Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011
Andri Karl
andri@mbl.is
Hæstiréttur dæmdi í gær Þorvarð
Davíð Ólafsson í fjórtán ára fangelsi
fyrir tilraun til manndráps. Þorvarð-
ur Davíð réðst á föður sinn, Ólaf
Þórðarson tónlistarmann, í nóvem-
ber á síðasta ári. Rétturinn staðfesti
með þessu dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur. Að auki var Þorvarði
gert að greiða föður sínum þrjár
milljónir króna í bætur.
Þorvarður Davíð var ákærður fyr-
ir tilraun til manndráps, en til vara
stórfellda líkamsárás, með því að
hafa sunnudaginn 14. nóvember
2010 veist með ofbeldi að föður sín-
um, m.a. sparkað í maga hans, tekið
hann hálstaki, kýlt hann tvisvar í
höfuð með hnúajárni svo hann féll og
sparkað ítrekað í andlit hans þar sem
hann lá upp við steyptan arin, þannig
að höfuðið kastaðist í arininn, og
ítrekað stappað og hoppað ofan á
höfði hans og hálsi og ekki hætt fyrr
en hann rann til í blóði.
Ekki aftur til meðvitundar
Af atlögunni hlaut Ólafur lífs-
hættulegan höfuðáverka, útbreidda
áverka á höfði, marbletti og skurði,
blæðingar í heilavef og fyrir utan
heila. Í vottorði frá 6. september sl.
frá endurhæfingardeild Landspítal-
ans, sem lagt var fyrir Hæstarétt,
kemur fram að Ólafur er enn meðvit-
undarlítill, tjáir sig ekki og sýnir
engin merki um viljastýrða virkni.
„Hann skynjar þannig ekki umhverfi
sitt á neinn vitrænan hátt og er í svo-
kölluðu skynlausu ástandi [...] Þar
sem engar merkjanlegar framfarir
hafa orðið nú tíu mánuðum eftir
áverkann eru yfirgnæfandi líkur á
því að um varanlegt ástand sé að
ræða og þar með ekki líkur á því að
hann komist til meðvitundar.“
Þorvarður játaði árásina en neit-
aði sök hvað varðar tilraun til mann-
dráps. Margt þótti benda til ásetn-
ings, og taldi dómurinn að honum
hlyti að hafa verið ljóst að langlíkleg-
ast væri að bani hlytist af. Mat dóm-
urinn það svo að Þorvarður Davíð
ætti sér engar málsbætur og bæri
fulla refsiábyrgð.
Hlaut fjórtán ára fangelsi
fyrir tilraun til manndráps
Hlaut að vera ljóst að af háttseminni gæti hlotist bani
Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja
ára fangelsisdóm yfir þrítugri konu
sem játaði að hafa dregið sér og not-
að heimildarlaust í eigin þágu sam-
tals 335.768 evrur, rúmar fimmtíu
milljónir króna, í starfi hjá sendiráði
Íslands í Vín og síðar sem stjórn-
arráðsfulltrúi og starfsmaður á
rekstrar- og þjónustusviði utanrík-
isráðuneytisins. Tuttugu og tveir
mánuðir eru bundnir skilorði.
Konan millifærði í 193 skipti af
reikningi í eigu íslenska sendiráðs-
ins í Vínarborg, sem hún hafði pró-
kúru fyrir, yfir á eigin bankareikn-
ing. Þá lét hún hjá líða að tilkynna að
hún fengi enn staðaruppbót með
sjálfvirkri millifærslu af sama reikn-
ingi í eigu íslenska sendiráðsins í
Vínarborg og inn á eigin banka-
reikning í alls átta skipti. Fjárdrátt-
urinn fór fram á tímabilinu 2. mars
til 6. október 2009.
Í vottorði sérfræðilæknis á geð-
deild Landspítala, sem var á meðal
gagna málsins, kemur fram að kon-
an hafi lýst mikilli vanlíðan, sekt-
arkennd og erfiðleikum vegna spila-
fíknar. Hún hafi orðið fyrir miklum
áföllum þegar hún var 19 ára en þá
missti hún kærasta sinn af slysför-
um og vinkonu vegna voðaverks.
Héraðsdómur leit til aðstæðna
konunnar þegar henni var ákvörðuð
refsing, þess að hún hefði leitað sér
hjálpar vegna spilafíknar og að hún
ætti ung börn. Því var dómurinn að
mestu bundinn skilorði.
Dró sér fé
frá sendi-
ráði í Vín
Tveggja ára fangelsi
Eigendur Heyrnartækni hafa af-
hent Krafti – stuðningsfélagi fyrir
ungt fólk, sem greinst hefur með
krabbamein, og aðstandendur –
styrk að andvirði 537.000 krónur.
Heyrnartækni ákvað í tilefni af
tíu ára starfsafmæli fyrirtækisins
í júní sl. að leggja góðu málefni
lið og láta ákveðna upphæð af
hverju heyrnartæki, sem selt var í
sumar, renna til Krafts. Með
þessu vildi fyrirtækið leggja sitt
af mörkum til samfélagsins og
hjálpa Krafti að veita ungu fólki,
sem gengur í gegnum erfiða lífs-
reynslu, stuðning og hjálp.
Kraftur hefur lagt áherslu á að
efla stuðningsnet félagsins og
ákveðið að styrkurinn frá
Heyrnartækni renni þangað.
Stuðningsnetið býður fólki, sem
hefur nýlega greinst með krabba-
mein, og aðstandendum að kom-
ast í samband við einhvern sem
hefur gengið í gegnum svipaða
reynslu.
Stuðningsfulltrúarnir hafa farið
á sérsniðið námskeið hjá Gyðu
Eyjólfsdóttur, sálfræðingi Krafts.
Styrkur afhentur Björn Víðisson, Anna
Linda Guðmundsdóttir, Gísli Níls
Einarsson og Gyða Eyjólfsdóttir.
Heyrnartækni veitir
Krafti styrk til að
efla stuðningsnet
Rúm 10% Eyjamanna mættu á samstöðufund um sam-
göngumál á milli lands og Eyja sem haldinn var á Bása-
skersbryggju í gær. Eyjamenn krefjast úrbóta og ótt-
ast áhrif samgöngutruflana á ferðaþjónustu.
„Einu svörin sem við fáum eru fleiri skýrslur og enn
fleiri afsakanir á þessum mannlegu mistökum sem
Landeyjahöfn er. Við höfum ekkert við það að gera, við
viljum aðgerðir,“ segir Sigurmundur Einarsson, íbúi í
Vestmannaeyjum og einn af aðstandendum fundarins.
„Við mótmælum því að skipið, sem var valið til að
hreinsa höfnina, hafi verið óhæft. En fyrst og fremst
erum við að mótmæla aðgerðaleysi og gjaldtöku á þjóð-
veginum á milli lands og Eyja,“ segir Sigurmundur.
Hann segir að Eyjamenn séu þó vongóðir um að
Baldur, sem sinnt hefur siglingum á milli Land-
eyjahafnar og Eyja, muni halda því áfram. Vilyrði þess
efnis hefur fengist frá Sæferðum, sem reka Baldur.
Að sögn Sigurmundar hefur ferðaþjónusta í Eyjum
orðið fyrir miklum búsifjum vegna óvissu um sam-
göngur og allt stefni í að svo verði áfram, verði siglt til
og frá Þorlákshöfn. „Fólk vill ekki sigla frá Þorláks-
höfn. Þetta er 4.200 manna byggðarlag, en það talar
enginn um neyðarástand þegar samgöngur hingað
liggja niðri.“ annalilja@mbl.is
Ljósmynd/Júlíus G. Ingason
„Einu svörin eru fleiri skýrslur og enn
fleiri afsakanir. Við viljum aðgerðir“
Mótmæli Eyjamenn fjölmenntu á samstöðufund í gær þar sem krafist var samgönguúrbóta á milli lands og Eyja.
Sími 568 5170
Sérfræðingur frá Dior kynnir
Diorskin Forever farðann,
nýja haustliti og nýtt
J´adore edt.
Falleg gjöf fylgir þegar
keyptir eru 2 hlutir í Dior.*
Verið velkomin.
*Á meðan birgðir endast.
Dior
kynning
í Glæsibæ 6.-8. október