Morgunblaðið - 28.09.2011, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.09.2011, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 Fólkið í Kjallaranum – „Fantagóð sýning“ – EB, Fbl Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er auðvitað draumur að fá bók- ina útgefna og hafa tekist að heilla dómnefndina,“ segir Bryndís Björg- vinsdóttir, sem í gær hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Flugan sem stöðvaði stríðið. Þetta er önnur bók Bryndísar því fyrir 14 árum kom út bókin Orðabelgur Ormars ofurmennis sem hún skrif- aði í samvinnu við Auði Magndísi Leiknisdóttur, en þær voru aðeins 15 ára þegar bókin var gefin út. Þá dreymdi Bryndísi fyrir því að hún fengi dag einn verðlaun fyrir bók eftir sig og rættist sá draumur í gær. Á stærð við krumpaða rúsínu Í þakkarræðu Bryndísar kom fram að hugmyndin að bókinni hefði kviknað fyrir fimm árum. „Ég var inni á baðherbergi, búin að læsa að mér og hélt að ég væri ein þegar ég tók eftir húsflugu sem starði á mig. Þá fór ég að hugsa um hversu merki- legt það væri að við manneskjurnar gleymum því oft að húsflugur búa með okkur. Þær sjá allt sem við ger- um. Þær sjá okkur á okkar við- kvæmustu stundum og sjá okkur líka þegar við erum viss um að eng- inn sjái til okkar,“ segir Bryndís og tekur fram að sér hafi sökum þessa fundist spennandi að skrifa bók út frá sjónarhóli flugna. Í samtali við Morgunblaðið segist Bryndís ekki hafa byrjað að skrifað bókina af krafti fyrr en fyrir tveimur árum. „Fram að þeim tíma var ég aðallega að punkta hluti hjá mér og velta fyrir mér hvernig ein lítil hús- fluga á stærð við krumpaða rúsínu gæti stöðvað stríð. Flugurnar í bók- inni beita nokkrum aðferðum sem eru í reynd ekki svo fáránlegar,“ segir Bryndís dularfull á svip og tek- ur fram að hún vilji ekki segja meira þar sem það eigi að koma lesendum á óvart. Það ætti hins vegar ekki að koma neinum á óvart að boðskapur sögunnar felur m.a. í sér að þó að maður sé lítill og enginn taki eftir manni þá geti maður samt haft áhrif og komið stórum hlutum til leiðar. Bera á virðingu fyrir lífinu Bryndís segir það mikla áskorun að skrifa um húsflugur. „Ég þurfti að lesa mér heilmikið til um hús- flugur og reyna að gera þær spenn- andi. Því okkur finnst þær yfirleitt það óspennandi að okkur finnst sjálfsagt að drepa þær,“ segir Bryn- dís og tekur fram að sjálf hafi hún aldrei getað gert flugu mein. „Maður á að bera virðingu fyrir öllu lífi, hversu smátt sem það er,“ segir Bryndís og bætir við að þessi virðing fyrir lífinu sé einn aðalboðskapur sögunnar. „Kannski má segja að bókin feli líka í sér ákveðið uppgjör við mína eigin æsku. Sem barn hafði ég mikl- ar áhyggjur af stríðsátökum í heim- inum. Börnum er kennt að þau eigi að hlýða fullorðna fólkinu af því að það viti best, en svo sjá þau á hverj- um degi í fjölmiðlum að fullorðna fólkið drepur hvað annað og hjálpar ekki öðrum í neyð,“ segir Bryndís og tekur fram að það sé mörgum börn- um áfall að sjá fullorðna fólkið sýna mannvonsku og gera hluti sem börn- um dytti aldrei í hug að gera. Bendir hún á að húsflugurnar tjái þetta barnslega sakleysi þegar þær horfa á heiminn og undra sig á gjörðum fullorðna fólksins. „Flugurnar sjá allt “  Flugan sem stöðvaði stríðið hlaut Íslensku barnabóka- verðlaunin  Önnur bók Bryndísar Björgvinsdóttur Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kampakát Sigþrúður Gunnarsdóttir frá Forlaginu afhenti Bryndísi Björgvinsdóttur fyrsta eintakið af verðlauna- bókinni. Bryndís segist alltaf hafa verið mikill lestrarhestur og hangið inni á skólabókasafninu í öllum frímínútum. Íslensku barnabókaverðlaunin hafa verið veitt nær árlega frá árinu 1986 og hefur fjöldi vand- aðra og vinsælla bóka komið út undir merkjum verðlaunanna. Margir höfundar hafa gefið út sín- ar fyrstu bækur eftir að hafa tekið þátt í samkeppninni en einnig hafa verið verðlaunaðar bækur eftir starfandi höfunda. Stofnað var til Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka í tilefni af sjö- tugsafmæli Ármanns Kr. Einars- sonar árið 1985. Að sjóðnum standa fjölskylda Ármanns, Barna- vinafélagið Sumargjöf, IBBY á Ís- landi og Forlagið/Vaka-Helgafell, sem öll áttu fulltrúa í dómnefnd verðlaunanna ásamt tveimur nem- endum úr Rimaskóla. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu framboði á vönduðu íslensku les- efni fyrir börn og unglinga. Alls bárust dómnefnd 25 handrit í ár. Stuðlar að vönduðu lesefni ÍSLENSKU BARNABÓKAVERÐLAUNIN FYRST VEITT ÁRIÐ 1986 Á morgun kl. 12.15 mun Friðrik Rafnsson spjalla við gesti á Borgar- bókasafninu við Tryggvagötu um fransk-úkraínsku skáldkonuna Irène Némirovsky og verk hennar. Friðrik mun einkum fjalla um þá frjósömu togstreitu sem gengur eins og rauður þráður í gegnum verk hennar, þrána að tilheyra tilteknum þjóðfélagshópi sem hún líkti gjarna við býflugnabú, en um leið stöðuga frelsisþrá og tortryggni í garð þeirr- ar harðhugsunar sem einkennir bý- flugnabúið, að því er fram kemur í tilkynningu. Spjall þetta er haldið í tengslum við sýningu sem nú stend- ur yfir um ævi og ritverk hennar í Borgarbókasafni Tryggvagötu 15. Nýverið kom út bók Némirovsky, Frönsk svíta, í þýðingu Friðriks og var sýningin sett upp í tilefni af því en hún ber yfirskriftina „Ég skrifa á brennheitu hrauni“. Sýningin í Borgarbókasafni er smækkuð útgáfa af sýningu sem nú stendur yfir í Museum of Jewish Heritage í New York og Mémorial de la Shoah í París. Spjall Friðriks tekur um hálftíma og er aðgangur ókeypis. Hádegisspjall Iréne Némirovsky. Hádegisspjall um skáld- konuna Irène Némirovsky Breski listaverkasalinn Jay Jopling mun 12. október nk. opna nýtt um- boðsgallerí í Lundúnum og verður það stærsta slíka galleríið á Bretlandi, 5.400 fermetrar að flatarmáli. Jopling hefur rekið White Cube-galleríið um árabil í Lundúnum og annað gallerí til en nýja galleríið mun heita White Cube Bermondsey og er í fyrrverandi vöruhúsi nærri nýlistasafninu Tate Modern. Jopling hyggst svo opna enn eitt galleríið, í Hong Kong, á næsta ári. Um 100 manns vinna fyrir Jopling í galleríunum en hann hóf reksturinn árið 1993, í tiltölulega litlu galleríi í austurhluta Lundúna. Farsæll Jay Jopling galleristi. Stærsta umboðs- gallerí Bretlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.