Morgunblaðið - 31.08.2011, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
LÓKAL – alþjóðleg leiklistarhátíð í
Reykjavík hefst á morgun, 1. sept-
ember, og verða 13 viðburðir og
sýningar í boði, til og með 4. sept-
ember. Hátíðin hóf göngu sína árið
2008 og er því
haldin í fjórða
sinn nú en fram-
kvæmdastjóri
hennar sem fyrr
er Ragnheiður
Skúladóttir. Í
fyrra var lögð
áhersla á nýja
norræna leiklist
og í ár verður
framhald á því
þar sem tveir
leikhópar frá Osló og Helsinki,
Verk Produkjsoner og Obliva, taka
þátt í hátíðinni auk þess sem norski
leikhópurinn Mobile Homes sýnir
nýtt verkefni sem hann vann í sam-
starfi við netleikhúsið Herbergi
408.
Komin á kortið
Blaðamaður ræddi í gær við
Ragnheiði um hátíðina og spurði
hana hvort hátíðin, líkt og flestar
íslenskar listahátíðir, yxi með
hverju árinu. „Jú, í ár er stærsta
hátíðin til þessa, 13 atriði á dag-
skránni hjá okkur og við höfum
haft það að markmiði að hafa sama
dagafjölda, þétta fjóra daga, og eytt
púðri í að styrkja innviðina. Þetta
er fyrsta alþjóðlega leiklistarhátíðin
á Íslandi,“ segir Ragnheiður. Því
hafi innviðir hátíðarinnar verið
styrktir frá ári til árs. „Um leið og
þú ert kominn í samband við útlönd
þá vex manni bæði ásmegin og net-
verkið breikkar og víkkar, með
fleiri kontöktum er meiri vinna, má
segja. Við erum komin á kortið,
sem er mjög skemmtilegt. Til að
nefna eitthvað þá er Wiener Fest-
wochen, ein af stærstu listahátíðum
Evrópu, að koma hingað með út-
sendara í þriðja sinn,“ segir Ragn-
heiður og nefnir að listhópurinn
Kviss búmm bang hafi farið á þá
hátíð í sumar. LÓKAL hafi því vak-
ið athygli erlendis. Fókusinn á
LÓKAL hafi verið að kynna það
markverðasta sem sé að gerast í ís-
lensku leikhúsi, bæði fyrir erlend-
um áhorfendum og hátíðahöldurum,
kynna fyrir íslenskum áhorfendum
það markverðasta í leikhúsi erlend-
is og breikka atvinnugrundvöll ís-
lensks leikhúss. „Þá höfum við verið
svolítið upptekin af þessum sjálf-
stæða geira sem er að gera hluti
sem eru á undan, undanfarar eins
og grasrótin er,“ útskýrir Ragn-
heiður. Áhorfendahópur þessara
leikhópa sé lítill hér á landi og með
hinum erlendu tengslum stækki
hann, þeir fái meiri athygli og
myndi tengsl við erlenda leikhópa.
Kanna nýjar lendur í leikhúsi
– Þetta eru allt sjálfstæðir leik-
hópar sem sýna á hátíðinni en er
eitthvað annað sem tengir þá? Eru
þeir allir í tilraunakenndu leikhúsi?
„Já, ég myndi kalla þetta undan-
fara. Þeir fara út á brúnina í því
sem þeir eru að gera; að kanna nýj-
ar lendur í leikhúsi. Þeir eiga það
sameiginlegt, bæði íslensku hóp-
arnir og þeir erlendu.“
Ragnheiður nefnir sem dæmi að
hluti af hátíðinni í ár sé samstarf
við íslensk-kanadísku listahátíðina
núna (now) í Winnipeg. Fyrir
tveimur árum hafi útsendarar
hennar komið hingað til lands, á
LÓKAL, og íslenskir listamenn far-
ið á hátíðina í Kanada. LÓKAL
framleiði í ár, með hátíðinni í
Winnipeg, sýninguna The Island en
í henni komi saman myndlistarmað-
urinn Ingibjörg Magnadóttir, til-
raunaleikhúsmaðurinn Friðgeir
Einarsson, kanadíski leikstjórinn og
leikarinn Arne MacPherson og kan-
adíski dansarinn og fjöllistakonan
Freya Björg Olafsson. „Við
ákváðum að stefna þeim saman út í
óvissuna, í rauninni, og þau eru bú-
in að vinna að þessu verkefni sl. tvö
ár með hléum. Bæði hafa Ingibjörg
og Friðgeir farið til Winnipeg og
Freya og Arne komið hingað, tekið
nokkurra vikna lotur. Við sjáum af-
raksturinn af því núna, verkið
frumsýnt á laugardagskvöldið,“
segir Ragnheiður. Þetta tiltekna
verkefni sé dæmi um þá tengingu
sem skipuleggjendur LÓKAL séu
svo uppteknir af, ekki veiti af henni
í leiklistinni því hún eigi það til að
vera svo „lókal“. „Þetta er leiklist í
sinni víðustu mynd,“ segir Ragn-
heiður um hátíðina. Verið sé að fást
við nýsköpun.
Farið út á brúnina
Alþjóðlega leiklistarhátíðin LÓKAL hefst á morgun og stendur í fjóra daga Innlend-
ir sem erlendir leikhópar sýna verk sín á hátíðinni Leiklist í sinni víðustu mynd
Bros Úr verkinu Eternal Smile eftirVerk Produksjoner leikhópinn sem sýnt verður í Tjarnarbíói.
Ragnheiður
Skúladóttir
Tveir Úr verkinu Phobophilia eftir listatvíeykið
2boys.tv. Tvíeykið skipa tveir listamenn frá Montréal.
Skemmtieyja I-III Úr verkinu Entertainment Island I-III
með leikhópnum Oblivia sem sýnt verður á LÓKAL.
Dagskrá LÓKAL má finna á vef há-
tíðarinnar, lokal.is.
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Það var í janúar í fyrra sem gítar-
séníið Clive Carroll heimsótti land-
ann, en Tom nokkur Matthews
flutti hann þá inn en hann var á
þeim tíma búsettur hér á landi.
Matthews flytur nú öðru sinni inn
gítarleikara, rafgítarséníið Guthrie
Govan, og mun hann halda tónleika
á Rósenberg á föstudaginn og
laugardaginn, auk þess að halda
kennslustund í gítarleik á laug-
ardeginum á sama stað kl. 15.00.
Bara fötin
Tengsl Matthews við landið eru
athyglisverð en hann kom hingað
til lands árið 2008 og átti þá bara
fötin sem hann stóð í. Nokkru fyrr
hafði hann sótt tónlistarhátíðina
Aldrei fór ég suður heim og kolféll
hann þá fyrir landi, þjóð – en fyrst
og síðast tónlistinni. Hann ákvað að
flytjast hingað og læra á gítar, sem
hann kunni ekkert á fyrir þessa
tímamótaheimsókn. Í viðtali við
blað þetta á þeim tíma þegar téður
Carroll kom til landsins lét Matt-
hews þá ósk í ljós að hann vonaðist
til að fá að spila á Aldrei fór ég suð-
ur einn daginn. Fór svo að honum
varð að ósk sinni í kjölfar viðtals-
ins!
Margþættur ferill
Matthews er fluttur aftur út til
Bretlands þar sem hann leggur
stund á gítarnám en er staddur hér
á landi til að hafa yfirumsjón með
tónleikunum.
„Ég fékk Carroll yfir á sínum
tíma þar sem hann er einfaldlega
uppáhaldsgítarleikarinn minn. Car-
roll er mikill virtúós á kassagítar en
Guthrie Govan er hins vegar uppá-
haldsrafgítarleikarinn minn. Svo vill
til að þeir Govan og Carroll þekkj-
ast. Þeir fæddust í sama bænum og
það greiddi götu mína þegar ég
ákvað að reyna að koma honum
hingað.“
Ferill Govans er margþættur en
breska blaðið Guitarist var með
hann á forsíðunni í júlí síðast-
liðnum. Govan spilar ýmsa stíla;
rokk, bræðing og hefur einnig starf-
að með raftónlistarmönnum. Hann
er þá eftirsóttur leigugítarleikari
eða sessionspilari og gítar- og
bassapartar eftir hann hafa verið
notaðir í lögum eftir Sugababes,
Cee Lo Green og Dizzee Rascal og
hann hefur starfað með gítargúrú-
um á borð við Lee Ritenour, Steve
Lukather og George Benson.
Gítarinn er gjöf
frá guðunum
Gítargúrúinn Guthrie Govan með tón-
leika á Rósenberg Íslandsvinurinn með
meiru Tom Matthews flytur hann inn
Spakur Guthrie Govan lætur sólina skína á sig - og gítarinn sinn.
» Ferill Govans ermargþættur en
breska blaðið Guitarist
var með hann á forsíð-
unni í júlí síðastliðnum.