Morgunblaðið - 28.09.2011, Síða 9

Morgunblaðið - 28.09.2011, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 Anna Wojtynska, doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands, flytur á morgun, fimmtudag, erindi um pólska innflytjendur á Íslandi frá kynjasjónarhorni. Erindið flyt- ur hún kl. 12-13 í stofu 102 á Há- skólatorgi. Það er flutt á vegum RIKK, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum. Pólskir innflytjendur Fimmtudaginn 29. september verður haldinn fundur á vegum Alþjóðamála- stofnunar í Lög- bergi 101, frá kl. 16-17, þar sem verður fjallað um bandarísk stjórn- mál, sem eru nú í brennidepli, því það styttist óðum í næstu kosn- ingar. Dr. Michael Corgan, prófessor við Boston University, mun ræða stjórnmál og núverandi stefnumót- un Bandaríkjanna og hvort Banda- ríkin eru búin að missa titil sinn sem eitt valdamesta ríki heims. Tit- ill fyrirlestrarins er Is this how a superpower works? Fyrirlestur um bandarísk stjórnmál Michael Corgan Hreinn Þorvaldsson múrarameistari lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni 26. september. Hann fæddist 19. desember 1928 á Fáskrúðsfirði, sonur hjónanna Þor- valdar Sveinssonar og Guðrúnar Sigurborgar Vilbergsdóttur. Hann starfaði við múrverk í Reykjavík og víðar þar til hann hóf störf hjá Mosfells- hreppi árið 1960, fyrst sem verkstjóri en síðar sem byggingafulltrúi og byggingastjóri. Hann stjórnaði m.a. byggingu Varmárskóla, Varmár- laugar, gagnfræðaskóla og íþrótta- húss Mosfellsbæjar. Hreini voru falin ýmis trúnaðarstörf, m.a. hjá Múrarafélagi Reykja- víkur en hann sat þar í stjórn um árabil. Hann var einnig í Múrara- meistarafélaginu. Hjá Mosfellshreppi voru honum einnig falin ýmis trúnaðarstörf, m.a. hjá Lionsklúbbnum, sóknarnefnd Lágafells- kirkju og stjórn Kaup- félagsins. Hreinn var einn af stofnendum Myndlistarklúbbs Mosfellssveitar. Hann málaði allt til dauðadags. Eft- irlifandi eiginkona hans er Guðrún Sigurborg Jónasdóttir frá Lýsudal í Staðarsveit. Hann lætur eftir sig fimm uppkomin börn. Andlát Hreinn Þorvaldsson Stefán M. Gunnars- son, fyrrverandi bankastjóri, lést 26. september sl., 77 ára að aldri. Stefán fæddist 6. desember 1933 á Æsustöðum í Langa- dal, Austur-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigríður Stefánsdóttir hús- freyja og Gunnar Árnason sóknar- prestur. Stefán lauk landsprófi frá Laug- arvatni 1951 og útskrifaðist frá framhaldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavík 1954. Hann starfaði hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga og kaupfélögum á árunum 1954-1960 utan eitt ár sem hann var framkvæmdastjóri UMFÍ 1956-1957. Hann var kaupfélags- stjóri Kaupfélags Austfjarða á Seyðisfirði 1958-1959 og kaup- félagsstjóri Kaupfélags Kópavogs 1959-1960. Stefán var útibússtjóri Búnaðarbanka Íslands á Egils- stöðum veturinn 1960-1961. Hóf störf hjá Landsbanka Íslands- Seðlabanka 4. maí 1961 og starfaði í ýmsum deildum Seðlabanka Íslands óslitið til 31. maí 1976, utan mánuðina febr.-júní 1973, kom þá af stað og var fyrsti framkvæmda- stjóri Viðlagasjóðs. Hann var bankastjóri Alþýðubankans hf. frá 1. júní 1976 til 1. ágúst 1987. Réðst á ný til starfa hjá Seðlabanka Íslands 1. febrúar 1988. Var for- stöðumaður Gjaldeyriseftirlits Seðlabankans frá 1. maí 1991 til starfsloka 31. des. 1998. Stefán var formaður starfs- mannafélags Seðlabankans og í stjórn Sambands ísl. bankamanna um árabil, á yngri árum. Var for- maður sóknarnefndar Kársnes- prestakalls 1972-1996 og vann öt- ullega að málefnum Kópavogs- kirkju. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Hertha W. Jónsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarframkvæmdastjóri. Börn þeirra eru Jón Gunnar kvik- myndagerðarmaður og Sigríður Þrúður ferðamálafræðingur. Andlát Stefán M. Gunnarsson Borgarfjörður | Landbúnaðarhá- skóli Íslands á Hvanneyri og Umf. Íslendingur buðu til afmælishófs í íþróttahúsinu á Hvanneyri á sunnu- dag. Fjölmenni mætti í hið gamla íþróttahús sem hefur verið í notkun óslitið í 100 ár án mikilla breytinga. Rektor Landbúnaðarháskólans, Ágúst Sigurðsson, setti samkomuna, en fól síðan Bjarna Guðmundssyni að stýra dagskrá. Í máli Bjarna kom fram að Hall- dór Vilhjálmsson skólastjóri stóð fyrir byggingu íþróttahússins, sótti um styrk til Alþingis, en kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á heilar 6.000 kr. þar af taldi Halldór hægt að skrapa saman efni frá öðrum framkvæmd- um á staðnum að upphæð um 2.000 kr. Mismuninn, 4.000 kr., vonaðist hann til að fá í styrk frá Alþingi. Al- þingi sá sér ekki fært að styrkja framkvæmdina svo Halldór varð að snapa fjármagn annars staðar frá og vitað er að hann lagði verulega til verksins úr eigin vasa. Afmælisdagskráin var fjölbreytt. Grunnskólabörn léku listir sínar, danshópurinn Sporið dansaði þjóð- dansa og svo var fjöldasöngur o.fl. Að lokinni 1½ tíma dagskrá sleit Ágúst rektor samkomunni, en bauð öllum að þiggja veitingar í Skemm- unni, sem er nýuppgert safnaðar- heimili handan götunnar en hún var byggð 1896. Morgunblaðið/Pétur Davíðsson Léttfætt Danshópurinn Sporið sýndi þjóðdansa í tilefni afmælisins. 100 ára afmæli íþróttahall- arinnar á Hvanneyri Hópur áhugafólks vinnur að því að gera stapana við þjóðveginn til Pat- reksfjarðar að einskonar bæjarhliði. Þar geti vegfarendur einnig heyrt lesið fyrsta ljóðið úr ljóðabók Jóns úr Vör, Þorpinu, og síðar verði hægt að lesa eða hlusta á öll ljóðin úr bók- inni á sögustöðum. Staparnir eru áberandi við veginn í hlíðinni, skömmu áður en komið er til Patreksfjarðar. Haukur Már Sig- urðarson kaupmaður og fleiri áhuga- menn vinna að því að lýsa upp stap- ana og bergið ofan við veginn en þar er oft klakaveggur á vetrum. Þar verður fólk boðið velkomið í þorpið sem Patreksfirðingurinn Jón úr Vör gerði að yrkisefni í sam- nefndri ljóðabók. Hægt verður að hlusta á fyrsta ljóðið á áningar- staðnum og hlusta á hin ljóðin eða lesa þau á þeim stöðum í þorpinu sem fjallað er um. Síðasta ljóðið verður í Vör þar sem Jón ólst upp. Kveikt á ljósunum að ári „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem fólk á kost á því að hlusta á heila ljóðabók á þeim stað sem fjallað er um,“ segir Haukur Már. Hann hefur undirbúið málið og hyggst leita til fyrirtækja og félaga á staðnum um stuðning til að hrinda verkinu í framkvæmd. Vonast hann til þess að hægt verði að kveikja á ljósunum þegar fer að skyggja næsta haust. helgi@mbl.is Staparnir gerðir að hliði að „Þorpinu“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Út um hliðið Gestir Patreksfjarðar verða boðnir velkomnir í „Þorpið“. Alls sóttu 22 um starf borgarritara, sem Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í september en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Ráðgjafafyrirtækið Capacent mun vinna úr umsóknun- um. Um er að ræða nýtt embætti, sem borgarráð samþykkti fyrr í þessum mánuði að stofna. Borgarritari verð- ur staðgengill borgarstjóra en skrif- stofustjóri borgarstjóra hefur gegnt því starfi. Borgarritari mun bera ábyrgð á miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkur- borgar. Staða hjá borginni hét sama nafni hér áður fyrr, en var síðar lögð niður árið 2007. Umsækjendur eru: Ásgeir Eiríks- son, MBA, Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, MBA, Bjarni Daníelsson, stjórnsýslufræðingur, Bjarni Þór Pétursson, stjórnmálafræðingur, Bryndís Jónsdóttir, MA í mannauðs- stjórnun, Eggert Guðmundsson, byggingarfræðingur, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra um- hverfis- og samgöngusviðs Reykja- víkur, Glúmur Baldvinsson, MSc í al- þjóðasamskiptum, Guðrún Gísladóttir, viðskiptafræðingur, Haukur Ísbjörn Jóhannsson, nemi, Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri fram- kvæmdasviðs Reykjavíkur, Inga Guðrún Gestsdóttir, viðskiptafræð- ingur, Ingibjörg Eðvaldsdóttir, gæðafulltrúi, Kristinn Már Ársæls- son, félagsfræðingur, Magnús Ingi Erlingsson, lögfræðingur, Óskar J. Sandholt, framkvæmdastjóri, Pálmi Másson, bæjarstjóri, Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri, Sveinn Guðmundsson, hrl., Valdimar Kúld Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og Þorsteinn Fr. Sigurðsson, rekstr- arhagfræðingur. 22 sækja um stöðu borgarritara Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Þunnu langermabolirnir komnir Blúndu og sléttirINCQC 2012 G05 SÍÐBUXUR,(ullarblanda) svartar-brúnar -gráar SVARTAR GALLABUXUR NÝ SENDIN G GARDEUR GÆÐABUXUR Laugavegi 63 • S: 551 4422 Opinn málfundur: Er skynsamlegt að leggja aðildarumsókn Íslands að ESB til hliðar? Gestir verða: Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Steingrímur J. Sigfússon og Valgerður Bjarnadóttir. Fundurinn verður haldinn miðvikudag 28. september klukkan 12:00-13:00 í Háskóla Íslands, Lögbergi – stofu 102. Fundurinn er opin öllum, verið velkomin. Herjan – félag stúdenta gegn ESB-aðild Heimssýn – Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.