Morgunblaðið - 31.08.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 31.08.2011, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 243. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fjölskylda fannst látin á Korsíku 2. Sunddrottningin Ragga Ragnars 3. Óvinnufær eftir 22. júlí 4. Eldri borgarar taka út peninga »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „The Beaver er býsna merkileg mynd og óvenjuleg, að flestu leyti lík- ari indie-mynd en Hollywood-mynd, fersk og býsna frumleg.“ Helgi Snær skrifar um nýjustu mynd Mels Gib- sons, sem nefnist The Beaver. »33 Mel Gibson settur undir mælikerið  Gleðileikurinn Húsmóðirin eftir Vesturport verður sýndur í Hofi á Akureyri eina sýn- ingarhelgi, hinn 2.-4. september. „Við erum stolt af því að fá Vestur- port, sem er með virtustu leiklistarhópum í heimi, í heimsókn til okkar,“ segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri menningarhússins Hofs. Vesturport með Hús- móðurina í Hof  Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem varð frægur í Bandinu hans Bubba, er að taka upp sína fyrstu sólóplötu. Eitt tilbúið lag, „Þá kem ég heim“, er komið inn á tónlist.is. Eyþór kemur þá við sögu á tveimur öðrum plötum, ann- ars vegar á plötu progg- sveitarinnar Eldberg og svo á væntanlegri plötu Todmo- bile. Eyþór Ingi á þremur plötum í ár Á fimmtudag Suðaustan 8-13 m/s og rigning með köflum, en hægari og úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 10 til 18 stig. Á föstudag Austan 10-15 m/s og rigning, en hægari og þurrt að kalla norðvestantil. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Væta í flestum landshlutum, einkum þó syðra. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐUR Selfoss vann sér í gærkvöldi sæti í efstu deild kvenna í fótbolta í fyrsta skipti með því að vinna stórsigur á Keflvíkingum, 6:1, í seinni úrslitaleik liðanna. Keflavík hafði unnið fyrri leikinn 3:2 en átti aldrei möguleika fyr- ir austan fjall. FH burstaði Hauka 6:0 og samanlagt 14:1 og leikur líka í úr- valsdeildinni á næsta ári. »1 Selfossstúlkur í hóp þeirra bestu Tæplega 19 ára gamall eyjarskeggi frá Grenada í Karíbahafinu sló í gegn í gær þegar hann varð heimsmeistari í 400 metra hlaupi karla. Hann hljóp heims- og Ólympíu- meistarann uppi á glæsi- legum endaspretti og hirti af honum heimsmeist- aratitilinn. »4 Nítján ára strákur frá Grenada sló í gegn á HM Skemmtikraftar ársins í karlafótbolt- anum eru Stjörnumenn úr Garðabæ. Í ár eru það ekki óhefðbundin fagn- aðarlæti þeirra sem vekja mestu at- hyglina, heldur sjálf frammistaðan inni á vellinum. Stjörnumenn hafa fengið flest M í einkunnagjöf Morg- unblaðsins, eiga markahæsta leik- manninn, skora mest og skjóta næst- oftast allra að marki. »4 Stjörnumenn eru skemmtikraftar ársins ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Safnarar detta oft í lukkupottinn og þegar það gerist er gjarnan glatt á hjalla. Reynir Sverrisson hefur ver- ið í skýjunum síðan hann komst yfir 13 ljósmyndir á glerplötum frá því fyrir um 100 árum en gátan er ekki leyst þar sem hann vantar enn upp- lýsingar um ljósmyndarann. „Hvorugur okkar hefur séð nokk- uð þessu líkt áður,“ segir Reynir og vísar til sín og forvera síns, Magna R. Magnússonar. Þeir hafa lengi verið í góðu samstarfi og þegar Magni hætti tók Reynir við af hon- um á mörkuðum erlendis. „Ég hef legið á myndunum síðan í vor en fór að skoða þær aftur á dögunum og ég held að þær hljóti að vera frekar merkilegar,“ heldur Reynir áfram. Myndir úr hringferð Um er að ræða 13 um 10x10 cm glerplötur með myndum víða að á Íslandi, meðal annars frá Dyrhóla- ey, Eskifirði, Seyðisfirði og Akur- eyri. Jafnframt er mynd af danska strandferðaskipinu Camoems, sem var hér í strandflutningum upp úr 1900 og var jafnframt með ferða- menn auk þess sem skipið kom við sögu í vesturferðunum. Reyni hefur ekki tekist að aldursgreina mynd- irnar en telur að þær hafi verið teknar á árunum skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Reynir er í sambandi við safnara erlendis og sérstaklega í Bret- landi og á Norðurlöndum. Hann hefur sérstaklega áhuga á íslenskum frímerkj- um, umslögum, póstkortum og ljósmyndum og fær upplýsingar þegar þess háttar hlutir berast öðr- um söfnurum. Breskur safnari eignaðist dán- arbú með stóru gler- plötusafni víðs vegar að úr Evrópu og þar á meðal voru fyrrnefndar plötur. Bretinn lét Reyni vita og hann gerði sér ferð til Bretlands og keypti glerplöturnar með íslensku myndunum. Með viðskipti í huga segir Reynir að það skipti miklu máli að vera með augun opin til þess að geta reglulega boðið upp á eitthvað nýtt. Hann segist leggja mikla áherslu á að safna gömlum, íslenskum póst- kortum, því þau geymi merka sögu enda ekki algengt að almenningur hafi átt myndavélar upp úr 1900 og póstkortin því komið í staðinn fyrir ljósmyndir. „En mannlegu sam- skiptin eru skemmtilegust við þetta,“ segir Reynir um áhuga- málið. Gullmolar á fjörur grúskara  Komst yfir gamlar ljósmyndir á glerplötum Morgunblaðið/Eggert Fróðleikur Myndirnar eru mjög skýrar og segja sína sögu um viðkomandi staði á Íslandi upp úr 1910. „Ég hef verið grúskari síðan ég var unglingur,“ segir Reynir Sverrisson, tryggingaráðgjafi hjá Allianz. „Söfnunin er bara áhuga- mál. Ég á ekki hesta og fer aldrei í golf en verð að hafa eitthvað til að dunda við.“ Hann segist fara fjórum til sex sinnum á ári í inn- kaupaferðir til útlanda, einkum til Bretlands og Norðurlanda, og selji síðan öðrum söfnurum úr safni sínu, en hann hefur verið með verslun í Kolaportinu um helgar undanfarin 18 ár. Hann segist hafa fundið marga merkilega hluti. „Fyrir nokkrum árum fann ég til dæmis í draslkassa sem var á leið í Sorpu handskrifað sveinsbréf í trésmíði frá 1898 undirritað af Hannesi Hafstein, þá sýslumanni á Ísafirði. Minjasafnið á Ísafirði fékk bréfið.“ Merk undirskrift á sveinsbréfi SÖFNUNIN SKILAR OFT ÁRANGRI Hver er konan?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.