Morgunblaðið - 05.10.2011, Síða 10

Morgunblaðið - 05.10.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2011 Æskan Mikilvægt er að hlusta á hugmyndir unga fólksins þegar virkja á það til athafna. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is K eflavíkurkirkja fór fyr- ir skömmu af stað með verkefni fyrir ungt fólk sem nefnist Energí og trú og styrkt er m.a. af Kjalarnesprófast- dæmi og Keflavíkurkirkju. Að sögn Hjördísar Kristinsdóttur verkefnisstjóra er ástæðunnar að leita í því að margt ungt fólk leitar til kirkjunnar í vanda sínum og markmið verkefnisins sé að virkja það til athafna og fá það til að bera ábyrgð á eigin lífi. „Málþingið á fimmtudag er einn liður í þessu verkefni en þar verður bæði inn- legg frá fyrirlesurum sem vilja hvetja ungt fólk til árangurs, m.a. með skapandi forystu, fræðsla um hvað standi ungu fólki á Suður- nesjum til boða en í framhaldi köll- um við eftir viðbrögðum frá unga fólkinu sem það vinnur að á mál- þinginu. Við viljum stuðla að sam- vinnu og samræðum þeirra aðila sem vinna í þágu ungs fólks og þess sjálfs,“ sagði Hjördís í sam- tali við blaðamann. Hún áréttaði að þó að þingið væri haldið í Keflavíkurkirkju væri það ekki trúarlegs eðlis, starfsfólkið bæri einungis hag samfélagsins fyrir brjósti. „Við viljum stefna hærra fyrir Suðurnesin. Við hljótum að vera búin að stíga í botninn og þá er bara að spyrna upp,“ sagði Hjördís. Vonleysi að vera á skjön við samfélagið Ráðstefnan er hugsuð fyrir þau ungmenni sem eru án atvinnu og hafa ekki sömu tækifæri og aðrir. Oft eru þau komin í mikinn vanda og erfitt að snúa við blaðinu. „Það fylgir því mikið vonleysi að vera á skjön við samfélagið. Þú vaknar á öðrum tíma, þú missir úr og máltíðirnar samanstanda oft af nær- ingarsnauðum skyndibita. Það er hægt að snúa við blaðinu eins og dæmin hafa sannað og þau munu fá vitneskju um hvað stendur þeim til boða, bæði frá Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum, sem býður upp á náms- leiðir fyrir ungt fólk sem og Evr- ópu unga fólksins, t.d. varðandi atvinnumál og önnur tækifæri í Evrópu, en samtökin styrkja þessa ráðstefnu sérstaklega. Við viljum heyra hvernig unga fólkið sér framtíðina, hvernig því finnst það geta haft áhrif og hvort hægt sé að færa hugmyndir þeirra í nyt.“ Hjördís sagði að málþingið væri ekki síður hugsað sem for- vörn og þannig væri kirkjan í sam- starfi við nemendaráð og náms- ráðgjafa grunn- og framhaldsskólanna á Suðurnesjum og þeir nemendur sem áhuga hafa á málþinginu geta fengið frí úr skóla til þátttöku. Aðalfyrirlesarar eru Logi Geirsson handknattleiks- maður og Sigrún Sævarsdóttir Griffths, tónlistarkennari við Gu- Nú er bara að spyrna upp frá botninum Hvernig sér unga fólkið framtíðina fyrir sér og hvernig getum við fært okkur framtíðarsýn þeirra í nyt? Þetta er meðal þess sem einblínt verður á í Keflavík- urkirkju á fimmtudag á málþinginu Hærra, ég og þú sem boðið verður upp á fyrir ungt fólk á Suðurnesjum. Morgunblaðið/Úr myndasafni Keflavíkurkirkju Skapandi forysta Sigrún Sævarsdóttir Griffths þekkir kirkjustarfið vel. Vefsíðan desiretoinspire.net er af- rekstur samvinnu tveggja kvenna sem þó hafa aldrei hist og búa meira að segja hvor í sinni heimsálfunni. Kim starfar hjá netfyrirtæki í Kanda en Jo starfar fyrir hið opinbera í ástr- ölsku borginni Brisbane. Þær deila þó báðar ómældi ástríðu fyrir innan- hússhönnun og þannig lágu leiðir þeirra saman. Þær tóku að skiptast á ljósmyndum af fallegum hlutum fyrir heimilið en þær eyða báðar stórum hluta frítíma síns í að finna hluti í hið fullkomna herbergi. Á vefsíðunni má sjá ýmiss konar flottar hugmyndir sem Kim og Jo hafa fundið á ferðum sínum um veraldarvefinn en þar má líka finna ljósmyndasafn þeirra stallna. Það er varla annað hægt en að verða fyrir frískandi innblæstri af þessari vefsíðu og þar er að finna margar hentugar og smart lausnir fyrir heimilið. Vefsíðan www.desiretoinspire.net Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson Smart Það eru allir litlu hlutirnir sem skipta máli þegar við skreytum heimilið. Frískandi og smart innblástur Hljómsveitin Greifarnir fagna 25 ára starfsafmæli með tónleikum í Aust- urbæ hinn 6. október og í Hofi á Ak- ureyri 8. október. Tónleikarnir eru um leið útgáfutónleikar í tilefni þriggja diska útgáfu, Greifarnir fyrstu 25 ár- in, sem er safn 40 bestu laga Greif- anna og tónlistarmyndbanda. Á efn- isskrá tónleikanna verða flest vinsælustu lög Greifanna og nokkur sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá drengjunum sjálfum. Felix Bergsson mun mæta aftur eftir langa fjarveru og taka nokkur lög en Bergþór Páls- son verður gestur Greifanna í Austur- bæ og Óskar Pétursson í Hofi. Endilega … … kíkið á Greifatónleika Morgunblaðið/Árni Sæberg Söngvari Felix Bergsson verður með. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. » Logi Geirsson hefur hvatt ungt fólk til heilbrigðs líf- ernis og atorku í daglegu lífi. Hann mun á mál- þinginu fjalla um hvernig ungt fólk getur náð ár- angri. » Sigrún Sævarsdóttir Griffths notar skap- andi forystu til að hjálpa fólki til þess að leysa úr læð- ingi þann sköp- unarkraft sem í því býr og yf- irvinna þá tálma sem koma í veg fyrir að það nái settu marki. » Í framhaldi af erindum verðar málstofur settar á laggirnar á málþinginu þar sem gestir ræða möguleikana og úrræðin til framtíðar. » Verkefnið Energí og trú miðar að því að efla og hvetja ungt fólk á Suðurnesjum til sjálf- stæðis og athafna með fjöl- breyttum námskeiðum og stuðningi. Skapandi forysta RÁÐSTEFNA Logi Geirsson Sími 694 7911 • Eikjuvogur 29 Opið mán. - fim. 12-18, fös. 12-16, lau. lokað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.