Morgunblaðið - 07.10.2011, Page 1
F Ö S T U D A G U R 7. O K T Ó B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 235. tölublað 99. árgangur
BÍLUNUM FLEYGIR FRAM
MINNI VÉLAR, SPARNEYTNARI OG LÉTTARI
BÍLAR. ALLT UM BÍLA, AKSTUR, FÓLK OG
FRAMFARIRNAR Í 32 SÍÐNA AUKABLAÐI
Frumvarp nefnd-
ar um eignarhald
á fjölmiðlum gæti
haft áhrif á 365
miðla – verði það
að lögum – ef tek-
ið er mið af þeim
viðmiðum sem
koma fram í
greinargerð með
frumvarpinu.
„Það er ekkert
útilokað, en þetta er ekkert sér-
staklega hannað þeim til höfuðs. En
það er alveg ljóst að þeir eru gríð-
arlega stórir á ákveðnum fjölmiðla-
mörkuðum,“ segir Karl Axelsson
hæstaréttarlögmaður, sem fór fyrir
nefndinni. Áætlað er að frumvarpið
verði lagt fyrir Alþingi á haustþingi.
Karl segir annars að erfitt sé að
lesa út úr frumvarpinu áhrif á fjöl-
miðlamarkaðinn enda sé hann á
fleygiferð og ekki vitað hvernig
landslagið líti út þegar og ef frum-
varpið verður að lögum í vetur. „En
eins og verið hefur um árabil, og al-
þjóðlegar mælingar sýna, er mjög
óheppileg samþjöppun á íslenskum
fjölmiðlamarkaði og það er ástand
sem hefur verið til margra ára.“ »4
Hugsan-
leg áhrif á
365 miðla
Karl
Axelsson
Áform um af-
skriftir á meiri-
hluta skulda
sveitarfélagsins
Álftaness eru
háð því að sveit-
arfélagið sam-
einist öðru sveit-
arfélagi, að sögn
Andra Árnason-
ar hrl., formanns fjárhaldsstjórnar
Álftaness. Áætlanir fjárhaldsstjórn-
arinnar miðist við að reksturinn
standi aðeins undir sér eftir sam-
einingu.
Hluti af um eins milljarðs fram-
lagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til
Álftaness er vegna sameiningar en
í lögum er kveðið á um að sveit-
arfélög sem sameinist eigi rétt á til-
teknum fjárframlögum. Skv. upp-
lýsingum Morgunblaðsins eru þó
um 2/3 hlutar upphæðarinnar sér-
stakt framlag til Álftaness sem
keyrt var í þrot á árunum 2006-
2009. »12
Afskriftir byggjast
á sameiningu
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Norðurál hafnar því að borga fullt
verð fyrir þau 50 MW sem samið var
um að félagið keypti af Orkuveitu
Reykjavíkur frá og með 1. október sl.
Þar nýtir félagið sér ákvæði í samn-
ingi þess og Orkuveitu Reykjavíkur
sem kveður á um að kaupandi borgi
85% af raforkuverði, óháð því hvort
hann getur tekið við rafmagninu eða
ekki.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur, segir að ákvæðið
um 85% verð sé í þessum samningi
eins og öllum öðrum í stóriðjunni
svokölluð kaupskylda. Kaupandinn
borgi fyrir 85% af umsömdu orku-
magni út samningstímann, óháð því
hvort hann getur tekið rafmagn eða
ekki. Um gagnkvæma skuldbindingu
sé að ræða. „Þannig að ef þeir geta
ekki selt álið eða verða að loka ál-
verinu af einhverjum markaðsástæð-
um eða þá að þeir verða fyrir ein-
hverri alvarlegri bilun og geta ekki
tekið við rafmagninu af þeirri ástæðu
mega þeir minnka niður í 85%.“
Bjarni gat ekki gefið upp áætlað
tekjutap vegna þessa.
Þetta þýðir að Norðurál borgar
núna fyrir um 85% af umsömdum 50
MW frá Sleggjunni, nýrri rafstöð
Orkuveitunnar á Hellisheiði. Ef mið-
að er við heimildir Morgunblaðsins
um orkuverð má gera ráð fyrir að
Orkuveitan verði af 250-300 milljóna
króna tekjum vegna þessa á árs-
grundvelli. Sleggjan var m.a. byggð
vegna áforma Norðuráls um bygg-
ingu álvers í Helguvík. Má því ætla
að á meðan ekki næst að selja um-
rædd 15% tapi Orkuveitan þeim
tekjum, á meðan beðið er niðurstöðu
vegna álversins í Helguvík.
Telja ákvæðið ekki eiga við
„Norðurál skerti orkukaup frá
okkur frá mánaðamótum og hefur
nefnt 85% ákvæðið við okkur en ekki
tilkynnt það neitt formlega,“ segir
Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku.
Skerðingin sé umtalsverð ef hún
verði til frambúðar en þeir telji
ákvæðið ekki eiga við. „Við erum að
skoða það og ætlum ekki að tjá okkur
þar um á meðan.“ Hann segir þetta
algerlega nýja hlið á samningnum og
verið sé að skoða hana.
Forsvarsmenn Norðuráls kváðust
ekki geta tjáð sig um innihald orku-
samninga.
Borga ekki fullt orkuverð
Norðurál borgar einungis 85% af umsömdu verði á orku úr nýrri rafstöð OR
Nýtir sér ákvæði í orkusölusamningi Norðuráls og Orkuveitu Reykjavíkur
Rafstöð Sleggjan á Hellisheiði.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Það er sjónarmið fagfólks að það
borgi sig að hafa fjarlægðir innan
spítalans sem allra minnstar. Þannig
að það fólk sem vinnur saman geti
gert það án þess
að þurfa að fara
endanna á milli á
Landspítalalóð-
inni. Þessar teikn-
ingar sem nú
liggja fyrir virðast
þýða að það verði
umtalsverðar
fjarlægðir, alla-
vega eftir fyrsta
áfangann,“ segir
Steinn Jónsson,
formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Félagið hélt opinn fund á Grand hót-
eli í gær um byggingu nýs Landspít-
ala við Hringbraut. Á annað hundrað
manns sóttu fundinn þar sem meðal
annars var rætt hvort hönnun spít-
alans tæki mið af þörfum starfsfólks
og sjúklinga.
Upp komu hugmyndir um að
byggja spítalann á norðurhluta lóð-
arinnar til að gera hann samþjapp-
aðri. „Læknar hafa unnið á spítölum
um víða veröld og þekkja það best á
eigin skinni hvernig er best að hanna
spítala. Ég held að það hafi komið
fram málefnaleg gagnrýni á fund-
inum á ýmsa þætti sem væri gott að
taka mið af í áframhaldandi umræðu
um málið,“ segir Steinn.
„Það er mikilvægt fyrir heilbrigð-
isþjónustuna að af þessu verði en það
eru ennþá skiptar skoðanir um stað-
arvalið og ýmsa þætti í útfærslunni.
Til dæmis kom fram gagnrýni á
byggingarmagnið og staðsetninguna
í Þingholtunum. Svo komu fram tals-
verðar áhyggjur af umferðarþunga á
svæðinu.“
Of mikið
flæmi innan
nýs spítala
Steinn
Jónsson
Upplýsingafulltrúi Umboðs-
manns skuldara segir best fyrir alla
ef höfðað verður dómsmál vegna
ágreinings um endurútreikninga
gengislána svo fá megi dómsnið-
urstöðu í vafamálum sem uppi eru.
„Það ríkir réttarágreiningur um
túlkun á þessu og úr honum verður
ekki skorið nema fyrir dómstólum,“
segir Svanborg Sigmarsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi umboðsmanns. »12
Best fyrir alla að fá
dóm um ágreining
Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistari í skák, kom
til Íslands í gær í tilefni af 111 ára afmæli Taflfélags
Reykjavíkur, en hann gekk nýverið í raðir þess.
Hann verður ennfremur viðstaddur setningu Ís-
landsmóts skákfélaga á morgun
Að sögn Friðriks Ólafssonar stórmeistara er koma
Karpovs mikil lyftistöng fyrir skákíþróttina. Í heim-
sókn sinni til Taflfélags Reykjavíkur í gær vakti
skákskýringarborð athygli Karpovs. „Það var notað
við einvígi okkar Bent Larsens árið 1956,“ segir
Friðrik. „Það er orðið snjáð og það átti að henda því.
En einhver rifjaði þá upp sögu borðsins.“
Meðan á Íslandsdvölinni stendur mun Karpov
meðal annars tefla við unga skákmenn, tefla fjöltefli
í Ráðhúsi Reykjavíkur og fara að gröf Bobby Fisch-
ers. Þeir Friðrik munu tefla sýningarskák í dag
klukkan hálf-fimm, en þetta er síður en svo í fyrsta
skipti sem þeir eigast við. „Við höfum verið að kljást
frá árinu 1971 á skákmóti í Moskvu. Hann er erfiður
andstæðingur, en mér tókst að vinna hann síðast
þegar við tefldum, árið 1980.“
annalilja@mbl.is
Karpov fyrrverandi heimsmeistari í skák í heimsókn á 111 ára afmæli TR
Morgunblaðið/Ómar
„Höfum verið að kljást frá 1971“