Morgunblaðið - 31.08.2011, Page 33

Morgunblaðið - 31.08.2011, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011 Leikarinn og leikstjórinnMel Gibson virðist eigasína djöfla að draga, efmarka má slúðurfréttir af honum hin síðustu ár. Hann hefur átt við áfengisfíkn að stríða, var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis fyrir um fimm árum og lét hann þá niðrandi ummæli falla um gyðinga. Gibson hefur einn- ig verið sakaður um að hafa beitt Oksönu Grigorievu, fyrrverandi sambýliskonu sína og barnsmóður, ofbeldi og sett á hann nálgunar- bann. Þannig mætti áfram telja. Það breytir þó ekki því að Gibson er ágætur leikari og hlutverk hans í kvikmyndinni The Beaver, Bjórinn, virðist klæðskerasniðið fyrir hann. Í myndinni leikur Gibson Walter Black, mann sem er haldinn alvar- legu þunglyndi og hefur glímt við þau veikindi til fjölda ára. Veikindin hafa að sjálfsögðu komið niður á fjölskyldu hans, eiginkonu og tveim- ur börnum, sem og starfi en hann er forstjóri leikfangafyrirtækis sem glímir við mikinn hallarekstur. Í upphafi myndar er Black kynntur til leiks af sögumanni sem talar með miklum Cockney-hreim (eða ansi nálægt slíkum hreim í það minnsta) og maður veltir vöngum yfir því hver þessi sögumaður sé. Það kem- ur í ljós nokkru síðar. Black flytur að heiman í byrjun myndar og inn á hótel, hellir í sig áfengi og dauða- drukkinn finnur hann tuskubrúðu í ruslagámi, handbrúðu í líki bjórs (dýrsins, ekki drykkjarins) sem hann tekur með sér á hótelið. Eftir misheppnaða tilraun til sjálfsvígs rankar Black við sér þegar bjórinn fer að tala við hann, skipa honum að fara á fætur og taka sig saman í andlitinu. Black fer sum sé að tala við sjálfan sig í gegnum bjórinn og þá með fyrrnefndum hreim. Bjórinn rífur Black upp úr þunglyndinu og líf hans breytist til hins betra, þ.e. svo lengi sem hann er í hlutverki dýrsins. Þetta kemur fjölskyldu hans vægast sagt í opna skjöldu sem og samverkamönnum en Black lýgur því að eiginkonu sinni að geð- læknir hafi sett hann í meðferð og að hún felist í því að bjórinn taki við stjórninni. Black virðist gufaður upp og bjórinn tekinn við. Þetta nýja fyrirkomulag gengur vel í fyrstu og Black flytur aftur heim en eldri son- ur hans getur þó ekki sætt sig við hið nýja hliðarsjálf föðurins. Þegar líður á fer þó að síga á ógæfuhliðina hjá Black á ný. The Beaver er býsna merkileg mynd og óvenjuleg, að flestu leyti líkari indie-mynd en Hollywood- mynd, fersk og frumleg. Hér er engin formúlumynd á ferðinni eins og söguþráðurinn ber með sér held- ur óvenjuleg blanda gamans og al- vöru. Myndin hefst á gamansömum nótum en fljótlega tekur dramatíkin við, enda umfjöllunarefnið graf- alvarlegt, þ.e. þunglyndi. Hefur að- alpersónan hreinlega misst vitið og það endanlega? Hvernig eiga ætt- ingjar og samstarfsmenn að bregð- ast við slíkum breytingum, slíkri furðuhegðun og hversu lengi eiga þeir að umbera hana? Og hversu umburðarlynt er fólk almennt gagn- vart geðsjúkum? The Beaver vekur upp slíkar spurningar. Leikarar standa sig allir prýði- lega og fara þar Gibson og Foster fremst í flokki. Inn í söguna af Black fléttast saga af eldri syni hans sem hefur borið nokkurn skaða af veikindum föður síns en sú saga er fullfyrirferðarmikil á heildina litið. Einnig skemmir nokkuð fyrir að myndin þróast í heldur fyrir- sjáanlega átt þegar á líður eftir að hafa komið manni verulega á óvart framan af. Samt sem áður er hik- laust hægt að mæla með Bjórnum. Bjór kemur þung- lyndum til bjargar Sambíó Kringlunni The Beaver bbbmn Leikstjóri: Jodie Foster. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Jodie Foster, Anton Yelchin og Jennifer Lawrence. 91 mín. Bandarík- in, 2011. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Bjór Mel Gibson fer í raun með tvö hlutverk í myndinni The Beaver, þ.e. hlutverk tuskubjórs og hlutverk hins þung- lynda Walters Blacks. Hér sést Mel Gibson með Riley Thomas Stewart sem leikur yngri son hans í myndinni. Síðasti millistríðsárablúsmaðurinn, David „Honeyboy“ Edwards, er nú látinn, 96 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Chicago en umboðsmaður hans hafði opinberlega til- kynnt að hann væri sestur í helgan stein fyrir um mánuði. Hann fæddist í Shaw, Mississippi, árið 1915 og hóf að ferðast um sem tónlistar- maður 14 ára að aldri, með goðsögnum á borð við Howlin’ Wolf og Little Walter. Hann var t.a.m. góður vinur Roberts Johnsons, oft sagður áhrifamesti blústónlistarmaður allra tíma, og var með honum er hann dó árið 1938 eftir að hafa drukkið eitrað viskí. Edwards kom til Íslands árið 2005 og lék þá á Blúshá- tíð. Tróð hann upp á Nasa ásamt Michael Frank munnhörpuleikara. Vel var látið af þeim tónleikum og ekki þurfti að hafa mikið fyrir Edwards. Það eina sem hann fór fram á var að það væri heitt hvert sem hann færi og að steinbítur yrði borinn á borð fyrir hann einhvern tíma í ferðinni. David „Honeyboy“ Edw- ards látinn, 96 ára Síðastur David „Honeyboy“ Edwards er fallinn frá. Jon Cryer, annar aðalleikaranna í Two and a Half Men, hefur undanfarin ár staðið í miklu stappi við fyrrverandi eiginkonu sína hvað meðlag varðar. Hann hefur nú verið dæmdur til að greiða henni 8.000 dali á mánuði í með- lag þó að hún hafi ekki lengur yfirráð yfir syni þeirra. Hjónin skildu árið 2004 og um- gengni Söruh Trigger Cryer við barn sitt hef- ur verið skert jafnt og þétt síðan. Engu að síður hefur Cryer nú tapað málinu og hæsti- réttur Kaliforníu hefur gert Cryer að greiða meðlagið, þar sem samdráttur í þeim efnum gæti skaðað barnið. „Þó að Jon skynji málið sem ranglátt, og það með góðum rökum, verður áherslan að vera á velferð barnsins fremur en tilfinn- ingar foreldranna.“ Ný þáttaröð af Two and a Half Men er ann- ars farin í loftið og lofar Cryer fólki miklu fjöri þó að söguþráðurinn sé, að hans eigin sögn, stórfurðulegur. Jon Cryer þarf að greiða meðlag og engar refjar Borgunarmaður Jon Cryer ætti að eiga aur. H H H KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT FRÁÁ ÁBÆR GAM ANM YND EIN FLOTTASTA SPENNUHROLLVEKJA ÞESSA ÁRS MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI TIL ÞESSA 75/100 VARIETY 75/100 SAN FRANCISCO CHRONICLE 75/100 ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND Í 3D MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS FINAL DESTINATION 5 kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D 16 LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D 7 LARRY CROWNE kl. 8 - 10:20 2D VIP COWBOYS AND ALIENS kl. 10:30 2D 14 GREEN LANTERN kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 2D 12 HORRIBLE BOSSES kl. 5:30 2D VIP BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:30 3D L BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:30 2D L HARRY POTTER 7 kl. 8 2D 12 / ÁLFABAKKA FINAL DESTINATION kl. 8 - 10:20 3D 16 STRUMPARNIR Ísl. tal kl. 5:20 3D L COWBOYS & ALIENS kl 10:40 2D 14 PLANET OF THE APES kl. 8 -10:30 2D 12 HORRIBLE BOSSES kl. 8 2D 12 GREEN LANTERN kl. 5:20 3D 12 BÍLAR 2 Ísl. tal kl. 5:20 2D L HARRY POTTER 7 kl. 5:20 3D 12 CAPTAIN AMERICA kl. 10:20 3D 12 LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 2D 7 STRUMPARNIR Ísl. tal kl. 5:50 3D L HORRIBLE BOSSES kl. 10:10 2D 12 HARRY POTTER 7 kl. 8 3D 12 KVIKMYNDAHÁTÍÐ FAIR GAME Ótextuð kl. 5:50 2D 12 BAARÍA Íslenskur texti kl. 10:30 2D 7 THE TREE OF LIFE Ótextuð kl. 8 2D 10 RED CLIFF Enskur texti kl. 10:40 2D 14 LARRY CROWNE kl. 6 2D L FINAL DESTINATION 5 kl. 8 - 10:10 3D 16 BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 6 2D L GREEN LANTERN kl. 8 2D 10 HORRIBLE BOSSES kl. 10:10 2D 12 THE CHANGE UP kl. 8 2D 14 FINAL DESTINATION 5 kl 10:30 3D 16 FRIENDS WITH BENEFITS kl. 8 - 10:20 2D 12 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK RYAN REYNOLDS BLAKE LIVELY MARK STRONG GEOFFREY RUSH LARRY CROWNE FRÁBÆR RÓMANTÍSK GRÍNMYND Hvar í strumpanum erum við ? HHH BoxOffice Magazin HHH M.M.J. - KVIKMYNDIR.COM SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.