Morgunblaðið - 05.10.2011, Page 19

Morgunblaðið - 05.10.2011, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2011 Í Laugardalnum Það er fátt jafnhressandi og að fara í góðan göngutúr í köldu og frískandi haustloftinu, sérstaklega ef maður er í góðum félagsskap ferfætlings. Golli Hin síðari ár hefur umhverfisráðuneytið hvað eftir annað hrellt okkur veiðimenn með ýmsum tiltektum varð- andi friðun veiðifugla og annað því tengt og það með afdrífaríkum afleiðingum. Fyrstur til að framkvæma slíka hluti var reyndar líf- fræðingurinn Össur Skarphéðinsson er hann minnkaði veiðitíma rjúpunnar í sinni umhverfisráðherratíð. Svo gerðust þau tíðindi að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra til margra ára bannaði alfarið rjúpnaveiðar árið 2003 og voru ástæður þess gjörnings verulega hæpnar. Aðeins var hlustað á Ólaf Nielsen, sérfræðing frá Nátt- úrufræðistofnun, og ekkert á aðra líffræðinga hvorki hjá Skotvís né aðra, rjúpuna átti að friða og þar við sat. Ég sem var einn af stofn- endum Skotvís árið 1973 og mikill aðdáandi hvers konar veiða á Ís- landi, sá mig knúinn til þess að skrifa nokkuð harða grein í Morg- unblaðinu sem hét „Vei þér ráð- herra“ og jafnframt flutti ég ræðu á Austurvelli fyrir framan mikinn hóp skotveiðimanna og var Siv Friðleifs- dóttur síðan afhent ræðan til um- hverfisráðuneytis. Viðbrögð við greininni voru ákaf- lega hörð í stjórnarliðinu og má með sanni segja að dagar mínir sem sérfræðings á Hafró til margra ára- tuga hafi þá verið taldir. Árið eftir var það sama sagan og engin rjúpnaveiði leyfð og hvorki hlustað á veiði- menn né líffræðinga og rjúpnaveiðar skulu ekki stundaðar þá frekar en árið áður. Árið 2005 var svo rjúpnaveiði aftur leyfð og brýnt fyrir veiði- mönnum að veiða í hófi og síðan hafa rjúpna- veiðar verið leyfðar á hverju ári með veru- legum afmörkunum eða bara nokkra daga í senn. Í ár eru þessir höfðingjar frá Náttúrufræðistofnun enn á ferðinni með sína bölspár og vilja takmarka eða banna alfarið veiðar á rjúpu. Sérfræðingarnir Finnur Guðmundsson og Arnþór Garðarsson héldu því fram að veið- ar á íslensku rjúpunni hefðu ekki veruleg áhrif á stofninn. Sér í lagi ef veiðarnar færu fram snemma á haustin þegar ungadauði væri frek- ar mikill og skiptu þá veiðarnar minna máli. Fimmtándi október þótti æskileg byrjun á rjúpnaveið- unum og var nánast heilagur dagur í huga rjúpnaveiðimannsins. Það voru eðlilegar niðursveiflur eftir tí- unda hvert ár og alltaf stækkaði stofninn aftur. Síðasta uppsveiflan var á árinu 1997 og eftir það hrakaði stofninum. Eina hugsunin hjá þessu annars ágæta fólki var að veiðimennirnir væru sökudólgarnir. Hvergi var minnst á hinn sívaxandi refastofn, minkastofninn, hrafnastofninn, síla- máfastofninn, kjóastofninn svo mað- ur tali nú ekki um fálkastofninn. Getur hlýnandi loftslag hér sem annars staðar haft einhver áhrif á íslenska rjúpnastofninn? Páll Her- steinsson, sá ágæti sérfræðingur og kunnáttumaður um íslenska refinn, segir að rjúpunni stafi sáralítil hætta af refnum og það þrátt fyrir að litlar rannsóknir liggi fyrir um vetrarveiðar refsins. Ég hef kynnt mér rannsóknir norsks rjúpnasérfræðings sem heit- ir John B. Steen og segir hann að rjúpnaveiðibann leiði ekki til stærri rjúpnastofns og staðhæfir að rán- dýr drepi allt að 50% af rjúpn- astofninum hverju sinni, en sport- veiðar aðeins 5-10%. Hann segir jafnframt að sportveiðar almennt hafi lítið að segja þannig að rjúpn- astofninn minnki, aftur á móti getur val á rjúpnabráð hvort sem um er að ræða unga eða eldri fugla haft áhrif og því eru rjúpnaveiðar snemma á haustin af hinu góða. Annar norskur rjúpnasérfræðingur að nafni Myrberget er einnig sam- mála um að afrán ránfugla og rán- dýra er verulegt á rjúpnastofnunum þar í landi og hefur allnokkur áhrif á stærð rjúpnastofnanna dalrjúpu og fjallarjúpu (Lagopus lagopus og Lagopus mutus). Nýlega birtist grein eftir norskan rjúpnasérfræðing Dag H. Karlsen í norsku veiðiblaði (Jakt og Fiske), en hann hefur rannsakað dalrjúpu í Kanada og Noregi og hefur skrifað tvær bækur um rjúpur og rjúpna- veiðar. Hann staðhæfir að rjúpn- astofnar hafa verið á niðurleið síð- ustu 30 ár og að til að bæta ástand rjúpnastofna þurfi þekkingin að vera betri innan veiðistjórnunar- innar, menn þurfi að vera hógværir í veiði á rjúpu og umfram allt að auka veiði á ref, hrafni og öðrum vargfuglum. Ein ákvörðun ríkisvaldsins á Ís- landi er eflaust sú að hætta að styrkja sveitarfélögin fjárhagslega til grenjavinnslu og nú er svo komið að þau hafa vart efni á slíkum áhrifamiklum refaveiðum lengur og hvað leiðir slíkt af sér. Jú, refnum fjölgar enn frekar og áhrif þessa verða enn færri mófuglar, endur, gæsir og að sjálfsögðu rjúpur. Ann- að atriði sem stjórnvöld á Íslandi hafa gert í æ ríkari mæli er að fjölga þjóðgörðum og vernd- arsvæðum víða um landið og 20% af landinu eru nú innan þessara svæða. Á allmörgum svæðum er refaveiði bönnuð eða verulega tak- mörkuð og má með sanni segja að þar er verið að vernda refinn og skapa eins konar útungunarsvæði fyrir refastofninn. Þegar svo ref- urinn er fullvaxinn leitar hann á önnur svæði og koll af kolli. Gott dæmi um hvernig algjör friðun rjúpnastofnsins hefur á viðkomu hans er Reykjanesskaginn, en þar hefur rjúpan verið alfriðuð í nokkur ár og samt hefur stofninn minnkað verulega og refnum fjölgað að sama skapi. Í staðinn fyrir friðun rjúpn- astofnsins hefði verið skynsamlegra að taka tilboði veiðimanna að þeir minnkuðu veiðiálagið talsvert og jafnvel að tekinn hefði verið upp rjúpnaveiðikvóti mismunandi stór eftir afmörkuðum svæðum eða landshlutum. Nú verður að herða verulega veiðar á ref, mink, hrafni og sílamáf og yfirvöld að styrkja slíkar veiðar. Við göngum svo langt að krefjast þess að Veiðikortasjóður verði tímabundið notaður til að kosta fjölstofnarannsóknir tengdar rjúpunni þannig að menn sjái svart á hvítu hverjar séu hinar raunveru- legu ástæður fyrir minnkun rjúpn- astofnsins. Okkur finnst það skjóta dálítið skökku við að Háskóli Íslands og Náttúrufræðistofnun skuli ekki hafa efni á því að greiða fyrir rannsóknir á ref og rjúpu, heldur séu þessar rannsóknir að stórum hluta sjálf- krafa fjármagnaðar af Veiðikorta- sjóði. Frá árinu 1995-2010 hefur Náttúrufræðistofnun Íslands fengið 91,5 milljónir og Háskóli Íslands 16 milljónir greiddar úr Veiðikorta- sjóðnum til rannsókna á íslensku rjúpunni. Í öllum þessum rann- sóknum er nánast ekkert kannað hvaða dýr og fuglar stunda afrán á rjúpnastofninum. Refarannsóknir á vegum Háskóla Íslands hafa fengið tæpar 30,5 milljónir úr fyrrnefndum Veiðikortasjóði á sama tíma. Ég skora að lokum á umhverf- isráðuneytið að taka verulega til í sínum ranni og efla rannsóknir á þeim umhverfisverkefnum sem nauðsynleg eru hverju sinni og láta ekki tilfinningar, hroka og fyrirfram ákveðnar skoðanir ráða ákvörðun sinni. Eftir Sólmund Tr. Einarsson » Í ár eru þessir höfðingjar frá Náttúrufræðistofnun enn á ferðinni með sína bölspár og vilja tak- marka eða banna alfarið veiðar á rjúpu. Sólmundur Tr. Einarsson Höfundur er líffræðingur, veiðimað- ur, leiðsögumaður og mikill aðdáandi hinnar fögru íslensku náttúru. Rjúpnaveiðar á Íslandi heyra brátt sögunni til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.