Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 10
Nú er lag fyrir konur á öllum aldri að skunda norður til Akureyrar (ef þær eiga ekki heima þar) og njóta Dömulegu dekurdaganna sem hófust á Akur- eyri í gær. Dekurdagarnir standa fram á sunnudag og þegar er búið að klæða miðbæ Akureyrar bleikum slauf- um af tilefninu. Þetta er í fjórða sinn sem þeir eru haldnir en þetta er helgi þar sem vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Heilmargt verður um að vera og verslanir og fyrirtæki bjóða upp á ýmis- konar dömulega afslætti. Dömulegu dekur- dagarnir voru settir í Borgarbíói í gær- kvöldi þegar dömuleg forsýning var á kvikmyndinni „What́s your number“ og fengu bíógestir skemmtilegan glaðning. Af við- burðum helgarinnar má nefna heimsókn í Innbæinn þar sem nokkur fyrirtæki hafa tekið höndum saman um að vera í dömulegum gestgjafagír, á Græna hattinum verða tónleikar með Mugison og Blood- group en Greifarnir spila í Hofi. Konukvöld verður í Centro, ýmsar fjölbreyttar uppákomur á Gler- ártorgi, Skvísukvöld í Sjallanum og margt fleira. Full ástæða er til að hvetja allar dömur þessa lands til að hópast saman, njóta samverunnar og alls þess dekurs sem í boði verður. Endilega... ...farið á dömulega dekurdaga María Ólafsdóttir maria@mbl.is Diljá Björg Þorvaldsdóttirhefur alltaf verið duglegvið að gera eitthvað íhöndunum en hún byrjaði að búa til skartgripi þegar hún var um níu ára. Þá bjó hún í Danmörku og segir föndurkennslu í skólanum hafa verið öfluga. Í fyrstu hannaði hún einna helst hringa úr vír með perlum ofan á en í gegnum árin hefur hönnunin þróast smám saman. Í dag býr Diljá Björg helst til svokölluð hringahálsmen og hálsmen sem nota má ýmist um hálsinn eða sem spöng. Hún notar aðallega perlur og vír í skartgripina og segir að sér finnist mjög gaman að vinna með vír. Hún hefur einnig búið til skálar úr vír og Listaháskólamappan hennar var meira að segja úr vír. En þá vafði hún kúlu úr vír sem var hægt að opna og leyndist mappan sjálf þar inni í. Heilluð af vír „Mér finnst gaman að sjá hversu langt ég kemst með því að nota bara vír. Ef eitthvað fer úr- skeiðis og mér finnst það ekki flott þá er yfirleitt einhver sem vill eiga það. En vinkonur mínar eru hrifnar af því sem ég er að gera. Ég lærði margt í föndurkennslu í Danmörku þegar ég var lítil sem ég hef nýtt mér og þróað sjálf. Ég hef undanfarin ár reynt að breyta aðeins út frá vírnum með glimmerkúlum og perlum og hnýta þetta saman. Mér finnst mjög gaman að búa til skartgrip sem er hægt að nota á fleiri en einn veg t.d. sem hálsfesti og hárband. Þá festi ég borða við festina þannig að hægt er að hengja hana um hálsinn eða binda Gamlir skartgripir endurnýttir í nýja Diljá Björg Þorvaldsdóttir hannar skartgripi úr vír og perlum og segist fá frá- hvarfseinkenni ef hún er ekki búin að föndra lengi. Vinkonur Diljár Bjargar eru duglegar að gefa henni ónýta skartgripi en úr þeim nýtir hún allt frá festingum til perlna og býr til nýtt skart. Hún selur skartgripina undir nafninu Geimvera sem vísar til þess að hún reynir að hafa hvern skartgrip einstakan og enga tvo eins. Fallegt Þessa keðju vafði Diljá Björg frá grunni og hnýtti utan um perlur. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 Til að skemmta sér og forvitnast um ólíklegustu hluti er ekki úr vegi að tékka á vefsíðunni freakepedia.com. Þar er semsagt gomma og glás af myndum og myndböndum um allt milli himins og jarðar og margt af því sérlega áhugavert, sumt fyndið, ann- að skrýtið og allt þar á milli. Hægt er að skoða eftir flokkum, meðal annars hlátri (lol), áhugaverðu (interesting), krúttlegu (cute), mistök (fail) og ýmsu fleiru. Til dæmis er hægt að skoða í efsta myndbandinu nýja upp- finningu, vélmenni sem flýgur eins og fugl, mögulega flugvél framtíðar- innar. Á síðunni er líka hægt að skoða og hlusta á frábært myndband þar sem ungt par í bíl pantar sér kaffi með því að rappa. Einnig er skemmti- leg myndasería af fuglum að ráðast á fólk, fullt af myndum af ógeðskökum (fínar hugmyndir fyrir hrekkjavökuna sem er jú framundan) og margt fleira. Vefsíðan www.freakepedia.com Glás af fríkaðri skemmtun Girnileg Ekki er víst að margir vilji smakka þessa ógeðsköku en hún er frá- bært borðskraut.  Sýnt hefur verið fram á að þeir karlar sem á hverjum degi kveðja sína heittelskuðu með kossi áður en þeir halda til vinnu, þéna meira en þeir sem ekki gera það.  Þegar fólk kyssist ósköp sakleys- islega brennir það 5 kaloríum. Með því að auka innileika kossins eykst brennslan upp í allt að 30 kaloríur. Til samanburðar má geta þess að við einnar mínútu göngutúr brennir fólk ekki nema 4-5 kaloríum. Af þessu má glögglega sjá hversu brennandi og grennandi kossar eru.  Varir okkar eru hundraðfalt næm- ari en fingurgómarnir. Þetta gerir það að verkum að púlsinn hækkar upp í 100 slög á mínútu við kossaflens.  Ástríðufullur koss kemur af stað sama efnaflæði í heila okkar og fer af stað þegar við skjótum af byssu. Augljóslega eigum við að gera meira af því að elskast en minna af því að fara í stríð.  Að meðaltali kyssa (venjulegar) konur tæplega átta menn áður en þær finna hinn eina sanna og gifta sig. Staðreyndir um kossaflens Kossar eru meinhollir Töfrar Kossar hafa mögnuð áhrif. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Nú þegar haustar fer maðurí auknum mæli að hallasér að hitabrúsanum, semí mínu tilfelli er oftast fylltur earl gray- eða rauðrunnatei. Ávaxtate finnst mér nefnilega skelfi- legt gutl og kaffi hef ég aldrei vanið mig á að drekka, þrátt fyrir ítrekaðar aðlögunartilraunir með kaffi-latte og swiss-mokka. Með ostakökunni á Frú Berglaugu, sem er efni í heilan pistil, nammi namm, fæ ég mér heitt kakó með rjóma og þar við situr, sama hvað vinkonurnar reyna að venja mig á betri og „fullorðinslegri“ siði. Ein þessara yndislegu vinkvenna minna hefur sett sér það skemmtilega markmið í lífinu að gefast ekki jafn glatt upp við að kynna sér exótísk matarföng og segir þessa ákvörðun sína hafa breytt sínum dögum og bætt. Í upphafi segir hún bragðskyn sitt hafa svartlistað t.d. kaffi, rauðvín, bjór, ólívur, sushi og margt fleira sem ég man ekki eftir í skyndi. En hún þráaðist við; það er í fjölskyldunni; og lét sig hafa það að innbyrða þessa kosti engu að síður, þar til bragðlauk- arnir voru farnir að taka heljarstökk við tilhugsunina um glas af El Coto, sem var lengi vel í miklu uppáhaldi. Ekki hef ég sýnt þessari afstöðu mikinn skilning og finnst það eigin- lega hálfgerð klikkun að neyða því í sig sem manni finnst vont, aftur og aftur, í von um að að lokum venjist það bara. En ég get varla kvartað, þessi þrautseiga vinkona mín á tvímælalaust þátt í því að ég kann að meta rauðvín í dag, sem mér datt einhvern veginn aldrei í hug að fá mér, og það var hún sem kynnti mig fyrir þeirri dá- semd sem eru an- sjósufylltar ólívur. Og það hefur ekki staðið á mér að launa henni greiðann. Yfir samræðum um sætu strákana í vinnunni og nýjustu augnskuggana frá Mac, hef ég opnað augu hennar fyrir snilld þess að borða Bingókúlur og Lays saltsnakk saman, kennt henni að frysta Völu-bananastangir og froska þannig að brakar í þeim undir tönn og gefið henni uppáhaldið mitt úr barnæsku: niðurskorna ferska ávexti með Nóa Síríus suðu- súkkulaðibitum og þeyttum rjóma. Ég hef sjaldan verið eins stolt eins og þegar ég stóð hana að því að borða Lucky Charms beint upp úr pakk- anum! Saltpillur og hreinan appelsínusafa saman vill hún hins vegar ekki sjá; það eru greinilega einhver takmörk fyrir því hvað hún leggur á magann á sér, þessi elska. Enda svo sem enginn annar félagsskapur en ég sem kemur til með að bjóða henni upp á téðar an- sjósufylltar ólívur og sykurkók með, sem hún fúlsar einnig við. Við höfum ólíkan matarsmekk, ég og vinkona mín, en eigum það sameiginlegt að njóta þess að elda og baka og borða. Við erum báðar af þeirri gerðinni að vera alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og erum sammála um að maður eigi alltaf að smakka, a.m.k. einu sinni. »Yfir samræðum umsætu strákana í vinnunni og nýjustu augn- skuggana frá Mac, hef ég opnað augu hennar fyrir snilld þess að borða Bingó- kúlur og Lays saltsnakk saman HeimurHófíar Hólmfríður Gísladóttir 199.900.- verd adeins KOMINN AFTUR! VINSAELASTI SÓFINN OKKAR ER KOMINN AFTUR! tilbodnú baedi haegri og vinstri legubekkur pantanir óskast sóttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.