Morgunblaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Skuldir hins opinbera, það er ríkis- sjóðs og sveitarfélaga, og fyrir- tækja í eigu þess umfram peninga- legar eignir námu tæplega 82% af vergri landsframleiðslu, VLF, við árslok í fyrra. Þetta kemur fram í þjóðhagsreikningi Hagstofunnar fyrir árið 2010. Hrein peningaleg eign hins opinbera var neikvæð um 48,2% við árslok og versnaði hún um 144 milljarða milli ára eða sem svarar 8,3% af landsframleiðslu. Sérfræðingar Hagstofunnar leiða líkum að því að hrein peningaleg eignastaða hins opinbera hafi aldr- ei verið verri. Í þjóðhagsreikningi síðasta árs tekur Hagstofan meðal annars gögn sem varpa ljósi á umsvif hins opinbera í hagkerfinu. Fram kem- ur í reikningnum að rekstrargjöld hins opinbera auk fyrirtækja þess hafi numið ríflega eitt þúsund milljörðum í fyrra eða sem nemur 67,2% af landsframleiðslunni. Er um að ræða mikla aukningu á und- anförnum árum en árið 2007 námu þessi gjöld tæplega 710 milljörð- um. Rekstrartekjur hins opinbera og fyrirtækja þess námu hins vegar 892 milljörðum í fyrra eða sem svarar 58% af landsframleiðslu. Ríkið sogar til sín fé Þetta þýðir að tekjujöfnuður hins opinbera og fyrirtækja þess var neikvæður um 177 milljarða króna í fyrra og eru það 11,5% af landsframleiðslunni. Eins og segir hjá Hagstofunni þá sýnir tekju- jöfnuðurinn mismun tekna og rekstrar- og fastaútgjalda og veitir vísbendingu um hvort hið opinbera, og í þessu tilfelli fyrirtæki þess, sé að leggja einkageiranum og öðrum aðilum hagkerfisins til fjármagn eða hvort það er að soga til sín fjármagn. Þegar hið opinbera veitir út fé í hagkerfið hefur það þenslu- hvetjandi áhrif og áhrifin eru hamlandi þegar það sogar til sín fé. Tekjujöfnuðurinn var síðast já- kvæður árið 2006 en þá nam hann 0,8% af landsframleiðslu. Síðan þá hefur hann versnað mikið og farið úr því að vera neikvæður um 0,4% árið 2007 yfir í að vera neikvæður um 11,5% af landsframleiðslu í fyrra. Hagstofan bendir á að yfir- leitt hafi mátt skýra lakari tekju- afkomu hins opinbera ásamt fyrir- tækjum þess með aukinni fjárfestingu fyrirtækjanna en því er ekki að skipta nú en sem kunn- ugt er var fjárfesting í algeru lág- marki í fyrra eða einungis um 2,1% af landsframleiðslu. Gjöldin tæp 70% af landsframleiðslu  Tekjujöfnuður hins opinbera og fyrirtækja þess neikvæður um 177 milljarða  11,5% af VLF Fjármál hins opinbera og fyrirtækja þess 2000-2010 Heimild: Hagstofa Íslands Hlutfall af vlf. 2000 2003 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Rekstrartekjur 61,4 60,3 62,4 64,6 62,7 67 60,9 58 Rekstrargjöld 56,5 60,4 54,5 54,8 54 66,2 68,9 67,2 Rekstrarjöfnuður 4,9 -0,1 7,9 9,8 8,7 0,8 -8 -9,2 Fjárfesting 5,3 5,2 6,6 9 9,1 7,6 3,8 2,4 Tekjujöfnuður -0,4 -5,2 1,2 0,8 -0,4 -6,7 -11,8 -11,5 Hrein peningaleg eign -47,3 -39,6 -25,1 -16 -21,3 -62,2 -79 -81,8 ● PwC hefur hlotið samþykki Kaup- hallar Íslands sem viðurkenndur ráð- gjafi á First North markaðnum. Með þessu er PwC orðið fullgildur ráðgjafi fyrirtækja bæði við frumskráningu á First North og á þeim tíma sem við- skipti eru með bréf skráðs félags á markaðinum, segir í tilkynningu. PwC viðurkenndur ráðgjafi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á fyrri helmingi ársins nam ríflega 8 milljörðum króna og dróst hann saman um 230 milljónir frá því á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár fyrstu sex mánuði ársins nam 12,9% en það er töluverð lækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá nam arð- semin 17,3%. Vaxtamunur heildar- eigna var 5,3%. Arðsemin er hins vegar í takt við ávöxtunarkröfu eig- enda samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Vaxtatekjur eftir virðis- breytingar lána námu 15,9 milljörð- um króna en voru hins vegar 16,4 milljarðar á sama tíma í fyrra. Hreinar þóknunartekjur á tíma- bilinu námu ríflega 3 milljörðum en þær voru 3,3 milljarðar árið 2009. Gengishagnaður jókst á milli ára en hann var 336 milljónir fyrstu sex mánuði ársins en var 53 milljónir í fyrra. Eignir á tímabilinu voru endur- metnar upp á við fyrir ríflega tíu milljarða. Á móti voru eignir afskrif- aðar fyrir um 15,5 milljarða. Gengis- áhrif voru jákvæð um tæpa fimm milljarða. Samanlagt voru áhrif vegna end- urmats á afkomuna fyrstu sex mán- uðina neikvæð um 255 milljónir. Kostnaðarhlutfall bankans hækk- aði frá síðasta ári og var 50,8% fyrstu sex mánuði ársins miðað við 44,8% í fyrra. Stærð efnahagsreiknings bankans hefur tekið litlum breytingum en hann var 683 milljarðar í lok júní sem er svipað og við lok síðasta árs. Skuldbindingar bankans námu 554 milljörðum við lok tímabilsins en innlán bankans minnkuðu um 8 milljarða frá áramótum. Samtals námu innlán bankans 415 milljörðum króna. Heildarútlán bankans námu 551 milljarði við lok tímabilsins og höfðu hækkað um 5 milljarða frá áramótum. Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka við lok tímabilsins var 28% en kröfur Fjármálaeftirlitsins kveða á um að eiginfjárhlutfallið sé 16% að lág- marki. ornarnar@mbl.is Átta milljarða króna hagnaður  Arðsemi dróst saman fyrstu sex mánuði ársins Morgunblaðið/Ómar Íslandsbanki Hagnaður nam 8 milljörðum á fyrri hluta ársins. Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst frá fyrri ársfjórðungi um 6,3% í verslun, 6,1% í byggingarstarfsemi, 4,6% í iðnaði og um 2,9% í sam- göngum. Heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna stóð hins vegar í stað frá fyrri árs- fjórðungi í verslun, jókst um 1,0% í samgöngum, um 0,3% í byggingarstarfsemi en dróst saman um 1,2% í iðnaði. Í heildarlaunakostnaði án óreglulegra greiðslna eru greiðslur útilokaðar sem ekki eru gerðar upp á hverju útborg- unartímabili. Því hafa ein- greiðslur vegna nýgerðra kjara- samninga ekki áhrif á vísitölu heildarlaunakostnaðar án óreglulegra greiðslna, segir í frétt á vef Hagstofu Íslands. Launakostnaður á greidda stund eykst                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-/1 ++,-21 /+-213 /.-405 +,-13 +3/-,/ +-1+50 +03-,+ +15-0 ++,-3 +01-, ++,-,5 /+-1+4 /.-,1 +,-10+ +33-.5 +-1/2/ +02-/4 +4.-/1 /+4-3440 ++,-10 +04-+1 ++0-+3 /+-1,5 /.-0++ +,-43/ +33-24 +-1/04 +02-0+ +4.-, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Tíu félög hafa komið að máli við Kauphöll Íslands, NASDAQ OMX, með skráningaráætlanir. Sex þeirra hafa tilkynnt um fyrirætlanir sínar opinberlega, að sögn Páls Harðarson- ar, forstjóra Kauphallarinnar. Eitt þeirra fyrirtækja sem hyggj- ast skrá sig fyrir áramót er Hagar, en fyrst var upplýst um fyrirætlanir um skráningu þeirra fyrir rúmu ári, en ekki hefur orðið af henni ennþá. Nýir eigendur tóku við fyrirtækinu fyrir skömmu og ítrekuðu fyrirætlanirnar. Hin fyrirtækin eru fasteignafélagið Reginn, sem er í eigu Landsbanka, Reitir fasteignafélag sem stofnað var á grunni Landic Property, trygginga- félagið TM, Skýrr, sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands og Horn, dótt- urfélag Landsbankans. Páll Harðarson segir að athuganir sem Kauphöllin hafi gert á meðal fyr- irtækja sýni að þau vilji gjarnan fara hlutabréfamarkaðsleiðina í fjármögn- un og til að afla trausts á meðal fjár- festa. „Þannig að við álítum að um 30 fyrirtæki séu að vega og meta kosti skráningar á næstu 3 árum,“ segir hann. ivarpall@mbl.is Tíu félög á leið inn í Kauphöll  Sex hafa birt áætl- un um skráningu í ár og á næsta ári Morgunblaðið/Golli Kauphöllin Páll Harðarson segist finna fyrir áhuga á skráningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.