Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Elsku Hanna.
Það er svo óraunverulegt að
þurfa að kveðja þig á þessari
stundu en ekki hafði mig órað
fyrir því að ég myndi þurfa að
gera það í bráð. Ég hefði ekki
heldur getað ímyndað mér þegar
við heimsóttum ykkur á Soga-
veginn fyrir stuttu að það yrðu
okkar síðustu stundir saman. Líf-
ið getur stundum verið svo ótrú-
lega ósanngjarnt og þú hefðir átt
að eiga svo miklu meiri tíma eftir
með okkur. Ég var farin að
hlakka til þess tíma þegar við
myndum hittast með krílin okkar
og gera eitthvað skemmtilegt
saman. Þú hefur alltaf verið ein
af fyrirmyndum mínum og hef ég
litið mikið upp til þín í gegnum
tíðina. Þegar ég var yngri leit ég
eiginlega á ykkur Siggu sem
systur frekar en frænkur. Það
var mikið tilhlökkunarefni af
minni hálfu þegar vitað var að þú
værir á leiðinni í heimsókn og
sérstaklega þegar þú varst feng-
in til að passa okkur systkinin. Þá
voru sko skemmtilegir tímar í
vændum og á ég ótal margar
minningar um samverustundir
okkar saman. Þessar minningar
fá mann annaðhvort til að hlæja
eða brosa þar sem það var alltaf
Hanna Lilja Vals-
dóttir og Valgerður
Lilja Gísladóttir
✝ Hanna LiljaValsdóttir
fæddist á Fæðing-
arheimilinu í
Reykjavík 22. apríl
1975. Hún lést af
barnsförum á
Landspítala í Foss-
vogi 14. ágúst 2011.
Valgerður Lilja
Gísladóttir fæddist
13. ágúst 2011. Hún
lést 20. ágúst 2011.
Útför Hönnu Lilju og dóttur
hennar Valgerðar Lilju fór fram
frá Grafarvogskirkju 29. ágúst
2011. Mæðgurnar voru jarð-
settar í Mosfellskirkjugarði.
stutt í grínið hjá þér. Ein sem er
ofarlega í huga var þegar þú
„rústaðir“ herberginu hans
Kristjáns, að hans sögn, þegar þú
viljandi færðir til nokkra hluti til
að sjá viðbrögðin hjá honum.
Einnig er mér minnisstæð bíó-
ferð, en þær voru ófáar sem við
fórum í saman, þar sem við vor-
um einar í bíó og vorum næstum
því búnar að læsast inni því það
gleymdist að opna útidyrnar eftir
sýningu. Vorum við búnar að
bíða í dágóða stund þegar starfs-
maður kom loksins og opnaði fyr-
ir okkur.
Það er erfitt að hugsa til þess
að samverustundir okkar verði
ekki fleiri og get ég ímyndað mér
að fjölskylduboðin verði hálf tóm-
leg án þín. Þú varst alveg einstök
manneskja, svo lífsglöð, jákvæð
og alltaf í góðu skapi og með ein-
dæmum hugmyndarík og hafðir
yfirleitt mörg járn í eldinum. Það
var stundum eins og það kviknaði
ljós þegar þú gekkst inn í her-
bergi því gleðin og hamingjan
geislaði gjörsamlega af þér. Ég á
eftir að sakna þín ákaflega mikið
og það á eftir að taka langan tíma
fyrir sárin sem brotthvarf þitt
olli að gróa. Ég vil þakka þér fyr-
ir að vera svona stór hluti af mínu
lífi og vonandi er hugsað vel um
ykkur Valgerði Lilju á þeim stað
sem þið eruð komnar á núna.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Edda Sif Bergmann
Þorvaldsdóttir.
Það er skrítið þetta líf. Ein
lífsglaðasta manneskja sem ég
hef þekkt á ævinni er látin.
Hanna Lilja var tekin frá okkur
öllum allt of snemma, þó sérstak-
lega frá börnum sínum og manni
sem ég votta mína dýpstu samúð
og í raun baráttukveðju.
Vegir okkar Hönnu Lilju lágu
saman í barnaskóla í Mosfellsbæ
þar sem við vorum saman í ár-
gangi og þá vissi ég svona af
henni, en fyrst almennilega þeg-
ar við stunduðum nám saman í
Menntaskólanum við Sund. Þar
var fyndið samspil á milli okkar,
hún að halda mér við efnið og ég
að spila ofursvala gaurinn sem
hafði engan tíma fyrir skólann.
Einhvern veginn tókst það svona
ljómandi vel og í raun áttaði ég
mig ekki á því hve mér þótti vænt
um hana fyrr en ég fékk sím-
hringingu með þær sorgarfréttir
að hún væri látin. Hennar verður
sárlega saknað af öllum í ’75-
árganginum í Mosfellsbæ, það er
alveg ljóst. Hún hefur ásamt öðr-
um verið helsta hvatakona að
hittingum okkar í árganginum og
gert það gríðarlega vel. Nú síðast
í lok maí þegar við áttum 20 ára
útskriftarafmæli úr Gagnfræða-
skóla Mosfellsbæjar. Þar var
Hanna Lilja mætt með sína flottu
bumbu með þeim systrum innan-
borðs. Þá brosti lífið við henni og
ég gat ekki gert mér þennan
harmleik í hugarlund.
Með harm í hjarta kveð ég
góða vinkonu og votta fjölskyldu
hennar samúð mína.
Birkir Halldórsson.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Við vottum ykkur innilega
samúð kæra fjölskylda og megi
guð veitta ykkur styrk.
Hugur okkar er hjá ykkur.
Guðbjörg Fanndal og
fjölskylda.
Sunnudagsmorgnar eru eru
oft bestu morgnar vikunnar og
þannig byrjaði einnig sunnu-
dagsmorguninn 14. ágúst 2011,
en þá hringdi Gísli og færði mér
þessar hörmungarfréttir. Hún
Hanna Lilja dó í nótt af völdum
blóðtappa í lungum og telpunum
var bjargað en óvíst um afdrif
þeirra vegna hugsanlegs súrefn-
isskorts.
Nei, ekki hún Hanna Lilja, það
bara getur ekki verið, fallega
Hanna Lilja, orkuboltinn mikli,
með brosið sitt bjarta, hún sem
gaf alltaf svo mikið af sér og
hvatti mann áfram.
Hanna Lilja auðgaði líf mitt
síðustu 10 árin og það heldur bet-
ur, þrátt fyrir aldursmuninn sem
á okkur var. Við kynntumst árið
2001, þá störfuðum við báðar í
ferðaþjónustu og alltaf mikið um
að vera, mikið fjör og mikið gam-
an. Hanna Lilja var í mínum
huga stórkostleg kona og alveg
hreint ótrúleg stundum, vel gef-
in, hugmyndabanki og einstak-
lega gefandi manneskja sem mér
var heiður að þekkja og eiga sem
vinkonu. Fallega brosið hennar
og ákefðin voru mér innblástur.
Stundum var ég hissa á hvað hún
nennti að vera að hvetja mig
áfram, hvetja mig áfram til að
takast á við nýja hluti. Ýmislegt
vorum við með á prjónunum um
framtíðina. Hanna Lilja leitaði
oft til mín, bara svona til að fá
mitt álit þegar hún fór á sem
mest flugið í sinni dásamlegu
ákefð, þá sagði ég við hana: Eig-
um við ekki að anda djúpt nokkr-
um sinnum og sjá svo til.
Hanna Lilja kom í heimsókn
til mín reglulega og þá fékk Guð-
rún Filippía oft að koma með í
svona stelpuferð og var þá kátt á
hjalla hjá okkur. Mikið oft hef ég
dáðst að henni Hönnu Lilju,
hvernig hún tók allt föstum tök-
um og skipulagði hlutina og
fylgdi þeim eftir alla leið ásamt
honum Gísla sínum. Hanna Lilja
og Gísli voru hjón sem elskuðu
hvort annað ofurheitt og tókust
saman á við hvert verkefnið á
fætur öðru, verkefni sem þau
kláruðu með miklum sóma. Þor-
kell Valur og Guðrún Filippía
bera foreldrum sínum gott vitni,
falleg og dugleg börn. Litlu tví-
burasysturnar Sigríður Hanna
og Valgerður Lilja, fæddust
þessa örlagaríku nótt og börðust
þær fyrir lífi sínu, en svo fór að
Valgerður Lilja ákvað að fylgja
mömmu sinni og hvílir nú í faðmi
hennar.
Í hjarta mínu er mikil sorg og
hugur minn er öllum stundum
hjá Gísla og börnunum sem eru
nú án mömmu sinnar. Oft ræddi
hún Hanna Lilja um hann Gísla
sinn við mig og þá óbilandi trú
sem hún hafði á honum og hann
brást henni ekki, það veit ég. Ég
veit að það er satt að hún var
gimsteinninn í lífi hans og gerði
hann að svo miklu betri manni
eins og hann orðaði það sjálfur,
og hann stóðst öll prófin sem hún
lagði fyrir hann. Það mun Gísli
einnig gera nú með miklum sóma
þegar hann tekur að sér án henn-
ar að leiða börnin þeirra áfram til
fullorðinsára af alúð og elsku,
Hönnu Lilju og Hans.
Mikið er ég ríkari að hafa átt
hana Hönnu Lilju Valsdóttur að
vinkonu og fyrir það vil ég þakka
af heilum hug.
Takk fyrir allt, elsku stelpan
mín.
Guðrún B. Ketilsdóttir (Lilla).
Meira: mbl.is/minningar
Eins og segir í laginu þá skipt-
ir mestu máli í lífinu hvernig þú
elskar. Elskuleg vinkona okkar
Hanna Lilja elskaði og var svo
sannarlega elskuð. Svo ástrík í
öllu sem hún gerði, hvort sem
hlutverkið var elskandi eigin-
kona, ástrík móðir eða um-
hyggjusöm vinkona þá átti hún
alltaf nóg fyrir alla. Tók öllum
opnum örmum og átti einstak-
lega auðvelt með að láta öllum
líða vel. Fjölskyldan var það dýr-
mætasta í lífi Hönnu og sam-
glöddumst við vinkonu okkar svo
sannarlega þegar leiðir hennar
og Gísla lágu saman. Svo komu
börnin, Þorkell Valur og Guðrún
Filippía og við fengum að sjá
hversu frábær mamma Hanna
var. Við biðum spenntar eftir að
sjá litlu tvíburasysturnar sem
von var á, Valgerði Lilju og Sig-
ríði Hönnu, bætast í hópinn.
Elsku litla Valgerður Lilja fylgir
nú mömmu sinni og vakir yfir
pabba sínum og systkinum eins
og mamma hennar svo sannar-
lega gerir. Eftir standa minning-
ar um yndislega manneskju og
frábæra vinkonu.
Einstakur húmor, opinn hugur
og kómísk lífssýn Hönnu varð til
þess að hún varð strax ein af okk-
ar sterka vinkonuhópi þegar hún
flutti í Mosfellsbæinn 12 ára
gömul. Frá upphafi vorum við
límdar saman allan sólarhring-
inn. Vorum saman í bekk í skól-
anum, saman á handboltaæfing-
um og saman eftir þær. Um
helgar var svo oftar en ekki búið í
kjallaranum heima hjá Hönnu.
Hún átti stórt og gott herbergi
með sjónvarpi, sófa og hugguleg-
heitum þar sem endalaust var
spjallað, hlegið og dansað, horft á
Grease, Monty Python og Dirty
Dancing ásamt því að hlusta á
Celine Dion, Eurovision og Mich-
ael Bolton aftur og aftur og aft-
ur … og aftur!
Ekki völdum við allar sama
framhaldsskóla svo samveru-
stundir hópsins urðu aðeins færri
þegar þangað var komið. Alltaf
vorum við þó í sambandi og jafn-
góðar vinkonur. Þegar við vorum
allar komnar með fjölskyldur og
einhverjar búandi erlendis pöss-
uðum við upp á að hittast reglu-
lega og eiga góða kvöldstund
saman. Oftar en ekki teygðust
þær langt fram á næsta dag og
alltaf fannst okkur jafn erfitt að
hætta að tala og fara heim, okkur
langaði einfaldlega ekki til að
kvöldið endaði. Hlógum svo
óendanlega mikið og fékk frá-
sagnarhæfni Hönnu og einstakir
gullmolarnir hennar okkur til
þess að standa á öndinni af hlátri.
Alltaf gátum við deilt öllu hver
með annarri, jafnt súru sem
sætu, og erum við óendanlega
þakklátar fyrir okkar vináttu.
Lífsgleðin, kærleikurinn, kraft-
urinn og sannfæringin sem ein-
kenndu elsku Hönnu okkar mun
ávallt lifa með okkur og jafn-
framt minna okkur á mikilvægi
þess að njóta lífsins eins og hún
gerði svo sannarlega.
Elsku Gísli, Þorkell Valur,
Guðrún Filippía, Sigríður Hanna,
foreldrar og systkini, hugur okk-
ar og bænir eru með ykkur á
þessum erfiðu tímum og biðjum
við algóðan guð um að styrkja
ykkur og styðja.
Hvíl í friði, elsku vinkona. Við
mætum svo í humar og hvítt með
spjalli, hlátri og tilheyrandi þeg-
ar okkar tími kemur. Þangað til
treystum við á að þú verðir eins
og þú sagðir alltaf svo réttilega:
absolutly fabulous!
Við munum alltaf elska þig og
geyma í hjörtum okkar.
Þínar vinkonur,
Hugrún, Linda Björk,
Linda Þórey og Lovísa.
Minningar margar þú gafst okkur öll-
um,
með fallegu brosi og hlátrasköllum.
Takk fyrir stundirnar, takk fyrir mig!
Svo þakklát fyrir að hafa átt þig.
Finn tárin streyma og skil ekki neitt.
Bara að ég gæti lífinu breytt.
Þá værir þú hjá okkur hlæjandi dátt,
í staðinn þú kvaddir allt of brátt.
Elsku Gísli og fjölskyldan öll.
Sagt er að trúin flytji fjöll.
Mín ósk er að fljótt þið friðinn finnið,
með kærleik í hjarta hvort öðru sinnið.
Himnafaðir lofaðu mér,
að gæta stelpnanna okkar vel,
Leyfðu okkur nærveru þeirra að finna,
á meðan þær englaverkunum sinna.
(Linda Svanbergsd., ágúst –2011)
Elsku Hanna, takk fyrir allar
góðu stundirnar og skemmtilegu
minningarnar sem þú skilur eftir.
Þú munt ávallt lifa með okkur öll-
um.
Við vottum eiginmanni Hönnu,
börnum hennar og fjölskyldunni
allri okkar dýpstu samúð vegna
fráfalls Hönnu Lilju og elsku-
legrar dóttur hennar, Valgerðar
Lilju. Guð geymi ykkur. Kveðja
frá ’75 árgangnum í Mosó,
Linda Svanbergsdóttir.
Að fá þessar fréttir að þú vær-
ir farin á vit nýrra heima var eins
og þruma úr heiðskíru lofti og
eldingin snerti hjörtu okkar. Það
er ekki hægt að lýsa því hversu
sárt þetta er en allar góðu minn-
ingarnar hjálpa okkur í sorginni.
Eins og sagt er þá deyja þeir
ungir sem guðirnir elska.
Það var svo margt sem við ætl-
uðum að gera saman, allir
draumarnir og markmiðin sem
kitluðu okkur og voru svo spenn-
andi, ferðalögin til framandi
landa, efling fyrirtækja okkar, og
síðast en ekki síst að framleiða
marga skínandi skæra demanta.
Við vorum nýlega farnar að
temja okkur fræðin um stóru og
litlu steinana, læra að njóta í
núinu, en erum að sjá og skilja
fyrst núna hversu mikilvægt
þetta er í ljósi þess að við vitum
aldrei hvað morgundagurinn ber
í skauti sér.
Við munum horfa fram á veg-
inn með gleði í hjarta yfir að hafa
fengið að kynnast þér og þeirri
vellíðan sem þú veittir okkur með
návist þinni. Það var ekki hægt
annað en að finna fyrir kraftin-
um, allri gleðinni og kærleikan-
um sem þú sýndir okkur með
geislandi brosi þínu. Þú varst og
verður ávallt okkar fyrirmynd
sem leiðtogi, enda var draumur-
inn þinn að vera fyrirmynd leið-
toga og að skrifa bók þess efnis.
Við munum halda minningu þína
í heiðri og demantinum þínum á
lofti. Þú verður ávallt okkar
skærasti demantur.
Elsku vinkona, hvíl í friði
ásamt þeirri litlu perlu sem ligg-
ur í faðmi þér. Megi það ljós sem
þú kveiktir á lokasprettinum
skína skært eins og þau sem þú
áttir fyrir. Megi Guð gefa Gísla
og fjölskyldu styrk á þessum erf-
iðu tímum.
Þínar vinkonur,
Linda, Harpa og Heiða Björk.
Það voru skelfilegar fréttir
sem vöktu mig á hótelinu í Stokk-
hólmi sunnudagsmorguninn 14.
ágúst. Eftir að Gísli sagði mér frá
því að þú hefðir kvatt okkur og
þennan heim Hanna mín þá sat
ég lengi einn á hótelherberginu
og rifjaði upp hversu mikla gleði
og ánægju þú hafðir komið með í
líf eins besta vinar míns. Ég man
ennþá mjög vel hvað mér leist vel
á þessa nýju konu í lífi Gísla þeg-
ar hann kynnti okkur. Hann var
búinn að vera mjög dulur í
nokkrar vikur en sagði svo að
hann vildi kynna mig fyrir hót-
elstjóranum sem hann væri að
deita. Og þegar ég kom fyrst
heim til þín í Básendann með
Gísla sá ég strax á honum að
þetta var eitthvað meira en bara
tímabundin hrifning. Ég er líka
mjög þakklátur fyrir það að
heimili ykkar var mér alltaf opið.
Á erfiðum tímum í mínu lífi fékk
ég að finna hjá ykkur mikla hlýju
og gleði. Það var alltaf mikil ást
og hlýja í sambandi ykkar og það
er erfitt að finna nógu stór orð til
að lýsa þeim jákvæðu áhrifum
sem þú hafðir á líf Gísla. Frá
mínu sjónarhorni gafst þú Gísla
þá jarðtengingu sem hann þurfti
til þess að verða sá maður sem
hann er í dag og ég vissi alltaf að
blundaði í honum.
Þegar ég kynntist svo Hjördísi
náðuð þið strax vel saman og það
var alltaf gaman þegar við hitt-
umst. Við erum svo þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast þér
Hanna Lilja. Þú gafst svo mikið
af þér og það var svo gaman að
vera í kringum þig, alltaf svo ab-
solutely fabulous og gordjöss.
Lífsviðhorf þitt og kraftur er öðr-
um til fyrirmyndar. Það er með
öllu óskiljanlegt að þú hafir verið
tekin frá okkur öllum svo
snemma og ekki fengið að njóta
alls þess sem í vændum var.
Við erum viss um að þú munt
vaka yfir honum Gísla þínum og
börnunum ykkar þremur. Það er
svo sárt að þið hafið ekki fengið
að vera sameinuð, stóra fjöl-
skyldan sem þið bæði þráðuð og
voruð svo spennt að fullkomna
með litlu tvíburunum. Hugur
okkar er hjá fjölskyldunni þinni
sem var gefið svo mikið en hefur
nú misst svo mikið með fráfalli
✝
Mín ástkæra eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir, dóttir, systir og amma,
JÓHANNA ÞÓRISDÓTTIR,
Stuðlaseli 3,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 22. ágúst, verður jarðsungin frá
Seljakirkju föstudaginn 2. september kl. 15.00.
Ingþór Jónsson,
Jón Ingþórsson, Felicia Mariana Pralea,
Jóhanna María Jónsdóttir,
Þórir Ingþórsson, Jóhanna Kristín Björnsdóttir,
Þórunn Jóhanna og Elísabet Hildur Þórisdætur,
Guðrún Bjarnadóttir
og
Guðni Rúnar Þórisson.
✝
Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir,
tengdamóðir, amma og systir,
JÓHANNA M. AÐALSTEINSDÓTTIR,
Hjallahlíð 19b,
Mosfellsbæ,
sem andaðist á heimili sínu þriðjudaginn
23. ágúst, verður jarðsungin frá Grafarvogs-
kirkju föstudaginn 2. september kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bendum á
Minningarsjóð Karitas í síma 551 5606 milli kl. 08.30 og 10.00
eða netfangið karitas@karitas.is.
Björn Júlíusson,
Unnur Björnsdóttir, Ágúst Helgi Jóhannesson,
Erla Björnsdóttir, Guðmundur Þór Reynisson,
Birna Björnsdóttir, Sigursteinn Norðfjörð Kristjánsson,
Anna Lilja Björnsdóttir, Hallgrímur Jónas Ingvason,
Sædís, Örvar, Tómas, Reynir Þór,
Björn Emil, Jóhanna Iðunn,
Anna Björk Aðalsteinsdóttir, Lárus S. Aðalsteinsson.