Morgunblaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011
Á efnisskrá tónleikanna er meðal annars frumflutningur verksins
Tiger Touch eftir Karin Rehnqvist, Sinfónía nr. 6 eftir Tchaikovsky og
Klarinettukonsert eftir Mozart. Einleikari er Martin Fröst
Fyrsta erlenda gestahljómsveitin í Hörpu:
Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar
GUSTAVO DUDAMEL
DUDAMEL
Á ÍSLANDI
Ein skærasta
stjarna
tónlistarinnar
Tryggið ykkur miða
www.harpa.is
18. september
kl. 20.00
Stoltir bakhjarlar Hörpu
WWW.ICELANDAIR.IS
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A
.IS
H
AR
56
31
4
09
/1
1
Róbert B. Róbertsson
robert@mbl.is
,,Barna- og unglingageðdeildin er orðin mjög
þanin og það fer að koma að sársaukamörk-
um,“ segir Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfir-
læknir á göngudeild BUGL, en nú eru um
áttatíu börn og unglingar á biðlista eftir þjón-
ustu hjá deildinni. ,,Komutölur hafa haldist
nokkuð svipaðar frá árinu 2007, eða í kringum
áttatíu einstaklingar, en það ár voru um 170 á
biðlista þegar mest var. Biðtíminn hefur verið
að lengjast jafnt og þétt og er nú kominn í
hálft ár að meðaltali,“ segir Guðrún. Hún segir
mikið álag hafa verið á deildinni síðasta vetur
og að líklegt sé að sama verði uppi á ten-
ingnum í ár.
Að því sögðu tekur Guðrún einnig fram að
horfurnar séu ekki góðar fyrir veturinn. Útlit
er fyrir læknaskort en að sögn Guðrúnar eru
mjög fáir barna- og unglingageðlæknar á Ís-
landi og fleiri lækna vanti í sérgreinina. ,,Þeir
sem stunda þetta nám eru teljandi á fingrum
annarrar handar og þeir eru ekki væntanlegir
til starfa á næstu árum.“
Lítið sem út af má bera
Guðrún bendir einnig á að BUGL hafi nú
þegar misst eitt stöðugildi á legudeild og gert
sé ráð fyrir að einhver samdráttur verði á
göngudeild. ,,Við höfum náð að halda ákveðnu
jafnvægi en það má lítið út af bera. Líklegt er
að þessi læknaskortur eigi eftir að setja strik í
reikninginn, sérstaklega þegar álagstopparnir
koma, en þeir eru á haustin þegar skólarnir
eru að byrja. Rólegasti tíminn er hins vegar
yfir sumarið.“
Ef skoðaðar eru komutölur á göngudeildina
mánuðina september, október og nóvember á
síðasta ári, kemur í ljós að aðsóknin var tölu-
vert yfir meðalaðsókn ársins í heild. Í sept-
ember var aðsóknin 24,5% yfir meðaltali árs-
ins, í október 22,1% og 41,5% í nóvember.
Langsvelt þjónusta
Í skýrslu barna- og barnafjölskylduhóps
Velferðarvaktarinnar, sem kom út í apríl síð-
astliðnum, kemur fram að kostnaður við
göngudeildarþjónustu á geðsviði Landspítal-
ans hefur aukist og greina má minni aðsókn í
þá þjónustu, á meðan símtölum vegna geð-
rænna vandamála til Rauða krossins hefur
fjölgað verulega. Velferðarvaktin leggur því til
að ,,sérstöku fjármagni verði varið til að
tryggja geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn
hvort sem þau eru með kvíða, hegðunar- eða
neysluvanda.“
Guðrún tekur undir þetta og bendir enn-
fremur á að þjónustan sé raunar langsvelt.
,,Erlendis er víða gert ráð fyrir að um fimm
prósent barna þurfi á sérfræðiþjónustu að
halda vegna geðræns vanda. Við erum að
sinna einu prósenti að meðaltali þeirra 80-90
þúsund barna sem eru á Íslandi. Þannig að á
meðan við náum ekki að sinna fleirum er aug-
ljóst að margir komast ekki að.“
Þá segir Guðrún að svokallaðri „annarrar
línu þjónustu“ sé ábótavant. Það er sú þjón-
usta sem er í nærumhverfi barna og unglinga,
eins og til dæmis í grunnskólum, en slík þjón-
usta hefur verið af skornum skammti hér-
lendis. ,,Þessi þáttur verður að aukast töluvert
þar sem það getur tekið langan tíma að bæta
það upp sem upp á þessa þjónustu hefur vant-
að. Það er mikilvægt að taka á vandanum
strax með því að samhæfa þjónustuna og
koma henni í nærumhverfi barna, svo sem inn
í skólana, þar sem auðvelt er að nálgast hana,“
segir Guðrún.
Dökkar horfur fyrir veturinn
Áttatíu eru á biðlista eftir þjónustu barna- og unglingageðdeildar Meðalbiðtími í kringum hálft ár
Útlit fyrir læknaskort á deildinni Mikilvægt að taka á vandanum strax segir yfirlæknir á göngudeild
Morgunblaðið/Ómar
BUGL Komutölur hafa haldist svipaðar frá árinu 2007 og biðtíminn lengst jafnt og þétt.
Álag á BUGL
» Um áttatíu börn og unglingar eru á
biðlista eftir þjónustu BUGL.
» Meðalbiðtími eftir þjónustu barna- og
unglingageðdeildar Landspítalans er um
hálft ár.
» Helsti álagstíminn er haustið en þá
vísa skólarnir mörgum börnum og ung-
lingum til meðferðar á BUGL.
» Í skýrslu barna- og barnafjöl-
skylduhóps Velferðarvaktarinnar, sem
kom út í apríl sl., kemur m.a. fram að
símtölum vegna geðrænna vandamála til
Rauða krossins hafi fjölgað verulega.
» Velferðarvaktin leggur því til að „sér-
stöku fjármagni verði varið til að tryggja
geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn hvort
sem þau eru með kvíða, hegðunar- eða
neysluvanda.“