Morgunblaðið - 07.10.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011
Magn makríls á hafsvæðinu í
kringum Ísland, Færeyjar og um
Austurdjúp, allt að ströndum
Noregs, er metið hafa verið um
2,7 milljónir tonna í sumar. Þar af
er talið að 1,1 milljón tonn hafi
verið innan íslenskrar efnahags-
lögsögu eða um 42% samkvæmt
niðurstöðum sameiginlegs leið-
angurs Íslendinga, Færeyinga og
Norðmanna.
Í leiðangri sömu þjóða sumarið
2010 var heildarmagnið metið 4,4
milljónir tonna en svipað magn
innan íslenska hafsvæðisins og
nú. Það sem er helst talið skýra
muninn á heildarmagninu milli
ára er að leiðangurinn nú náði yf-
ir minna hafsvæði. Niðurstöður
sumarsins staðfesta að elsti mak-
ríllinn ferðast lengst í ætisgöng-
unum.
Um 42% makrílsins
talin í íslenskri lögsögu
Útbreiðsla makríls
Útbreiðsla ýmissa fisktegunda í
kringum Ísland. Rauðu punktarnir
tákna makríl
Mynd frá Hafró
FRÉTTASKÝRING
Andri Karl
andri@mbl.is
Örðugt er að draga skýrar línur um
það hvenær samþjöppun á eignar-
haldi fjölmiðla er orðin slík að nauð-
synlegt sé að grípa til aðgerða til að
tryggja fjölræði og fjölbreytni á fjöl-
miðlamarkaðnum. Því þykir ekki
heppilegt að lögbinda viðmið um t.d.
hlutfall eignarhalds hvers eiganda og
markaðshlutdeildar fjölmiðla undir
sömu yfirráðum. Þetta kemur fram í
greinargerð með frumvarpi sem
nefnd um eignarhald á fjölmiðlum
hefur kynnt mennta- og menningar-
málanefnd. Engu að síður telur
nefndin að þörf sé að taka upp í lög
ákvæði sem miða að því að sporna
við samþjöppun eignarhalds á fjöl-
miðlum.
Að mati nefndarinnar á að auka
heimildir samkeppnisyfirvalda til að
grípa inn í óheppilega samþjöppun ef
hún vinnur gegn fjölræði og fjöl-
breytni. Það yrði þá gert á grundvelli
„matskenndra heimilda af sam-
keppnisréttarlegum toga“. Taka ber
fram að með hugtakinu fjölræði er
vísað til þess að fjölmiðlar séu ekki
undir yfirráðum fárra aðila.
Viðmið eiga við 365 miðla
Í greinargerðinni með frumvarp-
inu eru tekin fram nokkur atriði sem
taka ber mið af þegar metið er hvort
eignarhald fjölmiðla er talið ógna
fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðla-
markaði. Nefnd er hlutdeild á aug-
lýsingamarkaði og áskrifendafjöldi
áskriftarmiðla en það geti gefið vís-
bendingar um vinsældir fjölmiðilsins
og fjárhagslegan styrk. Einnig segir
að fjöldi og lengd efnisréttarsamn-
inga á sjónvarpsefni, hvort sem eru
bíómyndir, sjónvarpsþættir eða
íþróttaefni, geti gefið ákveðnar vís-
bendingar. „[M]á nefna sem dæmi
að örfá fyrirtæki eiga réttinn að vin-
sælustu bandarísku kvikmyndunum
og sjónvarpsþáttunum á markaðn-
um.“
Einnig geti skipt máli hvort fjöl-
miðill reki eina eða fleiri fréttastofur
og hver fréttastofa þá með sjálf-
stæða ritstjórn eða jafnvel ritstjórn-
arstefnu, en slíkt geti gefið vísbend-
ingu um hvort fjölmiðillinn hafi
skoðanamyndandi stöðu.
Fyrir nefndinni fór Karl Axelsson
hæstaréttarlögmaður. Spurður út í
viðmiðin sem nefnd voru að ofan og
hvort þau bendi ekki til að frum-
varpið, verði það að lögum, komi til
með að hafa áhrif á 365 miðla segir
Karl: „Það er ekkert útilokað, en
þetta er ekkert sérstaklega hannað
þeim til höfuðs. En það er alveg ljóst
að þeir eru gríðarlega stórir á
ákveðnum fjölmiðlamörkuðum.“
Karl segir annars að erfitt sé að
lesa út úr frumvarpinu áhrif á fjöl-
miðlamarkaðinn enda sé hann á
fleygiferð og ekki vitað hvernig
landslagið líti út þegar og ef frum-
varpið verður að lögum í vetur. „En
eins og verið hefur um árabil, og al-
þjóðlegar mælingar sýna, þá er mjög
óheppileg samþjöppun á íslenskum
fjölmiðlamarkaði og það er ástand
sem hefur verið til margra ára.“
Fjölmiðlanefnd til umsagnar
Í greinargerðinni með frumvarp-
inu er lagt til að fjölmiðlamarkaður
eða einstakir undirmarkaðir verði
ekki skilgreindir í lögum enda geti
skilgreiningar breyst frá einum tíma
til annars. Samkeppniseftirlitið skal
því skilgreina markaði í hverju tilviki
fyrir sig.
En Samkeppniseftirlitið verður
ekki einrátt þegar kemur að aðgerð-
um. Þar sem mat þess til að grípa til
aðgerða byggist á fjölmiðlaréttarleg-
um sjónarmiðum er lagt til að aflað
verði umsagnar fjölmiðlanefndar um
nauðsyn aðgerða. „Með þessu er
tryggð aðkoma þess stjórnvalds sem
hefur ríkasta þekkingu á þeim fjöl-
miðlaréttarlegu sjónarmiðum sem
mat að þessu leyti skal byggt á.“
Hið vandrataða einstigi
Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi þyk-
ir afar ótryggt, ekki síst um þessar
mundir, og tekur Karl undir það.
„Það er erfitt árferði og erfitt
rekstrarumhverfi fjölmiðla, og því
má heldur ekki ganga of hart gagn-
vart þeim,“ segir hann. Þessu má
einnig finna stað í greinargerðinni
með frumvarpinu því þar segir að
þannig verði „að feta hið vandrataða
einstigi milli þess að tryggja fjölræði
og fjölbreytni í fjölmiðlum annars
vegar og hins vegar þess að fjár-
festar, einstaklingar og fyrirtæki sjái
sér hag í því að fjárfesta á fjölmiðla-
markaði.“
Segir svo að sé ekki að þessu gætt
geti takmarkanir á fjölmiðlamark-
aðnum snúist upp í andhverfu sína
og unnið gegn því markmiði að al-
menningur eigi aðgang að fjölbreytt-
um fjölmiðlum.
Nefndin hélt átta fundi og fékk til
sín fulltrúa ýmissa hagsmunaaðila,
sem og sérfræðinga í samkeppnis-
rétti. Samhljómur var með nefnd-
armönnum sem standa allir að tillög-
unum. Þó skilaði einn nefndarmanna
bókun þar sem hann vildi ganga
lengra en lagt er til í frumvarpinu.
Heimild til aðgerða byggð á mati
Nefnd um eignarhald á fjölmiðlum telur þörf á að taka upp í lög ákvæði til að sporna við samþjöppun
Auka eigi heimildir samkeppniseftirlitsins til að grípa inn í en til þess þarf umsögn fjölmiðlanefndar
Morgunblaðið/Kristinn
Fjöldi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræðir við fjölmiðlamenn.
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla,
segir erfitt að lesa út úr frum-
varpi nefndar um eignarhald á
fjölmiðlum hvaða áhrif það hafi í
för með sér, verði það að lögum,
enda séu línurnar frekar óskýrar
í því. „Það ræðst voðalega mikið
af því hvaða tökum þessi mál
verða tekin. Við eigum eftir að
fara betur yfir þetta, en mér sýn-
ist í fyrstu að tillögurnar teljist
varla róttækar og feli ekki í sér
neina u-beygju í áherslum stjórn-
valda gagnvart þessari atvinnu-
grein. Hún markast reyndar mik-
ið í heild af óeðlilegri þátttöku
ríkisins á markaðnum. Ekki síst
út frá samkeppnisréttarlegum
sjónarhóli. Það er krabbameinið
á þessum fjölmiðlamarkaði og
brýnast að ræða.“
Hvað varðar samþjöppun
eignarhalds segist Ari ekki telja
ástandið verra hér en annars
staðar. „Flestir af þessum einka-
reknu fjölmiðlum sem við þekkj-
um í öðrum löndum eru í mjög
þröngu eignarhaldi, að minnsta
kosti yfirráðin. Ég held að sjálf-
stæði og vinnubrögð fjölmiðla og
einstakra fréttastofa skipti
mestu um þá stöðu sem þær
hafa í samfélaginu.“
Brýnast að
ræða RÚV
TELST VARLA RÓTTÆKT
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Myndlista
vörur
í miklu ú
rvali
Strigar, ótal stærðir
frá kr.195
Acryllitir 75 ml
kr.480
Gólftrönur
frá kr.4.395
Þekjulitir/Föndurlitir
frá kr.480 16 ára
Verkfæralagerinn
Fullt af nýjungum í lista-og föndurdeild
Blýantar, Strokleður, Trélitir, Tússlitir,
Teikniblokkir, Teiknikol, Föndurlitir,
Þekjulitir, Vatnslitir, Akrýllitir, Olíulitir,
Penslar, Skissubækur, Vattkúlur, Vír,
Vatnslitablokkir, Leir, Lím, Kennara-
tyggjó, Föndurvír,Límbyssur, Lóðboltar,
Hitabyssur, Heftibyssur, Málningar-
penslar og málningarvörur
í miklu úrvali
Þetta unga fólk nýtti góða veðrið í gær til að skreppa á
Klambratún og snúa lukkuhjóli. Ekkert virtist vanta upp
á skemmtunina og eflaust hafa vinningar verið í boði.
Gott veður verður víðast hvar fram eftir degi í dag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Líflegir krakkar við lukkuhjól
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Nokkur óánægja hefur verið meðal
áskrifenda tölvuleiksins Eve Online í
kjölfar breytinga sem nýlega voru
gerðar á leiknum. Í bloggfærslu á
vef Eve Online biðst Hilmar Veigar
Pétursson, framkvæmdastjóri CCP,
framleiðanda leiksins, afsökunar og
segist bera alla ábyrgð á því að
margir notendur hafi horfið frá
leiknum að undanförnu.
Í sumar gerði CCP kunnug áform
sín um að leyfa kaup á hlutum fyrir
raunverulega peninga í leiknum.
Þetta vakti litla hrifningu áskrif-
enda. Í bloggfærslu sinni segir Hilm-
ar að fólk eigi ekki að geta keypt sér
leið til sigurs í leiknum. Þar segir
ennfremur að tilgangurinn hafi verið
að auka möguleika í leiknum. Um-
hverfi tölvuleikja á borð við Eve taki
sífelldum breytingum og þeim fækki
sífellt sem gerist áskrifendur.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Hilmar að hann vildi ekkert tjá sig
um málið, allt sem máli skipti kæmi
fram í bloggfærslunni. Spurður að
því hversu margir áskrifendur Eve
Online hefðu sagt upp áskriftinni að
undanförnu, svaraði hann: „Við vilj-
um ekkert gefa út um það.“
CCP biðst afsökunar á
breytingum á tölvuleik
Margir óánægðir með breytingar á Eve Online