Morgunblaðið - 05.10.2011, Side 15

Morgunblaðið - 05.10.2011, Side 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2011 FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Óveðursskýin hrannast upp á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum og vaxandi ótti er um að meiriháttar áföll kunni að vera yfirvofandi í bankakerfi álfunnar. Stjórnvöld í París og Brussel stjórnvöld neydd- ust til þess að veita ríkistryggingu á skuldbindingar fransk-belgíska bankans Dexia í gær. Bankinn hef- ur rambað á barmi gjaldþrots í kjölfar þess að aðgengi hans að skammtímafjármögnun hefur þorn- að upp. Í tilkynningu frá stjórn- völdum kom fram að unnið væri að lausn í málefnum bankans með við- komandi seðlabönkum en fregnir herma að til standi að skipta Dexia upp í góðan og slæman banka þar sem ágóðinn af sölu þess fyrr- nefnda myndi koma á móti eign þess síðarnefnda á skuldabréfa- safni sem hefur hríðlækkað í verði undanfarin misseri. Belgísk og frönsk stjórnvöld munu svo ábyrgj- ast skuldbindingar slæma bankans. Dexia táknrænn fyrir aðsteðj- andi vanda á mörkuðum Dexia er ekki veigalítill banki í hinu stóra samhengi hlutanna. Efnahagsreikningur hans nemur um 200% af landsframleiðslu Belg- íu, svo dæmi sé tekið. Ennfremur sýnir staða Dexia hvernig neikvæð- ar víxlverkanir vegna skuldakrepp- unnar eru að grafa undan fjármála- stöðugleikanum á evrusvæðinu. Efnahagsreikningur Dexia hefur verið berskjaldaður gagnvart verð- rýrnun grískra ríkisskuldabréfa en á sama tíma er bankinn afar háður skammtímafjármögnun. Slík fjár- mögnun hefur að miklu leyti lokast fyrir evrópska banka að undan- förnu vegna ótta fjárfesta um áhrif skuldakreppunnar á efnahags- reikning þeirra. Stigmögnun þessa ástands hefur ýtt bankanum út að ystu nöf. Staða Dexia í dag er ekki ólík þeirri sem var uppi haustið 2008. Þá neyddust belgísk og frönsk stjórnvöld til að leggja honum til ríflega sex milljarða evra til þess að forða honum frá falli. Hinsvegar er sá reginmunur á ástandinu nú og þá að stjórnvöldum er sniðinn þrengri stakkur en áður þegar kemur að því að ábyrgjast og taka yfir skuldir bankageirans. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að matsfyrirtæki hafa sett neikvæðar horfur á lánshæfismat franska rík- isins, sem er í efsta flokki, og ljóst er að lækkun þess myndi hafa veruleg neikvæð áhrif á fjármála- markaði í Evrópu. Að sama skapi er belgíska ríkið eitt það skuldug- asta í Evrópu og þar af leiðandi er svigrúmið lítið á þeim bænum. Merkingarlaus álagspróf Það að stjórnvöld í Belgíu og Frakklandi hafi þurft að grípa til sérstækra björgunaraðgerða vegna Dexia vekur jafnframt áleitnar spurningar um stöðu annarra banka á evrusvæðinu. Ekki síst vegna þess að Dexia stóðst álags- próf evrópskra bankayfirvalda í sumar með glæsibrag. Eins og Ro- bert Preston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins, BBC, bend- ir á þá gáfu niðurstöður prófsins til kynna að Dexia væri meðal traust- ustu banka evrusvæðisins og að eiginfjárhlutfall hans væri yfir 10% þó svo að eignasafnið yrði fyrir meiriháttar áföllum. Óneitanlega vekur þetta spurn- ingar um hver raunveruleg staða annarra banka sem jafnframt stóð- ust álagsprófið er. Spjót fjárfesta hafa fyrst og fremst beinst að frönskum bönkum undanfarið en gengi hlutabréfa í þeim hefur hríð- fallið undanfarna mánuði. Fyrir því eru augljósar ástæður: Samkvæmt matsfyrirtækinu Fitch eru stóru frönsku bankarnir BNP, SocGen og Crédit Agricole með um ríflega 50 milljarða evra stöðu í ríkis- skuldabréfum verst stöddu evru- ríkjanna. Eins og bent er á í um- fjöllun Financial Times hafa þessir bankar einungis tekið tillit til þess afskriftarhlutfalls á grískum ríkis- skuldabréfum sem horft var til í sumar. Hinsvegar eru væntingar um að á endanum verði að afskrifa skuldir gríska ríkisins um helming auk þess sem líkur eru á því að virði ríkisskuldabréfa annarra evruríkja rýrni enn frekar. Þetta skýrir ótta fjárfesta um stöðu frönsku bankanna og getu þeirra til þess að fjármagna sig við núver- andi kringumstæður. Leiða má lík- ur að því að inngrip belgískra og franskra stjórnvalda í málefni Dexia séu til marks um það sem kann að vera í vændum á fjár- málamörkuðum. Skuldakreppan að um- breytast í bankakreppu  Stjórnvöld koma Dexia til bjargar Stóðst álagspróf með glæsibrag í sumar Reuters Úttekt Innistæðueigandi tekur út peninga úr hraðbanka evrópska bankans Dexia. „Flestir sem að skoða þennan möguleika held ég að sjái að þetta er nokkuð góður kostur,“ segir Har- aldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi hjá Arion banka. Bankinn hóf nýlega að bjóða upp á óverð- tryggð íbúðalán með föstum vöxtum til fimm ára. Veitt er lán með 6,45% vöxtum fyrir allt að 60% af markaðsvirði íbúðarinnar. Hægt er að fá að láni 20% til viðbótar en þá með ríflega eins prósentu- stigs álagi. Haraldur segir hafa mátt greina mikinn áhuga á þessum nýju lánum. Verður enda að teljast ansi vel boðið ef tekið er með í reikninginn að síðustu ár hef- ur 12 mánaða verðbólga sveiflast frá tæplega 2% og upp í ríflega 18%. Til samanburðar eru verðtryggð íbúðalán Arionbanka boðin með 4,3% vöxtum. Þegar kemur að endurskoðun vaxta segir Har- aldur tekið mið af markaðsvöxtum á þeim tíma og hafa lánþegar 30 daga glugga til að gera upp lánið án uppgreiðslugjalda. Annars leggst á 2% upp- greiðslugjald, en viðbótarlánin sem veitt eru um- fram 60% af virði fasteignar eru þó alltaf án upp- greiðsluþóknunar. Þyki lánþegum ekki nógu góð kjörin sem bjóðast þegar fyrstu fimm árin eru liðin ætti væntanlega að vera auðsótt að endurfjármagna lánið allt á öðrum stað. Þó má ekki gleyma að nýju láni fylgir lántöku- kostnaður, 1% lántökugjald og 1,5% stimpilgjald. Í tilviki láns upp á 20 milljónir er því lántökukostn- aðurinn ríflega 500.000 krónur þegar allt er talið. Kjósi lántaki hins vegar að breyta láninu eða nýta aðra íbúðalánakosti hjá Arion segir Haraldur að- eins þurfa að greiða fyrir skilmálabreytingu, sem í dag kostar 10.000 krónur. Íslandsbanki hefur boðið samskonar lán frá árinu 2009, nema vextir eru bundnir til þriggja ára í senn og eru nú 9,1%. Eins býður bankinn óverð- tryggð lán með breytilegum vöxtum sem nú eru 5,4%. Bankinn hefur fellt tímabundið niður upp- greiðsluþóknun lána á föstum vöxtum. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa bankans eru óverðtryggð lán um 90% af öllum íbúðalánum sem bankinn veitir í dag. Hjá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að bankinn veitti óverðtryggð lán aðeins með breytilegum vöxtum. ai@mbl.is Stemning fyrir óverðtryggðum lánum  Arion með ný óverðtryggð lán á föstum vöxtum  Bjóða 6,45% vexti en verð- bólga frá 2-18% síðustu ár  Um 90% af íbúðalánum Landsbankans óverðtryggð ● Deutsche Bank, stærsti banki Þýska- lands, sendi í gær frá sér afkomu- viðvörun og sagði ljóst, að áætlanir um hagnað á árinu myndu ekki standast vegna umróts á fjármálamörkuðum. Bankinn áætlaði að hagnaður af kjarna- starfsemi yrði 10 milljarðar evra á árinu, en segir nú ljóst að það takmark náist ekki. Afkomuviðvörun frá Deutsche Bank ● Þór Jes Þórisson hefur verið ráðinn í nýja stöðu framkvæmdastjóra Tækni- mála Skiptasamstæðunnar en hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá Sím- anum frá lokum 1997, nú síðustu ár framkvæmdastjóri á Tæknisviði Sím- ans. Þór Jes verður ábyrgur fyrir stefnumörkun og samræmingu tækni- mála Skiptasamstæðunnar. Í stað Þórs í stöðu framkvæmda- stjóra á Tæknisviði Símans hefur verið ráðin Anna Björk Bjarnadóttir, sem hef- ur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Ein- staklingssviðs Símans síðustu þrjú ár. Anna Björk hefur starfað innan fjar- skiptageirans síðastliðin ellefu ár, ef frá er talið tæpt ár sem hún starfaði hjá Capacent sem stjórnunarráðgjafi, 2007-2008. Breytingar hjá Símanum og Skiptum Þór Jes Þórisson Anna Björk Bjarnadóttir Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-.+ +/0-.1 ++0 .+-+. .2-2,3 +4-.+. +.,-00 +-550/ +/3-.5 +54-.+ ++,-3, +/0-4+ ++0-00 .+-+/. .2-+50 +4-.1. +.,-1, +-55/0 +/3-/ +54-15 .+0-54// ++,-44 +/3-+1 ++0-11 .+-.33 .2-.+. +4-0+. +02-25 +-51./ +/5-05 +5/-2, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Icelandair Group hefur gengið frá lántöku hjá Deutsche Bank. Láns- fjárhæðin nemur 18 milljónum banda- ríkjadala, eða 2,1 milljarði íslenskra króna. Lánið er veitt til sjö ára og Deutsche Bank tekur veð í tveimur flugvélum fyrirtækisins. Fram kemur í tilkynningu að lánið er nýtt til endurfjármögnunar á óhag- stæðari lánum sem hafa verið greidd upp. Afborganir eru vísitölubundnar með hámarki og lágmarki. Kjörin fela því í sér ígildi breytilegra vaxta með vaxtaþaki og vaxtagólfi. Breytingar á undirliggjandi vísitölu hafa áhrif á af- borgunarkjör innan fyrirfram skil- greindra marka. Deutsche Bank sér um rekstur og daglega skráningu vísi- tölunnar, sem á sér rúmlega 20 ára sögu og er auðkennd á Bloomberg sem DBPPULSU INDEX. Icelandair Group tekur lán hjá Deutsche Bank Veikur hlekk- ur vestra MORGAN STANLEY Erfiðir tímar. Samhliða titringnum í evrópska bankakerfinu hefur skuldatrygg- ingaálagið á bandaríska bankann Morgan Stanley rokið upp úr öllu valdi undanfarna daga. Álagið fór hæst yfir 800 punkta í gær sem þýðir að mjög sennilegt er talið að bankinn verði fyrir meiri- háttar áföllum á næstunni. Morgan Stanley er sagður vera með miklar stöður gagnvart franska bankakerfinu en auk þess vegur það án efa þungt að bankinn slapp naumlega við þrot þegar Lehman Brothers fór á hliðina haustið 2008.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.