Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Jura kaffivélar
BAKSVIÐ
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Það er ljóst mál að Evrópusam-
bandið lítur ekki svo á að það verði
á næstunni tekist á við stóru ágrein-
ingsmálin sem uppi eru á milli Ís-
lands og sambandsins svo sem í
sjávarútvegs- og landbúnaðarmál-
um. Kaflarnir sem lúta að þessum
tveimur málaflokkum verða ekki
opnaðir strax,“ sagði Einar K. Guð-
finnsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, í samtali við mbl.is í gær.
Þriðji fundur sameiginlegrar
þingmannanefndar Alþingis og
þings Evrópusambandsins vegna
umsóknar Íslands um inngöngu í
sambandið fór fram í Brussel í gær
en Einar var á meðal þeirra níu ís-
lensku þingmanna sem sátu fund-
inn. Hann segir íslensku þingmenn-
ina á fundinum hafa spurt mjög
eftir því hvenær sjávarútvegs- og
landbúnaðarmálin yrðu tekin fyrir
og talið eðlilegast að þau yrðu tekin
strax til umræðu.
Aðspurður hvort fram hafi komið
á fundinum hvenær kaflarnir tveir
yrðu teknir fyrir segir Einar að
fulltrúar Evrópusambandsins hafi
forðast mjög að nefna einhverjar
ákveðnar dagsetningar í þeim efn-
um. „En ég held að það sé alveg
ljóst mál að við séum frekar að tala
um mánuði en vikur.“
Heimavinnan óunnin
Valgerður Bjarnadóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, staðfesti í
samtali við mbl.is að sjávarútvegs-
og landbúnaðarkaflarnir yrðu ekki
teknir fyrir strax að mati Evrópu-
sambandsins, en hún sat einnig
fund sameiginlegu nefndarinnar.
Hún segir að landbúnaðarmálin
verði örugglega ekki tekin fyrir á
þessu ári vegna þess að landbún-
aðarráðuneytið hafi ekki unnið þá
heimavinnu sem Evrópusambandið
hafi farið fram á áður en sá kafli
yrði opnaður. Boltinn væri hins veg-
ar hjá sambandinu varðandi sjávar-
útvegsmálin en tafir í þeim efnum
væru vegna yfirstandandi breytinga
á sjávarútvegsstefnu þess.
Valgerður segir að fram hafi
komið í máli fulltrúa Evrópusam-
bandsins á fundinum að umsóknar-
ferlið gengi að öðru leyti vel að
þeirra mati og samkvæmt áætlun.
Þá hafi komið fram að ekki þyrfti að
ráðast í neinar breytingar á fyrir-
komulagi landbúnaðarmála hér á
landi samhliða viðræðum um þau en
hins vegar yrði að setja saman áætl-
anir um þær breytingar sem gera
þyrfti.
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra hefur ítrekað sagt að taka
bæri sjávarútvegs- og landbúnaðar-
málin fyrir sem fyrst í viðræðunum
við Evrópusambandið.
Ekki teknir fyrir á næstunni
Sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflarnir verða ekki teknir fyrir strax í viðræðum
við Evrópusambandið Spurning um mánuði frekar en vikur segir þingmaður
Valgerður
Bjarnadóttir
Einar K.
Guðfinnsson
Evrópumálin
» Erfiðustu kaflarnir í við-
ræðum við ESB, sjávarútvegs-
og landbúnaðarmálin, verða
ekki opnaðir strax að sögn
þingmanna.
» Utanríkisráðherra hefur tal-
að fyrir því að erfiðustu kafl-
arnir verði teknir fyrir sem
fyrst í viðræðunum.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Það verður að líta á bankakreppuna
í heiminum frá breiðu sjónarhorni.
Þetta eru ekki bara erfiðleikar bank-
anna, því í lok dags er það líf fólksins
sem hangir á línunni. Það er atvinnu-
laust, úrræðalaust og þunglynt
vegna ástandsins,“ sagði Kofi Ann-
an, fyrrverandi framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna og handhafi
friðarverðlauna Nóbels, á blaða-
mannafundi á Bessastöðum síðdegis
í gær. Áður hafði hann átt fund með
forseta Íslands, Ólafi Ragnari
Grímssyni.
Fjármálakreppan í heiminum var
Annan hugleikin. Sagði hann að það
þyrfti að horfa á hana sem sam-
félagsvandamál. „Traust almennings
er horfið, fólk treystir hvorki stjórn-
málamönnum né leiðtogum fjár-
málaheimsins. Fólkinu finnst þeir
ekki vera að takast á við vandamálin
sem snerta það,“ sagði Annan. Hann
kvaðst hafa fylgst vel með því hvern-
ig tekist var á við kreppuna hér á
landi og sagði að aðrar þjóðir í efna-
hagserfiðleikum gætu lært margt af
Íslendingum.
Hliðraði til í dagskránni
Annan flytur í dag upphafsræðuna
á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands í
tilefni af hundrað ára afmæli skól-
ans. Málþingið ber heitið „Áskoranir
21. aldarinnar“ og fer fram í Há-
skólabíói. Fyrirlestur Annans fjallar
um hvernig við getum endurreist
traust á sameiginlega framtíð okkar.
Annan sagðist vel muna eftir
fyrstu heimsókn sinni til Íslands og
kvaðst ánægður með að vera staddur
hér aftur. „Þegar mér var boðið að
koma og fagna 100 ára afmæli há-
skólans gat ég ekki neitað og hliðraði
til í dagskrá minni. Háskólar leika
stórt hlutverk í framtíðinni í víðu
samhengi.“
Vill sjá Palestínuríki stofnað
Spurður út í umsókn Palestínu að
Sameinuðu þjóðunum sagði Annan
að það væri mikilvægt fyrir SÞ að
tryggja stofnun Palestínuríkis.
„Sameinuðu þjóðunum og sér-
staklega þeim löndum sem eiga fast
sæti í Öryggisráðinu ber lagaleg og
siðferðisleg skylda til að klára þá
vinnu sem hófst 1988. Við höfum
ekki séð neinn árangur á síðustu
tuttugu árum. Alþjóðasamfélagið og
Sameinuðu þjóðirnar verða að að-
stoða við að ljúka þeirri vinnu,“ sagði
Annan.
Í lok dags er það líf fólks-
ins sem hangir á línunni
Annan sagði bankakreppuna samfélagsvandamál
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Málin rædd Kofi Annan og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í gærdag. Annan flytur í dag
ræðu á hátíðarmálþingi í Háskóla Íslands í tilefni 100 ára afmælis skólans. Hann kom til landsins síðdegis í gær.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Í fyrradag hófst vinna við úttekt
Evrópusambandsins á samkeppnis-
hæfi Suðurnesjanna, en þar eru öll
atvinnutækifæri og allir fjárfesting-
arkostir á svæðinu tekin út. Miklar
vonir eru bundnar við niðurstöðurn-
ar að sögn Önnu Margrétar Guð-
jónsdóttur sem hefur verið ráðgjafi í
þessu verkefni. Hún segir að án efa
eigi þær eftir að koma svæðinu til
góða, ekki síst ef Ísland verði aðili að
Evrópusambandinu.
Forsaga þessa er að hópur fjár-
festa vann um skeið að því að koma
risagróðurhúsi á laggirnar á Suður-
nesjum og var þar ætlunin að kanna
ræktun tómata til útflutnings. Sótt
var um styrki frá Evrópusamband-
inu og hlaut umsóknin brautargengi
framan af. Óvænt þróun varð hins
vegar á málum þegar ESB lagði til
að umsóknin yrði lögð til hliðar og
bauðst í staðinn til að gera úttekt á
samkeppnishæfi á Suðurnesjum.
„Ráðið var
teymi fjögurra
sérfræðinga, sem
hafa áður unnið
sambærilegar
greiningar fyrir
ESB,“ segir Anna
Margrét. „Teym-
ið skilar niður-
stöðum eftir fimm
mánuði og þá
verður til saman-
tekt um alla hugsanlega fjárfesting-
arkosti, allar fyrirliggjandi hug-
myndir um atvinnuuppbyggingu og
samsvarandi framboð af menntun á
svæðinu. Niðurstöðurnar verða síð-
an bornar saman við áherslur ESB í
byggðaþróun og atvinnumálum og út
frá því verður metið hvað þykir fýsi-
legt til framkvæmda.“
Anna Margrét segir að með grein-
ingunni sé búið að ljúka mikilli for-
vinnu ef hugur sé á að sækja um
styrki til Evrópusambandsins.
„Þetta gæti stuðlað að auknum at-
vinnutækifærum á Suðurnesjum.“
ESB tekur
út Suðurnesin
Gróðurhús varð að allsherjarúttekt
Suðurnes ESB
gerir úttekt.
Háskóli Íslands
er kominn í hóp
300 bestu háskóla
í heiminum að
mati Times High-
er Education
Supplement, sem
er annar af
tveimur helstu
matslistum á
þessu sviði. HÍ er
í 276. sæti.
„Það er í raun ótrúlegt að 330 þús-
und manna samfélag hafi byggt upp
vísinda- og menntastofnun sem nær
þessum árangri,“ er haft eftir Krist-
ínu Ingólfsdóttur rektor í frétt frá
HÍ, en skólinn fagnar nú aldar-
afmæli. Meðal þess sem lagt er til
grundvallar matinu eru tilvitnanir
vísindamanna í verk vísindamanna
við HÍ, en þeim hefur fjölgað um
meira en 100% á fimm árum. Í til-
kynningu frá skólanum segir að fjár-
framlög til hans séu langt undir því
sem gerist hjá ríkjum OECD.
annalilja@mbl.is
Góð gjöf á
aldarafmæli
Háskólans
Háskóli Íslands.
Einn af 300 bestu.