Morgunblaðið - 28.09.2011, Síða 23

Morgunblaðið - 28.09.2011, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 samúð. Megi minningin um ynd- islega brosandi konu lifa með okkur öllum um ókomna tíð. Sigurlína H. Steinarsdóttir. Við kynntumst allar í Háskóla Íslands þar sem við stunduðum nám í landfræði. Við vorum nokkru eldri en hinir nemendurn- ir og náðum strax vel saman. Þetta samband þróaðist upp í vin- áttu sem hélst alla tíð. Við unnum saman öll verkefni í þeim fögum sem við sóttum og studdum hver aðra með ráðum og dáð. Elsku Hjördís, þakka þér fyrir samfylgdina, góða vináttu og yndislegar samverustundir. Við munum alltaf hugsa til þín með hlýhug og minnast þín fyrir já- kvæðni, glaðværð og æðruleysi sem kom hvað best í ljós eftir að þú veiktist. Í stað þess að velta þér upp úr veikindunum var þér efst í huga þakklæti fyrir hvað þú ættir góða að og allir vildu allt fyrir þig gera. Börnin þín og barnabarn voru þér allt og þú varst svo stolt af þeim. Samband þitt við Óla veitti þér mikla gleði og hamingju sem kom berlega í ljós í samtölum okkar. Þú kvaddir gjarnan með orð- unum: „Ég elska þig.“ Við elskum þig líka elsku Hjördís. Elsku Diljá, Bjarki og Fjölnir (augasteinn ömmu sinnar), missir ykkar er mikill og við vottum ykkur, Óla og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Sigþrúður og Ann-Sophie. Við sjáum í dag á bak kærri samstarfskonu og vinkonu. Hjör- dís hefur kvatt okkur, allt of snemma eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hjördís tók líf- inu með bros á vör sama hvað á bjátaði, alltaf átti hún bros og hlý orð. Börnin hennar, Diljá og Bjarki, voru henni allt og ömmu- strákurinn Fjölnir Jarl var auga- steinninn hennar. Það fór ekki á milli mála þegar maður hitti Hjördísi hversu stolt hún var af krökkunum sínum. Þó að nokkuð sé um liðið frá því að Hjördís hætti störfum hjá sjómælingasviði Landhelgis- gæslunnar, til að helga sig sínu háskólanámi, héldum við sam- bandi og fengum fréttir af leik og starfi og glímunni við veikindin. Þeim tók hún eins og hverju öðru verkefni í lífinu og lét ekki bugast þótt gæfi á, var þar öðrum inn- blástur og fyrirmynd. Breiðafjörðurinn var Hjördísi mikið hugðarefni og sinnti hún bæði kortagerð af Breiðafirði í starfi sínu hér hjá okkur en eins í vinnu sinni fyrir Breiðafjarðar- nefnd og við lokaritgerð í landa- fræði frá Háskóla Íslands. Öll bera þessi verk alúð hennar, fag- mennsku og vinnusemi í starfi glöggt vitni. Takk fyrir samfylgdina elsku Hjördís. Diljá, Bjarka, Fjölni Jarli og Ólafi, unnusta hennar, sendum við okkar einlægustu samúðarkveðjur. Minningin um mæta konu lifir. Samstarfsfélagar á sjómæl- inga- sviði Landhelgisgæslunnar, Árni, Níels og Sigríður Ragna. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ásta Valsdóttir. ✝ Þóra NíelsínaHelga Há- konardóttir fædd- ist í Reykjavík 16. maí 1926. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Sóltúni 19. september 2011. Foreldrar Þóru voru Hákon Hall- dórsson, f. 12. des. 1874, d. 13. mars 1951, og Petrína Guðrún Narfadóttir, f. 13. nóv. 1892, d. 7. des. 1992. Systkini Þóru eru Haraldur, f. 19. júlí 1923, Herdís, f. 17. júlí 1924, d. 23. maí 1988, Anna Soffía, f. 18. ágúst 1927, d. 7. okt 2007. Þóra átti eina hálf- systur samfeðra, Níelsínu Helgu f. 6. jan. 1907, d. 11. maí 1988. júlí 1954. Hennar börn eru drengur, f. 1. jan. 1973, d. 2. jan. 1973, Sigurður, María Ólöf og Sóley. Sambýlismaður Auð- ar er Jóhann Valgeir Jónsson. Kristín, f. 22. mars 1956, gift Guðmundi Unnarssyni. Þeirra börn eru Unnar Þór, Sveindís Ósk, f. 30. júlí 1979, d. 7. des. 1996, og Brynjar Már. Áslaug, f. 11. ágúst 1957, gift Birni Grétari Þorsteinssyni. Þeirra börn eru Harpa Sólveig, Þor- steinn og Sveinn Þórir. Yngst- ur er Hákon, f. 24. ágúst 1958. Einnig eignuðust þau tvo drengi sem létust fljótlega eftir fæðingu. Langömmubörn Þóru eru 31. Útför Þóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag, miðviku- daginn 28. september 2011, kl. 11. Maður Þóru var Sveinn Kristinsson frá Dalvík, f. 5. ágúst 1920, d. 5. nóv 1977. Börn þeirra eru Helga Dagmar Jóns- dóttir, f. 23. júlí 1944, en Sveinn ól hana upp sem sína eigin dóttur. Henn- ar börn eu Petrína Guðrún, Guðrún Margrét, Þorvaldur og Hákon Rúnar. Snjólaug, f. 13. ágúst 1947, gift Jónasi Jakobssyni. Þeirra börn eru Jakob, Helga Þóra, Hafdís Rósa, Magnús Már og Sveinn Gunnar. Guðrún Margrét, f. 23. feb 1951. Henn- ar börn eru Sveinn Pálmi, Mar- teinn Óli, Svanhildur Rósa og Róbert Þröstur. Auður, f. 11. Góðar minningar verma hjarta mitt og munu ávallt gera er ég hugsa til elsku bestu mömmu minnar sem kvaddi þennan heim mánudaginn 19. þessa mánaðar. Hún var ekki rík af veraldlegum auði en auðug af ást og hlýju sem við fengum að njóta allt fram að andláti hennar. „Ég elska þig Magga mín“ hljómar nú sem englasöngur og vermir inn að hjartarótum. Líf mömmu minnar var eng- inn dans á rósum. Alla tíð þurfti hún að stríða við erfið veikindi sem voru þó sem betur fer miss- læm. Auk þess var hún ekki nema 27 ára þessi elska og gekk með sitt fjórða barn þegar hún brenndist afar illa í andliti af slysförum. Hún fæddi átta börn í þennan heim en missti tvo yngstu drengina strax við fæð- ingu. Þrátt fyrir allt heyrðist aldrei vol né væl frá þér elsku mamma mín heldur hélstu bara áfram veginn með þitt fallega bros og þína óendanlegu hlýju. Núna síðustu fimm vikurnar í lífi þínu varðst þú þeirrar gæfu að- njótandi að fá að dvelja á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni þar sem þér leið æðislega vel og varst svo ánægð, þú einfaldlega blómstr- aðir, ég hafði svo gaman af og þótti svo vænt um að heyra barnabörnin þín segja: „Já þarna þekki ég hana ömmu aftur.“ Það er svo gott að eiga í hjarta sínu minningu um þig elsku mamma, brosandi og ánægða, þótt við vissum öll hvað hjarta þitt var orðið veikt. Elsku bestu mammsa mín. Þakka þér fyrir allt og þá sér- staklega fyrir alla ómetanlegu aðstoðina og stuðninginn þegar ég var sjálf með lítil krakkakríli og fyrir allt sem þau fengu frá þér. Mikið á ég eftir að sakna þín besta mamma mín en ég reyni að muna að það væri eigingirni að sleppa ekki takinu, sama hversu sárt það er. Guð blessi minningu þína elsku mamma mín, far þú í friði og englar guðs gæti þín. Þín elskandi dóttir, Margrét. Nú er elskuleg móðir mín lát- in. Allar góðu minningarnar sem ég á um hana streyma fram. Hún var skemmtileg, fyndin og hafði einstaklega skemmtilegan húm- or alveg fram í andlátið þótt hún ætti við erfið veikindi að stríða. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur fjölskylduna, dvaldi oft á okkar heimili þegar börnin okkar Gumma voru lítil og erum við henni ævinlega þakklát fyrir það. Mamma bjó með Hákoni syni sínum sem hugsaði mikið vel um hana og vil ég þakka honum inni- lega fyrir það, einnig þakka ég starfsfólki Sóltúns þar sem hún dvaldi síðustu fimm vikurnar mikið vel fyrir góða umönnun. Elsku mamma, ég veit það hefur verið tekið vel á móti þér af öllu okkar góða fólki sem farið er. Ég kveð þig með miklum söknuði og bið góðan guð að vaka yfir þér. Þín dóttir, Kristín. Mig langar að minnast tengdamóður minnar, Þóru Níelsínu Helgu Hákonardóttur, sem lést hinn 19. september síð- astliðinn. Þóru kynntist ég í byrjun árs 1974 er ég og dóttir hennar Kidda fórum að vera saman og man ég eftir því að þegar ég kom að sækja Kiddu stóð Þóra alltaf við eldhúsglugg- ann og reyndi að sjá piltinn sem var að reyna að stela litlu stúlk- unni hennar. Við Þóra vorum alla tíð mjög góðir vinir og þótti mér mjög vænt um hana og veit ég að henni þótti vænt um mig og var sátt við að fá mig inn í fjölskyld- una sína. Hún var alla tíð mjög mikið hjá okkur, bæði hér í Kópavogi og austur á Höfn, en þar vorum við í nokkur ár. Hún var mikill vinur barnanna okkar og þótti þeim öllum mjög vænt um ömmu sína. Einnig var hún alltaf til staðar fyrir okkur og var mjög gaman að hafa hana hjá sér því hún var mikill húmoristi og alltaf mjög stutt í grínið hjá henni. Að endingu vil ég þakka Þóru tengdamóður minni fyrir allar samverustundirnar og alla hjálp- ina sem hún veitti okkur alveg frá byrjun búskapar okkar Kiddu, en hún var alltaf tilbúin að koma og hjálpa til ef við báð- um hana um það. Ég kveð hana því með miklum söknuði og megi góður guð geyma hana og varð- veita um alla eilífð. Þinn tengdasonur, Guðmundur Unnarsson. Í dag fylgjum við elskulegri ömmu okkar til hinstu hvílu með miklum söknuði. Kvaddi hún þennan heim eftir erfið veikindi hinn 19. september síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Yndislegan tíma átti hún þar, ávallt vel tilhöfð, í fallegum föt- um, naglalökkuð og með skart. Naut hún þess mjög að vera svona fín og alltaf var stutt í grínið og stríðnina, því fengum við að verða vitni að undanfarnar vikurnar, það var mikið hlegið og gaman hjá okkur. Minnug var hún amma með eindæmum, þannig gat hún þulið upp afmæl- isdaga allra í ættinni eins og ekk- ert væri og stór er svo sann- arlega ættin okkar. Sárt er að sjá á eftir hinni ljúfu og hjartagóðu ömmu okkar en svo sannarlega á hún skilið að fá að hvíla sig eftir stranga en góða ævi. Alveg erum við viss um að hann Sveinn afi, Peta langamma og allt yndislega fólk- ið okkar sem kvatt hefur þennan heim hefur tekið vel á móti þér og umvafið þig ást, hlýju og ham- ingju. Guð og englar blessi minningu elskulegrar ömmu okkar. Systkinin, Sveinn Pálmi, Marteinn Óli, Svanhildur Rósa, Róbert Þröstur. Þóra Níelsína Helga Hákonardóttir • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JYTTE LIS ØSTRUP kennari, Sólvallagötu 22, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 19. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins fyrir góða umönnun. Björg Østrup Hauksdóttir, Inga Lis Østrup Hauksdóttir, Jón Egill Egilsson, Björn Óli Østrup Hauksson, Kristjana Barðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, lést á heimili sínu sunnudaginn 25. september. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Magnús Guðjónsson, Guðjón Magnússon, Ólafur Magnússon, Tamara Soutourina, Jóhann Magnússon, Kristín Björg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA STEFANÍA STEINÞÓRSDÓTTIR frá Bjarneyjum, Lindargötu 61, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugar- daginn 17. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Bestu þakkir fær starfsfólk Skógarbæjar og Vitatorgs fyrir alúð og umhyggju. Guð veri með ykkur. Hannes Halldórsson, Gylfi Sigurðsson, Anna Rósa Traustadóttir, Þorbjörg H. Hannesdóttir, Guðmundur K. Magnússon, Jóhanna S. Hannesdóttir, Ólafur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, BJÖRN THOMAS VALGEIRSSON arkitekt, Laufásvegi 67, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánudaginn 19. september. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna, sími 588 7555. Stefanía Stefánsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Ásgeir Bragason, Dagný Björnsdóttir, Skúli Gunnarsson, Valgerður Helga Björnsdóttir, Jón H. Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn, Björg Valgeirsdóttir. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Böðmóðsstöðum í Laugardal, áður húsfreyja, Auðbrekku í Hörgárdal, verður jarðsungin frá Möðruvallarkirkju í Hörgárdal mánudaginn 3. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynninguna á Akureyri og dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Anna Karólína Stefánsdóttir, Höskuldur Höskuldsson, Guðmundur Valur Stefánsson, Adelia Santos Mondlane, Valþór Stefánsson, Anna Sigurbjörg Gilsdóttir, Lilja Stefánsdóttir, Hörður Hafsteinsson, Hildur Stefánsdóttir, Guðjón Magni Jónsson, Gunnhildur Fjóla Valgeirsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hallveigarstíg 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 23. september. Útförin verður auglýst síðar. Margrét Medek, Peter Medek, Björk Hjaltadóttir, Guðmundur Brynjólfsson, Vigdís Hjaltadóttir, Hulda, Brynhildur, Helga, Hjalti, Astrid og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.