Morgunblaðið - 28.09.2011, Side 20

Morgunblaðið - 28.09.2011, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Tíska & Förðun SÉ RB LA Ð Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 14. október 2011. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna veturinn 2011 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 10. október. MEÐAL EFNIS: Förðunarvörur. Förðrun. Krem. Umhirða húðar. Ilmvötn. Brúnkukrem. Neglur og naglalakk. Fylgihlutir. Skartgripir. Nýjar og spennandi vörur. Haust og vetrartíska kvenna. Haust og vetrartíska karla. Íslensk hönnun. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Sr. Ingileif Malm- berg, sjúkra- húsprestur, skrifaði ágæta grein um sér- þjónustu kirkjunnar sem birtist í Morg- unblaðinu 3. sept- ember sl. Mig langar að bæta nokkrum lín- um við frá eigin brjósti mínu. Ég verð að takmarka mál mitt við sérþjónustu presta vegna takmarkaðs rýmisins en það þýðir alls ekki að mér finnist lítið til þjónustu djákna koma eða ann- arrar starfsemi kirkjunnar. Á Íslandi starfa nú á vegum þjóðkirkjunnar 16 sérþjón- ustuprestar. Sumir starfa beint fyrir kirkjuna en aðrir eru ráðnir á stofnanir eins og á sjúkrahús eða elliheimili. Dæmi um þá sem eru ráðnir beint af þjóðkirkjunni eru t.d. prestur fanga, prestur heyrn- arlausra, prestur fatlaðra, prestur innflytjenda og sjúkrahúsprestur á LHS. Hvað er sérstakt? Hvað þýðir „sérþjónusta“ presta? Hvað er „sér“ í þjónust- unni? Mér skilst að orðið „sér- “þjónusta hafi tvær merkingar hér á landi. Fyrsta merkingin er sú að sérþjónustuprestar annist aðallega kærleiksþjónustu. Yfirleitt og al- mennt þýðir það að prestar sjái um ýmiss konar þjónustu við fólk sem á í „sérstökum“ erfiðleikum eins og t.d. líknarþjónustu, þjónustu við fá- tæka, fanga og svo framvegis. Þjónusta af þessu tagi er kölluð „Diakonia“ á þýsku eða „diakoni“ á sænsku, sem þýðir að „þjóna“ en þetta orð er nátengt hugtaki um samfélagsvelferð í kristnum anda. Mér virðist svolítið einkennilegt að Íslendingar skuli nota hugtakið „kærleiksþjónusta“ til að segja frá „Diakonia“. Að sjálfsögðu er öll þjónusta kirkjunnar kærleiksþjón- usta og því er það ekki hægt að að- skilja ákveðna þjónustu frá al- mennri þjónustu kirkjunnar í nafni kærleiksþjónustu. Þetta hljómar eins og smáatriði en ef þjónusta við fátæka eða fanga er „sérstök“ kærleiksþjónusta“, þá gæti hún valdið óþarfa og óæskilegri að- greiningu á þjónustu kirkjunnar. Þess vegna þurfum við að hugleiða þetta. „Diakonia“ er grunnþjónusta kirkjunnar og er alls ekki „sér- “þjónusta í raun. Til þess að forð- ast misskilning: það er ekki rétt heldur að hugsa að „diakonia“ sé þjónusta sem einungis djáknar veita. „Diakonia“ í þessu samhengi er aðeins stærra hugtak. Önnur merking sem orðið „sér“- þjónusta bendir til er sú að starfs- hættir sérþjónustupresta séu oft- ast öðruvísi en „venjulegra“ sóknarpresta. Það sem er sérstakt hér er ekki þjónustan sjálf heldur starfshættir prestsins. Víst eru starfshættir nokkurra sérþjón- ustupresta frábrugðnir hefð- bundnum háttum sóknarpresta. Hin hefðbundna hugmynd um kirkjulíf er að grunneining hennar er sóknin og kirkjuhúsið hennar. Sóknin er landfræðilega ákveðin og hún er samtímis samfélag þeirra íbúa sem þar búa. Hefðbundið kirkjustarf byggist því í raun á landfræðilegum ramma. Sérþjónustupresturinn hefur á hinn bóginn enga landfræðilega sókn, starfshættir hans byggjast fyrst og fremst á þörf viðtak- anda þjónustunnar, án tillits til hvar hann er staddur. Það er því enginn landfræðileg aðgreining. Sérþjón- ustupresturinn þarf hins vegar að hafa góða þekkingu á mál- efnum þess fólk sem hann sinnir sér- staklega umfram kristilega þekkingu sína. Það er t.d. nauðsynlegt að kunna táknmál til þess að geta þjónað heyrnarlausu fólki. Þokka- leg þekking á sjúkdómum og lækn- ismeðferðum er ómissandi til þess að þjóna á spítala. Það sama má segja um grunnþekkingu á meðal þeirra sem þjónusta fanga, inn- flytjendur eða fólk sem er þroska- hamlað. Sama grunnþjónusta kirkjunnar Tilgangur sérþjónustu presta er hins vegar alveg sá sami og þjón- usta presta í sóknum. Hann er að boða fagnaðarerindi Jesú Krists í orði og verki. Ég kýs þó persónu- lega að segja að tilgangurinn sé að þjóna fólki í kærleika Jesú á þeirri forsendu að allir eru Guðs börn. Munurinn á „sér“þjónustunni og hefðbundinni þjónustu snýst fyrst og fremst um hvernig prestur veit- ir fólki þjónustu sína. Þannig er „sér“þjónusta presta raunar ekki sérstök í dýpri merk- ingu, heldur er hún grunnþjónusta eins og hefðbundin, kirkjuleg þjón- usta. Mér þykir leitt að finna að sá misskilningur og sú vanþekking skuli enn vera til staðar innan kirkjunnar að „sér“- þjónustuprestar brjóti gegn þeirri einingu kirkjunnar sem byggist á sóknum og myndi sérhóp. Það er ekki tilgangur „sér“þjónustupresta að mynda sérhóp innan kirkjunnar og aðskilja fólk frá sókninni sinni, heldur veita þeir þjónustu við ákveðnar aðstæður þegar brúa þarf bilið á milli þess sem fólk þarf af kirkjulegri þjónustu en kemst ekki í hefðbundnar messur eða getur ekki þegið þjónustu á sama hátt og aðrir í sókninni. Draum- sýnin er sú að allir mætist í sama kirkjuhúsi og sömu messu. En stundum þurfa sumir að fara lengri leið áður en draumurinn rætist. Það var til mikillar gæfu sem eftirfarandi orð komust í skýrslu nefndar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar sem var lögð til kirkju- þings árið 2010, og kirkjuþingið samþykkti megináherslur hennar: „Sérþjónustuprestar séu ráðnir til að sinna grunnþjónustu kirkjunnar þar sem henni verði ekki sinnt með fullnægjandi hætti á vettvangi sókna“. Ég álít að þetta sé fagn- aðarefni og stórt skref fyrir alla í kirkjunni og þjóðfélaginu. Við för- um þessa leið. Um „sér“þjónustu kirkjunnar Eftir Toshiki Toma » Þannig er „sér“þjón- usta presta raunar ekki sérstök í dýpri merkingu, heldur er hún grunnþjónusta eins og hefðbundin, kirkju- leg þjónusta. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Ekki er annað hægt en að taka undir þegar stjórn Lands- sambands lögreglu- manna harmar þá stöðu sem hefur verið í kjaraviðræðum lög- reglumanna við rík- isvaldið. Það er nöturlegt að hugsa til þess að lög- reglumenn hafi verið með lausa kjarasamn- inga frá því 31. maí 2009 og voru með viðræður um nýjan kjarasamn- ing inni á borði Ríkissáttasemjara og niðurstaðan sem nú liggur fyrir eftir allan þennan tíma er óásætt- anleg. Það er ekki nema þeir sem hafa kynnst starfi lögreglumannsins sem skilja það álag sem hvílir á þeim. Fyrir liggur að lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt, eru með auknar skyldur er kemur að yfirvinnu og viðveru á vinnustað eft- ir ákvörðun forstöðu- manna stofnana. Þar á ofan eru lögreglumenn ofurseldir miklum skerðingum á sínum frí- tíma er kemur t.d. að bakvöktum, sbr. nýlega genginn dóm Fé- lagsdóms þar um og hefur verið í fréttum. Frekari hömlur eru ennfremur gerðar til lögreglumanna þá þannig að þeir geti ekki ráðið sig til annarra launaðra starfa í sínum frítíma, líkt og aðrir þegnar þessa þjóðfélags, nema með sérstöku og skriflegu leyfi sinna yfirmanna. Það er staðreynd að lögreglu- menn einangrast félagslega vegna starfa síns. Ennfremur kemur starf þeirra niður á fjölskyldulífinu. Það eru tæp þrjátíu ár síðan greinarhöf- undur hætti störfum sem lög- reglumaður. Í starfinu kynntist maður því sem hinn almenni borgari þarf aldrei að upplifa. Margar minn- ingar hverfa aldrei úr huga manns, þótt maður gjarnan vildi vera laus við þær. Í fjarlægð horfi ég í dag á starf lögreglumanna með aðdáun og virð- ingu í þeirri nálægð sem reynsla mín hefur kennt mér. Við ætlumst til þess að lögreglu- menn grípi inn í allar aðstæður sem upp kunna að koma. Þeir eiga að vera varnarskjöldur okkur þegar vá steðjar að. Stutt er síðan þeir voru grýttir fyrir framan Stjórnarráðið af almenningi, þegar vel þenkjandi borgarar gengu í skjaldborg utan um þá. Sú aðgerð var ótrúleg þegar allt þjóðfélagið logaði í ófriði vegna efnahagsaðstæðna sem komu niður á öllum og þar með lögreglumönnum meðtalið. Þeirri kröfu sem sett var fram af hálfu lögreglumanna um laun sín þarf nú að bregðast við með því að slá skjaldborg um þá aftur og við- urkenna störf þeirra með virðingu og þakklæti fyrir þá fórn sem þeir færa og hækka laun þeirra svo mannsæmandi séu. Sláum skjaldborg utan um lögreglumenn aftur Eftir Svein Guð- mundsson Sveinn Guðmundsson » Það er staðreynd að lögreglumenn ein- angrast félagslega vegna starfa síns. Enn- fremur kemur starf þeirra niður á fjöl- skyldulífinu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi lögreglumaður. Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felli- glugganum. Móttaka aðsendra greina AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.