Morgunblaðið - 05.10.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2011
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Engin þörf er fyrir orkuna úr nýrri
rafstöð Orkuveitu Reykjavíkur á
Hellisheiði, Sleggjunni, sem ræst
var um helgina. Norðurál kaupir alla
orkuna, að hluta til í staðinn fyrir
orku sem keypt var frá HS orku.
Meirihluta raforkunnar átti upphaf-
lega að nota fyrir væntanlegt álver í
Helguvík en verður afhent á Grund-
artanga þar sem lítil not eru fyrir
hana eins og er.
Tvær 45 megavatta aflvélar eru í
Sleggjunni sem er hluti af Hellis-
heiðarvirkjun. Afl stöðvarinnar er
því 90 MW.
Þegar ákveðið var að byggja stöð-
ina var Norðurál að undirbúa bygg-
ingu álvers í Helguvík og var virkj-
unin hluti af orkuöflun fyrir fyrsta
áfanga þess. Í samningum Norður-
áls og Orkuveitunnar var kveðið á
um kaupskyldu Norðuráls að 50
MW orku, þannig að fyrir hefur leg-
ið að fyrirtækið keypti orkuna hvort
sem álverið yrði komið í gagnið þeg-
ar virkjunin yrði ræst eða ekki. Í
samningum var kveðið á um heimild
fyrirtækisins til að fá orkuna af-
henta á Grundartanga, ef ekki yrði
þörf fyrir hana í Helguvík. Þá var
rætt um möguleika á spennuhækk-
un í álverinu til að auka framleiðsl-
una. Norðurál hefur um tíma verið
tilbúið með Helguvíkurverkefnið og
hóf þar framkvæmdir en strandað
hefur á samningum við HS orku um
afhendingu nauðsynlegrar orku.
Möguleikar til framleiðsluaukn-
ingar í álverinu á Grundartanga
hafa ekki verið nýttir nema að litlu
leyti, eftir því sem næst verður kom-
ist.
Norðurál greiðir því Orkuveitunni
fyrir orku sem fyrirtækið getur ekki
tekið við og er því ekki framleidd.
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, seg-
ir að dregið sé úr heildarframleiðslu
virkjana fyrirtækisins sem þessu
nemur, á meðan ekki sé hægt að af-
henda orkuna.
HS orka reynir að selja
HS orka hóf sölu á 35 MW raforku
til Norðuráls á Grundartanga þegar
unnið var að stækkun verksmiðjunn-
ar. Það var gert í samvinnu við
Orkuveitu Reykjavíkur og rann
samningurinn út 1. október, þegar
Sleggjan tók til starfa. Frá þeim
degi tók Orkuveitan við og því dreg-
ur úr sölu og tekjum HS orku sem
því nemur.
Orkufyrirtækið hefur á undan-
förnum árum reynt að selja þessa
orku til nýrra atvinnufyrirtækja.
Júlíus Jónsson, forstjóri HS orku,
segir að búið sé að selja meginhluta
hennar til Íslenska kísilfélagsins
sem hyggst reisa kísilmálmverk-
smiðju í Helguvík og hefja þar fram-
leiðslu eftir tvö ár. Samningar þar
um hafa þó ekki enn verið staðfestir.
Júlíus segir reynt að gera tíma-
bundna samninga um sölu á
orkunni, þangað til, og þannig hafi
tekist að selja hluta hennar en ekki
alla. Þá segir hann unnt að draga úr
kaupum á orku frá Landsvirkjun frá
áramótum.
Ekki fæst gefið upp hvað Norður-
ál greiðir mikið fyrir orkuna frá
Sleggjunni þar sem samningar eru
trúnaðarmál en samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins er það áætlað
hátt í þrír milljarðar króna.
Byggingu stöðvarinnar var haldið
áfram þrátt fyrir bankahrun og erf-
iðleika í fjármögnum vegna þeirrar
atvinnu og tekna sem framkvæmdin
átti að skapa, bæði við byggingu
hennar og ekki síður aukna fram-
leiðslu hjá kaupendum.
Vegna hagræðingar hjá Orkuveit-
unnir og samreksturs á Hellisheiði
er ekkert nýtt starf við Sleggjuna.
Þá hafa sárafá ef nokkurt starf orðið
til hjá kaupendum orkunnar þar sem
hún nýtist ekki nema að litlu leyti.
Ekki not fyrir orkuna
Norðurál greiðir fyrir orku frá Sleggjunni á Hellisheiði sem átti að fara til Helguvíkur
Orkusala
» 50 megavött af framleiðslu
nýju rafstöðvarinnar áttu að
fara til Helguvíkur. Heimild er
til að afhenda orkuna á Grund-
artanga þar sem lítil not eru
fyrir hana enn sem komið er.
» OR tók jafnframt yfir sölu á
35 MW sem HS orka seldi áður
til Grundartanga. HS orka leit-
ar kaupenda að þeirri orku sem
nú er laus.
Hellisheiði Rafstöðin Sleggjan er fyrir mynni Sleggjubeinsdals, skammt frá samnefndum kletti. Fjær á myndinni er aðalbygging Hellisheiðarvirkjunar.
Opnun Jón Gnarr borgarstjóri fagnar á Hellisheiði með fulltrúum vélafram-
leiðenda, Sohmi og Hattori frá Mitsubishi og Schultz frá Balcke Dürr.
Ný rafstöð Orku-
veitu Reykjavík-
ur á Hellisheiði,
svonefnd Sleggja,
er síðasti áfangi
raforkufram-
leiðslu í Hellis-
heiðarvirkjun.
Hún var tekin í
notkun síðastlið-
inn laugardag, 1.
október, eins og
áformað var.
Heildarkostnaður við stöðina, sem
stendur við mynni Sleggjubeinsdals,
er um 23,5 milljarðar króna.
Með þeim 90 megavöttum sem
nýja stöðin gefur er afl Hellisheið-
arvirkjunar orðið 303 megavött raf-
afls. Er hún orðin næstaflmesta
virkjun landsins, á eftir Kára-
hnjúkavirkjun. Auk þess eru fram-
leidd þar 133 MW varmaafls. Hægt
er að auka varmaaflið í 400 mega-
vött.
Á næstu mánuðum og fram eftir
næsta ári verður unnið að tiltekt og
öðrum umhverfisbótum á svæðinu
enda hafa framkvæmdir þar staðið
linnulítið frá vori 2005.
303 mega-
vött af
Hellisheiði
Sleggjan kostar 23,5
milljarða í heildina
Bjarni
Bjarnason
„Ef þetta er rétt,
að þessi 90 MW
rúlli um í kerfinu
og nýtist hvergi,
innrammar það
stefnuleysið í at-
vinnumálum hjá
núverandi rík-
isstjórn,“ segir
Guðlaugur G.
Sverrisson, fyrr-
verandi stjórn-
arformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
Hann var í stjórn fyrirtækisins þeg-
ar ákveðið var að stækka Hellisheið-
arvirkjun.
Hann segir það afar sorglegt að
engin not skuli vera fyrir orkuna og
ekki skuli vera hægt að nýta hana,
enn sem komið er, til að byggja upp
framleiðslu og skapa störf.
Fram hefur komið að bygging
stöðvarinnar kostaði 23,5 milljarða.
Guðlaugur segir athyglisvert að fé-
lag sem núverandi stjórnendur
sögðu nánast gjaldþrota skyldi geta
byggt þessa virkjun og skilað henni
á réttum tíma. Hann bætir því við að
það sé kannski skýringin á því hvað
lítið hafi verið gert úr opnun hennar.
Stefnuleysi í
atvinnumálum
Guðlaugur G.
Sverrisson
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Þetta mun allavega gera það að
verkum að við getum skilað skóla-
haldi sem er sambærilegt við það
sem verið hefur,“ segir Bjarki Pét-
ursson, stjórnarformaður Kvik-
myndaskóla Íslands. Eins og greint
var frá í Morgunblaðinu í gær hefur
mennta- og menningarráðuneytið
gert styrktarsamning við skólann
sem gildir til 31. júlí á næsta ári en
samningurinn hljóðar upp á allt að
46,2 milljóna króna framlag fram
að áramótum og allt að 56,4 millj-
ónum króna á næsta ári.
„Þetta þýðir að við getum farið af
stað ef nemendur skila sér. Það er
verið að vinna í því að athuga hverj-
ar heimtur verða
í þeim efnum. En
síðan þarf auð-
vitað að semja til
framtíðar. Það
sem nú er á borð-
inu er ekki var-
anleg lausn,“
segir Bjarki.
Hann segir að-
spurður að samn-
ingurinn við
ráðuneytið geri þeim kleift að taka
við öllum þeim nemendum sem
höfðu þegar hafið nám við Kvik-
myndaskólann og þeim sem ætluðu
að hefja nám í haust. Kynning-
arfundur verði haldinn næsta
þriðjudag þar sem farið verði yfir
málið með þeim sem skráðir voru í
nám við skólann. „Við erum ein-
faldlega að koma skólanum í gang á
nýjan leik,“ segir Bjarki.
Viðræður um framtíðina
Námið við Kvikmyndaskólann er
tvö ár og því kunni þeir sem ætluðu
að hefja nám í haust að velta fyrir
sér hvort þeir muni geta lokið nám-
inu í ljósi þess að samningurinn við
ráðuneytið er aðeins til árs. Bjarki
segir að viðræður verði teknar upp
við stjórnvöld um að rekstur skól-
ans verði tryggður til framtíðar.
„Við lítum svo á að niðurstaða varð-
andi framtíðina verði að liggja fyrir
ekki síðar en í febrúar. Þegar við
tökum inn nýnema þá erum við að
tryggja honum skólavist í tvö ár,“
segir Bjarki.
Samkomulagið tryggir
hefðbundið skólahald í vetur
Bjarki
Pétursson
Verið að hafa samband við nemendur KvikmyndaskólansStúlka fæddist í sjúkrabíl á Miklu-braut í fyrrinótt og í frétt frá lög-
reglunni segir að „þótt lögreglu-
menn verði oft vitni að því versta í
lífinu koma líka ánægjulegar stundir
og þá fara þeir svo sannarlega glaðir
heim af vaktinni“.
Tveir lögreglumenn voru kallaðir
til aðstoðar í úthverfi, laust eftir
miðnætti í fyrrinótt. Þar voru hjón
akandi á leiðinni á fæðingardeildina
en þau óttuðust að ná ekki þangað í
tæka tíð. Lögreglumennirnir komu
til aðstoðar og örskömmu síðar kom
sjúkrabíll á vettvang. Konan og
maður hennar fóru yfir í sjúkrabíl-
inn og síðan var haldið áleiðis á fæð-
ingardeildina en annar lögreglu-
mannanna ók bíl hjónanna á eftir
þeim. Lögreglubíllinn var líka í bíla-
lestinni og annar sjúkrabíll, sem var
kallaður á staðinn til vonar og vara.
Hersingin komst þó ekki alla leið því
að á Miklubraut, á móts við Skeið-
arvogsbrúna, kom barnið í heiminn.
Þar var því stoppað í stutta stund
áður en haldið var á Landspítalann.
Á vef lögreglunnar segir að þegar
fulltrúi lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu hafði samband við pabb-
ann í dag og færði honum ham-
ingjuóskir frá embættinu hafi hann
auðvitað verið í skýjunum, rétt eins
og hinir í fjölskyldunni. Þetta er
þriðja barn þeirra hjóna, en fyrir
eiga þau strák og stelpu, 3 ára og 1
árs. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn
er stelpa en hún var 3.505 grömm og
50 sentimetrar við fæðingu. Henni
og móðurinni heilsast vel. „Pabbinn
bað fyrir kveðju og þakklæti til allra
sem aðstoðuðu þau og grínaðist síð-
an með að þetta gerðist sem betur
fer á Miklubrautinni að nóttu til en
ekki í morgunumferðinni,“ segir á
lögregluvefnum.
Fögnuðu fæðingu
á Miklubrautinni