Morgunblaðið - 28.09.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 28.09.2011, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 ✝ Hjördís LindaJónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. október 1965. Hún lést 16. sept- ember sl. Foreldrar henn- ar eru Jón Grett- isson, f. 30. júlí 1946, og Herdís Kristín Valdimars- dóttir, f. 30. janúar 1947. Bróðir Hjör- dísar er Valdimar Jónsson, f. 1. ágúst 1967, giftur Ragnheiði Hansen, f. 4. apríl 1971, börn þeirra eru Jón Baldur, Guðrún Karen og Arnar Bjartur. Systir Hjördísar er Áslaug Filippa Jónsdóttir, f. 6. september 1972, gift Dagbjarti Þórðarsyni, f. 17. janúar 1964, börn þeirra eru Filippa Herdís, Guðbjörn Jón og Valgerður Kristín. Dætur Dag- bjarts af fyrra sambandi eru Gréta María og Kristveig Lilja. Börn Hjördísar og Jóns Val- við mælingar og kortagerð og síðast hjá Landhelgisgæslunni í sjómælingadeild, frá árinu 2000. Hjördís hóf nám í landfræði við Háskóla Íslands árið 2005 eftir að hún hafði greinst með krabbamein. Hún var langt komin með námið þegar hún varð að hætta því vegna veik- inda. Má nefna að hluti af námi hennar var gerð skýrslu fyrir Breiðafjarðarnefnd í gegnum Raunvísindadeild Háskóla Ís- lands um skráningu örnefna í sjó á Breiðafirði. Hjördís var mikill náttúruunnandi og naut sín hvergi betur en við leik og störf úti í náttúrunni. Síðustu mánuði og ár vann hún ásamt Óla unnusta sínum að endur- uppbyggingu á æskuheimili Óla, Laufási, á Bíldudal. Hjördís orti ljóð frá því hún var unglingur og um síðustu áramót gaf hún út ljóðabókina Brot úr lífi þar sem hún lýsir á einlægan og op- inskáan hátt reynslu sinni, hug- renningum, draumum og von- brigðum við það að lifa og deyja með krabbamein. Útför Hjördísar verður gerð frá Háteigskirkju í dag, mið- vikudaginn 28. september 2011, kl. 13. geirs Sveinssonar, f. 3. apríl 1965 (slitu samvistir), eru: 1) Diljá Rún, fædd 16. júní 1990, sonur hennar og Hauks Jarls Krist- jánssonar, f. 27. október 1987, er Fjölnir Jarl, f. 27. janúar 2009, og 2) Bjarki Snær, f. 8. júní 1995. Unnusti Hjördísar er Ólafur Jóhann Högnason, f. 29. desember 1960. Börn hans eru Gísli Örn, Sara Bjarney, Ólafur Kári og Ísold Anja. Hjördís var menntaður tækni- teiknari og fékk starf hjá Land- mælingum Íslands sautján ára gömul. Hún vann þar við korta- gerð og í gegnum þá starfs- reynslu fékk hún inngöngu í skóla í Horsens í Danmörku þar sem hún nam landmælingar og kortagerð. Hún starfaði alla tíð Þú vaktir von, þú vaktir ást, þú vaktir mig. Þakka þér fyrir að elska mig og fyrir að skilja mig. Þakka þér fyrir þína yndislegu jákvæðni og dásamlegu þrjósku. Guð einn veit hvað lífið verður fá- tæklegra án þín. Það er ofursárt til þess að hugsa að draumurinn okkar um að verða gömul saman í drauma- höllinni okkar á Bíldudal rætist ekki, en ég veit þó að þú verður nálæg þó að ég fái ekki að sjá brosið þitt bjarta. Við áttum sam- an yndislegar stundir. Við áttum saman sól og blóm og hvítan sand eins og segir í einu af okkar uppá- haldslögum. Með tárum og trega kveð ég þig nú elsku fallega Hjördísin mín. Þig mun ég alltaf elska og þér mun ég aldrei gleyma. Megi góður guð geyma þig. Þinn að eilífu, Ólafur. Mér hefur alltaf þótt ösp fal- legt tré, hún ilmar vel, vex hratt og veitir öðrum skjól. Öspin er líka dugleg að gefa frá sér lítil fal- leg rótarskot. Við Hjördís vorum sammála um fegurð og dugnað þessa trés. Hjördís var ekki ólík öspinni, hún var falleg, dugleg, veitti skjól og gaf af sér bjartsýni hvert sem hún kom. Hjördís hafði einstaklega góða nærveru, heilbrigða sál og var alltof falleg fyrir það sem á hana var lagt. Það var líka alltaf svo gaman nálægt henni og ekki að ástæðu- lausu að mér datt aldrei í hug að leiðrétta þriggja ára son minn þegar að hann talaði um Fjördísi, enda var hún sjálf mjög ánægð með það nafn. Þær eru margar fallegar, skemmtilegar og fyndnar minn- ingarnar sem ég á og mun varð- veita. Minningar sem eiga eftir að kalla fram hlátur og grát. Ég trúi því að brátt muni Hjör- dís dansa um græn engi Para- dísar berfætt í fallegum sumar- kjól með blómakrans á höfði. Elsku hjartans Hjördís mín, ég mun alltaf minnast þín þegar ég festi gleymmérei í peysuna mína, þegar ég hlusta á Midnight blue með Elo og þegar ég fer í fjöruferð og finn bláa krafta- verkasteininn sem þú leitaðir að í Selárdal nýliðið sumar. Um leið og ég kveð þig, elsku fallega perla, langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og okkar dásam- legu kynni. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mér og ég mun sakna þín þangað til við sjáumst á ný. Góða ferð hjartadrottning. Þín mágkona og vinkona, Arnbjörg Högnadóttir. Elsku besta Hjördís mín. Nú ert þú flogin á braut í aðra heima, laus úr viðjum veikinda sem þú áttir við að glíma síðustu árin. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú í þína hönd, síðast er ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) Mín kæra mágkona hefur nú kvatt þennan heim, hún tókst á við sín erfiðu veikindi af ótrú- legri hörku og dugnaði. Hún var alltaf hvers manns hugljúfi og stutt í fallega brosið og hlátur- inn. Hún var algjör perla og mun hennar verða sárt saknað í vest- urfarahópnum, þar eins og ann- ars staðar mun mikið vanta. Elsku Óli bróðir hefur misst mikið sem og fjölskyldur þeirra beggja, megi góður Guð gefa ykkur styrk. Ég þakka fyrir þann heiður að hafa fengið að kynnast slíkri eð- alkonu sem Hjördís var. Elsku Bjarki, Diljá og Fjölnir Jarl, þið hafið misst mikið og bið ég Guð að leiða ykkur rétta leið til að takast á við lífið á þessum erfiðu tímum og í framtíðinni. Anna Högnadóttir. Lífsþrá, jákvæðni og von elsku systur minnar var slík að af öllu hjarta trúði ég að þessi stund kæmi ekki fyrr en við vær- um orðnar gamlar kerlingar. Ætluðum að verða ellismellir í ullarkápum og leiðast niður Laugaveginn, kíkja á kaffihús og menningu og dreypa á sérríi og öðrum kerlingadrykkjum. Það og ótalmargt fleira verður að bíða þar til við hittumst á ný, sem ég efast ekki um að við gerum. Ég á auðvitað endalausar minningar um systur mína. Kaldhæðnislegr brandarar og ófarir okkar og annarra (aðal- lega annarra) kölluðu fram ótrú- lega mörg hlátursköst í gegnum tíðina, enda báðar með afar and- styggilegan húmor. Þegar ég var lítil skemmti hún sér stundum við að hræða mig og fleiri. Einu sinni á Hraðastöðum um vetrarkvöld voru hún og vinkona hennar að passa okkur fjórar smástelpur, (tveggja, þriggja og fjögurra ára) og stilltu okkur upp á borð við stóran glugga. Hún kom sér sjálf vel fyrir uppi í efri koju og sagði okkur hræðilegar grýlusögur. Æpti svo með skelfingarsvip svo við litum í gluggann, sem var á annarri hæð! Þar var vinkona hennar með opið ginið lýst upp með vasaljósi, verulega ófrýnileg á að líta fyrir okkur smábörnin … við ruddumst í aldursröð upp í kojuna þar sem Hjördís bjargaði okkur. Þær höfðu töluvert fyrir þessum grikk, bröltandi með stiga á milli húsa í myrkrinu. Fyrir utan þetta og nokkrar aðrar svipaðar skrýtlur var hún mér svo undurgóð. Hún puntaði mig og málaði, við fórum í bæj- arferðir með strætó, og þegar hún flutti að heiman á Gullteig- inn, öll kvöldin okkar þar með popp að horfa á Stöð tvö í svart- hvíta sjónvarpinu hennar. Skutl- aði mér svo á rauða Opelnum nið- ur á Grensás til að ná síðustu rútu heim. Öll kvöldin við varðeldinn í Skarfanesi. Dagarnir sem við átt- um saman á Flateyri þegar ég bjó þar og svo ótalmargar aðrar dásamlegar minningar sem eru nú svo dýrmætar. Óendanlega þakklát er ég fyrir að hafa haft systur mína hjá mér í vor í brúðkaupinu mínu og að hafa farið á Bíldudal í sumar og eytt þar fallegustu dögum lífs míns með Hördísi minni og Óla í litla fallega húsinu þeirra, Lauf- ási, ásamt stórfjölskyldunni. Besta, fallegasta og merkilegasta ferðalag sem ég hef farið. Sam- verustundirnar eftir það eru allar svo einstakar og innilegar að þeim fá engin orð lýst og það ber að þakka af öllu hjarta. Elsku hjartans systir mín, vin- kona mín, hetjan mín. Góða ferð. Guð geymi þig. Þín elskandi litla systir, Áslaug Filippa. Það var líkt og himnarnir og við mannfólkið grétum í takt þennan haustdag þegar Hjördís vinkona mín kvaddi í hinsta sinn. Þótt vitað væri hvert stefndi þá kemur kveðjustundin sem reiðarslag, það er ekki hægt að vera undir það búinn að kveðja góðan vin þegar lífið ætti að blasa við. Við ætluðum að verða gamlar konur á elliheimili og skemmta okkur konunglega. Þakklæti er mér efst í huga, fyrir vináttu síðustu 20 árin, fyrir allar góðu stundirnar sem við mösuðum, hlógum, sungum, borðuðum fullt af góðum mat, grétum, kúrðum, upplifðum nátt- úruna og þögðum saman, allar þessar minningar eru mér nú sem dýrmætir gullmolar sem ég geymi á góðum stað í hjarta mínu. Þakklæti fyrir að fá að taka þátt í og annast Hjördísi í veik- indunum. Þakklæti fyrir að deila með henni hennar góðu og fallegu fjöl- skyldu og vinum. Þakklæti fyrir að kynnast gull- molunum hennar, Diljá, Bjarka, Fjölni og Óla. Ég kveð vinkonu mína bara um stund og bið góðan guð að gæta fjölskyldu hennar og vernda börnin hennar. Við finnum okkur fallega lautu með fullt af berjum til að tína, á stað sem við hittumst á síðar. Ég elska þig þúsundfalt, elsku hetjan mín. Ég held um smáa hendi, því gatan hér er grýtt, þá get ég líka fundið, hvort þér er nógu hlýtt. Ég veit mér skylt að ráða og rata fyrir þig, – en raunar ert það þú, sem leiðir mig. Æ, snertir þú við þyrni? – Hann fól hin fríða rós, og fögur tárin myrkva þitt skæra hvarmaljós. Mér rennur það til hjarta og reyni að gleðja þig, – en raunar ert það þú, sem huggar mig. Þú spyrð um svarta skýið, sem skyggir fyrir sól, og skrælnuð mösurblöðin, er fjúka um laut og hól. Ég leitast við að ráða þær rúnir fyrir þig, – en raunar ert það þú, sem fræðir mig. Nú þreytast smáir fætur, svo faðminn þér ég býð. Ég fel þig ljúft að hjarta, og stundin sú er blíð. Þú andar hægt og rótt og þín rósemd grípur mig, – svo raunar ert það þú, sem hvílir mig. (Jakobína Johnson) Kær vinkonukveðja, Þóra Harðardóttir. Jæja Hjördís, þá ertu farin elsku vinkona. Okkar kynni hófust fyrir nítján árum, þegar ég byrjaði að vinna hjá VSÓ. Ég staldraði stutt þar en við ákváðum fjórar stöllur þaðan að stofna matarklúbb, við tvær, Þóra og Eyrún. Þar má segja að vinskapurinn hafi byrj- að. Við kölluðum okkur Sælubelgi og matarboðin voru blanda af góðum mat, fíflagangi og góðu djammi. Karlarnir okkar voru að sjálfsögðu með og náðu vel sam- an. Árlegar sumarbústaðaferðir Sælubelgja hafa verið fastur liður í þessum góða hópi. Svo kom krabbinn, það var mikið áfall. Einhvers staðar mitt í öllu þessu, þú veik, að skilja, að flytja í fínu íbúðina þína í Drápu- hlíðinni með fallegu molana þína, Diljá og Bjarka, tengdumst við nánar. Um margt þurfti að tala, íhuga. Við fórum í margar göng- ur, leikfimi, þú kynntir mig fyrir Ljósinu, sem vinnur ómetanlegt starf. Við fórum í skíðaferðir til Akureyrar og síðar voru það fal- legu sumarbústaðaferðirnar sem við Þóra og þú höfðum sem agn til að hlakka til. Stjörnu- og norður- ljósaskoðun í heitum potti og djúpar samræður um lífið og til- gang þess. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér í gegn- um allar brekkurnar sem veik- indunum fylgdu. Ég hef staðið agndofa yfir kraftinum sem þú hafðir, viljanum til að sigra. Já- kvæða hugarfarið, brosið þitt, gálgahúmorinn alltaf á sínum stað og dillandi hláturinn, Hjör- dís skvísa. Ég vil þakka þér, vinkona, fyr- ir allt sem þú hefur kennt mér, þar er margt sem ég ætla að til- einka mér í framtíðinni. Börnin þín, ömmumolinn hann Fjölnir og Óli hafa misst mikið, en ég trúi að þú hafir lagt inn gæðastundir og gefið þeim gott veganesti til að byggja framtíðina á. Og eins og þú trúðir svo fast á og sagðir svo oft: Það verður allt í lagi, allt mun fara vel, ég veit það. Diljá, Bjarka, Fjölni, Óla, for- eldrum, systkinum og öllum öðr- um sem þekktu þig sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Takk elsku vinkona. Þórhildur Sverrisdóttir. Ég kynntist Hjördísi þegar ég vann hjá Krafti og hún kom inn í gönguhópinn sem þar var virkur, hlý kona og lífsglöð. Og bjartsýn var hún líka, enda hafði hún mikið til að lifa fyrir. Eitt fannst mér al- veg sérstakt við Hjördísi en henni tókst það sem mörgum konum tekst ekki og það er að finna rétta ilmvatnið. Ilmurinn af henni jók yndisleik hennar og hún ilmaði einhvern veginn í öll- um samskiptum. Í gönguhópi Krafts vorum við 6-8 konur sem þræddum göngustíga og borgar- götur Reykjavíkur og settumst svo inn á kaffihús og deildum reynslu yfir góðu meðlæti. Hlust- uðum, töluðum, grétum og hlóg- um. Já, þannig gerðum við þetta. Og þessir vikulegu göngutúrar urðu stór gjöf inn í líf okkar. Síðustu fimm ár hafði Hjördís ólæknandi sjúkdóm og virtist geta horfst í augu við hann af æðruleysi sem ekki öllum er gef- ið. Hún valdi að lifa þann tíma sem hún átti eftir vel, að lifa vel skipti hana mestu, þannig gat hún verið fegursta fyrirmynd og mesti styrkur sem hugsast gat fyrir börnin sín. Það er ekki nóg að vilja vel, það er meira en að segja það að vera glaður í hvers- dagslífinu þegar ólæknandi sjúk- dómur bítur stöðugt í hælana. Fyrir þremur árum, þegar Hjördís var nýkomin úr lyfja- meðferð og neglur af fingrum og tám losnuðu og duttu sumar af, þá gekk hún Fimmvörðuháls og blés ekki úr nös. Við Diljá vorum með í för. Það var dásamleg ferð í frábæru veðri. Fyrir tveimur árum vorum við saman skálaverðir í Breiðuvík eystri. Þá var hún í stöðugri lyfja- meðferð. Hún skellti sér í kaldan sjóinn. Við syntum naktar innan um fugla í kyrrlátri vík í glamp- andi sól og steikjandi hita. Við vorum flottastar í þeirri ferð. Svo fórum við tvær saman að hausti í Skálholt þar sem við dvöldum eina helgi og sóttum á djúpin í okkur sjálfum. Þar deild- um við ljóðum, reynslu, hugsun- um um lífið og dauðann. Og um trúna á Guð og ástina. Við grétum saman í þeirri ferð. Og alltaf ilm- aði hún. Hjördís hafði fundið ástina í lífi sínu, hann Óla. Nú horfir hann á eftir henni. Hún sem ætlaði sér að verða gömul með Óla og ferðast á hverju sumri til Bíldu- dals. Maður getur velt fyrir sér því óréttlæti sem manni finnst felast í því þegar börn missa foreldri. En engu verður breytt. Diljá og Bjarki hafa misst mikið. Orð ná ekki að lýsa því. Hjördís vissi að hverju stefndi en var ekki tilbúin þegar stundin kom. Það er ekki tímabært, sagði hún. Hún ætlaði sér lengra. Hún vildi meira af þessu lífi. En svo var allur tími farinn. Svo var lífið búið. Á degi íslenskrar náttúru féll lífsblómið hennar. Ilmur hennar. Ég votta Bjarka Snæ, Diljá Rún, Fjölni Jarli, Óla, foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Anna Ingólfs. Föstudaginn 16. september dó vinkona mín til margra ára. Við kynntumst 1987 þar sem við átt- um heima í sama húsi í fimm ár. Við eignuðumst elstu börnin okk- ar með tveggja mánaða millibili upp á dag og pössuðum hvor fyrir aðra hálfan daginn þegar við fór- um að vinna eftir fæðingarorlof. Við vorum alltaf vinkonur, stund- um hittumst við mikið, stundum lítið, en vináttan var alltaf til stað- ar. Við skildum hvor aðra svo vel, gengum í gegnum ýmislegt sem taka þurfti á eins og gengur í þessu lífi. Við Hjördís vorum saman í saumaklúbbi sem verður klárlega starfræktur áfram í hennar nafni – Hjördísarklúbbur eins og ég kalla hann alltaf. Einn daginn fyrir nokkrum árum átt- aði hún sig á því að ég þekkti allar í klúbbnum og þá buðu þær mér að vera með. Ég sé ekki eftir því, gæðakonur allt saman. Hún á góðan hóp vina og ástvina sem eiga nú um sárt að binda. Líf okkar verður svo miklu tómlegra núna en við reynum að halda því áfram, því það er í henn- ar anda og það sem hún hefði svo sannarlega viljað. Alveg eins og hún gerði svo sannarlega sjálf, því þrátt fyrir veikindi sín lifði hún lífinu lifandi, var dugleg að rækta vini og ættingja, fara í ferðalög og svo margt, margt fleira. Ég votta börnum hennar, barnabarni, unnusta, foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum Hjördís Linda Jónsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, INGVELDUR MAGNÚSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður á Patreksfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu Hafnar- firði mánudaginn 26. september. Útförin verður auglýst síðar. Hafsteinn B. Sigurðsson, Ásgerður Ágústsdóttir, Guðmundur J. Bergsveinsson, Ásthildur Ágústsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Helgi Ágústsson, Hervör Jónasdóttir, Emil P. Ágústsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SESSELJA STEINGRÍMSDÓTTIR, Tunguvegi 68, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 25. september. Sigurður Guðjón Jónsson, Doreen Veronica Prince, Sigríður J. Lepore, Steingrímur Guðni Pétursson, Gunnar Jónsson, Steingrímur Ágúst Jónsson, Þóranna M. Sigurbergsdóttir, Jón Hjörtur Jónsson, Katrín Sól Högnadóttir, Sesselja Jónsdóttir, Kim Mortensen, Garðar Jónsson, María Breiðfjörð, Sæmundur Ingi Jónsson, Elfur Magnúsdóttir, Ástríður Ólafía Jónsdóttir, Einar Valgeir Jónsson, Sigurlín Þ. Sigurjónsdóttir, Benjamín Hlífar Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.