Morgunblaðið - 05.10.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 05.10.2011, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 278. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Komin með koddaandlit vegna … 2. Spænski drengurinn látinn 3. Lögreglumennirnir voru fyrir 4. Eitt glæsilegasta hús landsins … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikaröðin Funk í Reykjavík með Samúel Jón Samúelsson Big Band fer fram 1. fimmtudag í mánuði frá sept- ember til desember 2011. Aðrir tón- leikar raðarinnar fara fram á Faktorí á morgun, fimmtudag. Tónleikaröðin Funk í Reykjavík á morgun  Útgáfutónleikar raftónlistar- mannsins AMFJ (Aðalsteins Jör- undssonar) verða haldnir á Bakkusi í kvöld. Platan hans, BÆN, mun verða kynnt til sögunnar. Aðrir sem fram koma eru AuxPan (Elvar Kjartansson), Gjöll (Jóhann Eiríksson og Sigurður Harðarson) og Inside Bilderberg (Georg Sveinbjörnsson). Útgáfutónleikar AMFJ  Í kvöld kl. 19.40 hefst Sigur- sveinsvaka í tónlistarhúsinu Hörpu, í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Sigursveins D. Krist- inssonar tónskálds. Fjölmargir lista- menn leggja fram krafta sína á vök- unni, m.a. Ástríður Alda Sigurð- ardóttir píanó- leikari og sagt verður frá uppvexti og ævistarfi Sig- ursveins. Sigursveins minnst á Sigursveinsvöku Á fimmtudag Norðan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning eða slydda á N- og A-landi. Bjartviðri á S- og V-landi. Hiti 0 til 8 stig. Á föstudag Hæg breytileg átt og bjart veður. Víða næturfrost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi NA-átt, 10-18 m/s seinnipartinn, hvassast á NV-verðu landinu. Slydda í fyrstu, en rigning þegar kemur fram á daginn. Þurrt að mestu S-lands. VEÐUR „Við erum búnir að setja okkur ákveðin markmið í þessu sambandi og ég er bjartsýnn á að við náum saman,“ sagði Geir Þor- steinsson, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, þegar Morgunblaðið spurði hann í gær hvort sambandið væri nokkuð að spenna bog- ann of hátt ef af ráðningu Lars Lagerbäck verður en KSÍ á í viðræðum við Svíann kunna. »1 Vongóður um að landa Lagerbäck Hermann Hreiðarsson, sem hefur verið fyrirliði landsliðsins í knatt- spyrnu til skamms tíma, gerir ekki ráð fyrir að spila oftar fyrir Íslands hönd. „Ég hef alltaf gefið kost á mér en það er fullt af ungum peyjum kom- ið inní liðið, sem eru mjög sterkir, og ég sé ekki annað en að framtíðin sé björt,“ segir Hermann við Morgun- blaðið. »3 Hermann sér fram á lok landsliðsferilsins Rut Jónsdóttir, landsliðskona í hand- knattleik, er bjartsýn á að komast á fulla ferð á ný eftir um hálfan mánuð. Rut varð fyrir meiðslum á hné í leik með danska liðinu Tvis Holstebro fyr- ir um tveimur vikum. Mörg verkefni eru framundan hjá kvennalandsliðinu bæði í undankeppni EM í þessum mánuði og í lokakeppni HM í Brasilíu í desember. » 3 Rut gæti náð næstu leikjum landsliðsins ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Hérna verður tívolí innanhúss með um 90 mismunandi leik- tækjum,“ segir Eyþór Guðjónsson, framkvæmdastjóri skemmtigarðs- ins sem verið er að útbúa þar sem áður var Vetrargarðurinn í versl- unarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi, en gert er ráð fyrir að staðurinn verði opnaður í nóv- ember. Undirbúningur vegna verkefnis- ins hófst fyrir um þremur árum, en framkvæmdir byrjuðu í sumar. Húsnæðið er skammt frá veitinga- stöðum og bíóinu, um 2.000 fer- metrar á tveimur hæðum og er hannað af alþjóðlega hönnunarfyr- irtækinu KCC. Eyþór bendir á að KCC hafi meðal annars hannað skemmtigarð í verslunarmiðstöð í Moskvu, sem var valinn sá besti í heimi 2010. „Við höfðum þann skemmtigarð að fyrirmynd og tók- um það besta frá honum. Mikið hefur verið lagt í skemmtigarðinn og boðið verður upp á afþreyingu fyrir alla aldurshópa.“ Eins og frumskógur Skemmtigarðurinn er hugsaður þannig að gengið er inn í frum- skóg og þá blasa við alls konar dýr og fleira. Fyrirtæki í Kína, sem m.a. framleiðir leikmyndir fyrir Walt Disney, vinnur nú að gerð leikmyndanna og dýranna ytra en á sama tíma vinna kanad- ískir listmálarar við að mála frum- skóginn á staðnum í Smáralind. Kínversku dýrin, sem búin eru til úr trefjaplasti, verða síðan hengd upp hér og þar í frumskóginum. „Þetta er nútíma Eden,“ segir Ey- þór. Tækin verða misjöfn að stærð og gerð, frá litlum leiktækjum upp í svonefnda sleggju, sem fer með fólk í nokkurs konar rússíbanareið upp í um 13 metra hæð. Klessubíl- arnir verða á sínum stað, fallturn og fleira. „Við verðum með öll nýj- ustu og vinsælustu tækin,“ segir Eyþór. Fjölmennur vinnustaður Að fyrirtækinu standa fjórar fjölskyldur sem samtals eiga yfir 20 börn og barnabörn. „Við sáum að svona afþreyingu vantaði hér- lendis,“ segir Eyþór og leggur áherslu á að rýmið í Smáralind passi sérstaklega fyrir svona skemmtigarð, það sé hvorki of lít- ið né of stórt. Hann bætir við að um 60 manns muni starfa í fyr- irtækinu og kveður það ánægju- legt að geta skapað vinnu fyrir fólkið í landinu. Skemmtigarður í Smáralind  Um 90 leiktæki í gamla Vetrar- garðinum Morgunblaðið/Kristinn Í startholunum Hjónin Eyþór Guðjónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir bíða spennt eftir að opna tívolí í Smáralind. Víða erlendis eru skemmtigarðar í verslunarmiðstöðvum. Íslendingar þekkja sennilega tívolíið í versl- unarmiðstöðinni Mall of America í Minneapolis í Bandaríkjunum einna best, en stærsti garðurinn er Galaxyland í helstu verslunar- miðstöðinni í Edmonton í Kanada. Eyþór segir að áhersla verði lögð á að halda miðaverði í lágmarki til að allir geti skemmt sér. „Hugs- unin er sú að öll fjölskyldan geti komið og skemmt sér saman í æv- intýralegu umhverfi,“ segir hann. Góð reynsla sé af svona skemmti- görðum í verslunarmiðstöðvum er- lendis og sérstaklega þyki gott að hafa bíó og veitingastaði samhliða vegna þess að þá geti gestir slegið margar flugur í einu höggi. „Þarna verður eitthvað fyrir alla og sumar alla daga. Íslensk veðrátta hefur því engin áhrif á gleðina,“ segir hann. Gleði fyrir alla fjölskylduna TÍVOLÍ INNANHÚSS ALLT ÁRIÐ AÐ ERLENDRI FYRIRMYND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.