Morgunblaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011 Sudoku Frumstig 7 3 2 2 4 7 9 6 7 6 6 2 3 5 4 3 1 5 3 1 2 5 7 9 4 1 4 6 3 5 9 2 9 4 6 8 9 7 3 5 4 7 5 6 9 3 8 7 3 4 3 2 5 9 1 3 8 6 2 1 2 4 4 2 9 6 5 8 1 1 9 6 9 4 8 5 2 7 6 3 1 3 5 6 9 1 8 4 2 7 7 2 1 6 4 3 9 5 8 2 8 9 7 5 6 1 4 3 4 1 7 2 3 9 5 8 6 5 6 3 4 8 1 2 7 9 1 9 2 8 7 5 3 6 4 8 3 4 1 6 2 7 9 5 6 7 5 3 9 4 8 1 2 4 9 7 3 8 2 5 1 6 8 2 6 7 1 5 3 4 9 5 1 3 6 4 9 8 7 2 6 5 8 1 2 3 7 9 4 1 3 9 4 6 7 2 8 5 7 4 2 5 9 8 1 6 3 9 6 5 2 7 1 4 3 8 2 8 1 9 3 4 6 5 7 3 7 4 8 5 6 9 2 1 9 6 8 4 7 2 1 3 5 5 7 4 1 3 9 8 2 6 2 1 3 8 6 5 4 7 9 1 9 5 2 4 7 6 8 3 7 4 6 3 1 8 5 9 2 3 8 2 5 9 6 7 1 4 4 5 1 9 8 3 2 6 7 8 3 7 6 2 4 9 5 1 6 2 9 7 5 1 3 4 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 14. september, 257. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (1Pt. 3, 10.) Víkverji hefur oft rekið sig á þaðhvað fólk getur upplifað um- hverfi sitt með ólíkum hætti. Sjaldan hefur bilið þó verið jafn mikið og á milli Víkverja og starfsbróður hans hér á blaðinu, sem lýsti heimsókn í Jóa útherja um helgina. Víkverji á börn, sem eru í íþróttum, hefur oft farið í þessa íþróttaverslun og aldrei kynnst þar öðru en góðu og jákvæðu viðmóti og fengið góða þjónustu. Vík- verji hefur ekki gefið sér mikinn tíma í verðkannanir í íþróttaverslunum, en þó hefur honum – án allrar ábyrgðar – fundist verðið hjá Jóa út- herja ívið lægra en hjá helstu keppi- nautunum. x x x Þá áttar Víkverji sig ekki alveg áþeirri kröfu starfsfélaga síns að fá að skila skóm sem hann var búinn að nota, vegna þess að hann hafði komist að því að þeir væru of litlir. Augljóst er að verslunin getur ekki selt notaða skó og tæplega er hægt að sakast við verslunina þegar varan passar ekki. Víkverji er ekki saklaus af því að hafa keypt of stór eða of lítil föt á sig, en hefur aldrei dottið í hug að skila notuðum fötum, ekki frekar en hann reynir að fá endurgreidda bíómiða þegar hann kaupir sig inn á mynd sem passar ekki við smekk hans. x x x Víkverji heyrði um daginn sögu afmanni, sem hafði farið í fata- verslun í miðbænum og mátað þar jakkaföt sem reyndust smellpassa. Maðurinn var svo ánægður með fötin að hann keypti þau á staðnum og gekk virðulegur í þeim út. Nokkrum dögum síðar kemur eiginkona mannsins bálreið með fötin, skamm- ar klæðskerann fyrir að hafa prang- að þeim inn á mann sinn og heimtar að hann taki þau aftur. Klæðskerinn segir sem er að taki hann fötin aftur geti hann ekki selt þau á ný. Konan lætur sig hins vegar ekki og klæð- skerinn tekur við fötunum, en segir: „Frú mín góð, viltu gæta þess að næst þegar maðurinn þinn fer í versl- unarleiðangur verði hann í fylgd með fullorðnum.“ víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 sleitulaust, 8 grotta, 9 þurrki út, 10 ung- viði, 11 horfa, 13 húsfreyjan, 15 fáni, 18 lítið, 21 sápulög, 22 skjálfa, 23 eldstæði, 24 vanmáttugur. Lóðrétt | 2 fugl, 3 rýja, 4 flanaði, 5 orkt, 6 guðs, 7 vangi, 12 togstreitu, 14 við- kvæm, 15 flot, 16 end- urtekið, 17 kátt, 18 syllu, 19 borðhaldinu, 20 fjallstopp. Lausn síðustu krossgátu Lárétt 1 bjáni, 4 fúlga, 7 bóman, 8 níræð, 9 agn, 11 turn, 13 hrum, 14 ósmáa, 15 brot, 17 klók, 20 þró, 22 ostur, 23 lofar, 24 iðaði, 25 rýrar. Lóðrétt 1 búbót, 2 álmur, 3 inna, 4 fönn, 5 lærir, 6 auðum, 10 gómar, 12 nót, 13 hak, 15 bloti, 16 ostra, 18 lifur, 19 kærar, 20 þrái, 21 ólar. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 14. september 1944 Marlene Dietrich, kvikmynda- leikkonan heimsfræga, hélt sýningu í Tripoli-leikhúsinu í Reykjavík ásamt leikflokki ameríska hersins, við geysi- lega hrifningu áhorfenda. Meðal boðsgesta var íslenska ríkisstjórnin og forsetinn. Dietrich dvaldi hér í nokkra daga til að skemmta hermönn- um. 14. september 1950 Flugvélin Geysir brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli, á leið frá Luxemborg til Reykja- víkur. Sex manna áhöfn komst lífs af. Flugvélin fannst ekki fyrr en fjórum dögum síðar. Hún var í eigu Loftleiða. 14. september 1963 Þrír bræður léku saman í landsleik í knattspyrnu, en það hafði ekki gerst áður. Þetta voru Bjarni, Gunnar og Hörður Felixsynir. Íslend- ingar töpuðu leiknum, sem var gegn Englendingum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Fárveikir tveir. S-AV. Norður ♠KG ♥ÁD104 ♦104 ♣ÁK654 Vestur Austur ♠432 ♠Á7 ♥K98 ♥7532 ♦ÁK98 ♦DG763 ♣DG10 ♣98 Suður ♠D109865 ♥G6 ♦52 ♣732 Suður spilar 4♠. Hversu veikir eru „veikir tveir“? Suður hugsaði dæmið þannig: „Ég á þrjá punkta og svo get ég reiknað mér þrjá í viðbót fyrir góða spilamennsku – tveir spaðar!“ Norður hækkaði í 4♠, vestur lagði niður ♦Á (drottning úr austrinu) og skipti yfir í ♣D í öðrum slag. Getur suður réttlætt hrokann? Hjartakóngur þarf auðvitað að liggja, en hvernig á að komast heim til að svína? Vörnin ætti að ráða við það að dúkka ♠K. Besta vonin liggur í því að sá með ♠Á (austur) sé með tvíspil í laufi. Laufdrottningin er drepin og tígli strax spilað til að slíta þar sambandið. Væntanlega kemur lauf til baka, sem sagnhafi tekur og spilar nú ♠K. Austur dúkkar, fær næsta slag á ♠Á og kemst þá ekki hjá því að hleypa suðri að. Dýri Guðmundsson, sem gat sér gott orð sem fót- boltamaður með meistaraflokkum Vals og FH á árum áður, er sextugur í dag. Óhætt er að segja að mikið standi til á afmælisárinu því Dýri hyggst gefa út sjö laga hljómplötu áður en árið er úti. Ekki er komið nafn á gripinn en stíllinn er fjöl- breyttur; blús, rokk og melódíur. „En líklega er nú blúsinn svolítið áberandi,“ segir hann. „Ég gríp minn gítar, frakkur og fús, er einn frasinn sem ég er að leika mér með,“ bætir hann. Dýri hefur tekið upp þrjú lög og m.a. notið við það aðstoðar félaga sinna úr Fjallabræðrum, kórnum góðkunna, og Andra Eyvindssonar. Sonur hans Orri Páll, trommuleikari í Sigurrós, hefur spilað á trommur í lögunum og Dýri ætlar einnig að fá dóttur sína, Vilborgu Ásu, bassaleikara Mammúts til að spila. Þriðja barnið, Guðný Vala lögfræðingur í Noregi, sleppur ekki heldur. „Ætli ég fái hana ekki til að gerast umboðsmaður fyrir plötusöluna á hinum Norðurlöndunum,“ segir hann í léttum dúr. Eiginkona Dýra, Hildur Guðmundsdóttir, varð sextug 3. september og í kvöld ætla þau að bjóða „innsta hring“ fjölskyldunnar til matar- veislu og því er um tvöfalda afmælisveislu að ræða. runarp@mbl.is Dýri Guðmundsson endurskoðandi og blúsari „Minn gítar frakkur og fús“ Hlutavelta  Diljá Finnsdóttir og Júlía Karín Kjartansdóttir héldu tom- bólu við verslun Samkaupa á Byggðavegi á Akureyri. Þær söfnuðu 3.444 krónum sem þær styrktu Rauða krossinn með. Flóðogfjara 14. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.15 0,4 7.18 3,9 13.27 0,4 19.32 3,9 6.48 20.00 Ísafjörður 3.23 0,3 9.17 2,1 15.35 0,4 21.28 2,1 6.49 20.08 Siglufjörður 5.39 0,2 11.47 1,3 17.46 0,2 6.32 19.51 Djúpivogur 4.32 2,2 10.44 0,4 16.45 2,1 22.54 0,4 6.16 19.30 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er engin ástæða að draga sig í hlé þótt hugmyndir þínar slái ekki í gegn. Þér finnst eitthvað bogið við ástandið á bílnum þínum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ekki láta neinn breyta samningum án þess að láta þig vita. Leggðu þitt af mörk- um með því að sýna skilning og umburð- arlyndi. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Kannski varstu vélaður til að taka að þér visst verk, en þú gerðir það og þar við situr. Einföld gönguferð í fjöru eða á fjall getur verið allra meina bót. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur auðugt ímyndunarafl og færð því skemmtilegar hugmyndir. Einhver þér náinn kemst í hann krappan. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Dagdraumar eru af hinu góða, gleymdu þér samt ekki í þeim of lengi. Þér gengur vel í baráttunni við sykurlöngunina. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er jafn auðvelt að gera eitthvað sem maður hefur ekki gert áður og að end- urtaka sig í sífellu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þótt allt virðist slétt og fellt á yfirborð- inu skaltu ekki láta blekkjast. Ekki eyða orku í að reyna að sannfæra einhvern sem ekki er þér sammála. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einhvern veginn taka allir eftir þér þessa dagana, og þú veist ekki alveg hvernig þú átt að bregðast við. Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Veltu því vandlega fyrir þér hvort nú sé rétti tíminn til að breyta til. Komið er að því að horfast í augu við nokk- ur úrlausnarefni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú færð góðar hugmyndir í dag um það hvernig þú getur nýtt orku annarra til að gera gagn. Sýndu vinum ræktarsemi. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú hefur oft skipt um skoðun í gegnum tíðina, en sumum hugmyndum viltu alls ekki láta af. Það er ekki eftir neinu að bíða, skelltu þér út í óvissuna. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Samheldnin í fjölskyldunni er eitt- hvað í uppnámi þessa dagana. Sameiginleg ferð í sundlaugina eða á kaffihús getur komið hlutunum í lag. Stjörnuspá 1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 Rc6 4. Rf3 Be7 5. c3 d5 6. exd5 Rxd5 7. O-O O-O 8. He1 Bf6 9. h3 He8 10. Rbd2 Ra5 11. Bxd5 Dxd5 12. Re4 Be7 13. d4 exd4 14. Dxd4 Be6 15. Bf4 c5 16. Dxd5 Bxd5 17. Had1 Bxa2 18. Ha1 Bd5 19. Hxa5 Bd8 Staðan kom upp á Stigamóti Tafl- félagsins Hellis sem var haldið í byrjun júní síðastliðins. Tinna Kristín Finn- bogadóttir (1796) hafði hvítt gegn for- manni Hellis, Vigfúsi Óðni Vigfússyni (2001). 20. Hxa7! Bb6 svartur hefði einnig tapað eftir 20… Hxa7 21. Rf6+! gxf6 22. Hxe8+ Kg7 23. Hxd8. 21. Hxa8 Hxa8 22. Bd6 c4 23. Rc5 Hd8 24. Ra4 Ba7 25. Bc7 Hf8 26. Rb6 Bxf3 27. gxf3 f6 28. Rxc4 Hc8 29. Rd6 og svart- ur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.