Morgunblaðið - 28.09.2011, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011
… en sagan nær ekki
að sjarmera mann
nógu mikið til að maður geti
eitthvað annað en vera spar-
samur á lofið 31
»
Flautuhátíð Íslenska flautukórsins
2011 hófst í gær og stendur til 2.
október. Þar verður svissneski
flautuleikarinn Matthias Ziegler
með námskeiðs- og tónleikahald.
Ziegler hefur unnið að því að stækka
hljóðheim flautunnar, meðal annars
í samstarfi við flautusmiðinn Evu
Kingma. Þau hafa þróað flautur sem
bjóða upp á nýja möguleika. Til
dæmis hafa þau sett hljóðnema eða
skynjara í hljóðfærið og tengt við
tölvur og hljóðkerfi. Ziegler mun
taka með sér flautur af öllum stærð-
um og gerðum. Ef til vill verður for-
vitnilegast að sjá og hlýða á hann
leika á risavaxna kontrabassaflautu.
Ziegler er leiðandi flautuleikari við
Zürich Chamber Orchestra og kenn-
ir við Musikhochschule Winterthur í
Zürich. Hann hefur unnið með
þekktum listamönnum um allan
heim og leikið inn á fjölmarga geisla-
diska. Matthias Ziegler heldur tón-
leika ásamt Íslenska flautukórnum í
Langholtskirkju í kvöld, miðviku-
dagskvöld 28. september, klukkan
20. Auk tónlistar Zieglers mun
flautukórinn flytja tvö ný íslensk
verk. Annað er eftir Guðmund Stein
Gunnarsson en hitt er Draumur Ma-
núelu eftir Jón Hlöðver Áskelsson
en einleikari í því verki er Áshildur
Haraldsdóttir. Aðgangseyrir er kr.
2000. Í vikunni mun Ziegler síðan
kenna flautunemum á Selfossi en á
laugardaginn verður flautuhátíð í
Tónlistarskólanum í Hafnarfirði.
Flautuhátíðin býður upp á
þróaðar flautur frá Sviss
Flautuleikarinn Matthias Ziegler á Flautuhátíðinni
Flautan Matthias Ziegler er einn nýstárlegasti flautuleikari samtímans.
Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Reykjavík (RIFF) verður meðal
annars í dag sýnd myndin Lady of
No Fear í Iðnó klukkan 18:45 og
mun leikstjórinn Anne Gyrithe
Bonne spjalla við áhorfendur eftir
sýningu myndarinnar. Um kvöldið
verður síðan El Bulli: Cooking in
Progress sýnd í Norræna húsinu
klukkan 20:00 og eftir sýninguna
mun kvikmyndatökumaðurinn Jos-
ef Mayerhofer spjalla við áhorf-
endur. Myndin fjallar um kokkinn
Ferran Adriá sem er af mörgum
talinn framsæknasti og sturlaðasti
kokkur í heimi. En hann rekur veit-
ingastaðinn El Bulli.
Á Kaffibarnum byrjar síðan
klukkan 21:00 kvöld Villta vesturs-
ins. Þar verður óhefluð stemning
kúrekanna eins og við þekkjum
hana úr bíómyndunum sköpuð og
hin árlega spurningakeppni hátíð-
arinnar verður haldin. Búið er að
breyta barnum í gamaldags krá
með hrjúfum barþjónum, skreyt-
ingum, viskíi í grútskítugum glös-
um og heimatilbúnu hóruhúsi á
annarri hæðinni. Hátíðargestir
geta tekið þátt í spurningakeppn-
inni og sett sig í spor kúrekanna og
hóranna.
Kúrekar á kvik-
myndahátíðinni
Kvikmyndahátíðin á Kaffibarnum
Byssur Kúrekar úr Villta vestrinu.
Föstudaginn 30. september kl. 20
halda Svanhildur Rósa Pálmadóttir
messósópran og Ástríður Alda Sig-
urðardóttir píanóleikari einsöngs-
tónleika í Kirkjuhvoli í safnaðar-
heimili Vídalínskirkju. Fluttar verða
óperuaríur, eftir meðal annars Sa-
int-Saëns, Massenet og Donizetti, og
valdar íslenskar söngperlur. Svan-
hildur Rósa Pálmadóttir útskrifaðist
úr Tónlistaskóla Garðabæjar undir
handleiðslu Snæbjargar Snæbjarn-
ardóttur árið 2005. Eftir það lá leiðin
út og hefur hún lært söng hjá meðal
annars Franz Lukasovksy (Vín), Bi-
anca-Maria Casoni (Mílanó) og Wal-
ter Coppola (Trieste). Hún útskrif-
aðist í júlí á þessu ári úr
Conservatorio Jacopo Tomadini í
Udine Ítalíu með hæstu einkunn.
Hún hefur einnig komið mikið fram
sem einsöngvari á Ítalíu.
Ástríður Alda Sigurðardóttir lauk
einleikaraprófi frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík undir handleiðslu
Önnu Þorgrímsdóttur. Hún lauk
Artist Diploma við Indiana Univers-
ity – Jacobs School of Music í Blo-
omington þar sem hún stundaði nám
hjá Reiko Neriki, fyrrverandi nem-
anda Georgy Sebök.
Svanhildur Rósa Pálmadóttir
Aríur og ís-
lenskar
söngperlur
Einsöngstónleikar
í Vídalínskirkju
Sýning á 32 veggspjöldum eftir
Guðmund Odd Magnússon,
betur þekktur sem Goddur,
var opnuð í gær á Alþjóðlegu
hönnunarvikunni í Peking.
Þetta er í annað sinn sem
sendiráð Íslands í Kína vinnur
með Alþjóðlegu hönnunarvik-
unni í Peking sem margir af
þekktustu hönnuðum heims
sækja og sýna á. Sýning Godds
er yfirlit veggspjalda sem hann
hannaði á 15 ára tímabili, meðal annars í samstarfi
við Bjarna H. Þórarinsson og aðra listamenn.
Sýning Godds er haldin í nýja hönnunarhverfinu í
Peking, sem nefnist 751.
Myndlist
Goddur til Kína
með veggspjöld
Guðmundur Oddur
Magnússon
Á fimmtudaginn klukkan 14:00
verður ungverski leikstjórinn
Béla Tarr með masterklass í
Háskóla Íslands í hátíðarsal
skólans. Tarr hlýtur heiðurs-
verðlaun hátíðarinnar í ár og
mun hann síðar veita þeim við-
töku á Bessastöðum. Tarr er
þekktur fyrir óhefðbundna
nálgun við kvikmyndagerð og
að mati Susan Sontag er hann
bjargvættur hennar sem list-
greinar. Tarr segir kvikmyndagerð vera sjöundu
listgreinina en síðasta bíómyndin hans, Hesturinn
frá Tórínó, er sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
inni (RIFF).
Kvikmyndagerð
Tarr talar við
nemendur
Béla
Tarr
Í tilefni af útgáfu ljósmynda-
bókarinnar Yfirsýnar eftir Sig-
urgeir Sigurjónsson ljósmynd-
ara, þar sem óbyggðum Ís-
lands eru gerð stórbrotin skil í
myndum teknum úr lofti, verð-
ur opnuð sýning á verkum Sig-
urgeirs í Sverrissal. Sjónar-
horn fuglsins fljúgandi gefur
nýja og óvænta sýn á náttúr-
una og í ljós koma ótrúlegustu
form og litir, kynjamyndir í
jöklum og ám. Sigurgeir ljósmyndari hefur sent
frá sér fjölda ljósmyndabóka, þar á meðal ein-
hverjar allra vinsælustu bækur sem gefnar hafa
verið út með ljósmyndum úr íslenskri náttúru.
Ljósmyndalist
Sjónarhorn
fuglsins fljúgandi
Ljósmynd
Sigurgeirs.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Samtök listrænt ágengra tónsmiða
umhverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R.)
standa fyrir Sláturtíð í þriðja sinn
dagana 28. september til 3. október
2011. Hátíðin er haldin í samstarfi
við Listasafn Reykjavíkur – Hafnar-
húsi, tónleikaröðina Jaðarber,
Reykjavíkurborg og austurríska
sendiráðið í Kaupmannahöfn. Alls
eru sjö atburðir á hátíðinni og sex
tónleikar, þar af einir sem eru eins
konar innsetning og síðan er fyrir-
lestur. Af erlendum gestum verða
Vortex Project frá Austurríki/
Slóveníu og síðan Christopher
Schiller frá Sviss á hátíðinni. Þar að
auki mun heyrast mikið af nýjum
ágengum verkum í höndum ís-
lenskra flytjenda. Má þar nefna
FagVerk, Fengjastrút og nokkur
nýsmíðuð vélmenni sem munu leika
á sig sjálf og flugvélahluta og bús-
áhöld. Leikin verða verk eftir ýmsa
meðlimi samtakanna eins og Áka
Ásgeirsson, Bergrúnu Snæbjörns-
dóttur, Jesper Pedersen, Kristínu
Þóru Haraldsdóttur, Hallvarð Ás-
geirsson og Erlu Axelsdóttur.
Að sögn Áka Ásgeirssonar eru
samtökin Slátur nokk öflug. „Já,
svona á okkar sviði, sem er svona til-
raunatónlist,“ segir Áki. „Við erum
öflug í því að viðhalda reglulegum
viðburðum. Við erum að búa til hefð-
ir, það er markmiðið.
Ástæðan fyrir því að við byrjuðum
var að ná saman fólki með svipuð
áhugamál. Það eru 15-20 tónskáld í
hópnum. Sumt fólkið er meira í
spuna, annað í gjörningum, myndlist
eða einhverju öðru.
Við erum þeirrar skoðunar að það
sé ekki gamaldags að vera frum-
legur. Póst-hippatíminn dettur
stundum í það að halda að það sé
voða gamaldags að vera frumlegur.
Það sé í lagi að vera venjulegur. Við
sem verðum á hátíðinni erum í því að
gera nýja tónlist; bæði nýja gagn-
vart samtímanum en líka nýja gagn-
vart okkur sjálfum. Tónlist er alltaf
svipuð annarri tónlist en samt er
hægt að vera frumlegur,“ segir Áki.
Það er í lagi að vera frumlegur
Hátíð tilrauna-
tónlistar byrjar í
dag í Listasafninu
Gjörningur Tónlistarmennirnir á myndinni eru að herma eftir hljóði sem kemur úr músagildru.