Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 20

Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 20
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 Éger brospinni! Hvar er þinn Brospinni? Nú um helgina eru Brospinnar seldir til styrktar bættum aðbúnaði á geðdeildum Landspítalans. Kauptu Brospinna og veifaðu honum framan í heiminn og hver veit nema heimurinn brosi framan í þig! www.brospinnar.is Styrktaraðilar: Actavis - Alcoa Fjarðaál - Astra Zeneca - Boðskipti - Byr sparisjóður - Ernir Eyjólfsson ljósmyndari Guðrún Valdimarsdóttir - Janssen - Leturprent - Lilly - Lundberg Netvistun - Roche - Skaparinn auglýsingastofa - Umslag Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sænska ljóðskáldið og þýðandinn Tomas Tranströmer hlýtur bók- menntaverðlaun Nóbels að þessu sinni. Í fréttatilkynningu sænsku akademíunnar segir að Tranströmer hljóti verðlaunin vegna þess að hann veiti okkur „ferska sýn á veruleikann með þéttum og hálfgegnsæjum myndum“. Tranströmer fæddist 1931, hann lærði bókmenntir, trúar- bragðafræði og sálfræði við Stokk- hólmsháskóla. Um hríð var hann sál- fræðingur á upptökuheimili fyrir ungmenni. Árið 1990 fékk Tran- strömer heilablóðfall og missti málið, hann getur ekki gengið og hefur lítið getað ort, á síðustu árum hefur hann einbeitt sér að hækum. Tranströmer hefur oft heimsótt Ísland og á marga vini meðal hér- lendra skálda, nokkrar af bókum hans hafa komið út á íslensku. Ingi- björg Haraldsdóttir þýddi ljóðabók- ina Sorgargondól en áður höfðu Njörður P. Njarðvík og Jóhann Hjálmarsson þýtt ljóð eftir Tranströmer. „Hann er vel að þessu kominn,“ segir Njörður. „Hann hefur ekki ort mikið en ljóðin hans eru hreint út sagt frábær. Ég þýddi alla bókina sem hann hlaut verðlaun Norður- landaráðs fyrir og úrval úr fyrri bók- um hans, allt safnið heitir Tré og himinn.“ Tranströmer hafi oft verið tilnefndur en Njörður segir aðspurð- ur að nóbelsnefndin hafi líklega verið treg til að veita Svía verðlaunin. Reuters Heiðraður Tomas Tranströmer á heimili sínu í Stokkhólmi. Veitir okkur „ferska sýn á veruleikann“  Ljóðskáldið og þýðandinn Tomas Tranströmer frá Svíþjóð fær bókmenntaverðlaun Nóbels að þessu sinni Bráðgert skáld » Fyrsta ljóðabók Tran- strömers, 17 dikter, kom út 1954 og hlaut mikið lof. » Ljóð hans hafa verið þýdd á um 50 tungumál. Endur- minningar hans, Minnena ser mig, komu út árið 1993. » Tranströmer fékk bók- menntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1990 fyrir bók- ina För levende och döda. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Breska ríkisútvarpið, BBC, er að áliti sumra farið að ganga býsna langt í pólitískri rétthugsun til að þóknast minnihlutahópum, þ. á m. múslímum. Nýjasta dæmið er að stofnunin gaf ný- lega út vinnureglur um notkun ártala og á samkvæmt þeim að hætta að segja, þegar nauðsyn krefur, „fyrir Krist“ og „eftir Krist“, (á ensku B.C og A.D.) en nota þess í stað C.E. og BCE. „BBC ber að sýna óhlutdrægni og þess vegna er viðeigandi að við notum orð sem særa ekki og virka ekki frá- hrindandi á þá sem aðhyllast ekki kristna trú,“ segir á heimasíðu stofn- unarinnar þar sem fjallað er um trúar- brögð. Blaðið L‘Osservatore Romano, málgagn Páfagarðs, segir ráðgjafa BBC halda fram „dellu“ og sakar út- varpsstöðina um dæmalausa hræsni. Markmið stofnunarinnar sé ekki virð- ing við önnur trúarbrögð heldur sé verið að reyna að þurrka út ummerki kristninnar. Margir af starfsmönnum BBC segja að þeir muni hunsa leiðbeining- arnar. Bent er á að þessi nýja til- högun sé undarleg blekkingartilraun. Áfram sé upphafið miðað við fæðingu Krists þótt reynt sé að fela það með orðagjálfri, ekki t.d. flótta Múhameðs frá Mekka til Medína árið 622, eins og múslímar gera eða sköpun jarðar fyr- ir 5772 árum, eins og strangtrúaðir gyðingar gera. Æðstu yfirmenn BBC segja nú að ekki liggi fyrir nein opinber fyr- irmæli um að fara eftir þessum leið- beiningum varðandi tímatalið. Þær hafa þó komið til framkvæmda í ýms- um vinsælum þáttum. Frelsarinn verði falinn  BBC hvetur starfsfólk til að miða upphaf tímatals áfram við fæðingu Jesú Krists en án þess að nefna nafn hans Sjálft upphafið » C.E. og B.C.E. stendur fyr- ir Common Era og Before Common Era. » Blað Páfagarðs bendir á að fæðing Jesú Krists marki „byltingarkennt augnablik í sögunni“, það viðurkenni einn- ig múslímar og gyðingar. Fangar í Ayutthaya-héraði, um 80 km norðan við Bang- kok í Taílandi, vaða í gegnum vatnselginn við fangelsið í gær, þeir voru fluttir í annað fangelsi vegna mons- únflóðanna sem herja nú á landsmenn. Reynt er að beina vatni frá at Wat Chaiwatthanaram, víðfrægu búddamusteri í Ayutthaya-borg. Minnst 224 hafa látið lífið í flóðum í landinu síðan í júlí. Vatnselgurinn hefur valdið skemmdum í 58 af alls 77 héruðum, þar af stór- tjóni í 25 og hafa yfir tvær milljónir manna lent í vanda vegna hamfaranna. Spáð er meiri rigningu næstu daga. Reuters Yfir 200 hafa farist í Taílandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.