Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Andrea Gylfa er
ein af okkar allra
bestu söngkonum
og hefur farið víða
um tónrófið hvað
stíla varðar. Blús-
inn hefur hún alltaf
sungið af mikilli sannfæringu og
sönnun um það má nálgast á plötu
frá 1998 sem hún tók upp með Blús-
mönnum. Ekki er þessi plata síðra
sönnunargagn en hér tætir hún í
gegnum níu misþekkt tökulög og tvö
eftir sjálfa sig. Blúsmennirnir, þeir
Guðmundur Pétursson gítarleikari,
Einar Rúnarsson hammondleikari,
Haraldur Þorsteinsson bassaleikari
og Jóhann Hjörleifsson trommuleik-
ari, negla stemninguna en platan var
tekin upp á tveimur dögum og það er
auðheyranlegt að fólk hefur náð að
læsa sig í „grúvið“ eins og stundum
er sagt. Stjörnuleikinn á þó Andrea,
hún er með sterka, karakterríka og
nálæga rödd og getur sveiflast frá
társtokknum sorgarstemmum yfir í
kröftugri kafla eins og að drekka
vatn, túlkunin ávallt næm og áhrifa-
rík. Frábær söngkona.
Rain On Me Rain – Andrea og
Blúsmenn
bbbmn
Sú kann að
syngja blús
Arnar Eggert Thoroddsen
Skúli Þórðarson,
Vestfirðingur með
meiru, hóf feril
sinn sem trúbadúr
en hefur á síðustu
árum verið að færa
sig meira í faðm
hljómsveita, fyrst Sökudólganna og
nú Grjóts. Búgí! er giska skemmti-
leg plata og það er keyrt á gam-
aldags búgísveiflu eins og titillinn
gefur til kynna. Stundum verða
myndræn áhrif mikil – og góð – t.d. í
fyrsta laginu „Leggir“ þar sem Skúli
stendur inni í reykfylltum bar í Am-
eríku fimmta áratugarins með risa-
stóran míkrófón og skakkan, krump-
aðan hatt. Skúli hittir þá stundum á
skemmtilegar textalínur, eins og í
„Ég hlusta (á vínylplöturnar hans
pabba). En stundum er skotið
framhjá, t.a.m. í laginu „Símanúm-
erabúggí“ sem hefði haft gott af
smáuppbroti, t.d. í formi „brúar“.
Hljómsveitin Grjót er annars hið
fullkomna bakland í þessu fortíð-
arrölti Skúla og hann gleymir því
ekki að taka sig ekki of hátíðlega.
Þrjár spikfeitar búgístjörnur til þess
mennska, gersovel.
Reykfylltur
og reffilegur
Skúli mennski – Búgí!
bbbnn
Arnar Eggert Thoroddsen
Fyrsta lagið sem
ég heyrði með
Pétri Ben og
Eberg hélt ég að
væri útlenskt.
Hvort það eru
meðmæli með tón-
list læt ég liggja á milli hluta.
Stundum finnst manni það í það
minnsta komandi frá litla Íslandi.
En hvað um það, lagið „Over and
Over“ vakti í það minnsta forvitni
mína þannig að mig langaði að
heyra meira. Svo ég fór að hlusta á
nýjustu plötu þeirra félaga, Num-
bers Game. Þá heyrði betur og bet-
ur að hér væri á ferð skemmtilega
fjölbreytt og þétt poppplata sem
hjúfrar sig oft skemmtilega upp að
kantinum. Platan er þó mýkri, ef
svo má segja, en ég ímyndaði mér í
fyrstu. Lagið „Numbers Game“
stendur upp úr sem hugljúfasta lag
plötunnar, notalegt en dálítið ljúf-
sárt. Lagið „Remind Me Not To
Do This Again“ er einnig í svip-
uðum dúr en í laginu „Stuck On
You“ kveður við nýjan hljóm. Það
lag er hressilegt og kemur dálítið
eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum á jákvæðan hátt. Tilvalið
lag til að spila í bílnum á leiðinni
heim úr vinnu á föstudegi og koma
sér í helgargírinn. „Plateaui“ finnst
mér líka forvitnilegt lag fyrir þær
sakir að það ber keim af tón-
smíðum Belle and Sebastian.
Skemmtilegt að heyra áhrif tónlist-
ar fara víða og blandast saman á
flottan hátt og persónulegan eins
og það gerir í þessu lagi. Pétur
Ben og Eberg hafa lengi unnið við
tónlist en leiða í fyrsta sinn saman
hesta sína á þessari plötu og tekst
vel upp. Þeir hafa einnig fengið
góða gesti til liðs við sig á plötunni,
Mugison, Sigtrygg Baldursson,
Nóu úr Leaves, Gísla Galdur og
Maríu og Hildi úr hljómsveitinni
Amiinu. Úr þessari samsuðu Pét-
urs Ben og Ebergs og gesta hefur
orðið til skemmtilegur bræðingur
sem fellur ljúflega að eyrum hlust-
anda. Fínasta plata til að láta
fylgja sér inn í haustið.
Popp sem hjúfrar sig upp að kantinum
Numbers Game – Pétur Ben og
Eberg
bbbmn
María Ólafsdóttir
Samstarf Þeir Pétur Ben og Eberg leiða saman hesta sína á nýrri plötu.
Tónlist
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Hinn 20. september hefjast á RÚV
sýningar á sjónvarpsþáttunum
Djöflaeyjunni þar sem fjallað verð-
ur um leikhús, bíó og myndlist.
Umsjónarmaður þáttarins er Þór-
hallur Gunnarsson. Aðspurður
hvernig nafnið er tilkomið svarar
hann: „Þetta er vísun í einhverjar
vinsælustu leiksýningar og kvik-
mynd þjóðarinnar sem eru byggðar
á bók Einars Kárasonar,“ segir
Þórhallur. „Bók Einars er tær
snilld. Nokkrar leiksýningar hafa
verið settar upp eftir leikgerð
Kjartans Ragnarssonar og verið
mjög vinsælar og vel heppnaðar.
Sýning Leikfélags Reykjavíkur í
Skemmunni var mögnuð og svo
leikstýrði Kolbrún Halldórsdóttir
flottri sýningu hjá Leikfélagi Akur-
eyrar árið 1995. Leikfélag Horna-
fjarðar var með skemmtilega upp-
færslu árið 1994 og sú sýning var
valin áhugaleiksýning ársins það
árið. Þannig að Djöflaeyjan á djúp-
ar rætur í leikhús- og kvikmynda-
sögunni. Svo má ekki gleyma kvik-
mynd Friðriks Þórs sem var
fantagóð.“ Spurður hvaða efni verði
á boðstólum segir hann að það
markist af því hvað sé í gangi
hverju sinni.
„Leikhúsin eru að fara á fullt
með spennandi leikár,
RIFF-kvikmyndahátíðin hefst fljót-
lega og kvikmyndir, heimildar-
myndir, stuttmyndir og leiknir
sjónvarpsþættir eru í framleiðslu
eða á leið í frumsýningu og þar
verður af nógu að taka.
En fleiri munu koma að gerð
þáttanna, því Sigríður Pétursdóttir,
sem hefur stýrt Kviksjá og Kviku á
Rás 1, Vera Sölvadóttir kvikmynda-
leikstjóri og Guðmundur Oddur
Magnússon eða Goddur eins og
hann er kallaður munu einnig
standa að þættinum ásamt mér og
Guðmundi Atla Péturssyni fram-
leiðanda.
Goddur fjallar um myndlist á alla
vegu, með gagnrýni úti á götu eða
inni í galleríum. Aðalmálið er að
hann tali til þjóðarinnar. Hann
kann að tala um myndlist þannig að
flestir skilji og þá verður þetta ekki
einhver afkimi í umræðunni sem
enginn þorir að snerta á.
Sigga og Vera eru með yfirgrips-
mikla þekkingu á kvikmyndagerð
frá öllum hliðum og ólíkan bak-
grunn sem nýtist þættinum vel.
Umfjöllun um leikhúsið verður ólík
eftir leikverkum en þátturinn verð-
ur bæði með gagnrýni á uppfærslur
leikhúsanna og ítarlegri umfjallanir
um einstök verk. Við tökum líka út
ákveðna þætti leikhússins og kvik-
myndagerðarinnar eins og leik-
mynd, lýsingu, hljóð og brellur og
skoðum líka hlutina í sögulegu sam-
hengi,“ segir Þórhallur.
Aðspurður hvort það sé einhver
þáttur að utan sem sé notaður sem
fyrirmynd segir hann að þau hafi
skoðað alla helstu menningarþætti
Norðurlandanna, mikið af þeim
ensku og bandarísku líka. „Við
höfðum þá til hliðsjónar og erum
núna með eitthvað í höndunum sem
við höfum trú á. Hver þáttur tekur
hins vegar mið af viðfangsefnunum
hverju sinni og þess vegna síbreyti-
legur,“ segir hann.
Við búum á Djöflaeyjunni
Nýr sjónvarpsþáttur hefst á RÚV í september
Þátturinn mun fjalla um leikhús, myndlist og bíó
Vera Sölvadóttir Sigríður Pétursdóttir Þórhallur Gunnarsson
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA
EKKI Í BORGARBÍÓI
Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD – 4-D!
FRÁ LEIKSTJÓRA
SUPER SIZE ME
5%
THE CHANGE-UP KL. 6 - 8 - 10 14
SPY KIDS 4 4D KL. 6 - 8 L
CONAN THE BARBARIAN KL. 10 16
T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT
THE CHANGE-UP KL. 5.30 - 8 - 10.30 14
THE CHANGE-UP LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 14
SPY KIDS 4 4D KL. 3.40 - 5.50 - 8 L
ONE DAY KL. 8 L
COWBOYS AND ALIENS KL. 10.30 14
STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 - 8 L
STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L
RISE OF THE PLANETS OF THE APES KL. 10.20 12
FRIENDS WITH BENEFITS KL. 10.10 12
THE CHANGE-UP KL. 8 - 10.30 14
GREATEST MOVIE EVER SOLD KL. 5.30 - 8 - 10.10 L
SPY KIDS 4D KL. 5.50 L
CONAN THE BARBARIAN KL. 8 - 10.20 16
ONE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 5.40 L
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE CHANGE-UP Sýnd kl. 8 - 10:20
SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 6
STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 5:30
CONAN THE BARBARIAN Sýnd kl. 8 - 10:20
CAPTAIN AMERICA 3-D Sýnd kl. 7:30
BRIDESMAIDS Sýnd kl. 10
HÖRKU SPENNUMYND
HANN ER FÆDDUR STRÍÐSMAÐUR
HEFURÐU EINHVERN TÍMANN
VILJAÐ VERA EINHVER ANNAR?
FRÁ LEIKSTJÓRA
WEDDING CRASHERS
OG HANDRITSHÖFUNDUM
THE HANGOVER
Í FYRSTA SINN
Á ÍSLANDI!
BÍÓMYND
Í FJÓRVÍDD!
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
Hvar í strumpanum
erum við ?
Sýnd í 3D með
íslensku tali
Vinsælasta myndin á Íslandi í dag!