Morgunblaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 257. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Beraði brjóst í beinni 2. Átti 14 ára kærustu 3. Fegursta kona heims 4. Bifhjólamaður slasaðist alvarlega »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Orgelkvartettinn Apparat heldur tónleika á Faktorý á föstudaginn. Við svo búið heldur hann af landi brott og heldur nokkra tónleika í Þýska- landi og Danmörku en Pólýfónía, önn- ur plata hans, kemur nú út í Evrópu. Orgelkvartettinn Apparat á Faktorý  Fyrirtæki kvik- myndaframleið- andans Kristrúnar Guðmundsdóttur og eiginmanns hennar, leikstjór- ans og handrits- höfundarins Joël Colburn, Kristrun Entertainment, mun framleiða kvikmynd með danska leikaranum Jesper Christensen. Myndin ber titilinn A Sexual Thriller og mun Colburn leikstýra. Framleiðir mynd með Jesper Christensen  Stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal heldur stórtónleika í FÍH saln- um hinn 17. september næstkomandi. Ásamt Jóni Kr. koma fram söngvararnir Ragnar Bjarnason, Egill Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson, Anna Sigga Helga- dóttir, Kristín Sæ- dal, Garðar Guð- mundsson og Jóhanna Lin- net. Jón Kr. Ólafsson í FÍH salnum Á fimmtudag Sunnan 5-13 m/s og bjartviðri austanlands, annars skýjað og rigning eða súld vestantil. Hiti 8 til 13 stig. Á föstudag Suðaustan 8-13 m/s og rigning, en þurrt norðaustan- lands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg átt og bjartviðri. Þykknar upp vestanlands síðdegis. Hiti 7 til 13 stig. VEÐUR Evrópumeistarar Barcelona hófu titilvörn sína í Meist- aradeild Evrópu í knatt- spyrnu karla í gærkvöldi með því að ná aðeins jafn- tefli við AC Milan á Camp Nou í Barcelona. Ítalirnir jöfnuðu metin, 2:2, með marki á næstsíðustu mín- útu eftir að hafa komist yfir eftir aðeins 25 sekúndur. Þá vann Chelsea Leverkusen og Arsenal og Dortmund skildu jöfn. »2 Meistararnir byrj- uðu á jafntefli Novak Djokovic ákvað fjögurra ára gamall að verða besti tennisleikari í heimi. Nú er hann á toppnum, tutt- ugu árum síðar, og undirstrikaði stöðu sína sem sá besti með því að sigra Rafael Nadal í úrslitum opna bandaríska meist- aramótsins í fyrri- nótt. »4 Ákvað fjögurra ára að verða bestur í heimi „Stemningin á knattspyrnulandsleikjum hérlendis er almennt séð fullróleg fyrir minn smekk. Hægt er að benda á í því sambandi að Íslendingar hafa litla ástríðu fyrir karlalandsliðinu í knatt- spyrnu um þessar mundir. Sú skýring nær bara ekki ýkja langt því stemningin á kvennalandsleikjum er lítið betri,“ skrifar Kristján Jónsson í pistli um áhorfendur á fótboltalandsleikjum. »4 Fullróleg stemning á landsleikjum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fullt var út úr dyrum í Garðakaffi á Akranesi í gær þegar blásið var þar til veislu í tilefni útgáfu bók- arinnar Ríkisfang: Ekkert – Flótt- inn frá Írak á Akranes. Bókin seg- ir sögu flóttakvennanna átta sem komu til landsins með börn sín frá Írak fyrir þremur árum, hinn 8. september 2008, og settust að á Akranesi. Höfundur bókarinnar er Sigríður Víðis Jónsdóttir. Fyrir bókina tók hún viðtöl við allar konurnar en tvær þeirra, Ayda og Lína eru í forgrunni. Lína Mazar var ánægð með daginn þegar blaðamaður heyrði í henni eftir útgáfuveisluna í gær. Í veislunni buðu flóttakonurnar meðal annars upp á arabískan mat og sýndu palestínskan debka-dans. Lína segir að viðtökurnar hafi verið mjög góðar. „Það kom margt fólk og það var gaman að sjá það skoða bókina, borða saman, syngja saman á arabísku og taka þátt í dönsunum.“ Erfitt að lesa bókina Lína dvaldi í Al Waleed- flóttamannabúðunum í Írak en búðunum hefur verið lýst sem versta stað á jörðu. Hún flúði til Íslands ásamt þremur ungum börnum. Línu líst mjög vel á bók- ina en þykir ekki gaman að lesa hana. „Það er mjög erfitt fyrir mig að lesa þessa bók. Þegar ég sé hana man ég hvað lífið í flótta- mannabúðunum í Írak var erf- itt, hvað gerðist og af hverju ég þurfti að koma til Íslands. Mér þykir erfitt að rifja þetta upp.“ Hún telur að það muni hafa áhrif til góðs að þær hafi sagt sögu sína. „Ég von- ast til að bókin komi út í fleiri löndum, á fleiri tungumálum eins og ensku og arabísku, svo hún geti haft víðtækari áhrif,“ segir Lína. Þrátt fyrir að hafa aðeins verið þrjú ár á Íslandi talar Lína orðið ágæta íslensku. „Ég er að læra ís- lensku og á tölvu í Fjölbrautaskól- anum á Akranesi. Þegar ég kom fyrst til Íslands talaði ég hvorki íslensku né ensku og skildi ekki fólk og fannst það erfitt. En núna tala ég og skil íslensku og það er mikið betra. Ég hef það mjög gott og elska Akranes og allt Ísland. Ég er mjög glöð að ég skuli núna eiga land og heimili og að krakk- arnir mínir fari í skóla. Ég er mjög glöð að eiga núna ríkisfang,“ segir Lína. Hún hefur ekki í huga að fara frá Íslandi. „Ég hugsa aldrei út í það að fara út aftur. Hér líður mér vel og hér ætla ég að búa.“ Glöð yfir að eiga land og heimili  Þrjú ár frá því flóttakonurnar átta komu á Akranes Morgunblaðið/Kristinn Áritað af kappi Lína, Sigríður Víðis, Narjis og Ayda höfðu vart undan að árita bókina sem seldist upp á staðnum. Hvernig er að búa í tjaldi í flóttamannabúðum í 50°C hita? er yfirskrift fundar sem fer fram í dag í Háskóla Íslands. Er það fyrsti fundurinn af fjórum á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Forlagsins í til- efni af útkomu bókarinnar Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur. Í dag ætlar Lína Mazar að segja frá dvöl sinni í Al Wa- leed-flóttamanabúðunum í Írak en búðunum hefur verið lýst sem versta stað á jörðu. Sigríður Víðis Jónsdóttir, höfundur bókarinnar, segir frá tilurð verksins, viðtölum sínum við flóttakonurnar á Akranesi og vettvangsferðum til Palestínu og Íraks. Fundarstjóri er Auður Jónsdóttir rithöfundur. Fundirnir eru í Odda 101 á miðvikudögum frá kl. 12.25- 13.20. Dvölin á versta stað á jörðu FUNDARÖÐ Í HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.