Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 Hvort sem um er að ræða gamlar skíðakempur eða fólk sem er að fara í fyrsta sinn á skíði, finna allir brekkur við sitt hæfi í ítölsku Ölpunum. Gott veður, nægur snjór, frábærar brekkur, ítölsk matargerð og skemmtilegur félagsskapur í heilnæmu fjallalofti Alpanna, er eitthvað sem allir ættu að upplifa. Selva val Gardena og Madonna di Campiglio á Ítalíu eru ein glæsilegustu skíðasvæði heims og eru vinsælustu skíðaáfangastaðir Íslendinga undanfarin ár. Við höfum reynsluna og vitum hvernig þú vilt hafa skíðaferðina þína. ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585-4000 | URVALUTSYN.IS * Fl ug ,s ka tta r, gi st in g og ísl en sk fa ra rs tjó rn . M ið as tv ið að bó ka ð sé á ne tin u. VIKAÁSKÍÐUMÍ MADONNAÁÍTALÍUFRÁ: MADONNAOGSELVA BEINTFLUGTILVERON A! Verð ámannm.v. 2 fullorðna í viku í tvíbýli með morgunmat á Hótel Hubertus. Brottför: 4. feb 2012 149.400KR.-* Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu „Þetta er námskeið í notkun líf- og léttbáta og er eitt af mörgum nám- skeiðum sem skólinn býður upp á,“ segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Á því námskeiði læra nemendur, sem all- ir eru starfandi sjómenn, rétta notkun björgunar- og léttbáta sem skip eru búin. „Það voru einnig verkefni sem fólu í sér að taka menn úr sjó og í þeirri aðgerð reyn- ir á hæfileika þeirra við að stjórna bátum.“ Hilmar segir þá sjómenn sem sækjast eftir alþjóðlegum rétt- indum, hvort heldur fyrir fiskiskip eða kaupskip, verða að sækja nám- skeiðin hjá Slysavarnaskólanum til að uppfylla alþjóðaskilyrði um menntun og þjálfun sjómanna. Mik- il aðsókn er í skólann á ári hverju og stefnir í að á þriðja þúsund sjó- menn sæki nám við skólann í ár. Lengd hvers námskeiðs er að sögn mjög misjöfn og segir Hilmar nám- skeiðið í gær vera tveggja daga kúrs. „En námskeiðin hjá okkur eru allt frá því að vera hálfur dagur og upp í fimm daga.“ Alls voru tíu sjómenn á nám- skeiði í gær og var notast við tvo léttbáta og einn lokaðan lífbát. Sjómönnum kennd rétt viðbrögð við björgun úr sjó Morgunblaðið/Eggert Leiklistarsamband Íslands (LSÍ) samþykkti ályktun á aðalfundi sín- um í vikunni þar sem skorað er á bæjaryfirvöld á Akureyri að standa vörð um Leikfélag Akureyrar (LA) og tryggja áframhaldandi starfsemi þess þrátt fyrir tímabundna erfið- leika í starfsemi félagsins. Saga Leikfélags Akureyrar spannar um 100 ár en LA varð at- vinnuleikhús árið 1973, hið eina utan höfuðborgarsvæðisins. „Eðlilegt er að kryfja hvað úr- skeiðis hefur farið í starfseminni nú fyrir skemmstu og tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Samhliða ber að minnast ótal merkra sigra leikhúss- ins í langri sögu en starfsemi þess hefur oft á síðustu árum verið afar blómleg. LSÍ varar við því að mögu- leg mistök í rekstri og erfiðleikar sem spanna stutt tímabil opni fyrir umræðu um að leggja af starfsemi atvinnuleikhúss á Akureyri. Það eru allar forsendur fyrir áframhaldandi metnaðarfullu starfi Leikfélags Ak- ureyrar sem auðgar menningarlíf á Norðurlandi og landinu öllu,“ segir m.a. í ályktun LSÍ. Bærinn standi vörð um LA Leikfélag Starfsemi LA fer fram í Sam- komuhúsinu á Akureyri.  Áskorun frá Leik- listarsambandi Íslands Sett hefur verið af stað söfnun til styrktar fjöl- skyldu drengsins sem lést í Sand- gerði síðastliðinn föstudag. Dreng- urinn hét Dag- bjartur Heiðar Arnarsson, fædd- ur 25. febrúar 2000. Hann var búsettur í Sandgerði ásamt foreldrum og fjórum systkin- um. Á vefsvæði fréttavefjarins 245 - lífið í Sandgerði segir að fjölskylda Dagbjarts þurfi á stuðningi að halda, andlegum og fjárhagslegum og því sé leitað til almennings og óskað eft- ir samstöðu og stuðningi. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0147-05-173 og kennitala 010874- 3789. Safnað fyrir fjölskyldu í Sandgerði Frá Sandgerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.