Morgunblaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
Illa hefur gengið
hjá lundanum í
sumar 2011. Hann
hefur vantað æti
og engum ungum
komið upp í Vest-
mannaeyjum, þar
sem þeir hafa áður
verið í þúsundum.
Svo var það í frétt-
um núna nýlega 1.
september að allt væri fullt af lunda á
og við Dyrhólaey enda væri sjórinn
fyrir framan fullur af síli í torfum.
Endurreisa þarf sandsílið, svo ein-
falt er það. Fækka sílamávum. Sama
sagan af kríu er sögð á Snæfellsnesi
og raunar af Seltjarnarnesi líka. Þar
er engin kría sumarið 2011 enda
vantar síli, sem krían lifir á og gefur
ungum sínum. Koma þarf sílinu upp
aftur. Svo einfalt er það. Hreinsa þarf
sílamávinn burt. Hann afétur kríuna.
Sjóbirtingur hvarf víða þegar
minkur kom til Íslands og slapp út
milli 1930-1940. Þá hreinsaði mink-
urinn upp smásilung víða, sem ann-
ars hefði gengið í sjó og komið til
baka sem sjóbirtingur. Fyrir stríðið
1939-1945 fór greinarhöfundur oft á
haustin inn að ós Elliðaánna með
strætó. Þá voru menn þar við veiði á
smáum sjóbirtingi, en hann hvarf um
leið og lausum minkum fjölgaði
þarna.
Greinarhöfundur hefur í mörgum
blaðagreinum árum saman bent á
nauðsyn þess að hreinsa Ísland 99%
af minknum. Þá myndi mörgum
fuglategundum fjölga og sjóbirtingur
koma aftur þar sem hann er horfinn í
dag.
Núna hefur ríkið laust húsnæði á
Seltjarnarnesi, þar sem landlæknir
var til húsa. Húsnæðið stendur autt.
Láta það gera gagn. Þarna er tilvalið
að setja upp miðstöð sem myndi
skipuleggja frá einum stað eyðingu
allra minka og fækkun á sílamávi sem
afétur lunda og kríu, að því er varðar
sandsílið. Endurreisa þarf sandsílið.
Það nái fyrri stærð. Fækkum síla-
mávi hæfilega.
LÚÐVÍK GIZURARSON,
hæstaréttarlögmaður.
Björgum lunda, kríu og sjóbirtingi
Frá Lúðvík Gizurarsyni
Lúðvík Gizurarson
Bréf til blaðsins
Vel mætt í Gullsmárann
Glæsileg þátttaka var í Gullsmára
mánudaginn 12. september. Spilað
var á 15 borðum. Úrslit í N/S:
Pétur Antonsson - Örn Einarsson 332
Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 317
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 302
Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 275
A/V
Ármann J. Láruss. - Guðl. Nielsen 377
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 330
Sigurður Njálsson - Ágúst Sigurðsson 328
Kári Jónsson - Ágúst Vilhelmsson 289
Skor þeirra Ármanns og Guð-
laugs, er ríflega 71%.
Allt spilaáhugafólk er velkomið í
Gullsmárann.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Við hefjum vetrarstarfið sunnu-
daginn 18. september. Byrjað verður
með eins kvölds tvímenningi.
Keppnisgjald er óbreytt frá síðasta
ári 600 kr. og er kaffi innifalið í því
verði. Spilastjóri eins og undanfarin
ár verður Ólafur Lárusson.
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.
Eldri borgarar Hafnarfirði
Föstudaginn 9. september var
spilað á 13 borðum hjá FEBH með
eftirfarandi úrslitum í N/S:
Jóhann Benediktss. – Pétur Antonsson 395
Auðunn Guðmss. – Guðm. Péturss. 375
Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 353
Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 347
AV.
Bjarnar Ingimars – Bragi Björnsson 401
Tómas Sigurjóns. – Björn Svavarss. 377
Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 374
Katarínus Jónsson – Helgi Sigurðss. 354
Enn ein fjöðrin
í hatt Grant Thornton
Sveit Grant Thornton er Bikar-
meistari 2011. Sveit Grants spilaði
úrslitaleikinn við Haustak frá Aust-
fjörðum og lauk leiknum með sigri
Grant 144-116 Með Grant Thornton
spiluðu Sveinn R. Eiríksson, Hrólfur
Hjaltason, Júlíus Sigurjónsson og
Þröstur Ingimarsson.
Alls tóku 30 sveitir þátt í mótinu.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Ég fór á fund á
Eyrarbakka að kvöldi
1. september um
fangelsismál, þar sem
mættir voru innan-
ríkisráðherra, margir
af þingmönnum okk-
ar Sunnlendinga,
nokkur af fyr-
irmennum sveitarfé-
lagsins Árborgar, for-
menn stéttarfélaga,
fjöldi fangavarða og
síðast en ekki síst mikill fjöldi bæj-
arbúa og nærsveitunga. Innanrík-
isráðherra hélt tölu, fyrstur manna og
svo tók Björgvin G. til máls áður en
orðið var gefið frjálst og mönnum gef-
inn kostur á að spyrja ráðherrann út í
fyrirhugaða fangelsisbyggingu á
Hólmsheiði, sem eins og flestir nú vita
er fyrirhuguð og meira en það því ráð-
herrann sagði hana vera ákveðna þó
svo að þingið sé ekki einu sinni búið að
samþykkja fjármagn til verksins.
Undarlegur fundur
Já, þetta var undarlegur fundur.
Það stóð fjöldi manns upp og allir
báru fram sterk rök fyrir því að
Hólmsheiðarbyggingin er dýrasti
kostur okkar Íslendinga í fangels-
ismálum. En ég komst að því á þess-
um fundi að rök er hugtak
fyrir ráðlausa að velta sér
upp úr. Ráðherrar og fyr-
irmenni í Reykjavík eru yf-
ir svoleiðis tímasóun hafin
og þurfa ekki að færa nein
rök fyrir sínum málum. Ög-
mundur er ráðherra og orð-
ið felur í sér að hann ræður.
Punktur. Við skattgreið-
endur borgum svo bara,
sama hvaða þvermóðsku-
bull ráðamenn framkvæma.
Skýrsla Ríkis-
endurskoðunar
Skýrsla sú sem ég leyfi mér nú að
vitna í kom út í mars 2010. Þar er 1.
kostur að byggja við fangelsið á Litla
Hrauni um 44 pláss. Þar er annar
kostur að byggja við fangelsið á Litla
Hrauni 22 pláss. Þessa skýrslu þykist
ráðherra hafa lesið. Fór sá lestur
fram í Héðinsfjarðargöngunum áður
en þau voru upplýst? Ég vil benda á
að í þeirri skýrslu er kostnaður á
hvert fangapláss á Litla Hrauni sagð-
ur vera 6,7 milljónir á ári en eftir
stækkun um 44 pláss fer hann niður í
5,8 milljónir og um 22 pláss í 6,1 millj-
ón. Í óhagkvæmustu fangelsum
landsins sem eru Hegningarhúsið og
Kópavogsfangelsið er kostnaður per
pláss sagður 8,9 milljónir. Kostnaður
á fanga í nýbyggingu á Hólmsheiði
sem er 40 rýma fangelsi í skýrslunni
verður 7,5 milljónir. Ef við förum svo í
landið allt eða meðaltal yfir landið eftir
því hvaða kostur er valinn þá er niður-
staðan eftirfarandi og dæmi nú hver
fyrir sig. (Sjá meðf. töflu.)
Fjárlög ofl.
Í fjárlögum fyrir árið 2010 og aftur
fyrir árið 2011 er ráðherra gefin heim-
ild til að selja Kópavogsfangelsið og
Hegningarhúsið og kaupa eða leigja
húsnæði fyrir gæsluvarðhald í
Reykjavík. Er ráðherra líka yfir það
hafinn að fylgja fjárlögum? Í staðinn
rangtúlkar ráðherra heimildina og
ætlar að ráðast í glórulausa byggingu
sem í hans útgáfu er gæsluvarðhald,
öryggisfangelsi, kvennafangelsi,
skammtímavistun sektarfanga og
móttökufangelsi. Það er vissara að
telja fingurna eftir að hafa tekið í
höndina á svona mönnum.
Það er einsýnt að það verður að loka
fangelsunum tveimur á höfuðborgar-
svæðinu. Þau eru löngu úrelt aðstaða,
bæði fyrir fanga og fangaverði. En að
ætla að leysa það með óhagkvæmasta
kostinum sem til er, er mikil bíræfni af
ráðherra innanríkismála.
Einu rökin sem meðmælendur
Hólmsheiðarbyggingarinnar hafa er
ferðakostnaður milli Reykjavíkur og
Eyrarbakka. Á fundinum stóðu upp
tveir menn með áratuga reynslu í
fangaflutningum og sannfærðu alla
viðstadda um að þau rök eru haldlítil
enda í raun ekki deiluefni í málinu þar
sem mesti aksturinn er um gæslu-
varðhaldið og það eru fáir sem eru því
ekki sammála að koma eigi á kopp
gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborg-
arsvæðinu.
Fyrir hverja er ráðherrann
að vinna?
Aftur að fundinum. Eftir að hafa
setið undir hverri ræðunni af fætur
annarri, fullum af staðreyndum og
rökfærslum og fengið fjölda fyrir-
spurna var ráðherra gefið orðið. Hann
kom ekki með nein rök til stuðnings
„ákvörðun“ sinni um byggingu nýs
fangelsis á Hólmsheiði, hann sýndi
okkur og sannaði að rök eru fyrir ráð-
lausa, ekki ráðherra. Eina svarið sem
við fengum var að hann væri búinn að
tala við fullt af fólki í Reykjavík sem
væri bara ekki á sama máli og við,
þannig að það væri alveg eins okkar
að skipta um skoðun eins og hans.
Ráðherrann sagðist hafa talað við
dómara í Reykjavík, lögmenn í
Reykjavík, lögreglumenn í Reykjavík
og fangaverði í Reykjavík. Allir voru
sammála honum og fangelsismála-
yfirvöldum að byggja fangelsi í
Reykjavík fyrir 2,5 milljarða. Ég vil
benda hæstvirtum ráðherranum á
það að ef hann fer á Reyðarfjörð og
ber upp spurninguna hjá þessum
hagsmunastarfsstéttum, „Eigum við
að byggja hérna fangelsi fyrir 2,5
milljarða?“ þá er ég öruggur á því að
hann fengi sama jáið og hann fékk
hjá vinum sínum í borginni. Ef þetta
eru rökin fyrir Hólmsheiðarbygging-
unni, þá er ráðherrann á hálum ís. En
það segir okkur líka fyrir hverja Ög-
mundur Jónasson er að vinna.
Þetta kalla ég að fá sendan putt-
ann.
Eftir Magnús
Vigni Árnason »Höfuðborgarfang-
elsin eru löngu úrelt,
bæði fyrir fanga og
fangaverði.
Magnús Vignir
Árnason
Höfundur er fangavörður.
Ráðherra á puttanum
hagnaðurinn orðið tæp-
ir 10,4 milljarðar. Arð-
semi eigin fjár Arion
banka hefði líka verið
töluvert hærri en
21,4% án þessara
íþyngjandi starfs-
manna.
Það munar um
minna.
Ég og allir hinir
launagreiðendurnir er-
um fullir þakklætis yfir
að fá að taka þátt í hag-
sæld Arion banka. Eða eins og
bankastjórinn orðaði þetta: „Það
skiptir miklu máli að starfsemin hvíli
á traustum stoðum.“
Atvinnuleysistryggingum.
Það er gott að vita hvað skiptir
Arion banka máli.
Ég finn mig knúinn
til að þakka Arion
banka fyrir að leyfa
mér að létta undir með
honum á erfiðleikatím-
um. Ofan á launa-
greiðslur í fyrirtæki
mínu er lagt 8,65%
tryggingargjald, sem
fer að stórum hluta til
að greiða atvinnuleys-
isbætur. Með uppsögn
57 starfsmanna Arion
banka kemur það í minn hlut og ann-
arra launagreiðenda hér á landi að
tryggja þessu fólki lágmarks fram-
færslu. Þannig getum við launa-
greiðendur létt undir með Arion
banka, sem áður hafði þetta fólk á
launaskrá hjá sér.
Ef við gefum okkur að hver
starfsmaður hafi kostað Arion banka
að jafnaði 500 þúsund krónur á mán-
uði, þá gerir það 28,5 milljónir mán-
aðarlega og 171 milljón króna á
hálfu ári.
Fyrri helming þessa árs var hagn-
aður Arion banka 10,2 milljarðar
króna eftir skatt. Ef ekki hefði verið
fyrir þessa 57 starfsmenn hefði
Eftir Ólaf Hauksson
ȃg og allir hinir
launagreiðendurnir
erum fullir þakklætis yf-
ir að fá að taka þátt í
hagsæld Arion banka.
Ólafur Hauksson
Höfundur starfar við almannatengsl.
Takk, Arion banki
Á næsta ári verða 65
ár liðin frá því, að Hið
íslenzka náttúrufræði-
félag (HÍN) afhenti
hinu opinbera allar eig-
ur sínar; þar á meðal
drjúgan fjársjóð, bóka-
kost, áhöld, safngripi og
ómetanlegar skýrslur
gegn því loforði, að veg-
legu náttúrugripasafni
yrði komið á fót. Í
stuttri blaðagrein eru ekki tök á að
rekja hana ítarlega, en hlaupið skal
yfir örfá efnisatriði.
Megintilgangur með stofnun Hins
íslenzka náttúrufræðifélags 1889 var
að koma á fót náttúrugripasafni til
þess að auka og glæða áhuga fólks á
öllu, sem snertir náttúrufræði. Félag-
inu tókst þetta ætlunarverk og kom
upp veglegu sýningar- og vís-
indasafni. Svo fór þó, eftir að ríkið
hafði yfirtekið allar eigur félagsins
1947, að sýningarsal í safnahúsinu við
Hverfisgötu var lokað 1960. Hann var
opnaður að nýju í bráðabirgða-
húsnæði við Hlemm 1967, en fyrir
þremur árum var honum lokað og
læst og öllum munum komið fyrir í
geymslu.
Árið 1965 var sett á laggirnar
Náttúrufræðistofnun Íslands, sem
var reist á eigum Hins íslenzka nátt-
úrufræðifélags, og var henni meðal
annars falið að sjá um
sýningarhald, auk þess
að þar skyldi lögð
áherzla á rannsókn á
náttúru landsins, jarð-
lögum, flóru og fánu.
Hvað svo sem segja má
um þá stofnun, tókst
forsvarsmönnum henn-
ar aldrei að ýta úr vör
því meginmarkmiði að
reisa veglegt sýning-
arsafn.
Árið 2007 verða
þáttaskil í máli þessu. Þá er Nátt-
úruminjasafn stofnað í umsjá
menntamálaráðuneytis, og Nátt-
úrufræðistofnun, sem tilheyrir um-
hverfisráðuneyti, leyst undan því
verkefni að sjá um sýningarhald, en
nýverið flutti hún í veglega nýbygg-
ingu. Á hinn bóginn fer lítið fyrir
starfsemi Náttúruminjasafns, þar
sem það kúldrast í litlu húsnæði og
hefur enn ekki fengið nema fáa muni
frá Náttúrufræðistofnun samkvæmt
fréttum þar um.
Í mörg ár var hart barizt fyrir því
að reisa veglegt safnahús, en hvorki
gekk né rak. Fjálgleg orð margra
menntamálaráðherra á hátíð-
arstundu hafa reynzt fleipur eitt. Nú
er svo komið, að aðeins eitt er í stöð-
unni. Það er, að stjórn Hins íslenzka
náttúrufræðifélags rifti einhliða
samningi þeim, sem hið opinbera
gerði árið 1947, vegna vanefnda. Það
er margsannað mál, að ríkið hefur æ
ofan í æ farið undan í flæmingi, þegar
þessu máli hefur verið hreyft. Fara
skal fram á að fá alla safngripi, skjöl
og bókakost afhent ásamt uppfærðri
þeirri fjárhæð, sem fjármálaráðherra
stakk í ríkissjóð.
Það er ekki auðvelt að meta í krón-
um og aurum þau verðmæti (bækur,
gripi og skjöl), sem ríkið tók til sín frá
félögum í HÍN. Bara grasasafn Stef-
áns Stefánssonar og Helga Jónssonar
eru hreinar gersemar og eru slík söfn
metin sem ígildi listaverka úti í hinum
stóra heimi. Við má svo bæta, að nær
engar rannsóknir á háplöntum hafa
verið stundaðar á Náttúru-
fræðistofnun, svo að þessi söfn hafa
verið til næsta lítils gagns á þeim bæ.
Það er óhætt að fullyrða það, að
staða náttúrufræðasafns er enn á
byrjunarreit og jafnvel bágbornari en
1947, þegar ríkið tók safnið til sín. Ég
hvet því stjórn Hins íslenzka nátt-
úrufræðifélags til að hefja málið að
nýju, endurheimta forna muni og
semja við sveitarfélög í landinu um að
reisa söfn úti á landi.
Náttúrufræðasöfn eru mikilvægust
allra hluta til að efla og glæða áhuga
fólks á náttúrunni og bezta leiðin til
þess, að fólk, einkum unga kynslóðin,
læri að meta gildi náttúrunnar og um
leið bera virðingu fyrir landi sínu.
Áskorun til HÍN
Eftir Ágúst H.
Bjarnason
»Enn hefur ekkert
safn risið og er
hörmungar-saga þessa
máls orðin æði löng.
Ágúst H. Bjarnason
Höfundur er grasafræðingur.