík,
f. 16. september 1929,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn
22. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
1. september kl. 13.00.
Ingiríður (Inga) Árnadóttir,
Guðríður Guðbrandsdóttir,
Guðríður St. Sigurðardóttir,
Guðbrandur Sigurðsson, Rannveig Pálsdóttir,
Einar Sigurðsson, Elfa Lilja Gísladóttir,
Antoníus Þ. Svavarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.