Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 Hafþór gerir út fjóra báta. Einn gerir hann út á línu allt árið nema hvað hann er á grásleppu hluta úr ári. Annan bát gerir hann eingöngu út á grásleppu. Þá gerir hann út tvo báta á strandveiðar og annan auk þess á grásleppu. Hann segir nauð- synlegt að hafa þessa möguleika, vegna þess óöryggis sem sífelldar breytingar á kerfinu skapi. Hann verði að vera tilbúinn þegar sjáv- arútvegsráðherrann fái næstu snilldarhugdettuna. Hafþór nefnir að nú sé búið að banna mönnum strandveiðar nema á eigin bát. Það þýði að hann geti ekki gert út nema annan strandveiðibát- inn. „Ég verð að selja bátinn, þetta er eignaupptaka,“ segir Hafþór og bætir við: „Þetta er sama og að banna manni sem á tvær íbúðir í blokk í Reykjavík að leiga út þá íbúð sem hann býr ekki sjálfur í. Mér finnst það verst að þessi breyting er runnin undan rifjum formanns Landssambands smábátaeigenda, Arthurs Bogasonar.“ „Setur ugg að okkur“ Mestar áhyggjur hefur Hafþór þó af breytingum á úthlutun afla- hlutdeildar. Hann segist hafa byggt upp sína útgerð í tuttugu ár og keypt aflaheimildir. Menn hafi lifað í von- inni um að fá til baka skerðingar á kvótanum, eftir því sem fiskistofn- arnir stækkuðu. „Þessi hringlanda- háttur með kvótafrumvörpin setur ugg að okkur sem störfum í þessari grein,“ segir Hafþór. Smíðar bátana eftir eigin þörfum  Hafþór Jónsson á Patreksfirði gerir út fjóra smábáta  Nýjasta bátinn smíðaði hann sjálfur til að geta haft hann eins og hann sjálfur vildi  Hefur áhyggjur af ótryggu rekstrarumhverfi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Smábátaútgerð er þannig í dag að maður verður að vera tilbúinn í hvað sem er, maður veit ekki hverju stjórnvöld henda í mann næst,“ seg- ir Hafþór Jónsson, útgerðarmaður á Patreksfirði. Hann er með fjóra smábáta sem hann gerir út á mis- munandi vertíðir. Nýjasta bátinn smíðaði hann sjálfur. Hafþór hefur nokkrum sinnum keypt lélega plastfiskibáta, stækkað þá og bætt. Þannig tók hann Sóma- bát alveg í gegn 1997 og telst það hans fyrsta nýsmíði. Nú síðast keypti hann skel Sómabáts hráa af Bátasmiðju Guðmundar. Hann breytti bátnum og lagaði að eigin þörfum og fullsmíðaði. Fönix BA-123 var tilbúinn í vor. Vegna vandræða með vélina var þó ekki hægt að gera hann út fyrr en í sum- ar. Hann var með mann með sér í vinnu við smíðina. „Þetta var vænn kostur fyrir mig því ég gat smíðað bát eins og ég vildi hafa hann.“ Útgerðarmaður Hafþór Jónsson er fjölhæfur útgerðarmaður og getur auk þess smíðað bátana sína sjálfur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fönix Báturinn sem Hafþór Jónsson smíðaði er 15 tonn að stærð. Skelin er frá Bátasmiðju Guðmundar en Hafþór hefur lagað hana að eigin þörfum. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við erum að horfa í kringum okk- ur og athuga hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Sindri Stein- grímsson, flugrekstrarstjóri Land- helgisgæslu Íslands, en hann er um þessar mundir staddur í Bretlandi, m.a. í þeim tilgangi að skoða mögu- legar leiguþyrlur fyrir Gæsluna. Landhelgisgæsla Íslands hefur að undanförnu leitað eftir björgunar- þyrlu til leigu fyrstu mánuði næsta árs en þá mun þyrlan TF-LÍF fara í tímafreka og umfangsmikla þjón- ustuskoðun. Blasir við að einungis verði ein þyrla Gæslunnar á vakt frá janúarmánuði og fram í mars á næsta ári. Fátt um fína drætti „Það er ekkert auðvelt að finna góðan staðgengil fyrir þyrluna TF- LÍF sem verður í skoðun í janúar, febrúar og mars,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar, og bendir á að ekki sé mikið úrval af þyrlum til leigu sem geta gegnt björgunarstörfum við Íslandsstrendur á þessum tíma árs. Segir hann flugrekstrarstjóra Gæslunnar vera staddan í Bret- landi í tengslum við önnur verkefni en á sama tíma sé hann að athuga hvaða möguleikar standi Landhelg- isgæslunni til boða í þessum efnum. Georg segir Gæsluna þó hafa augastað á nokkrum þyrlum sem gætu komið til greina en sökum bágrar fjárhagsstöðu stofnunarinn- ar er óljóst hvort hægt verður að taka þyrlu til björgunarstarfa á leigu. Aðspurður hvort Landhelg- isgæslan sé í viðræðum við stjórn- völd um leigu á björgunarþyrlu fyr- ir þetta tímabil segir Georg slíka umræðu lengi hafa átt sér stað og að stjórnvöld séu ágætlega meðvit- uð um stöðu mála. „En það er fátt um fína drætti, það eru ekki til miklir peningar og ekki stór mark- aður heldur.“ Georg segir starfs- menn Gæslunnar reyna hvað þeir geta að koma í veg fyrir að ein- ungis ein þyrla verði til taks fyrstu þrjá mánuði næsta árs. „Ég er hvorki svartsýnn né bjartsýnn, við erum að reyna að gera það sem við getum og það er margt óljóst í okkar rekstri,“ segir Georg og bendir á að fjárlög ársins 2012 liggi ekki fyrir en þau munu hafa talsverð áhrif á rekstur og tækjakaup Landhelgisgæslunnar. Morgunblaðið/Ómar Gæslan Fjárskortur hefur einkennt starfsemi Landhelgisgæslunnar um langt skeið og er skortur á tækjabúnaði, m.a. þyrlum, farinn að segja til sín. Fjárskortur nagar þyrlusveit  Svo gæti farið að einungis ein björgunarþyrla yrði til taks við Íslandsstrendur fyrstu þrjá mánuði næsta árs  Leigumarkaður fyrir björgunarþyrlur lítill Tveir innbrotsþjófar voru hand- teknir í Borgarfirði á mánudags- kvöld og voru þeir með stolna hagla- byssu í bílnum, ásamt öðru þýfi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, yfirlög- regluþjóns í Borgarnesi, má flokka mennina undir góðkunningja lög- reglunnar. Fyrr um kvöldið brutust menn- irnir inn í íbúðarhús í Hvalfirði og stálu m.a. tölvu og haglabyssu. Lög- reglu á Akranesi og í Reykjavík var strax gert viðvart og lögreglan í Borgarfirði og Dölum fór á tveimur bílum til að leita að þjófunum. Um tveimur stundum eftir til- kynninguna um innbrotið ók lög- reglumaður fram á bíl þjófanna á Draghálsi. Þeir voru handteknir og eftir yfir- heyrslur var ekið með þá til lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir eru einnig grunaðir um innbrot í bíla og húsnæði í Reykjavík. „Þeir eru með ýmislegt á bakinu en þetta verður til þess að þeir fara báðir í af- plánun,“ segir Theódór. Gripnir með stolna haglabyssu Góðkunningjar lög- reglunnar að verki Jonas Gahr Støre, utanríkis- ráðherra Noregs, er væntanlegur til Íslands á morgun, fimmtu- dag. Á meðan á dvöl hans stendur mun hann funda með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra á Akureyri, þar sem þeir munu m.a. ræða norður- slóðamál og Evrópumál og taka þátt í ráðstefnu Háskólans á Akureyri. Þá munu ráðherrarnir opna sýningu um heimskautafarann Fridtjof Nan- sen og heimsækja Siglufjörð. Á föstudag fundar Støre með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og hittir utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkisráð- herra Noregs væntanlegur Jonas Gahr Støre „Ég ætla að kynna þær tölulegu upplýsingar sem ég er búinn að vinna í,“ segir Guðmundur Þ. Ragnars- son, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. En upplýsingarnar sem um ræðir snerta hugmynd að fjármögnun lífeyrissjóða til þyrlukaupa fyrir Land- helgisgæslu Íslands í formi skuldabréfs til tíu ára. Segir hann fjármögnun á tveimur þyrlum með þess- um hætti mun hagstæðari kost en að taka eina þyrlu á leigu. „Það sem kemur fram [í útreikningum] er að það er ekki mikið hærri upphæð að borga af skulda- bréfi tveggja þyrlna til tíu ára en að leiga einnar á mánuði,“ segir Guðmundur og bætir við að útreikn- ingar hans, sem birtir verða á blaða- mannafundinum í dag, séu áreiðan- legir. Guðmundur segir ljóst að eftir greiðslu skuldabréfsins mun ríkið að lokum eignast þyrlurnar sem hljóti að vera hagkvæmari kostur en að leigja þyrlu sem skilað verður að loknum leigutíma. Að sögn hefur Guðmundur kynnt innanríkisráðu- neyti útreikninga sína og segir hann allar hugmyndir um aðkomu lífeyrissjóða að þyrlu- kaupum hafa fallið í grýttan jarðveg hjá ráðuneytinu. Vill aðkomu lífeyrissjóða að þyrlukaupum FORMAÐUR VM BOÐAR TIL BLAÐAMANNAFUNDAR Í DAG Guðmundur Þ. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.